Tíminn - 17.06.1950, Síða 2

Tíminn - 17.06.1950, Síða 2
2 1 TÍMINN, laugardaginn 17, júní 1950 AUKABLAÐ REYNSLAN OG REKSTRARKERFIN (Framhald af 1. síöu.) rafveitum, áburðarverk- smiðju og sildariðnaði, þar sem þörf krefur)“. Stefna Framsóknarflokks ins er því í fullu samræmi1 við þann stakk, sem jafn- j araðstefnan hefir orðið að sníða sjálfri sér vegna I reynslunnar, eftir að hafa; kollhlaupið sig á hinum gömlu kenningum, sem illa fengu staðist, sbr. og áður tilvitnuð ummæli belgiska1 jafnaðarmannaforingjans Spaaks. Drauinar og veruleiki. Því miður er það nú svo, að hugsjónir og óskir um það, hvernig við vildum hafa eitt og annað kemur oft ílla heim við raunveruleikann sjálfán. ■ Grár veruleikinn sannar okk ur, að menn eru knúðir á- fram af margs konar hvöt- urn. Sumir af sjálfsbjargar- hvötinni til aö skapa sér og sínum öryggi, af ótta við' skort, af metnaði og löngun : til að láta fara af sér frægð- ' arorð. Aðrir vinna verk sín af fögrum hugsjónum í mörg um myndum. Sumir vinna sín verk vegna ánægjunnar við að vinna. Þetta þrennt í ýmsum formum og margs- j konar myndum er það, sem aðallega knýr menn áfram til dáða. Því miður er oft- ast svo ástatt í þjóðfélaginu, að tveir síðastnefndu hóp- arnir, þeir sem knúðir eru áfram af hugsjónum og vinnugleði, eru margfalt fá- mennari, en sá hópur, sem vinnur af sjálfsbjargarhvöt eða eigingirni, ef menn kjósa að kalla það svo. Af þessum ástæðum reynd ist enginn grundvöllur fyr- ir almenna frjálsa þjóðnýt- ingu hvorki í Sovétríkjun- um eða annars staðar. Af þessu má vera Ijóst, að þjóðnýting eða skipulag getur ekki heppnast nema undir stjórn manna sem vinna af hugsjón, vinnu- gleði eða fórnfýsi. En með- an þessi hópur manna er fámennur í þjóðfélaginu er hættan á mistökum yfirvof andi, raunar alveg vís, ef þjóðnýtingin eða víðtækt skipulag kemst undir stjórn manna, er vlnna verk sitt fyrst og fremst fyrir eigin hag skapast eigingirninni, einstaklingshyggjunni marg falt sterkari vígstaða til að nota reksturinn, ekki til þjónustu fyrir almannahag, heldur til að hreiðra um sjálfa sig og sína hagsnmni. Þetta er það, sem hefir gerst og of víða gerist í samræmi við það að eigín- hagsmunamenn eru áreiðan lega miklu fjölmennari en hugsjónamenn og líkur til að opinber rekstur lendi í þeirra höndum því mestar. Almenn, frjáls þjóðnýting er af þessum ástæðum hugs- anavilla. Það hlaut reynslan að sýna, enda hefir hún ó- spart gert það. Samanburður rekstrarkerfanna. Skoðun Framsóknarflokks- ins á skefjalausu einstaklings framtaki er svo margrædd og kunn, að um hana þarf ekki að hafa mörg orð.Þjóðinni er í fersku minni sú auðn, sem skefjalaust einstakiingsfram tak skildi eftir . víða um þetta land þegar gróðavon- írnar hurfu. Er þar einna greitiilegasta dæmið Hafnar- fjörður, sem einstaklings- framtakið skyldi viö á sín- um tíma á barmi hungurs. Við munum síldarsölurnar, þegar hver saltandi keppti við annan og saltendurnir urðu gjaldþrota í hópum. Við munum fisksölurnar, sem gerðu fiskinn verðlausan o. s. frv. Og við munum hinn gamla verzlunarmáta áður en kaupfélögin náðu fótfestu. Hér er vissulega margs að minnast og af nógu að taka. En við skulum svo láta hug ann reika til bændanna með samvinnuskipulagið í verzl- uninni, frystihúsunum, mjólk ursölunni, mjólkurbúðunum, klæðaverksmiðjunum o. s. frv., þar sem þeir selja vör- ur sínar og kaupa fyrir ó- umdeilanlegt sannvirði. Hins vegar er svo sjávar- úlvegurinn þar sem lítil sam tök eru um innfiutning og sameiginlega verzlun með