Tíminn - 24.05.1950, Blaðsíða 5
112. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí 1950
5
ERLENT YFIRLIT:
Vanmetnar frelsishetjur
i
Að undanskildum Tító og Bidault cru aðal
leiðtogar mótspyrnuNamtakanna frá stríðs
árunum gleymdir menn og suinir hafa ver-
ið teknir af lífi sem glæpamenn
IfMiðvikud. 24. maí
A ofþenslusagan að
endurtaka sig ?
Amerískir sérfræðingar,
sem eru á vegum Marshall-
stofnunarinnar, hafa dvalið
hér undanfarið og kynnt sér
frystihúsareksturinn. Þetta
er í samræmi við það verk-
efni stofnunarinnar að láta
Evrópulöndin njóta góðs af
tækni og verkkunnáttu Banda
ríkjamanna, þar sem þeir
eru lengra á veg komnir.
Bretar og fleiri Evrópuþjóðir
hafa þegar hagnýtt sér slíka
leiðsögn með góðum árangri
á ýmsum sviðum iðnaðarins.
Hér verður ekki rætt um
það almennt, sem hinir ame-
rlsku sérfræðingar hafa um
frystihúsarekstur fslendinga
að segja, en vafalaust má
sitthvað læra af leiðbeining-
um þeirra. Það atriði, sem
þeir hafa vakið athygli á, og
hér verður rætt, er hinn
mikli ofvöxtur, sem komist
hefir í frystihúsabyggingarn-
ar. Á mörgum stöðum, þar
sem vel má komast af með
eitt sæmilegt frystihús, eru
þau tvö og þrjú og jafnvel
fleiri. Af þessu hefir ekki að-
eins hlotist alltof mikill
stofnkostnaður, heldur verður
reksturinn allur miklu óhag-
kvæmari en hann þyrfti að
vera.
Það er að vísu ekki neitt
nýtt, sem hinir amerisku sér
fræðingar hafa hér vakið at-
hygli á. Það hefir verið öll-
um hugsandi mönnum ljóst,
að hér hefir verið óviturlega
að farið. En það er samt
gott, að enn á ný skuli hafa
verið vakin athygli á þessu,
ef það gæti orðið til aðvör-
unar í framtíðinni.
Það hefir verið alltof mik-
ið gert af því, bæði af at-
vinnurekendum og lánstofn-
unum að beina fjármagninu
einhliða að þeirri atvinnu-
grein, er bar sig bezt í þann
og þann svipinn. Þess vegna
þutu frystihúsin upp meðan
sala frysta fisksins gekk vel.
Svipað er líka að segja um
sildarverksmiðjurnar. Af op-
inberri hálfu hefir lítið verið
gert til að sporna gegn þessu,
heldur jafnvel verið ýtt undir
þetta og þeir þótt mestir, sem
komust lengst í slíkum yfir-
boðum. Af þessum vinnubrögð
um sýpur þjóðin nú seyðið.
Það myndi nú vera öðru
vísi og betur umhorfs í fiski-
iðnaðarmálum okkar, ef þau
hefðu t. d. í upphafi verið
tekin svipuðum tökum og
mjólkuriðnaðurinn. Þegar
mjólkursölulögin voru sett,
voru tvö mjólkurbú austan
fjalls og eitt hér vestanfjalls
og stefndi fremur til fjölg-
unar en fækkunar I þessum
efnum. Með svipuðu áfram-
haldi myndu nú vera mörg
mjólkurbú austan fjalls og
nokkrar mjólkursölustöðvar
hér í Reykjavík með tilheyr-
andi vélum og öðrum útbún-
aði. Af þessu myndi leiða ó-
bærilegan milliliðakostnað
bæði fyrir neytendur og fram
leiðendur. Mjólkursölulögin
bundu endalok á þessa öfug-
þróun. Svipaða löggjöf hefði
þurft á sviði hraðfrystihúsa-
rekstursins.
í danska blaðinu „Information‘,
birtist nýlega eftirfarandi grein,
þar sem rakin eru örlög nokkurra
þeirra manna, sem höfðu leiðsögn
mótspyrnuhreyfinganna í her-
numdu löndunum á striðsárunum,
en þau hafa yfirleitt orðið nokk-
uð á aðra leið en ætla mátti i
stríðslokin. Einkum hafa þó laun-
in, sem þeir hlutu, reynzt á þá
leið austan járntjaldsins. Hefst svo
grein Information:
HVAÐ VARÐ af þeim mönnum,
sem víðsvegar um Evrópu stjórn-
uðu leynilegri andstöðu og baráttu
gegn veldi Hitlers? Eru þeir nú
mikilsvirtir leiðtogar, sem fara með
stjóm þeirra þjóða, sem þeir lögðu
líf sitt í hættu fyrir til að frelsa
þær undan harðstjórn nazismans?
