Tíminn - 13.06.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 13. júní 1950 126. blað Friöun fugla og eyðing ránfugla Eg hefi lesið niðurlagsgrein Guðmundar Davíðssonar í Tímanum 3. marz, um frið- unarmál og er þar víst margt, sem er vel sagt og rétt, en ég get ekki verið greinarhöf- undi sammála um það, að stefna beri a ðþví að friða alla fugla, og á ég þar við ýmsa vargfugla. Vil ég hér með leitast við að færa að því nokkur rök. En fyrst vil ég geta þess, að ég ólst upp í varplandi, þar sem voru flestar tegundir sjó- og rán- fugla er hér tíðkast, og einn- ig hefi ég veitt fuglalífinu nokkra athygli þau 32 ár, sem ég er búinn að vera sjómaður. Þá ætla ég fyrst að minn- ast á svartbakinn. Hann er likiega sá mesti vargur, sem hér er til. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hann gleypir æðarungana lifandj eftir að þeir fara á sjóinn, einnig rænir hann æðurina á eggjunum. Ég ætla að segja eitt dæmi af mörgum, sem ég hefi verið sjónarvottur að. Ég var stadd ur á skipalegunni á Blöndu- ósi s. 1. sumar, æður með 4 unga var að synda skammt frá skipinu. Allt í einu renn- ir svartbakur sér yfir hóp- inn, og það skipti engum tog- um að hann gleypir alla ung ana 4. Vesalings æðurin barði sjóinn með vængjunum nokkra stund af sorg yfir missinum og synti svo burtu. Mér sárnaði svo að sjá þetta, að ég greip byssu og skaut á eftir varginum þó vonlaust væri að ég dræpi hann, því færið var allt of langt. En það er fleira sem segja má misjafnt um svartbakinn. Það er t. d. hvernig hann fer með teistuna, þennan fal lega og saklausa fugl. Hann drepur hana þannig, að hann sveimar yfir henni og heldur henni í kafi þar til hún er orðin örmagna, þá ræðst hann á hana þannig, að hann fer í endaþarminn á henni, dregur úr henni innyflin og kvelur þannig úr henni líf- ið. Eins fer hann með fugla, sem eru lasburða, bæði- svart fugl og aðra sjófugla, senni- lega landfugla líka. Einnig mun vera töluvert algfengt að hann ráðist á ung lömb, og töluverð vandkvæði munu vera á að menn geti hagnýtt sér sloráburð á tún vegna ágangs af máf og hrafni . Að vísu eru veitt verðlaun fyrir að skjóta þessa fugla, en það er bara að mínu á- liti alveg vita gagnslaust eða eins og dropi í hafinu, þ^í af svartbak er til svo mikill sveimur, að það er sama hvar maður er staddur í kringum landið og jafnvel á hafinu, ef eitthvað hrýtur ætilegt fyrir borð, er óðara kominn svartbakur til að hirða það. Það þarf að gjöra reglu- lega rottuherferð á þessa fugla, hrafn og máf, og það er hægt með því að eitra fyr- ir þá, alveg miskunnarlaust, bæði í varplöndum og í ver- stöðvum, þar sem þessi varg- ur safnast að á vetrum. Svo þarf að gjöra gangskör að þvi að eyðileggja viðkomuna, eftir því sem unnt er. Það er ekki nóg að taka eggin einu sínni þvi svartbakur flflir Giinnar V. Gíslason verpir aftur og aftur. Ég hefi heyrt sagt frá varpeig- anda, sem ónýtti eggin með því að hrista þau og láta þau svo aftur í hreiðrin. Þá liggur fuglinn á von úr viti, en eggin verða náttúrlega fúl. Ef þessum ráðstöfunum væri fylgt og kannske fleirum, þá fyrst væri kannske einhver von um árangur, því eins og fyrr er sagt, að núgildandi lög um eyðingu svartbaks á- I lít ég hreinasta kák og gagnslaus. Svo ætla ég að minnast svolítið á fleiri vargfugla og' næst að nefna skúminn. Mér j er ekki kunnugt um hvort hann étur æðarunga en lík- j legt þykir mér það, en hitt veit ég, að hann gleypir svart. fuglsunga, þegar þeir koma úr björgunum, og kríuunga [ tinir hann upp í sig eins og 1 ber. Einnig ræðst hann á las- 1 burða fugla likt og svartbak- [ urinn. t Þessi fugl mætti