Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 15
AUKABLAÐ TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1950 15 Heimsókn að RUNDLFUR SVEINSSDN: (Framh. af 14. síðu) aður á því á Sámsstöðum. Haníi hugsar sér 60 metra breiðar skákir milli beltanna. En auk þess, sem hessi skjólbelti ættu að geta auk- ið uppskerumagnið um fimmta hluta, eru þau mikil prýði á landinu. Og Klemens segir, að sér finnist alltaf, að það megi gera mikið fyrir augað. Þegar mönn«m gefur sýn. Klemens Kristj ánsson er spámaður íslenzkra byggða. Hann er töframaður, sem bregður sprota sínum á augu venjulegra manna, s'em heim sækja hann, svo að þeir sjá 1 hillingum land framtíðar- innar, — þann ævintýra- heim, sem næstu kynslóðir eiga að gera íslenzkar sveit- ir, þar sem menningin vex í lundi nýrra skóga. Trjágróður prýðir hvert bændabýli. Bæirnir standa í skjóli við skógarlunda og matjurtir og skrautjurtir eru ræktaðar í skjólsælum lund- um. Auk þess eru runnar og tré, sem mynda skjólbelti um tún og akra. Það er ekki nauð synlegt ag þreskja korn, sem ræktað er til fóðurbætis.. Þegar akurinn er sleginn má stakka kornið ef veður er þurrt. Það þornar í stakkn- um undir yfirbreiðslunni ogj svo má flytja það í hlöðu ogj gefa kúnum síðan stöng og ax, hálm og korn í einu lagi. eftir því sem hentar. Þetta er eitt af því, sem Klemens hef- ir gert tilraunir með. Og þetta korn reyndist eins heppilegt fóður og malaö korn. Að verúlegu leyti hirða menn töðuna nýja af ljánum í vothey. En skepnunum læt- ur bezt tilbreyting í fæði eins og manneskjunum . Og því skyldum við ekki eins og Hollendingar fara bæ frá bæ með heyþurrkunartækin og hraðþurrka nokkuð af töð- unni? Þetta er þegar komið í framkvæmd hjá Hollend- ingum, þar sem samyinnu- félcg bændanna eiga hey- þurrkunarvagnana. Það er margt í þessu, sem ekki er unnt að svara með fullri vissu ennþá. Klemens á Sámsstöðum heldur áfram að leita að svörunum. En eins og nú er ástatt, bendir allt til þess, að ekki ætti að verða langt að bíða þangað til hér á landi hæfist reynsla af hraðþurrkun kraftheys í afkastamikilli vél, sem sam- vinnufélag bænda ætti og færi bæ frá bæ og þurrkaði samkværtit áætlun eitt, tvö eða þrjú hundruð hesta á bæ. Verulegur hluti þess, sem ræktuð jörð á íslandi gefur nú af sér, gufar upp í loftið og hverfur. Klemens á Sámsstöðum hefir gert sér að lífsstarfi að leysa úr þeim leyndardómum, hvernig hægt sé að láta íslenzka jörð bera mesta ávexti og hvernig gæta skuli hins fengna fjár, sem jörðin gefur af sér. Verkefn- in bíða óleyst á alla vegu og mörgu er ennþá ósvarað. Það er hlutverk íslenzkra bænda og köllun að taka þátt í þessu starfi og halda því á- fram svo sem búið er í hönd- ur þeim. Og hvaða hlutskipti er betra og glæsilegra? BÚVÉLAR OG RÆKTUN eftir ÁRNA G. EYLANDS i. Tímamót. Einn áhugamesti, bjart- sýnasti og fjörmesti búfræð- ari þessarar aldar, sem af er, var Sigurður heitinn Sigurðs- son búnaðarmálastjóri. Hann hafði jafnan að orðtaki í ræðu og oft í rituðu máli um búnaðarmál: „Við stöndum á tímamótum". Margtir mun nú segja, að ekki verði slík um- mæli talin til neinnar lífs- speki, því hver skipti hins líð andi augnabliks við hið kom- andi mega vissulega kallast tímamót í ómælanleik tím- ans. En hvað meinti Sigurður