Tíminn - 23.06.1950, Síða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 23. júní 1950
134. blaS
I nótt.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Nætur.vörður er í Reykjavíkur
apóteki, simi 1760.
ÚtVtlTDÍð
Útvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Ketill-
inn“ eftir William Heinesen;
VI. (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
rithöfundur). 21.00 Tónleikar:
Kvartett í D-dúr op. 44 nr. 1
eftir Mendelssohn (plötur). 21.15
Frá útlöndum (Jón Magnússon
fréttastjóri). 21.30 Tónleikar:
Tiiptych fyrir hljómsveit eftir
Alexandre Tausmann (plötur).
21.45 Erindi: Um laxveiðar (Víg
lundur Möller). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög
(plötur). 22.30 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Eimskip.
Brúarfoss fer væntanlega frá
Rotterdam 22. júní til Hull og
Reykjavíkur. Dettifoss er vænt-
anlegur til Húsavíkur í dag.
Fjallfoss er í Reykjavík. Goða-
foss fór frá Hamborg 20. júní til
Aritwerpen, Leith og Reykjavík-
ur. Gullfoss fer frá Kaupmanna
höfn á morgun. Lagarfoss fór
frá Reykjavík 21. júní vestur og
norður. Selfoss er í Halmstad í
Svíþjóð. Tröllafoss er á leið til
New York. Vatnajökull er í
Reykjavík.
Sambandsskip.
M.s. Arnarfell fór frá Húsavík
í gær áleiðis til Sölvesborgar.
M.s. Hvassafell fór frá Kotka
21. júní áleiðis til Fáskrúðs-
fjarðar.
Ríkisskip.
Hekla fer frá Reykjavík kl.
20.00 í kvöld til Glasgow. Esja á
að fara frá Akureyri í dag vest-
ur um land til Reykjavíkur.
Herðubreið er á leið frá Aust-
fjörðum til Reykjavíkur. Skjald
breið fer frá Reykjavík kl. 12.00
á hádegi í dag til Húnaffóa-,
Skagafjarðar- og Eyjafjarðar-
hafna. Þyrill er í Reykjavík.
Armann fer frá Reykjavík kl.
12.00 á hádegi í dag til Vest-
mannaeyja.
Fiugjerbit
Loftleiöir.
1 dag er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja kl. 13.30. Til
Akureyrar kl. 15.30. Til Isafjarð
ar kl. 9.30 og til Siglufjarðar.
f gær var flogið tii Akureyr-
ar, Vestmannæyjar, ísafjarðar
og til Patreksfjarðar.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Vestmannaeyja kl. 13.30. Til
Akureyrar kl. 15.30. Til ísafjarð
ar, Patreksfjarðar, Hólmavíkur
og Siglufjarðar.
Geysir fór í gær tvær ferðir
inn á Grænlandsjökul og varp-
aði niður birgðum til franska
leiðangursins.
Geysir fer næstkomandi laug
ardag til Stokkhólms.
Blöb og tímarit
Tímarit.
Ægir, maí hefti er komið út.
Efni ritsins er að þessu sinni:
fslendingar laga sig eftir ástæð
um, sem fjallar um breytta
háttu í sjávarútveginum. Of
mikill fiskur í ár. Davíð Ólafs-
son skrifar um ástand og horf-
ur i útvegsmálum. Ólafur Thors:
Síldarlýsissalan í ár. Óskar Hall
dórsson: Þrennskonar gengi.
Sæmundur Ólafsson: Tólf
stunda hvíld á togurum. Mark-
aðshorfur í Bandaríkjunum.
Tafla, sem sýnir mismunandi
léttun fisks í verkun. Skýrsla
um útfluttar sjávarafurðir í
apríl árin 1949 og 1950.
