Tíminn - 24.05.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1950, Blaðsíða 7
112. blað TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí 1950 7 íslendmgaþættir ... (Framhald af 3. síðu.) bænda mjög til sín taka. Hann var víðsýnn og athug- ull í landsmálum, eins og öðr um málum, fylgdist vel með öllu sem gerðist, fram til þess síðasta, og var ákveðinn Fram söknarmaður frá því, að sá flokkur var stofnaður, og studdi hann af heilum hug meðan kraftar entust. Allan búfénað hirti hann með mikilli prýði og hafði yndi af að eiga fallegan og afurðagóðan bústofn. Hann var ágætur hestamaður og hafði mikið yndi af góðum hestum. Ekki var Hjörtur meiri þrekmaður að líkamsburðum en almennt gerist, þó bar hann ellina vel, var lengst af beinn í baki og léttur á fæti. Hann gekk að vinnu flesta daga unz hann, snemma á s. 1. vetri, kenndi banameins- ins, og að heyvinnu gekk hann alla daga, s. 1. sumar, var líka ágætur sláttumaður og lagvirkur og hagvirkur að hverju sem hann gekk. Hann var ágætur heimilis- faðir, og hamingjumaður í þess orðs beztu merkingu, því heimilislífið á Grjóteyri var með þeim ágætum er bezt þekkist. Konan hans: Gróa Símonardóttir, var úrvals- kona að mannkostum, og ann aðist heimilið að sínum hlut svo fyrirmynd var að. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi, ágætisfólk, Þau eru: 1. Sigríður gift Jóni Krist- jánssyni frá Skerðingsstöð- um, bíóstjóra á Akranesi. 2. Aðalsteinn, ókvæntur heima. 3. Gústaf, býr í Reykjavík, giftur Guðrúnu Einarsdóttur hjúkrunarkonu,. 4. Óskar, 5. Kristrún, bæði ógift heima. 6. Torfi, býr á Akranesi, gift- ur Guðnýju Guðmundsdóttur frá Laugarvatni. Þau hjónin Hjörtur og Gróa brugðu búi vorið 1931, og tóku þá börn þeirra þrjú við jörð og búi en gömlu hjónin dvöldu hjá þeim til æviloka, umvafin ástúð þeirra og um- hyggju. Gróa dó 12. ágúst 1940, en Hjörtur 19. apríl s. 1., og var jarðsunginn að Hvanneyri 1. maí, eins og áður segir, að viðstöddu miklu fjölmenni. Með Hirti Hanssyni, er til moldar genginn, maður sem var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem nú er að falla í valinn og jafnframt og eins vel þeirrar, sem nú er í fullu starfsfjöri: var síungur í anda. Hann var maður, sem gott var að kynnast og gott að vinna með. Það reyndi ég um margra ára skeið. Sigurjón Kristjánsson, frá Krumshólum. — De'dan (Framhald af 3. síðu.) starfi. Þeir mundu ekki krefj ast beztu sæta og þeir gerðu ekki ráð fyrir að hætt yrði að senda blöðunum aðgangs kort að mótum og sýningum þó óskir þeirra ylðu upp- íylltar. Formaður B.í. gat þess, að óþarft væri fyrir Í.S.Í. að biða eftir svari frá Norðurlöndun- um hvað mál þetta snerti, því þar væri alls staðar sá háttur á hafður að blaða- menn fengju frjálsan aðgang að öllum íþróttamótum og sýningum. Á fundinum ríkti hin mesta eining og skiln- ingur virtist gagnkvæmur. Hins vegar gat framkvæmda stjórnin þess, eins og hún hafði raunar áður gert, að hún gæti ekki tekið ákvörðun upp á sitt eindæmi, án þess að bera það undir Sambands- ráð Í.S.Í., og það því fremur sem fram hafði komið frá einu sérsambandinu sú skoð- un að ekki bæri að sinna þessari ósk B.í. Formaður og ritari voru spurðir, hvort nokkuð það lægi fyrir sem gerði það að knýjandi nauðsyn, að hraða svo málinu að ekki mætti bíða eftir sambandsráðsfundi 10. júní og gáfu þeir ekkert sérstakt svar við því. Fund- inum lauk svo með því að form. B.í. sagðist skilja af- stöðu framkvæmdastjórnar í. S.í. Kvöddu þeir síðan og fóru Eftir stutta stund komu þeir íormaðurinn og ritarinn aft- ur, og sögðust eiginlega hafa gleymt eða ekki athugað að rétt hefði verið að skýra framkvæmdastjórn Í.S.