Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 13
AUKABLAÐ
TÍMINN, Iaugardaginn 17. júní 1950
13
Heimsó
BSIS
ndum
Talað við Klemens
Kristjánsson á
Sáinsstöðum
I þúsund ár mátti heita að
íslenzkur landbúnaður væri í
sömu skoröum. Að vísu gáf-'j
ust menn upp á kornyrkju
eftir að skógarnir voru eydd- |
ir og landið blés upp og
skemmdist frá kyni til kyns, |
en þó voru sömu aðferðirj
hafðar öld eftir öld. Menn |
kunnu ekki annað búskapar-
lag en hið gamla.
En svo komu nýir tímar.
Fyrst fara íslenzkir bændur
að láta sig dreyma um fram- j
farir í túnrækt og búpenings
rækt að dæmi annarra þjóða. |
Hesturinn er tekinn í þjón-'
ustu jarðyrkjunnar, plógarj
og herfi fara að verða til í
sveitum og garðyrkja verðuri
fastur iiður í búskapnum al- j
mennt. Öll nítjánda öldin fór
til þess, að láta íslenzka
bændur átta sig á þvi, að
þetta var til. Beztu menn (
sögðu þeim þetta allt og
sýndu fyrir aldamótin 1800, (
en það tók heila öld að láta1
þjóðina trúa og skilja, að
nýjar leiðir og ný úrræði
væru til. En þá varð líka
vakning, þegar þjóðin áttaöi
sig loks á málunum.
Og tuttugasta öldin hófst
með mikiJli hrifningu. Þá
orti Hannes Hafstein sitt
guðinnblásna aldarnó calj óð
og nokkru síðar kvaddi Guð-
mundur Guðmimdsson vor-
menn íslands til verka:
Komið grænum skógi að
skrýða skriðu bera, sendna
strönd.
En þjóðin kunni lítt til
verka. Hún var fáræk og
hafði mörgu að sinna og
dreifði kröftum sínum. Göm-
ul ótrú á Jandið og bölsýní
sat um sál hennar og stopull
en stórfenglegur skyndigióði
á öðrurn sviðum glapti hana
oft. En þó lifði alltaf trúin á
framtíðina. Hún tók ýrnis-
konar stökk og vfst hafa
menn átt mörg gönuhlaupin
á þessum aldarhelmingi.
Menn vita, að það á að fara
nýjar leiðir í landbúnaSinum,
en lengstum hefir þaö verið
mjög á reiki fyrir mörgum,
hverjar þær leiðir væru.
Glöggar athuganir og til-
raunir ágætustu manna
bændastéttarinnar vísa þar
veginn.
Tilraunastjóri Búnaffar-
félags íslands.^
Einna fremstur vísinda-
manna, sem' nú eru uppi á
sviði íslenzks landbúnaðar,
er Klemens Kristjánsson á
Sámsstöðum. Síðan 1923 hef-
ir hann rekið tilraunastarf-
semi, fyrst fjögur ár í
Reykjavík, en síðan á Sáms-
stöðurn. Þar hefir hann rækt
að 50 ha. lands. Hann hefir
gert tilraunir um akuryrkju
og túnrækt og athugað
margt, sem stendur í sam-
bandi við þær greinar. Bænd
um eru kunnar skýrslur
Klemens og ritgerðir um
rannsóknir og vita að hann
er einn þeirra manna, sem
mest er til að sækja.
Við vissum það líka Tíma-
menn, að Klemens hefir síð-
ustu missirin eins og áður
unnið að stórmerkum rann-
s&knum. Það þótti því álit-
legt að heimsækja. hann til1
að fá fréttir af einhverii.i.
því, sem allir bændur og aðr-
ir þeir, sem láta sig landbún-
að varða, hefðu yndi ai að
heyra.
Bóndinn á Sámsstöðu™.
Það er slitlegur maður í
velktum samfestingi, — dá-
lítið þreytulegur maður með
erfiðishendur, sem við hitt-
um þegar við komum að
Sámsstöðum. Þetta er til-
raunastjóri BúnaðarféJags
íslands. Þegar við höíum
sagt, að við séum komnir til
að tefja hann, svarar hann
aðeins. — Þið eruð ekki ein-
ir um það.
