Tíminn - 07.06.1950, Síða 5

Tíminn - 07.06.1950, Síða 5
122. blað TÍMINN, miðvikudag:inn 7. júni 1950 Miðviktsd. 7. jtíttt Deila opinberra starfsmanna Deila opinberra starfs- manna við ríkisstjórnina vek ur talsvert umtal þessa dag- ana og er það að vonum. Al- þingi samþykkti verulega launahækkun til starfs- manna ríkisins almennt með því skilyrði að vinnutimi hjá almennu skrifstofufólki yrði lengdur svo,að hann yrði 381/2 klst. á viku. Þá er vitanlega aðeins átt við þær tæplega 40 vikur, sem þetta fólk hef- ir 6 virka daga. Opinberir starfsmenn fóru fram á launahækkun og var mál þeirra athugað í milli- þinganefnd. Nefndin mælti með uppbót á laun þeirra, en henni var falið að gera sér grein fyrir hlutfalli á iaunakjörum þeirra og ann- arra nú og þegar launalögin voru sett. Tillaga nefndarinn ar er því aðeins reijcningsleg niðurstaða, sem hún komst að á þessum grundvelli, en enginn dómur eða álitsgerð nefndarmanna um annað. Alþingi féllst á launahækk unina gegn því, að vinnu- tími væri lengdur lítið eitt hjá vissum starfshópum. Það er alveg ljóst, að Alþingi hef- ir ekki heimilað neina uppbót argreiöslu að öðrum kosti.Og það liggur ekki fyrir neitt, sem bendir til þess, að meiri hluti hefði fengizt á Alþingi fyrir þessari uppbót, án þeirra skilyrða. Ríkisstjórnin hefir því ber sýnilega enga heimild til þess arar launahækkunar nema fuilnægt verði þeim skilyrð- um, sem hún var bundin við. Kommúnistar hafa nú beitt sér fyrir því, að opinberir starfsmenn ynnu samkvæmt hinni eldri reglugerð. Þeir hafa fengið um það eina fundarsambykkt með því að smala liði sínu á* fundinn. Vitanlega hefir slíkur fund- ur ekkert vald til að segja fyrir um aðgerðir eða gera bindandi ályktanir. Vinnulög gjöfin leggur til dæmis aldrei úrslitavald í vinnudeilum í hendur slikra skyndifunda. Þessi fundarsamþykkt kom- múnista er því á engan hátt bindandi og ekki nein fyrir- mæli eða félagslög. Hér er aðeins um að ræða tilötlulega lítilfjörlega leng- ingu á starfstíma nokkurs hluta opinberra starfsmanna. Þrátt fyrir þá lengingu mun skrifstofufólk engan veginn hafa jafnlanga vinnuviku og til dæmis kennarar, sem eng inn talar um að breyta vinnu tíma hjá. Það er þó næsta örðugt fyrir venjulega menn að sjá ástæðu til þess, að þeir, sem ganga áhyggjulaus ir frá skriftum sínum og bók færslu að loknum vinnutíma megi ekki hafa jafnlangan starfsdag og kennarinn. Þessi lenging vinnutímans hjá skrifstofufólki er því ó- tvíræð samræming á vinnu- tíma opinberra starfsmanna innbyrðis. Það er sjálfsögð krafa manna, að þeir hafi lífvæn- ieg laun, en hitt er heldur ekki nema sjálfsagt, að þeir ERLENT YFIRLIT: Framkvæmdirnar í Tennessee Míkis\ irkjaniniar siiikha við Kóloraaló- fljótið iandgræðslnstarfið í þvi sanakandi. Tírninn heíir oftar en einu sinni birt frásagnir af liinum miklu mannvirkjum, sem verið er að gera við Kólumbiuelfuna í Banda- ríkjunvm. Lesendum blaðsins er það fyrirtæki því að ýmsu leyti kunnugt. Þrátt fyrir það þykir rétt að birta hér í dag eina grein um það enn. Hún er eftir danska blaða manninn Erling Bjöl, en hann hef ir undanfarið verið á ferð um Bandaríkin og hafa greinar frá honum birzt í Information. Vonir manna um frið í heim- ínum og góða framtíð mannkyns- ins eru mjög bundnar við það, að framfarir