Tíminn - 22.04.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.04.1950, Blaðsíða 7
87. blað TÍMINN, laugardaginn 22. apríl 1950 7 Þjóðiii má ekki bogna .... (Framhald af 5. síðu.) hafa orðið að viðundri víða! úti um heim fyrir hóflausa' fjársóun og bruðl. Slík dæmi hjá jafn fátækri og fámennri þjóð eru því miður of mörg og hafa sejit smánarstimpil á þjóðina. Flestir hafa haft meira fé milli handa hinn síðasta áratuginn, en þekkst hefir hjá oss áður, en kapp- hlaup virðist hafa verið um að eyða fénu jafnótt og það aflaðist. Vilja til sparnaðar og aðsjálni í fjárgæzlu hefir lítt gætt. i Þegar alls. þessa er minnst og margt fleira mætti nefna, þarf engan að undra þótt þröng sé í búi hjá þjóð vorri nú. Við höfum lifað yfir efni fram. Eina úrræði til úrbóta er að kannast við það og gera ráðstafanir í sambandi við j það. Hver þjóðfélagsborgari verður að gera sér ljóst, að þau sjúkdómseinkenni, sem nú ber á í atvinnu- og fjár- hagslífi þjóðarinnar, verða ekki læknuð nema með sameiginlegu átaki og allir verða að herða nokkuð að sér, og þá. fyrst og fremst þeir, sem bezta hafa aðstöðuna og mest hafa grætt að undan- förnu. Góðir hlustendur! Þetta þykir ef til vill ekki gleðileg- ur sumarboðskapur, sem ég flyt hér. — En ég tel sjálf- sagt að segja tæpitungulaust frá hlutunum eins og þeir eru. Þótt ýmsir örðugleikar séu fyrir hendi nú, og sumir þeirra mjög alvarlegir, er á- stæðulaust að vera með vol eða víl. Þjóð okkar hefir kom- izt í hann krappan fyrr og staðið storminn af sér. Það sem nú þarf að gera, er að efla meginatvinnuvegi þjóð- arinnar til lands og sjávar. Að þvi verða allir sameigin- lega að vinna. Fólk hefir að undanförnu flúið frá framleiðslustörfum til annarra léttari og ómerk- ari starfa. Hér þurfa að verða straumhvörf. Þótt aflatregða og markaðsörðugleikar hafi kreppt að íslenzkum sjávar- útvegi, þá er það ekki annað en þekkst hefur áður. Fiski- miðin höfum við enn, sem vonandi tekst að nýta skyn- samlega svo að þau, eins og verið hefir, eigi með réttu nafnið gullkista þjóðarinnar. Nú spyrja fleiri ungir menn eftir möguleika til þess að reisa bú í sveitum, en verið hefir um langt skeið. Hrað- virkar skurðgröfur þurrka ár hvert fleiri þúsund ha. af hin- um ágætu íslenzku mýrum. Landið skiptir um svip á fá- um árum. í stað forblautra fúamýra koma valllendis- flákar, þar sem síðar verða reist blómleg býli. Þetta verður gert ,ef þjóð- in vill, ef hún skilur það, að eina vopnið, sem hún hefir í höndum til þess að vernda stjórnarfarslegt og fjárhags- legt sjálfstæði, er efling at- vinnuveganna. Bjarni skáld Thorarensen segir: Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. Bægi sem Kerub með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. SERLEYFISLEIÐ laus til umsóknar Með því að fyrirhugað er að leysa ríkissjóð frá rekstri áætlunarbifreiða, er sérleyfisleiðin Reykjavík-Akur- eyri eða Akranes-Akureyri laus til umsóknar frá og með 1. júní eða 1. júlí 1950 að telja. Umsóknir skulu sendar póst- og símamálastj órninni fyrir 10. maí næskomandi. Upplýsingar um ferðafjölda, og annað viðkomandi leiðinni, gefur póst- og símamálastjórnin. Takiö eftir! ( Hvaða rit er myndarlegasta mánaðarrit landsins, 32 :: iitprentaðar síður með mörgum myndum og fjöl- H breyttu efni? :: 5AMVINNAN II :: er glæsilegasta heimilisblaðið. I henni er að finna :: fjölbreytt, skemmtilegt og fróðlegt lestrareíni, heppi- H íegt til frístundalesturs á heimilunum um land allt. » Vegna innflutningserfiðleika verður óhjákvæmilegt || að takmarka upplag Samvinnunnar töluvert í náinni H framtíð. Það má því gera ráð fyrir því, að einungis H íastir áskrefendur geti átt þess kost að fá ritið reglu- « lega framvegis. H Póst- og símamálastjórnin 19. apríl 1950 ||| SAMVINNAN Atvinna Stúlka óskast til að veita rekstri veitingahúss for- H ♦♦ stöðu. Komið getur til mála að tvær stúlkur taki sam H eiginlega að sér að annast reksturinn. Upplýsingar gef ur framkvæmdastjóri félagsins. Kaupfélag Stykkishólms || ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦«•♦♦■ ’♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Húseigendur í Reykjavík Brunabótagjald húseigna í lögsagnarumdæmi Reykja víkur fyrir árið 1950 til 1951 féll í gjalddaga 1. apríl. Gjaldið ber að greiða í skrifstofu vorri Austurstræti 10A kl. 9 til 12 og 1 til 4. Almennar Tryggingar h.f. íslendingar munu enn til- einka sér og hafa sem leiðar- merki þessi karlmannlegu orð skáldsins, láta erfiðleik- ana stæla viljann, en ekki bogna fyrir þeim. ★ f dag verður þjóðleikhús vígt hér i höfuðborg vorri. Þar rætist einn aj: óskadraumum þjóðarinnar. Tuttugu ár eða meir hefir tekið að reisa þetta hús, sem á að verða í framtíðinni ein meginstoð ís- lenzkrar tungu — íslenzkrar menningar. Allir íslendingar gleðjast yfir þeim sigri, sem hér er unninn og allir vona að það menningarstarf, sem þar fer fram á komandi ár- um og öldum, svari til djörf- ustu vona þeirra, sem mest hafa beitt sér fyrir þessu máli. Það er táknrænt að opna þjóðleikhúsið á sumardaginn fyrsta, þann dag, sem einna * I :: kostar aðeins kr. 25,00 árgangurinn og er því langódýr u asta mánaðarrit landsins enda þótt það sé bæði stórt, H fjölbreytt og skemmtilegt. H ✓ n H Hvaða tímarit býður betri áskriftakjör en Samvinn- H an? Aðeins kr. 25,00 á ári fyrir tólf 32 síðna litprent- H u<5 hefti. Gjalddagi er 1. júlí ár hvert. í Reykjavík er « áskriftaverðið innheimt með póstkröfu, úti á land || anast kaupfélögin, hvert á sínu félagssvæöi, innheimt- j| una. » SAMVINNAN ráðleggur áhugamönnum aö tryggja sér áskrift að rit- inyi strax í dag með því að senda meðprentaðan á- skriftaafklipping útfylltan til Samvinnunnar, Sam- bandshúsinu, Reykjavík. ÁSKRIFTAAFKLIPPINGUR Til Samvinnunnai, Sambandshúsinu, Reykjavík Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að Sam vinnunni. Nafn........... Heimili......... Kaupfélagssvæði GÓÐ BÚJÖRÐ í Vestur-Skaftafellssýslu ’ f <> fæst til kaups eða leigu í næstu fardögum, sauðfjár- beit ágæt og silungsveiði árið um kring og fleiri hlunn J [ indi. Upplýsingar gefur Eiríkur Ormsson, Sími 1467 bjartast er yfir í huga flestra íslendinga. Þjóðleikhúsið er eitt dæmi um dugnað og stórhug þessar- ar fámennu þjóðar, og hvað hún héfir afrekað síðustu áratugina. En með hverju slíku átaki, hverju nýju menntasetri, koma auknar kröfur til framléiðslustétt- anna, þörf fyrir meiri fram- leiðslu til þess að standa straum af hinum nýju verk- efnum. Sumardagurinn fyrsti er sérstaklega helgaður börnun- um. Það sýnir hve þjóðin ann þeim degi og hve miklar von- ir eru bundnar við komu sum- arsins. Síðustu orð mín að þessu sinni eru þau, að þetta sumar verði þjóðinni og hverjum einstaklingi hennar gott og gjöfult. Gleðilegt sumar. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á Coca-cola: í heildsölu 3/16 ltr.............kr. 0.77 í smásölu 3/16 ltr...............kr. 1.05 Hámarksverð þetta gildir í Reykjavík og Hafnarfirði en annars staðar á landinu má bæta við verið sam- kvæmt tilkynningu Viðskiptanefndar nr. 28/1947. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 19. apríl 1950 Verðlagsstjórinn ! Jörð til sölu Jörðin Jarðlaugsstaðir í Borgarhreppi í Mýrasýslu er til sölu. Jörðin er mjög góð sauðjörð. Ræktunarskil- yrði góð. Mikill skógur og landrými mikið. Laxveiði í Langá. Semja ber við Fasteignasölumiðstöðina, Lækj- argötu 10B. Símar 6530 og 5592 eða eiganda jarðarinn ar Erlend JónsSon, Leifsgötu 19. Sími 80517.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.