Tíminn - 13.06.1950, Blaðsíða 1
lllllllllllllllllllllimillllHIHlMIII
11111111111111111111111111111111111 nm 11111111111111111111IIIII
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson 1
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn §
ll■llllllllllllllllllllllll■■llllllllmllll■lllllllll■■l■Hll■■
iiiiiiiiiitiitiiiiiiiiimiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiiH|t
i Skrifstofur í Edduhúsinu \
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasímí 81300 =
Prentsmiðjan Edda
illllllllliiiiiiMiiMiiiiimiiiMimmiliiiiiiuiiliillillii
34. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 13. júní 1950
126. blað
Hér sézt „stærsti karlakór á íslandi. Þetta eru karlakcrarnir sjö, sem þátt taka í landsmótinu. Mynlin er tekin við Austurbæjarskclann. Fremstir á
myndinni sitja söngstjórarnir sjö: Jcn Ilalldórss., Þormóður Eyjólfss., Áskeil Jónss., Ingim. Árnas., Sig. Þórðars., Geirl. Árnason og Ragnar Björnsson.
Fjórtán þúsund manns sjá
blaðamenn sigra leikara 1:0
í skoplegum knattspyrnulcik á ílirótta-
vcllinum s. 1. sunnuclagí kuldagjóstri
rigningu. Fjölsóttasti kapplcikur, scm
háður hcfir vcrift hcr á landi
Hvert stæði var skipað á íþróttavellinum þegar hinn mis-
jafni hópur keppenda gekk inn á völlinn m6ð danshljóm-
sveit Björns R. Einarssonar í fararbroddi. Hlátur kvað við
frá þúsundum manna er gaf að líta hljómsveitina klædda
aö miðalda 6ið og keppendurna sjálfa ístrubelgi og renglur [
ganga skjálfandi Inn á völlinn, annað hvort af kapps-
skjálfta eða vegna napurs vestan kalda.
Þegar skrúðgöngunni var
lokið stilltu keppendur sér
upp og voru kynntir með til-
heyrandi vitnisburði af Har-
aldi Á. Sigurðssyni. Gekk
hver fram er kynntur var og
mátti sjá að mörgum hlýn-
aði við kýmni Haraldar.
Blaðamenn voru það heppn
ir að þeir fengu vindinn með
sér í fyrri hálfleik og þeim óx
hugur við það því leikarar
höfðu ekki við vindinum og
lá boltinn alltaf við þeirra
mark. Þó má segja að þeir f
léku af kappi af kappi þegar j
þeir sáu að ekkert gekk, tók
Haraldur Björnsson leikari,
boltann í fangið og hljóp með
miklu offorsi inn á vallar-
helming blaðamanna með alla
keppendur á hælunum.
Annríki lijúkrunarkvenna.
Lið hjúkrunarkvenna sem
skipað var leikkonum. stóð sig
með ágætum og þutu þær um
völlinn með miklum flýti og
veittu særðum hjúkrun. Gunn
þórunn Halldórsdóttir gaf
ekki þeim yngri eftir og reynd
ist.hún hin skjctasta.
Þegar í fyrri hálfleik gerði
Sverrir Þórðarson, blaðamað-
ur hjá Morgunblaðinu mark
t hjá leikurum þrátt fyrir
snarpa vörn á móti vindin-
um. Voru þá margir orðnir
sárir og móðir og einn leik-
arinn hafði fengið taugaáfall
vegna ofrauna og vár borinn
út af vellinum þar sem hann
fékk hressingu og hughreyst
andi orð af vcrum hjúkrunar
kvenna. Blaðið hefir frétt að
honum líöi vel eftir ástæðum.
Sungið í hálfleik.