En svo reynum viö að bæta
okkar málstað og segjum. að
þetta sé nú samt ekki að öllu
leyti illa meint. Og Sámstaða-
bóndi er góður heim að
sækja. Meðan þýzka vinnu-
konan hans ber kaffi á borð
og síðan meðan við neytum
þess segir hann frá. Hann
hefir frá mörgu að segja. Og
þegar hann er farinn að tala
um verkefni sín bæði léttir
og glaðnar yfir honum. Það
er áhugi vísindamannsins,
hugsjón brautryðjandans o^(
sigurgleði landnemans, senn
sameinast svo fallega í svip
og frásögn þessa bónda. —
Og ekki segist hann geta
hugsaö sér skemmtilegra
hlutskipti en að vera bóndi
og rækta jörð og bústofn.
Hann trúir því, að það sé
ekki jörðinni að kenna, ef
menn geti ekki veriö jafn-
farsælir af^yrkju hennar og
hverju öðru starfi.
En nú skulurn við ekki
hafa formálann lengri, en
hverfa að því, sem Klemens
sagði okkur.
Uppskera síðasta hausts.
Sumarið 1949 var eitt af
þremur verstu kornræktarár-
um síðan Klemens hóf til-
raunir sínar. Hin verstu árin
eru 1945 og 1947. Það eru
vorkuldarnir í fyrra og vot-
viðrin eftir að fram á sumar-
ið kom, sem hafa fariö verst
með akrana. Kornrækt hent-
ar sól og hiti.
Þrátt fyrir þetta þroskaðist
þó bæði hafrar og bygg.
Meðaluppskera var 11 tunnur
af ha. Til samanburðar skal
þess getið, að í Ameríku
þykja 16 tunnur af ha. góð
meðaluppskera.
En þar þekkist líka, aö upp
skeran fari niður í 6 tunnur.
Nokkuö af þessu korni er
notað til útsæðis bæði á
Sámsstöðum og víðar. En allt
lakara kornið malar Klemens
til fóðurbætis. Hann hefir 20
kýr í fjósi og hann er vanur
að gefa þeim íslenzkt fóður
aö mestu leyti.
Fóðurbætisblanda, sem
Klemens gefur kúnum sínum,
er oft blönduð á þennan veg:
Heimamjöl 60%
Kj ar nhey sm j öl 12 %
• Fóðursalt 1.5—2%
Síldarmjöl 26%
Annars er Klemens vanur
að gefa kúnum þurrt hey
annað málið, en vott hitt.
Með votheyinu gefur hann
þeim dálítið af hálmi, til
Klemens Kristjánsson.
dæmis kringum 2 kg. og tel-
ur, að þeim sé heilsusamlegt
að fá hann ,til aö haldast
kviðaðar. Þeim sé það eöli-
legra líf.
Heymjölið.
En hér verður aö ræða nán
ar um íslenzka heymjölið og
hraöþurrkað krafthey. Það
er ekki livað sizt um þau
efni, sem Klemens hefir frá
merkilegum hlutum að segja.
Og nú verður sú saga rakin
hér í stuttu máli.
SUmarið 1948 bárust fréttir
af mikilli heyþurrkunarvél
eða vagni, sem sagt var að
þurrkaði 10 töðuhesta á
klukkustund. Það er einmitt
það verkíæri, sem reynt hef-
ir verið á Sámsstöðum í tvö
sumur. Og hvað getur þaö
gert?
Aðferð sú, sem hér er um
að ræða, er súgþurrkun í
vagni, sem færa má til í
slægjunni og þurrka hoyið
með þar sem það er slegið.
Vagninn er 14 fet á lengd, 7
á breidd og 5 á hæð og eru
þétta ensk fet. Hann hefir
reynzt að 'taka nálægt 7 hest
um af töðu.
Eins og vagninn kom var
kúftur stokkur eftir honum
nnðjum endilöngum. Hann
var úr járngrind og gegnum
liann blés vélin 75 stiga
heitu lofti og átti það að
þurrka heylð. Þetta fór þó
svo í reyndinni, að út við
hliðar vagnsins niður við
botninn þornaði heyið ekki.
Klemens breytti þá vagn-
inum. Hann tók þennan stokk
í burtu, en hafði botninn all-
an úr vírneti. Þannig var
vagninn notaður í fyrrasum-
ar og þótti miklu betra.
Klemens var þó ekki á-
nægður. Hann tók eftir þvi,
að heyið þornaöi miklu fyrs't
á botni kassans og siðan varð
að blása í gegnum það þurr.t
til að þurrka það, sem ofar
var. í sumar hugsar hann sér
að nýta hitaloftið betur með
því að hafa tvær skúffur í
vagninum. Báðar verða þær
með botni úr vírneti. Þegar
þurrt er orðið í þeirri neðri á
að draga hana aftur úr vagn
inum. Kin fellur þá niður.
Svo er hin látin ofan á og
fyllt með nýju heyi.
Þetta á að fyrirbyggja það,
að hita og orku sé spillt til
að blása í gegnum þurrt hey.
Útlent heymjöl hefir verið
selt hér á landi síðustu ár og
auglýst kröftuglega. Það er
stundum nefnt alfa alfa, en
stundum lúsernumjöl, en
í lúsernur eru belgjurtir,
| skyldar smára. Með tilraun-
imum á Sámsstöðum sumar-
j iö 1948 sannaðist þaö, að
, bæði hvítur smári og annað
túngresi gat veriö ágætis
hráefni í heymjöl. Það sann-
aðist, að með því að béra á
slátta var hrápróteinmagn
töðunnar, en það eru öil köín
unarefnissambönd hennar,
nálægt tvöfaldað.
Þannig fékkst úr töðunni á
Sámsstöðum hraðþurrkaðri í
þeirri vél, sem áður er getið,
heymjöl, sem var jafngott og
alfa alfa.
Móðurefni A-bætiefnisins,
karotínið, reyndist að vera
200 milligrömm í kg. af þessu
hraöþurrkaða heyi, en það er
einmitt það magn, sem talið
er að hámjólka kýr þurfi
mest í sólarhringsfóðri.
Þetta hey er líka óvenju-
lega steinefnaríkt, en auðvit-
að er heilsusamlegra að fá
steinefnin lífræn í náttúr-
legu fóðri heldur en að nevta
þeirra sem meðala í fóður-
söltum. Eggjahvítan verður
líka auðleystari i fóðrinu en
ella, ef grasiö er slegið með-
an það er í vexti og hrað-
þurrkað.
Sumarið 1949 var svo unn-
■ ið áfram á grundvelli þess-
! ara rannsókna. Þá voru fram
, milli slátta, var eftirsláttar-
i taðan jafn kjarngóð hinni
, fyrri. Þar voru tilraunareitir
j slegnir fjórum sinnum og'
jjafnoft borið á, en þó ekki
meira alls en títt er. Spretta
í hverjum slætti svaraði t;l
20 hesta af ha. eða vel það.
| Með því að bera á milli
leiddar 7 smálestir af hey-
mjöli til blöndunar í fóður-
blöndu og auk þess 10 hest-
ar af hraðþurrkuðu kraft-
heyi.
Vitanlega verður heyið
engu betra fóður, þó að það
sé malað eftir að það ^er
þurrkað. Það er einungis
malað til þess, að hægt sé að
blanda því saman við annað
mjöl. En þessa 10 hraðþurrk-
uðu hesta lét Klemens sér í
hlöðuna. Hann gaf þá begar
að þeim kom seint á vetri.
Kýrnar græddu sig til muna.
Og þær hættu að vilja fóður-
bæti eins og þegar þær bíta
há á túni.
Hraöþurrkaða heyiö reynd-
ist að vera 20—34% betra
hey en vallþurrkað. Þaö er
mun ódýrara að þurrka það,
ef hægt er að slá það í þurm
og láta það visna við sól og
vind einn dag. En allar tölur
(Framh. á 14. síðu)
Fyrsta þresking með fullkominni þreskivél á íslandi á Sámsstöðum haustið 1929.