þá? Hann meinti vissulega, sem glöggt kom fram í öllum ræðum hans og ritum, að þýð ingarmikil og skörp tímamót stæðu yfir og væru framund- an í búskaparháttum ís- lenzkra bænda. Timamót, sem myndu greypast óafmá- anlega í búnaðarsögu okkar milli gamals og nýs búskap- ar á íslandi. Brot milli eins- konar hirðingjabúskapar, ó- ræktar, rányrkju, úrræðaleys is og fátæktar og ræktunar- búskapar, tækni og velmeg- unar. Sigurður lifði það að sjá kargaþýfð, gömul tún, ó- ræktarmóa og jafnvel forar- mýrar breytast í ræktaðar lendur. Hann lifði það einn- ig, og átti snaran þátt í, að stórvirkum, vélknúnum tækj um, svo sem þúfnabönum og skurðgröfum var beitt á móa og mýrar. Hann lifði það einn ig, að sjá þann veruleika, að íslenzka gróðurmoldin er góð til grasræktar. Þá urðu einn- ig þau tímamót á samtíð Sig- urðar, að margir bændur og aðrir viðurkenndu, að hægt væri og nauðsynlegt að láta jafnvel búfræðirit í aska. En Sigurður búnaðarmálastjóri lifði ekki þau stórkostlegustu tímamót, sem enn hafa orð- ið í búnaði á íslandi. Þau verða á síðastliðnum áratug. Það er innreið og upphaf stór kostlegrar véltækni við rækt- unar- og bústörf hér á landi. Notkun hjólatraktorsins til margvíslegra heimilis- og bú- starfa, beltatraktoranna til félagslegra ræktunarfram- kvæmda bænda og skurð- grafna til landþurrkunar, er ekki aðeins tímamót, heldur gjörbylting í íslenzkum bún- aði. II. Mikil þörf fræðslu um notk- un búvéla. Bylting eru umskipti frá einu formi til annars. Sam- fara byltingu verða ýmiskon- ar umrót, átök, mistök, eyðsla og sóun verðmæta. Þegar byggt er upp í hinum nýja sið eftir umrótið, skiptir miklu hvernig á málum er haldið. Ekki er að efaf- og heldur ekki til að undrast yfir, að í þeirri byltingu, sem hefir orð ið í búskap íslendinga síðustu 5 árin, einkum við hina al- mennu notkun mótorvéla, hafa mörg mistök orðið og mikil eyðsla verðmæta. Ein aðalorsök þessa er vitanlega skortur á þekkingu vélanna, notkun þeirra og hirðingu allri. Ein ró, sem kostar fáa aura í vél, sem kostar tugi þúsunda króna, getur losn- að, og ef ekki er að gáð í tíma, getur vélin öll stór-i skemmzt, jafnvel eyðilagzt fyrir þúsundir króna. Ef van- rækt er að smyrja einn smurstað eða fleiri í vélinni, getur það valdið stórskemmd um og jafnvel eyðileggingu hennar langt fyrir aldur fram. Almenn og haldgóð fræðsla um búvélar, bændum til handa, hefir verið mjög í molum hjá okkur og nú á síð ustu árum í engu samræmi við það fjármagn, sem fest hefir verið í vélunum, og þá útbreiðslu og notkun, sem þær hafa nú hlotið meðal bænda. Bændaskólar landsins hafa mátt sín lítils í þessu efni. Fáir bændur telja það ómaks ins vert að sækja bændaskól- ana eða senda syni sína þang að. Skólana hefir skort fjár- magn til að koma kennslu í búvélafræði í það horf, sem hin nýja vélaöld krefst. Kennslubækur, heldur ekki handbækur aðgengilegar fyr ir bændur, hafa verið til. Nii brýtur í blað. Árni G. Ey- lands sendir frá sér mikið rit, sem hann nefnir „Búvélar og ræktun“. Af því, sem drepið hefir verið hér á að framan, svo og mörgu öðru hér ó- töldu má ljóst vera, að áður var þörf á fræðslubók um bú- vélar, en nú nauðsyn. Höf-i undur segir í formála, að hér sé ekki um að ræða búvéla-l fræði, heldur ekki venjulega kennslubók, heldur