gjarnan fækka, hann er engum til' gagns eða ánægju hvort sem [ er. Hann verpir á söndunum á Suðurlandl og er ferða- mönnum þar til töluverðs trafala og er þá mjög auð- velt að skjóta hann. Næst ætla ég að minnast á kjóann. Það er óþverra- fugl, engum til gagns eða á- nægju, en varpeigendum til skapraunar og skaða. Hann rænir æðarfugl, ber æðuripa af eggjunum, stingur gat á öll eggin sem í hreiðrinu eru og etur þau ekki einu- sinni nema að litlu leyti. Hann rsiðst á fugla, einkum lunda, sem eru að bera ung- um sínum síli og gjörir þann ig leiðindi og óskunda í lunda varpi, Kjóa er hægt að eyða, með því að eitra fyrir hann egg. Svo er það fálkinn. Að vísu er ég þvi mótfallinn, að hon- um verði útrýmt, en það þarf að fækka honum að mun. Hann er vargur í rjúp- unni og yfirleitt öllu fugla- lífi, spillir fyrir veiðiskap, ræðst á allar tegundir fugla, sem hann ræður við, bæði unga og fullorðna og spillir þannig varpi. Fálka er frekar ( auðvelt að skjóta, einnig má ! eitra fyrir hann. Það þarf að nema úr gildi lögin um friðun fálka, því það er mikið til af honum, það þarf ekki annað en að koma upp i Ásbyrgi, þar eru hamraveggirnir víða hvítir af fálkadrit og björgin berg- mála af fálkagóli, annars verpir fálki upp um fjöll og firnindi um allt land. Það hefir töluvert verið rætt og ritað um rjúpur og rjúpna- dráp að undanförnu, i því sambandi væri gaman að fá svarað tveimur eftirfarandi spurningum. Hvað eru marg- ir fálkar til á landinu? og hvað margar rjúpur drepur* hver fálki árlega? Þá er að minnast svolítið á konung örn. Ég ætla ekki að fara að hvetja til þess, að honum verði útrýmt, en það er leiðinlegt að vita fögur og friðsæl varplöndin eyðilögð fyrir það að fuglinn er drep- inn á eggjunum, eins og mun vera tilfellið með Borgarey í ísafjarðardjúpi, og ég spyr, hvað mundi verða gjört við menn, sem gjörðu slík spell- virki? Að síðustu eru það menn- irnir, sem vert er að minnast á í sambandi við æðarfugl- inn, því líklega eru þeir mestu vargarnir í þessu sam- bandi. Það er vitað mál, að mikill meiri hluti þeirra manna, er fara með byssu og ekki eiga hagsmuna að gæta með varp, skjóta æðarfugl al- veg miskunnarlaust og að því er virðist átölulaust bæði af yfirvöldum og yfirleitt öllum, nema kannske einstaka varp eiganda. Það þarf að setja langtum strangari lög um friðun æðarfugla, fyrst og fremst að hækka sektir stór- lega, setja ákvæði um að gjöra skotvopn upptæk, um missi byssuleyfis um tima eða æfilangt, eftir því sem sakir standa til, og síðast en ekki sízt, gjöra strangar ráð- stafanir um að slíkum lög- um yrði framfylgt. Það er ekki vansalaust hvað æðar- fugli fer ört fækkandi, þess- um nytjafugli og svo er hann svo fallegur og skemmtilegur, að það er reglulegt augna- indi að horfa á hann, bæði á sjó og landi og liklega er það einsdæmi í öllum heim- inum um alvilltan sjófugl, að fara megi höndum um hann og láta hann sitja i lófa sér, án þess hann hreyfi sig. Svo að lokum. Fyrst er að gjöra allt sem unnt er, til að friða mesta nytjafuglinn bæði fyrir mönnum og varg- fugli, áður en farið er að setja káklög um að friða alla fugla, sem svo fáir eða eng- inn fer eftir. Reykjavík, 6. apríl, 1950, Gunnar V. Gíslason. Tökum að okkur allskonar raflagnlr önnumst elnnlg hverskonar vlðhald og vlð- gerðir. Raftækjaversl. LJÖS & HITI Sími 5184. Laugaveg 79, Reykjavík Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Síml 6530 Annast sölu fasteigna, sklpa, bifrelða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftrj»ggingar o. fl. 1 umboðl Jón Fiíinbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstíml alla virka daga kl. 10—5, aðra tlma eftir samkomulagi. Gerist áskrifendur að ZJínianum Askriftasímar 81300 og 2323 NÝLEGA BIRTIST hér bréf frá þess? Mjólk er flokkuð í gæða- Þórarni á Skúfi um blöðin og mál- flutning þeirra. Þar er því haldið fram, að mestu skipti um búning og efni þess, sem oft og mikið er notað. Af því blöðin eru lesin mest þarf að vanda þau bezt. Það er eins og meira máli skiptir um hversdagsmat og hversdagsklæði en hátiðarétti og veizlubúning. ÞETTA SJÓNARMIÐ er að mörgu leyti alveg rétt. Þó er á það að líta, að mikið af efni blað- anna er ekki lesið nema einu sinni. Hver maður les það aðeins í eitt einasta sinn, fljótt og illa stund- um. Bækur lesa menn miklu frem- ur aftur og aftur. Og það er nú svo að, það verður að teljast mann- legt, að þetta hafi sín áhrif á þá sem skrifa. Það er ekki gott, en það er satt samt, að mönnum finnst oft minni ástæða til að vanda, þegar tjaldað er til einnar nætur. ÞÓ ER ANNAÐ verra og að þvi kom Þórarinn líka. Hann talaði um hvað fráleitt það væri að gera ekki mun á málflutningi blaða og stjórnmálamanna og hið sama má segja um ritháttinn. Og hér erum við komin að meginatriði málsins. Eg fullyrði það, að blöðin okkar verða aldrei eins góð og þau ættu að vera fyrr en lesendurnir gera kröfur til þeirra og þekkja mun á góðu og illu. ÞÓRARINN TÓK MJÓLK til samanburðar. Skyldi nokkur halda, að það væri rétta leiðin til vöru- vöndunar á því sviði að segja sem svo, að öll mjólk væri svikin og skemmd ef einhver dæmi væru til flokka. Eins verða lesendur blað- anna að meta og flokka það, sem í þeim er. Og vegna þessa þýkir mér alltaf vænt um það. að menn geri kröfur til blaðanna, því að ég veit að það eru einmitt þær, sem halda blöðunum upp úr skömm inni. — Það er ef til vill eitthvað breytilegt með sanngirnina í slík- um kröfum og aðfinnslum eins og öðrum, en við verðum að taka því eins og það er. HITT ER SVO annað mál, að við dagblöðin verður að vinna með þeim hraða, að ekki er hægt að vanda allt til hins ýtrasta. Hrað- saumuð föt eru ekki eins vönduð og vandaðasti klæðnaður og geta ekki orðið. En það á samt sem áð- ur að gera kröfur til hraðsaumaðra fata. Og það á að finna mun- inn ef eihn gerir betur en ann- ar. Og þaS eru neytendurnir, sem eiga að meta vörugæðin, að gera kröfur til þeirra. Og neytendur blaðanna eru lesendurnir. ÞETTA VILDI eg taka fram til áréttingar bréfi Þórarins. Það verð ur aldrei of mjög brýnt fyrir les- endum blaðanna, að það eru þeir sem eiga að móta þau. Blöðin hljóta alltaf að hafa sín áhrif, en almenningsálit á að setja þeim vissar skorður. Það má eflaust margt að íslenzkum blaðamönnum finna en ég held nú samt sem áð ur að það sé vandi að segja hvort hlutur blaðalesendanna yrði betri ef þeir væru látnir sæta réttmætri og hæfilegri gagnrýni. Hér þurfa hvorir að styðjá aðra. Starkaður gamli. Maðurinn minn JÓHANN BREMNES, lézt 7. þessa mánaðar. — Jarðarförin fer fram þann 14. þ. m. frá Fossvogskapellunni, kl. 1,30 e. h. Svanborg Bremnes og börn. Innilegustu þakkir færi ég öllum nær og fjær sem auð- sýndu mér samúð og vinarhug við fráfall og jarðar- för konunnar minnar GRÓU GÍSLADÓTTUR, og veittu mér margskonar hjálp í veikindum hennar, sérsaklega vil ég þakka kvenfélagi Stokkseyrarhrepps fyrir þann hlýhug og virðingu, er þáð sýndi hinni látnu. Guðmann Geirsson, Sjónarhól, Stokkseyri. AÐVÖRUN Þeir, sem eiga ættingja, eða vini greftraða í Dag- verðarneskirkjugarði, Dalasýslu, aðvarast að sinna vel um leiðin. Skemmd minnismerki verða hreinsuð burt og leiðin jöfnuð. Kirkjuhaldari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.