Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 1
r„----------------------------- Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn i ' ' Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda ---------—J AUKABLAÐ TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1950 34. árg. Reyns Hermann Jónasson„ landbúnaðarráðherra: kstrarkerfin og Gamlar kenningar. Ég minnist þess enn í dag, þegar ég ungur maður hlust aöi á fund jafnaðarmanna í „Bárunni“ í Reykjavík. Þar talaöi einn af þessum gömlu góöu jafnaðarmönnum, mað- ur, sem einna mælskastur hefir verið þeirra manna, sem ég hefi heyrt. Hann ræddi þá oft jafnaðarstefn- una og einkaframtakið. Hann sagði eitthvaö á þá leið, að andstæðingar jafn- aðarstefnunnar væru svo fá- vísir, að þeir teldu að afl- gjafi framtaks og góðra vinnuafkasta, sjálfsbjargar- hvöt mannanna.mundi sljófg ast ef þjóðnýting yrði frám- kvæmd. í ríki þjóönýtingar- innar teldu þeir að þessi afl- gjafi yrði burt tekinn og meö því mundi framtakiö og dugn aöurinn lamast. Þaö kvað hann, eins og áður segir, fá- víslegar kenningar, vegna þess að einstaklingarnir væri þjóðin og í þjóönýttum fyrirtækjum ynni hver fyrir sjálfan sig til eflingar eigin hag, þar sem arður fyrir- tækisins sem einstaklingarn ir ynnu við, yrði hagur ein- staklinganna sjálfra. Hagur þegnanna og ríkisins yrði þannig sameiginlegur. Ég hefi oft síðan hugleitt kenningar þessa mikla mælskumanns og reynt að athuga það, hvernig þær hafa staðizt í reyndinni. Keynslan í Rússlandi. Einna fyrst voru kenningar þessar reyndar í framkvæmd í Sovétríkj unum Fyrsta stefna þar var sama kaup fyrir alla verkamenn. Sá mikli áhugi hjá einstakling- unum að vinna ríki sínu og þar með sjálfum sér allt það gagn er þeir mættu með mikilli vinnu og vel af hendi leystri átti að bera allt uppi. En reynslan varð dálitið önn ur. Afköstin í hinum þjóð- nýttu fyrirtækjum Sovétríkj- anna urðu þannig, að þau komast, lægra í iðnaðinum en afköst hafa komist nokk- ursstaðar annars staðar svo vitað sé. Og meðferð véla varð ó- þolandi. Einsætt þótti, að þessi vinnuaðferð mundi koll varpa skipulaginu á stuttum tíma. í stað áhuga við vinn- una, lagðist áhugaleysi verkamanna yfir framleiðsl- una eins og dauð hönd. Sjón armið manna reyndist sem sé skammsýnna og smærra en kenningarnar höfðu gert ráð fyrir. Reynslan sýndi, að flestir fundu alls ekki til þess, að þeir væru að vinna fyrir sjálfa sig, hugsuðu frem uf sem svo, að litlu skipti í hópi milljónanna hvernig hver þeirra ynni. i í skyndi var gjörbreytt um stefnu. Raunsæið hefir ein- att þótt sterk hliö stjórnenda Sovétríkjanna. Þeir hafa ver ið fljótir að kasta kenning- um, sem hafa reynzt þeim á annan veg . en þeir hafa lcennt. En nýja stefnan var nánast fullkomin andstæða hinnar fyrri, því komið var á ákvæðisvinnu alls staðar, þar sem henni varð við kom- ið, meira að segja við skrif- stofuvinnu. Hverjum manni var því, í stað þess að greiða honum jöfn laun og öðrum . hvernig sem hann vann, greidd laun eingöngu í sam- , ræmi við vinnuafköstin, og getur launamismunurinn á þann hátt oröið margfaldur ! og stórum meiri en tíðkast ! í nokkrum öðrum löndum. Á j ríkisbúunum, þar sem menn unnu áður allan daginn án þess að hafa nokkurn rekst- ur sj álfir, vinna menn nú þannig einnig í ákvæðis- , vinnu. Þegar verkamaður- ! inn hefir afkastað mældu 1 dagsverki sínu, á hversu stutt um tíma sem er, getur hann venjuiega, ásamt konu sinni og börnum og öðru skyldu- liði, unnið að eigin fram- leiðslu, og þær vörur, sem hann íramleiðir, með þess- um hætti, er honum heimilt að selja á frjálsum markaði fyrir mjög hátt verð. Reynslan í Sovétríkjunum er því raunverulega sú, að hin gamla kenning, að menn muni vinna fyrir þjóðnýtt fyrirtæki eins og fyrir sjálfa sig, fékk alls ekki staðist I framkvæmd, og' þess vegna urðu Sovét- ríkin, til þess að bjargast, að hverfa frá þessari kenn- ingu í framkvæmd. Um stjórnendur fyrirtækja er eins og kunnugt er, látin gilda sú regla í Sovétríkjun- um, aö þeir, sem ekki geta j komið undir ákvæðisvinn- I una, eru verðlaunaðír mjög fyrir góðan árangur, en refs- að þunglega, ef þeim tekst illa. Þannig tóku Sovétrík- in eiginhagsmunahvötina og óttann í sína þjónustu. j Hér skal ekki um það