„Eimng,“ mánaðarblað um
bindindis- og menningarmál,
6.—7. tbl. 8. árgangs, er nýkom-
in út, vel úr garði gerð. Blaðið
er hið læsilegasta, en megin-
efni þess að þessu sinni er
grein, sem ráðgert var, að kæmi
út sem bæklingur eftir enskri
fyrirmynd, en hún heitir: Risa-
skref þjóðarinnar í verklegum
framkvæmdum, iðnaði og at-
vinnumálum. — Er hin andlega
og siðferðilega endurreisn jafn-
oki þess? Höfundur greinarinn-
ar er Pétur Sigurðsson, ritstjóri
blaðsins. Margar myndir fylgja
henni. — Annars er í blaðinu
ýmislegt efni um bindindis- og
menningarmál, Ijóð, fréttir o. fl.
Úr ýmsam áttum
Áheit á Strandarkirkju.
Gó. G. 150 krónur.
Góður gestur.
Hinn góðkunni Vestur-íslend
ingur, Valdimar Björnsson frá
Minneapolis kom til Reykjavík-
ur í gær. Með honum kom
Guðrún, kona hans og börn
þeirra þrjú. Valdimar mun
dvelja hér rúmar tvær vikur,
en mun fara til Norðurlanda og
koma hér við í leiðinni til baka.
Valdimar skrifar ritstjórnar-
greinar fyrir St.Pauls Dispatch
og mun hann vera hérna á veg-
um blaðsins.
Látinn
er Guömundur Jónsson bóndi
að Múla í Lændssveit. Guðmund
ur var landskunnur maður fyrir
störf sín í þágu bændastéttar-
innar, og gegndi hann ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir bændur.
Guðmundur lézt á spítala hér í
Reykjavík, 71 árs að aldri.
Hljómsveit
Björns R. Einarssonar, sem er
er ein vinsælasta ' hljómsveit
bæjarlns, er nú á ferðalagi um
Norður- og Austurland. Haukur
Mortenz einsöngvari er með
hijómsveitinni og mun hún
halda dansskemmtanir á níu
stöðum, og verður fyrsti dans-
leikurinn haldinn á Skagá-
strönd. Aörir staðir eru: Sauð-
árkrókur, Siglufjörður, Hrafna-
gil, Dalvík, Akureyri, Vopna-
fjörður, Seyðisfjörður og Nes-
kaupstaður.
Leiðrétting.
Tvær prentvillur, sem ástæða
þykir til að leiðrétta, urðu í
blaðinu í gær í greininni: Þætt-
ir úr byggingarsögu sildarverk-
smiðjanna.
1 fjórða dálki átti að standa:
Rekstursútgjöld vegna eigin
bíla byggingarnefndarinnar
(verksmiðjanna) o. s. framveg-
is. (Var verkstjórans).
í fimmta dálki átti að standa:
Sami nefndarmaður var 20
daga á ferð erlendis og reiknaði
sér 409 kr. 'í ferðakostnað á dag
auk fargjalda og símkostnaðar.
(Stóð námskostnaður).
HtkreiiiÍ IfímaHi*
— ^4 fo
ornum vec^i
Halldóra Gunnsteinsdóttii
Ég hefi vikið að því áður, að
viðeigandi væri, að Halldóru
Gunnsteinsdóttur, konu Víga-
Glúms, yrði reist minnismerki
við einhverja hjúkrunarstofn-
un, þar sem dæmi hennar er eitt
hið fegursta, er um getur í forn-
sögum okkar. Hún var ein af
hinum fyrstu hjúkrunarkonum
þessa lands, að það væri vel til
fallið, að henni yrði gert fagurt
og stórbrotið minnismerki, er
jafnframt væri tákn hins mikla
starfs. er hjúkrunarkve»na-
stétt landsins innir af höndum,
og vottur um þakklæti og virð-
ingu þjóðarinnar.
Víga-Glúms saga segir svo frá,
að Esphælingar riðu að heiman
til málabúnaðar að eggjan rógs-
mannn, en Glúmur fór til móts við
þá og tókst bardagi á Hrísateig.