fyrst og fremst handbók og lesbók. Enda þótt okkur vanti bæði búvélafræði og handhæga kennslubók um sama efni, þá vantaði okkur víst áreið-j anlega fyrst og fremst hand- bók og lesbók, „fræðslubók“ um búvélar. Þessi bók er nú komin. Að vísu unnin sem tómstundaverk, en engu að síður mikið verk og glæsilega af hendi leyst. Verður nánar að því vikið síðar. Bók þessari er skipt í eftir- talda tólf aðalkafla: I. Afl og vinna. II. Grjótnám og girð- ingar. III. Framræsla. IV. Jarðvinnsla með hestum. V. Traktorar. VI. Jarövinnslá með traktorum. VII. Ávinnsla. VIII. Heyskapur. IX. Garð- rækt og kornrækt. X. Gegn- ingar. XI. Búvélaeign og vélaj kaup. XII. í smiðjunni. Þessi1 kaflaskipting bókarinnar hef| ir engan veginn verið vanda-l laus. Til dæmis að taka í köflj unum um jarðvinnslu með hestum og traktorum og kafl anum um garðrækt og korn- rækt eru sum grundvallarat- riði jarðvinnslunnar þau sömu. Væri því að sönnu nokkur hætta á endurtekn- ingum. Svo er þó ekki að neinu ráði, né að skaða. Hitt er meira um vert, að kaflarn- ir eru hver um sig mjög sjálf stæðir. Svo er og um alla efn- is- og kaflaskiptingu bókar- innar, að viða eru þræddir þar meistaralega meðalvegir og hver kafli látinn hafa sitt eftir nauðsyn, sögulegum at- vikum og fleiru. Þá er bók- inni allri skipt í tölusettar greinar að amerískum hætti, sem er til mikils léttis við notkun bókarinnar. Ekki eru nein tök á í einni blaðagrein að ræða alla kafla| bókarinnar eða yfir höfuð aðj þakka það, sem vel er sagt, og finna að öðru. Ég mun því, að þessu sinni stikla á fáeíh-j um atriðum, sem ég hnaut umj og mér líkaði ýmist betur eða: verr; við yfirlestur þessarar miklu og að flestu leyti ágætu; bókar. „Mýradýrkun“. Sá kaflinn í umræddri bí k. sem mér persónulega þykir markverðastur, er framræsl-; an. Veldur þar tvennt umJ Hið fyrra er, að af kaflanúm má ljóst verða, hvert óhenr:’’j fjármagn binzt í framræsl-j unni, og e.t.v. til áratuga, áð-j ur en það gefur fullan arð.j Hið síðara er, að ég er í ýms-j um veigamiklum atriðum ó-' sammála Árna G. Eylands ogj öðrum jarðræktarfræðimcnn um um raunverulegan auðj hinna íslenzku mýra. Ekki verður um deilt, aðj „gömlu túnin“ hér á landú eru öll tilorðin á hólum, mó-j um og þurrum vallendisslétt-j um. Um hitt er deilt, bæði meðal lærðra og leika, að taðj an af gömlu túnunum séj miklum mun eðlisbetri til j fóðurs heldur en af nvrækt- inni. Einkum þó mýmrnv- rækt. Víst er, að mikill me:'r: hluti íslenzkra bænda c-r á- kveðið þeirrar skoðunar. aS nýræktartaðan sé miklu v'rri en taða af gömlu túnunum. Hér skal þó fram tekið, á? ekki mun það að öllu levf mýrunum að kenna, að tuð- an er slæm af nýrækt. V?ld- ur þar miklu um grastevund- ir og þó fremur, að of seint ev slegið. En hvað um það, hitt; virðist mér gegna mikiu me’r j furðu, að næstum öll íeiðbeh-l ingar- og útbreiðslustavíseur j ráðunauta og annarrr iurð -| ræktar-fræðimanna j‘i?fú j undanfarin 30 ár fyrst orj fremst miðast við mýmræfct ' Er þá ekkert orðið eft.ir a' samskonar landi, sem cömh,- • túnin standa á, og aldrei hef ir þurft að ræsa fram? Tú vissulega. Ég vil gjarn«n fylsv'i ast með Árna G. Evlcnd- þjóðleiðina frá Hellisheíði t!1 Víkur í Mýrdal os afnm? landnám og ræktunaraðsf'ð una við þjóðveginn. Á. G. E sér aðeins mýrarn?r. Kimr miklu og góðu mýr3r. sem biða framræslu og ræktv.n-; ar. Hann telur vitanlem ekk' ómaksins vert að l*ta við þurru blettunum við veamn. Ekki einu sinni grö~ugu ’"'11 lendi, hvað þá svörtum m-t?