Þegar fimm ár eru liöin frá frels-
un Danmerkur, fer vel á því að
líta um öxl og rifja upp fyrir sér,
hverja umbun þessir menn hafa
hlotið.
Örlög þessara andstöðuleiðtoga í
Evrópu eru mjög mismunandi.
Margir þeirra, sem mjög voru dáð-
ir fyrst í stað eftir styrjaldarlokin,
eru nú alveg gleymdir. Nokkrir
hafa hlotið þungar refsingar og
sumir jafnvel látið lífið vegna bar-
áttu sinnar, löngu eftir að frelsis-
baráttunni var lokið. Það er aðeins
í tveimur löndum, sem formenn
frelsisbaráttunnar sitja nú í æðstu
sætum. Þau lönd eru Frakkland
og Júgóslavía.
ÞEIR BÖRÐUST fyrtr frelsun
lands síns undan harðstjórn. Þeim
tókst ekki öllum að ná þessu tak-
marki. Margir þeirra, sem börðust
af mikilli hugprýði, hlutu litlar
þakkir. Þannig var það um menn
eins og Traicho Kostov, hinn mikla
leiðtoga kommúnista í Búlgaríu.
Hann var fullgóður til að berjast
á stríðsárunum og yfirvöldin í
Kreml þoldu hann fyrstu árin eft-
ir þau, en fyrir tveimur árum var
hann tekinn afsíðis og síðan tek-
inn af lífi eftir málamyndarrétt-
arhöld. Hverjir voru ákærendur
hans og dómarar? Aðallega menn,
sem sjálfir dvöldu i Moskvu á
stríðsárunum. Svipuð urðu afdrif
þau, sem Ungverjinn Jaszlo Rajk
hlaut, eftir hin frægu málaferli
i fyrra.
Sama myndin blasir alls staðar
við austan járntjaldsins. Þeir
menn, sem höfðust við á mörkum
úti og í klettahellum í .föðurlandi
sínu á neyðartímum þess — held-
ur en að sitja öruggir í flokks-
skrifstofum austur i Moskvu, hafa
litlar þakkir hlotið. Sama er að
segja um þá menn, — jafnvel þó
að kommúnistar væru — sem völdu
strðsborgina London fremur en
hina hlutlausu Moskvu á fyrstu ár-
um stríðsins. Nýlega var einn þess-
Því er þetta sagt hér, að
nú virðist vera að hefjast
svipað kapphlaup á sviði
saltfiskvinnslunnar og á sviði
síldarvinnslunnar og hrað-
frystihúsaiðnaðar. Allir, sem
vettlingi geta valdið, vilja nú
byggja þurrkhús. Það opin-
bera verður nú að vinna að
því að sameina þessa sundur-
leytu krafta og tryggja hér
skipulag og hæfilega fjár-
festingu. Það er nauðsynlegt
ara London-kommúnlsta látinn
víkja í Tékkóslóvakíu, — Vlado
Clementis utanríkisráðherra.
í PÓLLANDI voru tvær and-
stöðufylkingar gegn veldi Þjóð-
verja á stríðsárunum. Hreyfing
verkalýðsins hallaðist að Rússum,
en hin borgaralega frelsishreyfing
fylgdi útlagastjórninni í Lond-
on, og tók þátt í hinu hörmulega
upphlaupi í Varsjá 1945, þegar
Rokossovsky marskálkur var kom-
inn að borginni með her sinn.
Hann kom uppreisnarmönnum
ekki til liðs. Þeir voru gjörsigrað-
ir. Bor Kamarowsky herforingja,
sem stjórnaði uppreisninni, tóku
Þjóðverjar til fanga, en seinna
leystu bandamenn hann úr haldi.
Nú er hann útlagi í London.
Annar foringi pólsku frelsishreyf
ingarinnar var Rola Zymiessky
marskálkur, sem varð landvarnar-
og hermálaráðherra Pólverja eftir
striðið. í fyrrahaust var hann leyst
ur frá starfi sinu i náð, svo að
þriðji maðurinn úr hinum pólska
harmleik tæki við því. Það var
herforinginn, sem beið við Varsjá,
meðan uppreisnarmenn voru brytj
aðir niður, Rokossovsky, sem aftur
fékk pólskan ríkisborgararétt. Þann
ig hefir Rokossovsky vikið leiðtog-
um beggja deilda frelsisbaráttunn-
ar til hliðar. Zymiersky er þó ekki
í ónáð, heldur á hann jafnan sæti
í ráðuneytinu.