í hálfleik söng Guðmund-
ur Jónsson nokkur lög og var
ætlast til þess að áhorfendur
tækju undir en úr því varð
ekki, því áhorfendum var of
kallt til að syngja eða gefa
frá sér nokkurt hljóð. Þá fór
fram eggjahlaup milli leiií-
kvenna og varð frú Edda
Kvaran sigurvegari í hlaup-
inu en varð samt síðust að
borða eggið sitt. Það heyrð-
ist meðal áhorfenda að hinar
sem þátt tóku í hlaupinu
hefðu verið svo svangar að
þær hefðu sezt niður áður en,
hlaupið var á enda og borð- |
að eggið. Edda fékk eggjabik^
ar í verðlaun.
Leikarar voru all hróðugir
þegar skipt var um mark, en
allt kom fyrir ekki, þeim tókst
ekki að skora og varð vcrn
blaðamanna fræg, þótt þeir
væru orðnir þreyttir að elta
boltann undan vindinum í
fyrri hálfleik.
Víiaspyrna Haraldar.
Haraldur Á. Sigurðsson tók
eina vítaspyrnu en missti
marksins, en litlu munaði því
skórinn hans kom í stöngina.
Ai' hrifningu yfir því að Har
aldur missti marksins bar lið
blaðamanna hann á gullstól
út af vellinum, en gafst upp
á miðri leið vegna ofurþunga
hetjunnar.
Allmörg horn voru tekin og
er það eitt hið frægasta þeg-
ar Thorolf Smith blaðamað-
ur hjá Vísi, sveigði sinn langa
líkama eins og boga og sendi
(Framhald á 2. siðu.)
MAÐUR HVERFUR
ViÐ HVÍTÁ
Talið líklcgt að Itaiin
hafi elrukknað
Um kl. 9 á föstudagsmorg-
uninn var fór Jón Bjarnason
bóndi í Öndverðarnesi í
Grímsnesi að Hvítá til að
vitja um tvö silunganet, sem
hann hafði þar í lögn. Leið
svo fram undir hádegi, að
hann kom ekki heim og var
þá farið að undrast um hann.
Var leh, þá hafin en án ár-
angurs. ,
Hestur sá, er Jón hafði rið-
ið á austur að ánni, fannst
bundinn á árbakkanum, þar
sem Jón hafði skilið við hann.
Einnig sáust þess merki, að
hann hafði hreyft við net-
unum og virzt vera búinn
að ganga frá öðru netinu en
verið að fást við hitt.
Leitað var meðfram allri
Ölvusá allt til sjávar og slætt
í ánni á þeim stöðum, er lík
legt þótti, að lík hans hefði
nulnið staðar, ef hann heMi
fallið í ána og drukknað.
Varð öll leitin árangurslaus
og einnig leitin í gær. Áin*
er mikil, djúp og straumþung
á þessum stað.
Jón bjó í Öndverðarnesi
með aldraðri móður sinni.
Hann var á fertugsaldri og
ókvæntur.
Vínarbúar heiðra
S. Thorsleinsson
•
Á aðalfundi Rauða kross
íslands 2. júní s. 1. afhenti |
ræð smaður Austurríkis Jul.
j Schopka, Scheving Thor-1
steinssyni formanni fram-
j kvæmdaráðs Rauða Krossins,
I heiðurspening Vínarborgar,
j ásamt skrautrituðu ávarpi,
jundirrituðu- af borgarstjóra
;og varaborgarstjórum. Skýrði
! Schopka svo frá, að heiðurs-
jpeningurinn og ávarpið væri
þakklætisvottur Vínarbúa
fyrir veitta hjálp.
Á sama fundi var tilkynnt,
að Líknarsjóður íslands veiti
R.K.Í. tíu þúsund krónur úr
sjóðnum.
Áhugamenn um leiklist
stofna til bandalags
20 félög livaðanæfa af landinu scndu full-
trúa á stofnfiindinn í Iðnó í gær
í gær var haldinn stofnfundur að Bandalagi áhuga-
manna um leiklist. 23 félög víðsvegar af landinu tóku þátt
í stofnfundinum. Lárus Sigurbjörnsson, rithöfundur, stjórn-
aði fundinum en ritari var Guðmundur Þorláksson, kenn-
ari frá Eyrarbakka. Eftir fundarsetningu skýrði Lárus frá
markmiði félagsins, sem hann kvað vera að auka leikmennt
í landinu almennt og hjálpa þeim félögum, sem við erfið-
leika eiga að etja í leikstarfsemi.
