Tíminn - 22.04.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.04.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 22. apríl 1950 87. blað TJARNARBÍD Milli tveggja olda (Mr. District Attorney) Afar spennandi og viðburðarík, ný, amerísk mynd. Aðalhlutv.: Dennis O’Keefe Marguerite Chapman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. _____________________ Þjófurinn frá Bagdad Hin undurfagra ævintýramynd úr Þúsund og einni nótt. Aðalhlutverk: Conrad Veidt June Duprez Sýnd kl. 3. N Ý J A B í □ GAML'A BíÓ | Allt í [hvssii fína -—- (Stiting Pretty) Ein af allra skemmtilegustu gamanmyndum, sem gerðar hafa verið í Ameríku á siðustu árum. — Aðalhlutverk: AUKAMYND: Ferð með Gullíaxa frá Rvík til London, tekin af Kjartanl Ó. Bjarnasynl. (Litmynd.) Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. Draugaskipið Hin gráthlægilega skopmynda- syrpa með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 3 og 5. , Sala hefst kl. 11 f. h. ---------- Engillinn í 10. götu (Tenth Ave Angel) Ný, amerísk Metro Goldwyn Mayer kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Margaret O’Brien Angela Lansbury George Murphy Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ! ' - ____________________ * Laun symlar- innar Mjög áhrifamikil, finnsk-sænsk kvikmynd um baráttuna gegn kynsjúkdómunum. Danskur texti Kerstin Nylander Kyllikki Forsell Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Ævíntýrið af Astara kon- ungssyni og fiskimanns- dætrunum tveim Frönsk kvikmynd, gerð eftir ævintýrinu „Blondine“. Danskur texti. — Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. II. KAFLI Grímuklæddi riddarinn (The Lone Ranger) Afar spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd. Síðari hluti Hefnd grímuklædda riddarans Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. i SB * ÞJODLEIKHUSID ÍSLANDSKLUKKAN ,■ eftit- Halldór Kiljan Laxness leikstjóri Lárus Pálsson Frumsýning í kvöld kl. 18. U p p s e 11. Sunnudag 23. { FJALLA-EYVINDUR Mánudag 24. NÝÁRSNÓTTIN Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 13,15—20. — Aðgöngumiða- salan er í anddyri hússins, sími: 80000 BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Meðal mannæta og villidýra Sprenghlægileg, mjög spennandi ný amerísk kvikmynd. Aðalhlut verk leika vinsælustu grínleik- arar, sem nú eru uppi: BXJD ABBOTT og LOU COSTELLO ásamt ljónatemjaranum Clyde Beatty. Sýnd kl. 7 og 9. . Biml 11936. Hitler og Eva Braun Stórmerk amerísk frásagnar- mynd um nazistana þýzku og stríðsundirbúning, þættir frá Berchtesgaden, úr ástarævin- týri Hitlers og Evu Braun. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Kalli óheppni Sýnd kl. 3. TRIPDLl-BÍÖ lilagiiin (PANHANDLE) Afar spennandi, ný, amerísk mynd, gerð eftir sögu eftir Blake Edwards. Aðalhlutverk: ROD CAMERON CATHY DOWNS Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182. Tökum að okkur allskonar raflagnir önnumst elnnlg hverskonar viðhald og við- gerðir. Raftækjaversl. LJÓS & HITI Sími 5184. Laugaveg 79, Rcykjavík Auglýsingasími | Tímans | er 81300. Odýr matarkaup i! Saltað tryppakjöt Fryst tryppakjöt Hraðfryst folaldakjöt Reykt folaldakjöt. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678. íiEKIST ASKBIi EADl B AÐ TIMAIVIJM. - VSKBHTASIMI 2323. WILLY CORSARY: 85. dagur Gestur í heimahúsum látlaust í eyrum hans. Allt í einu mundi hann eftir bréfinu, sem hann hafði fleygt upp fyrir legubekkinn. Hann spratt ó. fætur og sótti það. Hann reif það upp skjálfandi höndum. Svo las hann: Amsterdam, 6 september .... Kærr'Ríkarður! Það var heimskulegt af mér að segja þér þegar eins og var. Ég skammaðist mín dálítið. En nú hefi ég sigrast á þeim veikleika, og áður en ég fer, ætla ég að segja þér allt Jaf létta. Mér finnst það skylda