Þriðji leiðtogi andstöðuhreyfing-
arinnar 1 Póllandi er Eduard Os-
ubka-Marovsky, jafnaðarmanna-
foringinn, sem reyndi ap halda
jafnvægi milli austurs og vesturs
og var forsætisráðherra fyrst eftir
striðið. Hann er nú formaður í
stéttarfélagsskap, en það er þýð-
ingarlaust starf í Póllandi.
í JÚGÓSLAVIU börðust flokkar
landsmanna innbyrðis og gerðu út
um sín mál sjálfir á striðsárun-
um. Tító vann sigur, en foringi
konungssinna, Mihailovits, beið ó-
sigur, var handtekinn og síðar líf-
látinn. Þar með var hin borgara-
lega frelsishreyfing kveðin niður.
Tító var hinn eini uppeeisnar-
maður gegn Þjóðverjum í Austur- I
Evrópu, sem tókst að halda þvi,
sem hann vann. Hann situr enn
að ríkjum. Moskvumennirnir hafa
verið hreinsaðir burt úr liði hans.
í GRIKKLANDI var mótspyrnu-
liðið líka klofið. Borgaralega frels-
ishreyfingin var kölluð EDES, en
hin róttæka ELAS. Napóleon Zer-
vas var foringi hinnar borgara-
legu sjálístæðishreyfingar og hann
sparaði hvorki púður né stór orð.
Hann var öryggismálaráðherra um
skeið eftir stríðið. Samt gat hann
ekki sigrast á kommúnistum án
verulegrar hjálpar frá Ameriku.
að koma góðum fótum undir
saltfiskvinnsluna, en það á
samt að gera það með fullri
gát. Víti eru orðin svo mörg
í þessum efnum, að það ætti
að vera hægt að varast þau
eftirleiðis. Þess verður þvi
eindregið að vænta, að rik-
isstjórn og Fjárhagsráð hafi
hér þau tök á hlutum, að
gamla ofþenslusagan endur-
taki sig hér ekki einu sinni
enn.
TÍTÓ.
IíOnn hef r nú bak við sig sinn
eigin flokk, þjóðernisflokkinn, sem
ekki er áhrifamikill. Zervas er held
ur ekki mikill áhrifamaður sjálf-
ur, og er þó vel metinn maður í
þjóðfélaginu, þó að það sé ekki
mest vegna sjálfstæðisbaráttunn-
ar. Foringi kommúnista, sá sem
skípulagði ELAS í byrjun, var
Zachariadis. Framganga hans á
stríðsárunum naut slíkrar viður-
kenningar, að jafnvel eftir að
kommúnistaílokkurinn var bann-
aður, var hann i Aþenu og starf-
aði þar. Síðar breyttist þetta þó,
og nú víta menn ekki, hver örlög
hans hafa orðið.
En kommúnistar Grikklands
urðu líka að sæta uppgjöri milli
„heimamanna og Moskvumanna“.
Gleggsta dæmi um það eru afdrif
Markosar. Hann var foringi upp-
reisnarmanna eftir heimsstyrjöld-
ina og barðist af hreysti og harð-
fylgi, en fór sínu fram, þar til
ráðamenn í Moskvu ráku hann frá
völdum 1948. Nú vitum við ekki
hvað af honum er orðið.
AÐ GEORGES BIDAULT er for
sætisráðherra Frakklands í dag
staíar meira af stjórnmálahæfileik
um hans en fortíð hans í frelsis-
stríðinu. Að vísu var hann lítið
þekktur háskólakennari fyrir styrj
öldina og frægð hans stafar frá
strðinu. Hann var fremsti maður
frelsisbaráttunnar innan lands.
Þegar lesin eru nöfn franskra
(Framhald á 6. siOu.)
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið minnist á þá
kenningu í gær, að Atlants-
hafsbandalagið sé fyrst og
fremst til hagsbóta fyrir
Bandaríkin. Það segir í þvi
tilefni:
„Ekkert er fjær sannleikanum
um þj/ðingu Atlantshafsbanda-
lagsins, en slikur sleggjudómur.