rekstrarvörurnar, þar sem einn rekur söltunarstöð, ann ar frystihús, þriðji mjölverk- smiðju, fjórði fiskþurrkunar- hús. Allt þetta skapar á- tck og harðar deilur um það hver eigi að hirða arð- ina af vinnunni. Við Framsóknarmenn, getum eftir aldalanga reynslu óhikað bent til beggja handa, bent á of víö tækan og óhæfan opinber- an rekstur og reynsluna af honum annars vegar, svo sem fram er dregið lítils- háttar liér að framan og hins vegar hið skefjalausa einstaklingsframtak. Og eft ir þessa reynslu getum við spurt: Hvað skyldu þeir vera margir íslenkir bænd- ur nú, eftir hina löngu og margendurteknu reynslu er nú liggur fvrir, sem vildu afhenda einkaframtakinu kaupfélögfln, mjólkurbúin, mjólkursölustöðvarnar, frystihúsin o. s. frv., og láta það reka þau meðan arð- ur fæst og eiga þess síðan kost að hætta og flytja burt þegar sömu einstaklingum þóknast. Já. Hvað skyldu það vera marglr menn, sem þannig hugsa og hvað myndu þeir vera margir af hundraði, sem nú, eftir reynsluna af opinberum rekstri, óskuðu eftir að þjóð nýta þessi sömu fyrirtæki og láta stjórna þeim úr Reykjavík? Ennfremur er þaö gagn- legt til umhugsunar hve lengi þessi fyrirtæki hefðu og mundi kjósa þjóðnýtingu stjórna þeim annað hvort sem þjóðnýttum fyrirtækj- um eða með sjónarmiði ein- staklingshyggj unnar og gróð ans að leiðarljósi. Þó flest hljóti að verða ó- fullkomið sem við ófullkomn ir menn framkvæmum, hefir reynslan sýnt og sannað að samvinnukerfið hefir staðist allar eldi'aunir, sem ekkert annað fyrirkomulag mundi hafa staðizt, og þar með sýnt yfirburði sína svo ekki verð- ur véfengt. Þessvegna er það að svo að segja enginn bóndi mundi kjósta þjóðnýtingu eða % einkaframtak í sínum samvinnufélögum. Samvinnustefnan er svo sterk, að myndast hefir þetta skoplega fyrirbæri að ýmslr sem kjósa hana til stuðnings eigin afkomu og atvinnu og telja sig styð'ja hana tilknúð- ir af reynslunni þegar þeir skoða sinn eigin hag, — þess- ir sömu menn styðja um leið pólitískt einstaklingshyggj - una sem vinnur samvinnu- stefnunni ógagn svo sem verða má. Þetta eru skrítnir menn og sjálfum sér ósam- kvæmir. Styrkur samvinnunnar. Af þessu lauslega yfirliti um yfirgripsmikið efni er ljóst á hverju styrkleiki sam- vinnustefnunnar byggist fyrst og fremst. Með henni notast á heilbrigðan hátt starf- hæfni einstaklinganna, sjálfs bjargarviðleitni þeirra, hug- sjónir og vinnugleði undir formi frjálsræðis. Sjálfsbjarg arhvötin hefir þar nægilegt svigrúm. Einstaklingur í sam vinnuhreyfingunni getur bætt framleiðslu sína og aukið í óteljandi greinum. Til þess notar hann dugnað og hug- kvæmni. Þvi meiri fram- leiðsla, betri og ódýrari, því meira kaup fær hann fyrir sína vinnu. Þetta er ákvæðisvinna. Þetta svigrúm nægir hon um til þess að halda vakandi áhuga hans til þess að vinna sér og sínum allt gagn, sem hann má. En hann gerir ekki kröfur til að græða á öðrum, vinna öðrum í óhag Þá vinnu,sem samvinnumað urinn getur að öðru leyti af höndum leyst helgaf hann þeirri hugsjón sinni að efla samtökin og vinna þannig sjálfum sér og um leið öðrum það gagn er hann má. Á þennan hátt öðlast góður drengur ánægju og gleði við vinnuna. Með þessu móti stæklca íslenzkir bænd ur sífellt starfssviðið; milli landasiglingar, þvottastöð olíusamlög og í rauninni má og telja með ræktunarsam- böndin, sem gera sérhverj- um mögulegt að nota hinar mikilvirku vélar fyrir sann virði, sem ella mun'di ókleift. Þessum vinnuaðferðum má einnig beita með góðum árangri við sjávarsíðuna. Hlutaskiptin gömlu eru í raun