dæmt, ! hvort þetta er rétt eða rangt, en staöreyndin er það, að þau g,átu ekki gert annað, ef ' kerfi þeirra átti ekki að faila saman. Þúsund ára ríkið. Reynslan af þjóðnýting- unni byggðri á þeirri hug- sjón, að þegnarnir vinni þá eins vel og fyrir sjálfa sig vegna áhuga og umhyggju fyrir velferð heildarinnar, hefir tíðast verið svipuð og þessi. Jafnaðarmenn virðast I af einhverjum vana halda j kenningunni á stefnuskrám sínum, eins og dauðum bók- ' staf, en henni er lítt haldið 1 izt fyrir þjóðnýtingu ætti að | i framkvæmd. Þannig er j þetta víðast á Norðurlönd- ! um þrátt fyrir meirihluta • jafnaðarmannaflokkanna á löggjafarsamkundunum ár eftir ár. Þar sem þjóðnýtingin hef- ir verið reynd, byggð á þess- ari gömlu hugsjón, sem kennd var hér í Bárunni fyr- ir 30 árum, og samtímis viða um heim, hefir reynslan orð ið neikvæð. Kenningarnar voru og þær, að ef meirihluti hefði unn- á loft í ræðum lengur eða koma henni á með löglegum hætti. Reynslan mundi sanna þjóðunum yfirburði hennar og átti síðan ár eftir ár að ‘standa óhagganleg — þús- und ára ríkið. — Allt hafa þetta reynzt tómir draumór- ar. Reynslan stendur í and- stöðu við þessar kenningar bæði hjá okkur sjálfum og hjá þjóðum eins og t. d. Ný- Sjálendingum, Ástralíumönn um og að því er allar líkur benda til, hjá Englending- um. Þegar reynslan hefir komið ■ til sögunnar hefir stefnan víða tapað fylgi og þá verið gripið til þess ráðs, að hverfa frá kenningunum til þess að reyna að halda meirihlutanum. Hinn alþekkti jafnaðar- mannaforingi Belgíumanna, Spaak, skyldi hvaðan vindur inn blés í vetur, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að þjóðnýtingin væri ekki aðal- atriði jafnaðarstefnunnar. í framtíðinni mundi jafnaðar- stefnan verða millivegur milli þjóðnýtingar og ein- staklingsframtaks. j íslenzk reynsla. Þegar við hugleiðum allt þetta nánar og lítum á reynsl una nær okkur, verður niður- staðan ekki síður átakanleg og gagnstæð kenningunum. Hér á landi er reynslan í sem fæsturn orðum þessi: í bæjarkúabúum kostar einum þriðja hluti til helm ingi meira að framleiða mjólk en bændur selja hana fyrlr. Á tveimur ríkisbúum, þar sem stjórna hyggnir og harðduglegir menn, ber reksturinn sig að kalla, án þess að geta svarað vöxt- um af mjög mrklum stofn- kostnaði, en þeíta þýðir vit- anlega tap á rekstrinum. Þannig veröur niðurstaðan í opinberum búrekstri, er starfsfólkið gerir kröfur til kaups og vinnutíma í sam- ræmi við það, sem er hjá ríkinu á öðrum sviðum. Það er hér á landi af svo mörgum dæmum að taka, að’ ranglátt væri að telja upp eitthvert sérstakt af hinu marga. — Fjölda margt af þeim tap- rekstri er nú verið að leggja niður og einstaklingar sækj ast eftir honum í þeirri trú, að þeir geti rekið hann og haft af honum sæmilega af- komu. Landsmenn þekkja flestir þessi fyrirtæki og vita margt um þá reynslu, sem þar er fengin. Ég mun því ekki sjá ástæöu til þess að telja þau upp hér og geri það ekki nema tilefni gefist til. Yfirleitt er reynslan sú, að hinn hálf- og alopinberi rekstur hefir víða brugðist vonum manna og hefir því ekki í neinni nánd við það, sem áður var, þá tiltrú í hug- um manna, er þjóðnýtingin hafði meðan fyrri kenning- ar þurftu ekki að sanna til- verurétt sinn með reynsl- unni. Stefna Framsóknar- flokksins. Við Framsóknarmenn höfum ekki verið formælendur opin bers reksturs og þjóðnýting- in aldrei verið á okkar stefnu skrá. Reynslan er því í sam- ræmi við þá skoðun, sem við höfum haft á þjóðnýtingu. Við höfum haldið því fram, að til opinbers reksturs eigi aðeins að stofna þar sem hætt sé við að einstakling- arnir nái einokunaxaðstöðu á kostnað þjóðarinnar eða hagsmunir almennings krefj ist þess um lengri eða skemmri tíma vegna þess, að samvinnurekstri verði ekki við komið. í samræmi við þetta er stefna flokksins mörkuð á flokksþingi 1944. í stj órnmálayfirlýsingu flokks ins, sem samþykkt var á því flokksþingi, segir: „Flokkurinn er mótfall- inn því, að auður og yfirráð atvinnufyrirtækja safnist á hendur fárra einstaklinga, og því fylgjandi félags- rekstri stóratvjinnufyrir- tækja á samvinnu- og hluta skiptagrundvelli, og opin- berum rekstri (t. d. stærri (Framhald á 2. síöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.