mín. Aannars misskildurðu kannske atferli mitt, og ég veld þér óþörfu hugarvíli. En sannleikurinn er þess: Fyrir nokkrum mánuðum fór heyrn mín að bila, og þetta hefir ágerst stórlega. Ég hefi leitað til lækna, en ég vissi fyrirfram, að það var gagnslaust. Margt ættmenna minna hefir verið haldið þessum kvilla, og föður- systkini mín hafa sagt mér margt af því. Ég vildi ekki SQgja þér þetta. Ég hélt, að ég yrði brosleg í þínum augum. . Ég man, að við fórum einu sinni saman í leikhús. Þann sama dag hafði ég leitað til læknis. Á sviðinu voru tveir heyrnarlausir menn, sem misskildu hvor annan. Lífði er stundum kaldhæðið. Allir vemuðu af hlátri, þú líka. En ég gat ekki einu sinni brosað. Andlegir jöfrar á borð við Beét- hoven verða ekki hlægilegir, þótt þeir heyri illa, en eigi venjulegt fólk hlut að máli, kemur enginn auga á, hve sorg- leg örlög slíkt er — nema kannske læknar. Þú hélzt sjálfsagt, að mér vöknaði um augu af kátínu. En nú er ég farin að sætta mig við þetta. Ég ætla að læra að skilja varahreyfingar fólks. Það verður í rauninni skemmtilegt nám, og kannske kemst ég á þann hátt að leyndarmálinu, sem aðrir missa af. Þarna færðu enn eina sönnun þess, hve forvitin ég er — þú stríddir mér ekki svo sjaldan á því. Svo eru lika til heyrnartæki, sem gera krafta- verk. En fyrst um sinn ætla ég samt að hafa sem minnst saman við fólk að sælda, og þess vegna ætla ég af landi burt. Okkar kunningsskap er hvort eð er lokið. Sérðu ekki í anda þig sjálfan, öskrandi í heyrnartækið, og mig koma með te handa þér, þegar bú biður mig um að kyssa þig? Það hefði orðið svipað með okkur og karlana á leiksviðinu. En ég ann þér betra hlutskiptis, og þú átt betra skilið. Það væri leiðinlegt fyrir þig að þurfa að segja við fólk: — Gerið svo vel að tal hærra — konan mín er heyrnarlitil.... Ég þakka þér kynni okkar. Þú skalt ekki vorkenna mér, þvi að ég er þegar farin að sjá hina broslegu hlið þessa heilsubrests. Þú hefðir átt heyra mig tala við konu, sem er jafn heyrnarsljó og ég, en hélt þó að hún skildi mig. Og svo verður það þægilegt fyrir mig, að nú trufla útvarpstæki ná- búanna mig ekki framar. Ég óska þér alls góðs, Ríkarður, og skilaöu kveðju frá mér til föður þíns. sem ætíð var mér góður. Ég vona, að þú verðir mér ekki lengur reiður, er þú hefir lesið þetta bréf. Segðu það við sjálfan þig, að þú sért ekki reiður við mig, hvíslaðu því — þá, heyri ég það. Sabína. Klukkan tíu var hringt til hans. Hann heyrði yfirhjúkr- unarkonuna segja: — Ég held, að þér ættuð að koma. Hann gat ekki svarað. Það var eins og hann gæti hvorki hreyft legg né lið. Loks tókst honum þó að stama út úr sér einhverjum þakkaryrðum. Honum fannst vera orðið dauðahljótt í kringum sig. Það var eins og hann væri snögglega orðinn heyrnarlaus. Hann hljóp út i bifreiðaskýli föður síns og ók á fleygiferð í áttina til sjúkrahússins. Gladíólurnar og rósirnar í görð- um urðu að marglitum strikum, en angan þeirra var sterkari en eimur af bensíninu. Það getur ekki verið satt, sagði hann í sífellu við sjálfan sig. Það má ekki vera satt. Ég vil það ekki. Örvænting og þrjózka börðust heiftar- legri baráttu í brjósti hans, og hapn nísti tönnunum. Læknirinn sat við rúm Sabínu og hélt utan um úlnliðinn á henni. Æðaslátturinn varð æ veikari. Hann kinkaði kolli og stóð upp, þegar Ríkarður kom og bauð honum að setjast í sæti sitt. Ríkarður settist og tók utan um smáa hönd Sabínu. Hún var ekki lengur heit. Hún var þvöl og köld, og það lá við, að hjartað stöðvist í brjósti hans, er hann fann það. Lífið hefir alltaf leikið við mig, hugsaði hann, og ég hefi öðlazt allt, sem ég óskaði mér.... Það er ekki gott og ekki réttlátt. Fyrr eða seinna verð ég að jafna reikningana. Hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.