verði á sviði matvæla- | framleiðslunnar, en það er aftur. háð því, að horfið verði frá rán- j yrkju til betri meðferðar á land- , inu og eydd lönd verði aftur tek- | in í ræktun. Einmitt á þessu sviði' oru hinar miklu framkvæmdir við , Kólumbíufljótið tímamótafram- | kvæmdir. Auk þess er hér um að ræða mesta þjóðnýtingarfyrirtæki heimsins á sviði vatnsvirkjana — og það er í forustulandi auðvalds- heimsins. En snúum nú að grein hins danska blaðamanns. i Minnisvarði Rooseíi’elts. Veglegasti minnisvarði um Roosevelt forseta og tímabil hans er það, sem kallað er Tennessee Valley Authority, en það er skamm stafað TVA. Þar kom hinn mikli forseti í framkvæmd óskadraumi sínum að taka amerísku tæknina í þjónustu almennings. En TVA er ekki dautt minnismerki. Það er lif- andi afl, sem starfar í þjóðfélag- inu og vinnur að því að umskapa það. Það er kennisetning, sem víða er einskonar undirstöðutrú hjá Bandaríkjamönnum, að sósíalismi geti ef til vill verið góður, þar sem hann eigi við, — en honum sé með öllu ofaukið í Ameríku. Þó er TVA stórkostlegasta og umfangs- mesta þjóðnýtingarfyrirtæki, sem til þessa dags hefir komizt í fram- kvæmd í frjálsu þjóðfélagi. Sjö fylki eru þátttakendur. TVA verður ekki skoðað á einni kvöldstund. Svæði það, sem þetta fyrirtæki nær til, er á stærð við Bretland hið mikla og tekur yfir hluta af þessum sjö fylkjum í Bandaríkjunum: Tennessee, Kent- ucky, Missisippi, Alabama, Vir- ginia, Norður-Karólina og Ge- orgia. Það er nú búið að byggja 27 stíflur úr steinsteypu á vegum TVA og sumar þeirra eru í fjalla- héruðum, sem engir vegir lágu um áður. Þetta er ekki aðeins gert til að virkja vatnsafl, sem áður féll engum til gagns. Að öðrum þræði er TVA til þess að rækta eydda jörð, græða nýja skóga og hefja þannig á hærra stig lifskjör fólks í héruðum, sem fyrir 20 árum voru c'nhver hin fátækustu í Bandaríkj unum. Þó að TVA verði ekki athugað til hlítar á skömmum tíma, er þó ekki lengi hægt að komast hjá að sjá áhrifin. Arkansas-fylki vildi ekki eiga neinn þátt í þessum fram kvæmdum. Þar býr nú mikill hluti íbúanna i émáluðum, illa við- höldnum húsum, rafmagnslausir, en í nágrannafylkinu Tennessee er allt með öðrum brag. Allt ber þar vott um velmegun og framþróun, húsin eru falleg og máluð, víða ný- byggt, og þar er rafmagnið komið með öll þau þægindi, sem því fylgja, mjaltavélar, ísskápa og önn ur rafmagnstæki. Pyrir daga TVA var þetta hérað eins og Arkansas er nú. Hvað hefir TVA gert? Hér eru nokkrar tölur til að sýna, hvað TVA er. Á því svæði, sem það nær til, var rafmagns- framleiðslan árið 1949 17 millfarð- ar kw. Það er 10 sinnum meira en 1933, þegar áætlunin um TVA var gjörð. Heimanotkun rafmagns á svæð- inu er nú 41 í- sinnum meiri en 1933. Á hvern neytanda á TVA- svæðinu er rafmagnsnotkún 70% meiri en í Bandaríkjunum í heild. Rafmagnsverðið er aðeins ofan við hálfvhði þess, sem algengast er í Bandaríkjunum. Árið 1933 voru 15 þúsund bænda DAVID LITIENTHAL sem var framan af for- maður TVA. Þessar tölur sýna, að á vegum TVA hafa orðið risavaxnar fram- farir síðan stríðinu lauk. Þetta er þó að nokkru leyti af því, að á stríðsárunum var þeirri raforku, sem til var, að verulegu leyti beint til hernaðarþarfa. Bæiídur hafa yfirleitt samvinnu §nið á dreifingu