og veru samvinnukerfi í vissu formi. Þetta kerfi ætti að vera auðvellt að fullkomna- þvi ekki ætti að vera ofraun að finna réttlát hlutaskipti. í einni verstöð hér á landi hefir þetta fyrirkomulag þró ast svo langt að útvegsmenn hafa þar sameiginlegt lifrar- samlag, veiðarfæri að veru- legu leyti framleidd sameig- inlega og fá þau þannig fyr- ir sannvirði. Þeir hafa sameig inlega tryggingu fyrir bát- ana, þannig að hún er miklu ódýrari en annarsstaðar. Með sameiginlegri sölu á fiskinum og eftirlit með sölu má tvímælalaust fullkomna slíkt skipulag þannig að tryggt sé að útvegsmenn og sjómenn eigi það eingöngu undir þeim, sem þeir senda eftir fiskinum á miðin og und ir sínum eigin dugnaði hverj ar tekjur þeirra verða. Þeir geta á sama hátt og bænd- urnir með svipuðu samvinnu kerfi og þeir tryggt sér sann virði vinnu sinnar og numið burt hið eilífa þrætuepli um skiptingu arðsins. Yfirlit. Einstaklingshyggjan ein er of sjálfselsk og blind til þess að hún geti bjargað þjóðinni. Fái hún of sterka aðstöðu misbeitir hún oft valdi sínu á kostnað þjóðarinnar. Þjóðnýtingin hefir brugð- izt og trúin á hana fer hnignandi meira að segja hjá formælendum hennar í oröi. Rökin sem til þess liggja eru rakin nokkuð hér að framan. Samvinnukerf- ið hefir reynzt lang sterk- ast og unnið sífellt stærri og meiri sigra með hverju ári sein líður. Þar eru heild- irnar ekki stærri en svo að einstaklingarnir hafa yfir- sýn yfir starfið og geta haft eftirlit með rekstrinum. Þar finnur einstaklingurinn og að hagur samvinnufélagsins sem hann hefir yfirsýn yf- ir er áþreifanlega hagur hans sjálfs og hann vinn- ur í samræmi við það. Niðurstaðan af reynslu síð ustu ára er ljós og þar af leið andi sú stefna, sem taka á. Þjóðnýting hefir reynzt þannig, að hana ber að nota aðeins í undantekningartil- fellum líkt og Framsóknar flokkurinn hefir markað og svipað því, sem jafnaðar- menn á seinni árum hafa raunverulega orðið að við^ urkenna í verki þótt þeir haldi öðru fram að nafninu til í orði. Einstaklingsframtakið held ur vitanlega áfram og á að gjöra það, en ef einstaklings- hyggjunni er ekki haldið í skefjum innan vissra tak- marka er hún þjóðinni hættu leg. Til þess að koma í veg fyrir þá hættu verður að efla samvinnuna og það á miklu fleiri sviðum en nú er. Ef samvinnan er efld með að- gangi að fjármagninu og á annan réttlátan hátt í sam- ræmi við vaxandi þroska þjóð arinnar og vilja til samstarfs og samvinnu fær einstakl- ingsframtakið betur notið sín innan samvinnuhreyfing arinnar og utan hennar, án þess að einstaklingshyggjan fái svigrúm til að valda tjóni. Samvinnan er nægilega sterk til þess að veita þegn um þjóðfélagsins nauðsyn- lega vernd. Verzlunin er þar næsta fullkomið sönnunaí- gagn. Þar sem kaupfélögin starfa og þau fá að flytja inn vörur í réttu hlutfalli við það hverjir við þau vilja verzla, dettur engum kaup- manni lengur í hug annað en að verðleggja vörur sín- ar í samræmi við kaupfélög- in. Með þessu móti getur þetta orðið i framleiðslunni og á vel flestum sviðum þjóð félagsins, ef réttilega er á málum haldið. Þessvegna á aðalstefnan að vera sú að samvinnan og ein staklingsframtakið eiga að fá að keppa á sem frjálsust- um grundvelli. Þannig álít ég að þjóðfélagi okkar muni vegna bezt. Girnilegt til fróðleiks og fagurt á að líta, sko, allar eggjakörfurnar, sem búið er að fylla með nýorpnum hænueggjum. Þetta er björg í bú, góð“r, hollur og hentugur matur, sem gleður í bráð og lengd.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.