Áhugi fundarmanna var
mikill eins og sú má á þátt-
tckunni og voru þarna mætt
ir þessir fultrúar: Frá Umf. [
Samhyggð í Gaulverjabæ,
Hannes Jónsson. Umf. Bald-
ur Hraungerðishreppi, Gunn
ar Halldórsson. Umf. Kefla-
víkur, Helgi S. Jónsson og Eyj
ólfur Guðjónsson. Leikfélag
Hafnarfjarðar, Sigurður Gísla
son. Leikfélag Hveragerðis,
Herbert Jónsson. Leikfélag
Akraness, Óðinn Geirdal.
Laugaskóla í S.-Þingeyjar-
sýslu, Páll S. Jónsson, sem
mætti að vísu án umboðs. Leik
fél. ísafjarðar Sigrún Magnús
dóttir. íþróttafél. Grettir,
Flateyri við Önundatfjörð,
Sigriður Benediktsdóttir. Umf.
Reykdæla, Guðrún Jónsdótt-
ir. Leikfél. Reykjavíkur, Þor-
steinn Ö. Stephensen. Stúkan
Framsókn, Siglufirði, Þóra
Jónsdóttir. Leikfél. Blöndu-
óss, Guðrún Einarsdóttir.
Umf. Þórsmörk, Fljótshlíð,
Pétur Sumarliðason. Leikfé-
lag Eyrarbakka, Magnús Odds
son. Leikfél. Húsavíkur, Frið
þjófur Pálsson. Frá Vest-
mannaeyjum, Nikólína Jóns-
dóttir, Sigríður V'ilhjálms-
dóttir og Kristján Georgsson.
Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi var fulltrúi fyrir Ung
menna- og iþróttasamband
Austurlands. Skeyti um þátt-
tckubeiðni bárust frá Bíldu-
dal og Sauðárkróki.
Á fundinum töluðu þeir
Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, Jón Emil Guðjóns-
son, framkvæmdastj. bókaút-
gáfu „Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins", og Ævar
Kvaran, leikari. Skýrði Þor-
steinn frá nauðsyn samræm-
is um byggingu félagsheim-
ila -og leiksviða. Jón Emil
sagði frá nýjung i útgáfu-
starfsemi „Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins“. Mun
útgáfufyrirtækið gefa út leik
rit reglulega, um 12 arkir á
ári og mun það samsvara 160
bls. í krovn- broti.
Á fundinum var kosin 7
manna nefnd til að undirbúa
lagasetningu. Einnig var sam
þykkt að framhaldsaðalfund
ur skyldi ekki haldinn seinna
ein 15. ágúst n. k. og munu
félög sem þátt taka í fundin-
um vera talin meðal stofn-
enda BÁL, Bandalags áhuga-
manna um leiklist.
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111'
| Landbúnaður V.-1
| Evrópu undir |
I eina yfirstjórn |
f Allmargir franskir stjórn f
I málamenn hafa borið:
f fram tillögu þess efnis, að
I stofnað verði til sameig-
f nlegrar framleiðslustjórn
f ar yfir öllum landbúnaði
f Vestur-Evrópu með svip-
f uðum hætti og ráðgert er
! um þungaiðnað.nn sam-
f kvæmt Schuman-áætlun-
f inni. Vilja þeir að upp-
f kast að slíkri áætlun verði
>j gert og birt um svipað
f leyti og ráðstefnan um
f þungaiðnaðinn verður
f haldin í Paris hinn 20. þ..
f m. —
iiiiiilliiiiiiliiiiiiiiiliiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiilin
iiiimiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiii