Tíminn - 17.06.1950, Síða 14
14
TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1950
AUKABLAÐ
Heimsókn
að hillinga-
löndum
(Framh. af 13^ síðu)
og nánari skýrslur um þetta
munu menn fá í ritgerð eftir
Klemens í Búnaðarritinu.
Ævintýrið af sandinum.
Út á Rangársöndum er ný-
lenda, sem heyrir til Sáms-
staðabúi. Alls er það land
milli 30 og 40 ha., en aðeins
lítið af því hefir enn verið
tekið til ræktunar eða um
það bil 7 ha. Þar var sáð gras
fræi í vor í tvo ha. lands,
korni í 3 y2 dagsláttu og kart-
öflur settar í hálfan ha. Ein
dagslátta er þar tómir til-
raunareitir. Það eru 58 reitir,
sem fengið hafa mismunandi
áburð. Þar með er Klemens
að kanna, hvaða efni vanti í
sandinn og hvernig bezt sé
að bera á hann.
Reynslan hefir sýnt, að
bæði korn og gras nær fljót-
ar þroska á söndunum en í
heimalandi Sámsstaða. Klem
ens telur það stafa af því,
að jarðvegurinn tekur betur
við hita, svo að sandurinn
verður heitari en moldin
heima á Sámsstöðum.
Þessar tilraunir eru undir-
búningur að landnámi á
söndunum. Rangársandar eru
alls þúsundir ha.
Hestamenning og benzín.
Sámsstaðatún er nálega 40
hektarar og akrar Klemens
eru alls um 10 ha. í vor sáöi
hann höfrum og byggi í 8.6
ha. Auk þess ræktar hann
jarðepli í einum ha. í sumar
og grasfræ í öðrum. Það er
því mikil vinna, sem leysa
þarf af höndum á þessu stóra
búi.
Klemens hefir eina Farmail
dráttarvél og hann hefir
vörubíl, sem einkum er not-
aður vegna ræktunarstarfs-
ins út á söndunum. Hann hef
ir 7 dráttarhesta. Með þeim
plægði hann akra sína í vor.
Við þá vinnu segir hann að sé
gott að temja hesta til drátt-
ar. Hann slær túnið með
dráttarvélinni síðan hún
kom, en hann segir, að það
hafi aldrei staðið á að slá, og
hafi hann þó aldrei haft
nema eina hestasláttuvél.
Klemens segist telja, að
jarðyrkjuþjóð verði að eiga
sér hestamenningu. Sínir
hestar kosti sig lítið. Þegar
komið sé 20 kúa bú, sé alltaf
nokkuð af heyi, sem ekki nýt
ist fyrir kýrnar. Hestarnir
lifa því raunverulega að
miklu leyti á fóðri, sem illa
nýttist til annars. — Á Sáms-
stöðum er engin kind. — En
héstarnir spara bæði benzín
og tilbúinn áburð.
Skjólbeitin.
Klemens hefir gert ýtar-
legar veðurathuganir frá því
að hann hóf tilraunir sínar.
Hann veit því hvað hitinn
hefir að þýða fyrir gróður-
inn. Honum er Ijóst, að skjól-
ið er mikilla peninga virði og
næðingar og stormar spilla
víða miklu. .Þess vegna full-
yrðir hann, að sú tíð komi,
að íslendingar leggi mikið
kapp á að koma upp skjól-
beltum í sambandi við jarð-
yrkju. Sjálfur er hann byrj-
(Framh. á 15. síðu)
Þeir kváðu pað vera’ ekki hamingjuholt,
að herja á kaupmannsins vald. —
Að ganga til úlfsins og skoða hans skolt,
vœri’ ei skjótari vegur í gjald.
Og sumir sem kveinuðu og kvörtuðu mest, —
— og kölluðu á forsjónar náð. —
Þeir bölvuðu stríði og báðu um frest.
pví barátta vœri’ ekki ráð.
Þá „faktorinn“ ógnandi’ á aumingja leit,
sem ásjár hans purfti í neyð,
á harðinda tímum við sjó og í sveit,
er sótt höfðu örðuga leið. —
Þeim fannst pað sín gœfa en góðmennska hans,
og guði til vegsemdar mest,
ef valdboðið hljóðaði volduga manns
um vitundar „úrlausn á frest.“
Beygð var sú pjóð eins og góufölt gras,
sem gekk pessa örðugu leið,
sem hungur og kúgun af lífstrénu las
og lokunum fyrir svo kveið.
Hún parfnaðist golu, sem pyti um storð
og prifi í hin bognuðu strá.
Hún purfti að heyra pað örlagaorð,
sem u'pp lyfti neyðinni frá.
Og vorgyðjan kom, með hinn volduga blæ
og vorhýra gróandans orð. —
Þá hörfaði myrkur úr hreysi og bœ
og hungur við almennings borð.
Því stormurinn blés svo að blossaði á ný
hið blaktandi pjóðernis skar. —
Og atorka hófst fyrir orðinu pví.
Og orð petta „samvinna“ var.
Og pað varð að ráði að reynd skyldi nú,
í raunum, ein ófarin leið.
Að takast í hendur og byggja svo brú
yfir beljandi ápján og neyð.
Og brúin varð traust eins og sterkasta stál,
— hún stendur á fljótinu enn. —
Hún leysti úr vanda pó Ijótt væri’ í ál.
Það er leið ykkar, samvinnumenn!
Þó óttuðust margir að leggja’ á pá leið,
peim leizt ekki’ á smœlingjans mátt,
og áin peim pótti í aftökum breið
og œgði að detta svo hátt-
og treystu’ ei að fullu á handstyrkni hans,
sem hafði ögn minna en peir,
og vildu’ ekki bœta’ á sig byrðum pess manns,
sem buslaði örbyrgðar leir.
Og svo voru nokkrir, sem lágu’ í peim leir
og leizt ekki að reisa sig við.
Þeir hugsuðu lítið. Já, pað gerðu peir!
og pað ber á kúgarans mið.
Þeir vildu ei brjóta’ af sér „vináttu“ hans,
sem vínið í búðinni gaf.
Og óttuðust vilja pess volduga manns,
sem veifaði hegningar staf.
En kaupmannaliðið, pað hóf upp sitt hróp,
sem haustbrim við kletta og sker,
pað kallaði digurt, svo drundu pess óp:
„pið drepist, ef leggið upp hér!“
Og djarfmennum skullu peir byljir um brjóst,
og bylgjurnar gengu á skip,
en „höfðingi“ margur að hléborði drógst,
og hafði’ á sér tvílráðan svip.
Það stendur víst enn pá um stefnuna hríð,
pó stœtt pyki orðið í bráð.
En pegar að vorar, ef versnaði tíð, —
pað vonar að hitta á ráð.
Því lundin er sama og lagið er við,
ef lœgi við neyð eins og pá.
Og pó að peir rólegu ræði um frið,
pað rifar í úlfshárin grá.
Svo er nú draugurinn austrinu úr,
sem ýmsum til greymennsku snýr,
sem sjónina blindar, svo skin eða skúr,
peir skynja’ ekki, — athyglin flýr.
Með glámsaugun starandi gœgist hann fram,
pá grimmviðri œðir um hjarn,
og leggur sinn eitraða hélkjúku hramm
á hjarta pitt sofandi barn!
Og pegar að „kommarnir“ klæða sig um~
og koma á samvinnuping,
gg kauphéðnar heltast á hrópyrðunum
pá hverfist víst jörðin sinn hring.
En pó getur verið á leiðinni Ijón,
sem lœðist að sofandi bráð,
en gerir ei vakandi varhuga tjón, —
— pó valt sé að treysta pess náð. —
Þið afsakið vonandi beryrði brags.
Ég bít ekki’ af meiningu hót. —
Að samvinnan efldist frá degi til dags
á dýpsta í stríðinu rót.
Því styrjöld krefst orku og brýnir hvern brand,
svo ’ann bítur, ef málmur er skýr.
Þó fagurt sé álitum friðarins land
par felast víst aðskotadýr.
Sagan um nálauga úlfaldans er
svo alpekkt, en varlega skýrð, —
að maðurinn ríki, pó rekist á hér
hann reikar í framtíðar dýrð.
En spurning er ein og hún styðst upp við staf,
— og staulandi leitar í var, —
og reynir að sjá yfir himinsins haf,
hvort hann sé eins auðugur par.
Ég veit að menn dœmir ei starf eða stétt,
né styrkleiki, auður og vald,
og eins er pað fráleitt og fjarri’ öllum rétt
að fátœktin ein gefi hald.
En samhjálpar húgsjónin sanna, pú átt
pað sœti er Ijómandi skín
á friðarins landi, sem hillir upp hátt
við hafsbrún í framtíðarsýn.
Og pökk yður bjartsýnu baráttumenn.
sem byrðar ei hikuðu við.
Og vonandi fœðast hér afreksmenn enn,
pví enn er hér. baráttusvið.
En samvinnan lifi og eflist hún œ.
Hún aukist og gofgist í senn, ■
svo hróp hennar berist urh liauður og sœ.
Heill yður Samvinnumenn!
Korni.