Ef gera ætti upp á milli hags-
muna Bandaríkjanna og Vestur-
Evrópuþjóðanna i sambandi við
það, þá eru það vissulega miklu
íremur Vestur-Evrópuþjóðirnar,
og þar á meðal íslendingar, sem
er þetta varnarbandalag lýðræð-
isríkjanna lífsspursmál; þvi að
það eru miklu fremur þær en
Bandarikin, sem ástæðu hafa tU
að óttast rússneska árás, studda
eða framkallaða af kommúnist-
um, í náinni framtíð. Og að slík-
ur ótti Vegtur-Evrópuþjóðanna er
engin grýla^ mega allir sjá af
örlögum Tékkóslóvakíu fyrir rúm-
um tveimur árum. Það, sem þar
skeði fyrir samspil Rússlands og
kommúnista, gæti vissulega end-
urtekið sig í hverju einasta lýð-
ræðislandi Vestur-Evrópu, ef þau
stæðu ein síns liðs og varnarlaus
fyrir slikum aðförum'..
Þátttaka Bandaríkjanna í
Atlantshafsbandalaginu ger-
ir það að verkum, að þessi
hætta, sem hvílir yfir smá-
þjóðunum verður miklu
minni. Þess vegna er þátt-
taka Bandaríkjanna þeim
ómetanlega mikils virði.
Otradals-
hneykslið
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ir jafnan talið það eitt af
stefnumálum sínum, að bænd
ur ættu sjálfir jarðirnar, sem
þeir byggju á. Hann hefir því
oft haldið uppi gagnrýni, þeg
ar ríkið hefir keypt jarðir og
talið þar stefnt í öfuga átt.
Það hefði samkvæmt þessu
mátt ætla, að þessum boðskap
Sjálfstæðisflokksins hefði
verið vel fylgt þann tíma,
sem „Sjálfstæðisbóndinn“
Jón Pálmason skipaði sæti
landbúnaðarráðherra í vetur,
en undir stjórnardeild þess
ráðherra heyra jarðamál rík-
isins.
Það hefir hinsvegar farið
hér fyrir forsprökkum Sjálf-
stæðisflokksins eins og oftar,
að þeim hefir gengið illa að
fylgja hinum gullnu fyrirheit
um flokks síns í framkvæmd
inni. Þótt landbúnaðarráð-
herratíð Jóns Pálmasonar
væri stutt, nægði hún samt
til þess, að við hann verður
jafnan tengt sérstakt hneyksl
ismál í jarðakaupasögu ríkis-
ins.
Undir landbúnaðarráðherr
ann heyrir sjóður, sem nefn-
ist jarðakaupasjóður ríkisins.
í lögum þess sjóðs standa þau
skýlausu ákvæði, að sjóður-
inn megi ekki kaupa jarðir
hærra verði en nemur fast-
eignamatsverði þeirra. Þetta
ákvæði er meira að segja tví-
tekið í lögunum.
Jón Pálmason gerði sér hins
vegar lítið fyrir og Iét jarða-
kaupasjóð kaupa jörðina
Otradal í Barðastrandarsýslu
fyrir 70 þús. kr., en fasteigna
mat hennar er kr. 12.100. Jörð
in er þannig keypt fyrir nær
sexfalt fasteignamatsverð.
Þess má geta, að jarða-
kaupasjóður mun einu sihni
áður hafa keypt jörð, Pálshús
á Álftanesi, fyrir meira en
fasteignamatsverð, en í því
tilfelli hafði Alþingi líka veitt
heimild til kaupanna. Engri
slíkri heimild var hinsvegar
til að dreifa í sambandi við
Otradalskaupin.
Pálshús voru keypt vegna
þess, að til stóð, að ríkið gerði
þar all umfangsmiklar fram-
kvæmdir (varnargarða vegna
landbrots af sjávarvöldum).
Engar réttlætanlegar ástæður
mæltu hinsvegar með því, að
ríkið réðist í Otradalskaup-
in.
Aðeins eina ástæðu er hægt
að finna fyrir því, að Jón
Pálmason réðist í Otradals-
kaupin. Hún var sú, að eig-
andi jarðarinnar, Gísli Jóns-'
son alþingismaður, átti jörð-
ina og vildi losna við hana.
Hinsvegar fékk hann ekki
fyrir hana á frjálsum mark-
aði það verð, sem hann vildi
fá. Niðurstaðan varð sú, að
þeir flokksbræðurnir, land-
búnaðarráðherrann og alþing
ismaðurinn, komu sér saman
um að jarðakaupasjóður
skyldi kaupa hana fyrir
hærra verð en hægt var að
selja hana fyrir á frjálsum
markaði og fyrir margfalt
hærra verð en lög sjóðsins
heimiluðu. Undir slíkum
kringumstæðum gleymdist
það gullna fyrirheit Sjálfstæð
isflokksins að vinna að því,
(Framhald á 7. siðu.)