-1 urlausum söndum. Fn bví að kasta sér eingöngu út í ’~><'ra ræktina? Er hið þur m land með þjóðveginum ' Knif.m. á Rangárvöllum, í Hvol’TetJO.I Landeyjum, undir Syiaficil- um á löngum köflu"1 ov icfn vel í Mýrdal, svo rhikhi v<rra til ræktunar heltíuf rn mvr- arnar? Þar hlýtur hundur'nn að fera grafinn. Nh^ð' éCT; gjarnan viljað fá Á. G. E. L fylgd með mér austur yfir Mýrdalssand, um Skaptár- tungu og Síðu allt til Núp- staðar. Á þessari leið er lít- ið af blautum mýrum yfir að líta, en því meira af þurru og víða vel grónu vallendi. Athugum nú nokkru nánar auð mýranna. í hverju er hann fólginn? Og hvað hafa annars mýrarnar af kostum o% ágæti til ræktunar fram vfir hið þurra land? Árni G. Eylands segir meðal annars um þetta efni í bók sinni í 43. grein, sem hann nefnir: ..Gæði mýranna“: „Að mcrgu eru isienzkar mýrar og mýr- arjarðvegur frábrugðinn þeim mýrarjarðvegi, sem mest er um vitað erlendis. Það, sem sérkennír mýrar j arðveginn mesi hér á landi, er stein- eínaauður hans“. Askan er eftir rannsóknum að meðal- taii 64% í íslenzku mýrunum, en ekki nema aðeins um 15% í þýzkum, dönskum og norsk- um mýrum. Af þessum kafla i bók Á. G. E. er helzt að ráða, að auður íslenzku mýranna sé jafnvel fyrst og fremst fólg- inn í hinu mikla steinefna- innihaldi þeirra. En hvernig er þá með steinefnainnihald hins þurra lands? Vallendis- möa og jafnvel sandanna. Er steinefnainnihald þess minna eða lakara en mýranna? Nei, þvert á móti. Það er meira. í moldarjarðvegi, þar með tál- ið í úthagá, er steinefnama^n ið samkv. rannsóknúm úm 80% að meðaltali. Sé ég því síður en svo á- stæðu til að einblína á mýrar ræktina af þeim ástæðum. Þá getur Á. G. E. þess í um- ræddum kafla, að sýrufor mýranna sé hagstætt og betra en búast mætti við í jafn norðlægu landi. Þó kemst nú Arni að þeirri niðurstcðu, sem eflaust er sanni nær, að til bóta væri að bera á væn- an skainmt af kaiki, jafnvel til grasræktar. En þá þykir mér skcrin færast upp í kostnaðarbekkinn við mýra- ræktina, ef að í ofanálag framræslukostnaðarins á að kalka líka. í 44. grein, Framræsla- þörf, segir Á. G. E. meðal ann ars: „Dauði hvílir yfir öllu landnámi ríkisins og allri framkvæmd þess að reisa ný- býli og byggðahverfi á með- an vér komum eigi svo fót- um fvrir oss í því máli. að ávailt sé fyrir hendi í eigu ríkísins eða á þess vegum gnægð af ræstu landi, sem er búið að bíða ræst, að minnsta kosti að aðalskurðum, í 10— 20 ár. Búið að bíða, batna og breytast úr óræktarvotlendi í ágætis ræktunarland. Það er hörmung, hve-rnig á þeim málum hefir verið haldið á undanförnum árum. Óræst mýri, hvort sem hún er undir Ingólfsfjalli, austur í Holtum, uppi í Borgarfirði eða norð- ur við Skagaströnd, er ekki ræktunarland í þeim skiln- ingi. að þar sé hægt að hefj- ast handa um sjálía ræktun- ina nema með áralcngum und:rbúningi. Þrátt fyrir víð- áttuna, strjálbýlið og fámenn ið í sveitunum skortir land til landnáms og nýbyggðar, tiltækilegt og boðlegt land, Framh. á 18. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.