rafmagnsins, þannig að samvinnufélög þeirra kaupa orkuna frá aflstöðvunum. Þetta fyrirkomulag er nú mjög að breiðast út í rafmagnsmálum sveit anna í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing hefir löngum haft á móti ríkisrekstri af þvi, að hann bæri sig ekki. Reynslan af TVA er allt önnur. Árið 1949 var tekjuafgangurinn 21.5 mílljónir dollara, en það er 5% þess, sem fest hefir verið í aflstöðvum. Jafnframt þessu greiða bændur ekki nema 4 sent fyrir kw. í stað 6 senta árið 1933. Þetta er því glöggt dæmi þess, að einkaraf- stöðvar, sem framleiða um 80 % af raforku Bandaríkjanna, hafa hér óþægilegan samanburð. En það er þetta, sem hefir gert alla vini og verndara einkafram- taksins að óvinum TVA. (Framhald á 7. slðu.) . i býli á TVA-svæðinu raflýst, en nú hafa 320 þúsund býli þar rafmagn og er það 70% allra sveitabæja. Árið 1949 var lagt rafmagn á 75 þúsund bæi. Landbúnaðwinn í Tennessee- dalnum notaði 9 milljónir kw. ár- ið 1933, en 445 milljónir árið 1949. Árið 1945 var notkunin 112 milljón- ir kw. vinni fyrir mat sínum. Eins og sakir standa mun margur vera óviss um það, hvort þjóð félagið hafi i raun og veru ráð á því, að láta menn hafa styttri vinnutíma en röskar 6 klukkustundr þá daga, sem virkir teljast, þegar ekki er um sérstaklega erfið störf að ræða. Svo mikið er víst, að þær stéttir, sem einkum vinna að framleiðslustörfum, munu yfirleitt ekki telja það of langt gengið, að ætlast til 3814 klst. vinnuviku af skrif- stofufólki. Það er engin furða, þó að kommúnistar reyni nú sem oftar ,að fá menn til að velja þann kostinn, sem verst gegn ir. Þeir virðast telja sér hag í því, að reyna að liða í sund- ur og skapa öngþveiti og erf- iðleika. Þeirra afstaða í þessu máli er því í samræmi við annað hjá þeim. Það heyrast ýmsir segja, að óneitanlega lægi nær að líta eftiy því, að menn ynnu þann tíma, sem tilskilið er, heldur en að lengja vinnu- tímann almennt. Því miður rnunu vera nokkur brögð að því, að vanti upp á þann starfstíma, sem um er samið og er það fyrst og fremst, að kenna slælegri stjórn á skrif- stofum. Úr þessu verður vit- anlega að bæta. Það er ekki að búast við að menn endist almennt til aö vinna vel, ef þeir sjá aðra komast fram með svik og undanbrögð allt í kringum sig. En það er vit- anlega annað mál. Sú skoðun er áreiðanlega almenn í þessu landi, að al- mennu skrifstofufólki sé vork unnarlaust að vinna rauri- verulega 38 klst.. á hverri þeirri viku, sem hefir sex virka daga. Raddir nábúanna • Alþýðublaðið birtir í gær réeðu þá, sem Henry Hálfdán arson flutti á sjómannadag- inn. Þar talar Heriry um það erfiði, sem fiskimenn leggi á sig og segir siðan: „Nú er okkur sagt, að þetta borgi sig ekki. Það borgar sig að hálffylla landið af alls konar vél- um, sem ekki eru notaðar nema með höppum og. glöppum. Það borgar sig að vinna 30 til 40 klukkustundir á Viku í skrifstof- um og mörgum iðngreinum. Það virðist borga sig ennþá að verzla, þótt kaupmenn segist engar vör- ur fá, og það borgar sig jafnvel að reka bú með jeppa og drátt- arvél á fimmtu hverja kú, — en það er ekki talið borga sig, þótt fiskimennirnir okkar vinni baki brotnu 16 tíma á hverjum sól- arhring og þótt skip og vélar þeirra linni ekki látum nótt sem nýtan dag, helga daga og rúm- helga. Þetta er