En Halldóra kvaddi konur með
sér „og skulum við,“ sagði hún,
„binda sár þeirra manna, er líf-
vænir eru, úr hvorra Iiði sem
eru.“
Meðal óvina Glúms var Þór-
arinn Þórisson á Espihóli, og
féll hann, er Halldóru bar að. I
Var öxlin höggvin frá, svo að I
lungun féllu í sárið. Batt hún
um sár hans og sat yfir honum,
þar til lokið var bardaganum.
Þessir atburðir gerðust í Eyja
firði sem kunnugt er. Nú er að
rísa upp á Akureyri nýtt og veg-
legt sjúkrahús. Væri ekki vel til
fallið, að minnismerki Halldóru
Gunnsteinsdóttur væri þar ætl-
aður staður? Og væri ekki vel
til fallið, að Samband norð-
lenzkra kvenna og Hjúkrunar-
kvennafélag íslands hefðu for-
göngu um öflun fjár í þessu
skyni?
Saga Islendinga um ellefu
aldir geymir frásagnir um
marga skuggalega atburði og ó-
fögur verk, en hún er líka rik
af dæmum um frábæra mann-
kosti, veglyndi og margt það,
sem fegurst prýðir. Slíkt minn-
ismerki myndi og ævinlega
minna á eitt þessara góðu
dæma, verða hvatning til eftir-
breytni og leiða huga fólks að
sögu þjóðarinnar og minning-
um. — Hvað virðist til dæmis
eyfirzkum konum um þessa
uppástungu. J. H.
TILKYNNING
Nr. 21/1952.
Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir
ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir:
Skammtað Óskammtað
í heildsölu, án söluskatts .... kr. 3,75 kr. 9,75
í heildsölu með söluskatti .... — 4,05 — 9,87
í smásölu, án söluskatts .... — 4,51 — 10,34
í smásölu, með söluskatti .... — 4,60 — 10,55
Reykjavík, 22. júní 1950,
Verðlagsstjórinn.
▼
50. þing Stórstúku íslands I
1.0. G.T.
hefst í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík, laugardaginn
24. þ. m. kl. 15.15. Fulltrúar og aðrir templarar mæti
við templarahúsið kl. 13,30. Gengið verður í dómkirkj-
una kl. 2 og hiýtt messu. Prófessor Björn Magnússon
prédikar.
Fuiltrúar skili kjörbréfum til stórritara fyrir há-
degi þingsetningardaginn. Kl. 17 verður veitt stór-
stúkustig og skulu stigbeiðendur þá afhenda tilskilin
skilríki.
Kl. 21.15 verður lítisamkoma við
Austurvöll
Brynjólfur Tobíasson, yfirkennari flytur erindi,
Felix Guðmundsson forstjóri flytur lokaorð. Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur, undir stjórn Pampickler.
Fjölmennið við Austurvöll ki. 21,15.
Reykjavík, 21. júní 1950,
Kristinn Stefánsson.
stórtemplar.
Jóhann Ögmundur Oddsson,
stórritari.
Pólsk fataefni j
Karlmannafataefni í fjölbreyttu X
úrvali útvegum vér frá Póllandi. i
Sýnishorn og verðtilboð fyrir- ♦
liggjandi. . I
Leyfisafar eru beðnir að tala é
\ við oss sem fyrst.
< <
Mars Trading Cd.
. Laugaveg 18 B. — Sími 7373. < •
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Akranes - Hreðavatnsskáli
Áætlunarferðir alla daga eftir komu Laxfoss.
Frá: Akranesi kl. 9,30.
Frá: Hreðavatnsskála kl. 17.
Afgreiðsla í Hreðavatnsskála og í Reykjavík hjá
ij Frímanni í Hafnarhúsinu — Sími 3557.
Þórður Þ. Þórðarson.
Auglýsingasími Tímans 81300