Í. frá því áður en þeir fóru, að bú- ið væri að samþykkja í B.Í.. bann við öllum fréttaflutn- ingi um íþróttamót og sýn- ingar innan Í.S.Í. og gilti það þangað til gengið hefði verið að ósk B.í. Framkvæmda- stjórnin lét 1 ljós nokkra undrun yfir þeirri meðferð, sem málið hefði hlotið hjá B.í. og óskaði að þetta kæmi ekki til framkvæmda fyrr en útséð yrði hvernig sambands- ráðsfundur liti á þetta mál. Kváðu þéir sig bundna af samþykkt félaga sinna og gætu ekki upp á sitt ein- dæmi neinu breytt, en lof- uðu að kalla saman fund í B.í. að nýju og skýra frá þeim undirtektum er mál þeirra fékk hjá framkvæmdastjórn Í.S.Í. Óskuðu þeir eftir að fá bréf frá Í.S.Í., sem staðfesti umræður fundarins og var því heitið, og bréfið sent næsta dag. Samkvæmt skýrslu B.í. um málið, virðist það næsta sem gerist, að árla næsta dag, 16. maí ítrekar fundur B.í. fyrri samþykkt sína um bann við fréttaflutningi frá íþrótt- um innan Í.S.Í. Virðist það gert í krafti þess, að þrjú fé- lög, Ármann, Í.R. og K.R. hafi skriflega gengið að öllum óskum B.í. Hins vegar hefir ekki borizt svar við bréfi því, er framkvæmdastjórnin send* daginn eftir fund formanns og ritara B.í. með Í.S.Í. og þeir óskuðu að fá. Framkvæmdastjórn Í.S.Í. vill taka fram, að hún hefir alltaf óskað góðs samstarfs við blaðamenn, að hún hefir gert sitt til að þetta yrði leyst á svipaðan hátt og það er hjá öðrum þjóðum. Að hún hafi aldrei hugsað sér að draga þetta mál á langinn meira en nauðsynlegt og eðli- legt er vegna öflunar upplýs- inga og Sambandsráðsfundar Í.S.Í. 10. júní. Virðist framkvæmdastjórn- inni sem bann B.í. sé óeðli- legt og ósanngjarnt eins og málin stóðu á því augnabliki, sem það var samþykkt i B.í. og ekki í samræmi við það góða samstarf, sem verið hef- Ir öll undanfarin ár, og ekki heldur í samræmi við þann góðvilja í garð íþróttamanna sem fram kemur í greinar- gerð B.í. um málið. Það kemur greinilega fram hjá B.í. óblandin ánægja yf- SKIPA______ RIKISINS „Skjaldbreið“ vestur um land til Skaga- strandar hinn 30. þ. m. Tekur flutning til hafna milli ísa- fjarðar og Skagastrandar. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. M.s. „Gullfos$“ Pantaðir farseðlar með m. s. „Gullfoss“ frá Reykjavík 3. júní til Leith og Kaupmanna hafnar skulu sóttir fyrir laug „Heröuhreiö“ ardag 27. þ. m. ahnars verða þeir seldir öðrum án frekari viðvörunar. austur um land til Bakka- fjarðar hinn 31. þ. m. Tek.ur flutning til Hornafjarðar, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarð ar, Vopnafjarðar og Bakka- fjarðar. Farseðlar seldir á Þriðjudag. „ESJA“ vestur um land til Akureyrar hinn 31. þ. m. Tekur flutning til allrar áætlunarhafna. Far seðlar seldir á þriðjudag. Tekið á móti flutningi i of angreind skpi á morgun og föstudag. H.(. ElmskiDafélas íslands Vöruflutningar Reykjavík—A kureyri Vörumóttaka daglega. — Afgr. i Reykjavík: Vilhj. Fr. Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 3557. Afgr. Akurevri: Bifreiðastöðin Bifröst. Vörur einpig fluttar til og frá Blönduósi. Pétur & Valdemar k.f. Höfum ávalt Ármann Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja alla virka daga. fyrirliggjandi klæðaskápa, dívana, borð, barnarúm og unglingaföt í miklu úrvali Vöruveltan Hverfisgötu 59. Sími 6922. Aðalsafnaðarfundur Nessóknar Aðalsafnaöarfundur Nes- sóknar í Reykjavík var hald- inn sunnudaginn 21. mai í kapellu Háskólans. Fyrir fundinum lágu reikningar safnaðarins 1948 og 1949, sem sýndu fjáreign í árslok 1949 kr. 316 þúsund. Á fundinum var kosin ný safnaðarstjórn: Guðmundur Marteinsson, verkfræðingur í stað formanns, Lárusar Sigur björnssonar, sem baðst und- an formannsstörfum, Baldur Jónsson, verzlunarstjóri, Karl