líka að sumu leyti rétt. Og ég skal segja ykkur af hverju þetta er. Það er vegna þess, að það er búið að hlaða svo miklum afætum á sjávarútveg- inn, að það er engin von, að hann geti borið sig í venjulegu árferði, þegar erfitt er að afla fiskjarins eða afsetja hann“. Það er sannarlega ástæða til fyrir sjómenn og útvegs- menn að hugleiða þetta með afæturnar bæði nær sér og fjær. Og þjóðin í heild mætti hugleiða, hvort ekki væri á- stæða til að stofna til skipta- gerðar á nýjum grundvelli. Jarðeignastefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefir löngum hrósað sér af því, að hann vildi að bændur ættu jarðir sínar sjálf.r. Það hefir verið hans sáluhjálplega trú, að það færi langbezt á því. Hann hefir aldrei þreytzt á því, að útskýra fvrir mönn- um hina miklu bölvun þess, að ríkið æ.tti jarðirnar. Það hefir hann talið ólán bænda- stéttarinnar, ólán landbúnað arins og ólán þjóðarinnar f heild. Það hefir því alla tíð verið eitt af fyrstu boðorðum og fremstu atriðum í stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins, að bændur væru sjálfir eigend- ur að ábýlisjörðum sínum. Þetta er svo alkunn saga, að ekki þarf að rekja hana nánar. Hitt er rétt að taka fram, að hvorki Jón Pálmason né Gísli Jóusson hafa nokkurn tíma sýnt þessu stefnuskrár- atriði óhollustu í orði, svo að vitað sé. Og þó gerðist undrið, þegar Jón Pálmason var landbúh- aðarráðherra. Þá vildi Gísli Jónsson selja jörð, sem hann átti, hinn fræga Otradal í Arnarfirði, þar sem Eyjólfur grái bjó. Jörðin var 12 þús- und að fasteignamati. Ábú- andinn vildi kaupa hana fyr- ir 60 þúsund. En Gísla Jóns- syni þótti það ekki nóg. Hann langaði til að fá meira. Og hann fór og bað Jón Pálma- son að gera það nú fyrir sig, að láta ríkið kaupa jörð Eyj- ólfs gráa fyrir 70 þúsund. Vitanlega þurfti Jón Pálma son að brjóta landslög til þess að slík kaup gætu farið fram. Um það atriði hefir áð- ur verið rætt hér í blaðinu. En hann þurfti líka að brjóta stefnuskrá flokksins. Og á því stóð heldur ekki. Það er ekki hægt að áfell- ast neinn ráðherra fyrir það, þó að hann fylgi ekki flokks- samþykktum. Þjóðin hefir enga ástæðu til að kalla Jón Pálmason til ábyrgðar eða sækja hann til sektar, þó að hann fari ekki eftir yfir- lýstri stefnu sinni og Sjálf- stæðisflokksins í grundvall- aratriðum. Hins vegar er það alltaf góð aðferð til mann- þckkingar að sjá hvernig menn fylgja þeim reglum, sem þeir hafa sett sér. Hér stóðu málin svo, að á- búandi Otradals bauð 60 þús- und fyrir jörðina, eftir því sem Gísli Jónsson segir. Ráð j herra Sjálfstæði sflokksins , braut landslög til að láta rík- , ið sjálft yfirbjóða og kaupa jörðina því verði, sem ábú- andi hennar treystist ekki til að greiða fyrir hana. Þetta var ekki gert af því, að ríkið þyrfti að eiga þessa jörð vegna einhverra sér- stakra framkvæmda. Ekkert slíkt var um að ræða. Hér var bara verið að fjölga jarðeignum ríkisins um eina og og afstýra því, að ein af bújörðum landsins kæmist úr leiguábúð í sjálfs- ábúð. Það hefir ekkert komið fram, sem bendi til þess, að j Jón Pálmason hafi hastar- I lega snúizt frá stefnu Sjálf- j stæðisflokksins í jarðeigna- I málinu. Menn verða því að . trúa hinu, að hann hafi gegn (Framhald á 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.