Á. Torfason aðalbókari og Ingimar Brynjólfsson, stór kaupmaður, báðir endur- kjörnir. Magnús Andrésson, fulltrúi, baðst undan endur- kosningu sem gjaldkeri safn aðarins. Safnaðarfulltrúi var kosinn Ingólfur Gíslason f. héraðslæknir í stað Sigurjóns Jónssonar f. bankastjóra, sem einnig baðst undan end- uikosningu. í varastjórn safnaðarins voru kosin: Meyvant Sigurðs scn, verkstjóri, Ásgeir Jóns- son, fulltrúi. Björn Ólafs f. skipstjóri, frú Halldóra Eyjólfs dóttir og Jónas G. Halldói's- son, forstjóri. . Á fundinum uröu miklar umræður um kirkjubygging- aruppdrátt Ágústs Pálssonar arkitekts og lauk þeim svo, að samþykkt var svohljóð- andi rökstudd dagskrá: í trausti þess, að ,sóknar- nefndin, sem nú tékur við, láti fara fram gagngerða end urskoðun á kirkjuteikningu sóknarinnar, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá. — Otradalsfmeykslið (Framhald af 4. síðu.) að ábúendurnir eigi sjálfir að eiga jarðirnar. Eða átti kann ske að hafa þá aðferð, að rík- ið keypti jörðina af Gísla á sexföldu fasteignamatsverði, en seldi hana síðan aftur á réttu fasteignamatsverði, cf einhver rétttrúaður hefði ósk | « að eftir kaupunum, en jarða- kaupasjóður getur samkv. lög um sínum ekki selt jarðir á hærra verði? Hvernig, sem litið er á þetta mál, verður ekki komist hjá þeirri niðurstöðu, að það sé einstakt og óverjandi hneyksl ismál. Rétt er að geta þess, að þeir Jón og Gísli hafa í ýmsum til fellum látist vera einna mest ir siðferðispostular í þinginu og þótt þess umkomnir að gagnrvna ýmsar stjórnarráð- stafanir. Otrardalshneykslið er hinsvegar glöggt dæmi um það, hve vel þeim sé trú- andi til ábyrgðarstarf i fyrir ríkið og þjóðarheildina, þeg- ar einkahagsmunir eru ann- arsvegar. Og víst er það, að hefði slíkt komið fyrir brezka þingmenn, hefði þingseta þeirra orðið stutt eftir það. X+Y. ir því að þrjú félög skuli hafa gengið að öllum kröfum þeirra. Mundu þeir láta í ljós jafn mikla ánægju, ef ein- hverjir úr hópi þeirra sjálfra brygðust svo heildarsamtök- um sínum í mikils verðum málum? TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg Sími 80 694 annast hverskonar raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. Tökum að okkur allskonai raflagnir önnumst einnig hverskonar vlðhald og vlð- gerðir. Raftækjaversl. LJOS & HITl Simi 5184. Laugaveg 79, Reykjavík ELDURINN gerir ekki boð á undan sérl Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá S amvinnutryggingum 'Útbreiiii Tímahh Monntamálaráð (Framhald af 1. siðu.) kostnaði íslenzkra náms- manna erlendis, þótti óhjá- kvæmilegt að hafa styrkina að þessu sinni misháa eftir dvalarlöndum námsmanna. — Miðað við námskostnað var því ákveðið að hafa styrk upphæðirnar aðallega þrjár. í Noregi og Danmörku hafa styrkirnir verið ákveðnir kr. 4000—5000. í Svíþjóð, Bret- landi og Frakklandi kr. 6000.00 og í Sviss, Kanada og Bandaríkjunum kr. 8000,00. — Þess skal sérstaklega getið að nokkrir þeirra náms- manna, sem nú hljóta fram- haldsstyrki, fengu ekki nema sem svarar um hálfri styrk- upphæð hver, vegna þess að þeir stunda ekki nám allt þetta ár. Við úthlutun styrkjanna var að öðru leyti m. a. tekið tillit til eftirfarandi sjónar- miða: Þeirri reglu var fylgt að veita yfirleitt eigi styrki öðr um en þeim, sem þegar hafa byrjað nám, að námsfólk, öðru jöfnu látið sitja fyrir um styrk. Auk þess var að sem hyggst að stunda eða hef ir stundað langt nám, var að sjálfsögðu tekið tillit til und irbúnings umsækjenda og meðmæla. Það skal að lokum tekið fram, að enginn ágreiningur var í Menntamálaráði um út hlutun námsstyrkjanna. fluyhjAii í Tmahum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.