Tíminn - 23.06.1950, Qupperneq 3

Tíminn - 23.06.1950, Qupperneq 3
334. blað Ti>IINN, föstudaginn 23. júní 1350 3 ísiendingaþættir B*5««S«5S»5«SÍS«5S« 55S555555555555555555, Dánarminning: Jóhanna Guðmundsdóttir, Reyðarfirði Þann 26. apríl s.l. lézt í Reykjavík frú Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Reyðarfirði. Jóhanna var fædd 7. desem- ber 1895 að Brekkuseli í Hró- arstungu á Fljótsdalshéraði. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Björnsson og Guð- ný Guðmundsdóttir búendur þar. Árið 1920 giftist Jóhanna eftirlifandi manni sínum Sig- urði Sigurbjörnssyni verk- stjóra frá Ekkjufelli í Fellum. Fjögur börn þeirra eru á lífi: Sölvi, nú búsettur í Reykjavík. Margrét, einnig búsett í Rvík.Guðný og Erling ur, sem bæði dvelja hjá föð ur sínum á Reyðarfirði. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau hjónin á Héraði en flutt ust til Reyðarfjarðar árið 1929 og hafa búið þar síðan. Eins og tíðkaðist í æsku frú Jóhönnu voru ungar stúlkur ekki almennt settar í fram- ha,ldsskóla eftir að barna- námi lauk en Jóhanna var á húsmæðraskóla í Reykjavík og auk þess hlaut hún tilsögn í handavinnu hjá systrunum á St. Jósefs spítala. Hin form lega skólamenntun var því takmörkuð, en eins og ávalt er með eðlisgreint fólk hafði hún aflað sér mikillar menntunar með lestri góðra bóka. Það kom greinilega fram í tali Jóhönnu að hún hafði næm- an og djúpan skilning á öllu, er snerti hið daglega líf. Á heimili þeirra Sigurðar og Jóhönnu í Brautarholti var mjög gestkvæmt bæði af ná- grönnum og gestum úr fjar- lægum sveitum og aldrei hafði frú Jóhanna svo ann ríkt að hún veitti ekki gest- um góðan beina og gerði þá velkomna. Ef til vill voru fórn fýsi og'hjálpsemi einna sterk ustu þættirnir í lyndiseink- un hennar. í hennar návist mátti eng- inn líða skort eða hljóta vand ræði og eins og skapmiklu fólki er eðlilegt beitti hún allri orku og vilja að því er hún vildi fá framgengt þvi til hjálpar. Margir munu minnast hennar með þakk- læti fyrir þá aðhlynningu, er hún hefir veitt. Frú Jóhanna var glæsileg kona og bar með sér þann styrk og persónuleika, sem að eins fáum er gefinn. Hún átti lengi æfinnar við mikla vanheilsu að stríða, en for- sjónin virðist oft leggja byrð- ar á herðar mannanna eftir því, sem þeir geta borið og byrði Jóhönnu var oft mikil og kom þá skýrar í ljós hinn andlegi styrkur hennar og þrek. Frú Jóhanna naut í hví- vetna aðstoðar og samvinnu góðs eiginmanns og heimilis- föður, sem létti henni starfiö og var henni samtaka í að gera heimilið í Brautarholti eitt hið hlýlegasta í sveitinni. Þegar við kveðjum Jóhönnu finnum við enn ljósar hversu mikil kona hún var og við þökkum fyrir allar bær á- nægjustundir, sem hún hef- ir veitt okkur. Minningin um mikla íslenzka móðir og konu mun ávallt lifa í huga þeirra, sem þekktu haria. P. B. Fimmtugasta þing íslands Á morgun verður fimmtug- ugasta þing Stórstúku ís- lands sett I Reykjavik. Þing- ið mun hefjast með guðs- þjónustu í dómkirkjunni kl. 1,30. Séra Björn Magnússon - dósent messar. Að lokinni messu fer fram þingsetning i Góðtemplara- húsirui. Um kvöldið verður minn- ingarfundur við Alþingishús- ið, en í' þvi var Stórstúkan stofnuð. Lúðrasveit mun leika á Austurvelli en síðan flytur Brynjólfur Tobíasson ræðu af'SVölum Alþingishúss ins. Að henni lokinni mun lúðrasveitin leika aftur en síðan mælir Felix Guðmunds son • nokkur lokaorð. Athöfn þessi mun hefjast kl. 9,15 og standa nálega 45 mínútur. Stórstúka Islands var stofn uð 26. maí 1888. Þeir. sem voru á fyrsta Stórstúkuþing- inu voru þessir: Björn Páls- son ljósmyndari, Jón Ólafs- son ritstjóri. Friðbjörn Steins son, bóksali, Sigurður And- résson, Guðlaugur Guðmunds son síðar sýslumaður, Skúli Thoroddsen sýslumaður. Gestur Pálsson, skáld, Ind- riði Einarsson skáld, Magnús Einarsson organleikari, Sig- urður Jónsson fangavörður, Þórður Ólafsson siðar pró fastur, Magnús Bjarnarson síðar prófastur, Þórhallur Bjarnai-son síðar biskup og Magnús Th. BlöndaL Björn Pálsson vár fyrsti stórtemplar. ,Áður en Stórstúka íslands var stofnuð, tilheyrði Reglan Sambandsfundur sunnlenzkra kvenna Samband sunnlenzkra kvenna hélt aðalfund sinn að Selfossi 1.—2. júní þ. á. Full- trúar flestra kvenfélaga Ár- nes- og Rangárvallasýslna voru mættir á fundinum. Kom fram mikill áhugi full- trúa um þau málefni sem kvenfélögin láta helzt til sín taka, má þar tilnefna náms- skeið ýmiskonar í þarfir sveita félaga, svo sem í garðrækt, saumaskap, hjúkrun og mat- reiðslu o. fl. Voru mál þessi allmikið rædd. Sambandið hafði á þessu ári styrkt ýms félög sambandsins til sauma námskeiða. 'í'msir erfiðleikar eru á að reka starfsemi þessa, fyrst og fremst stórkostlegur skort ur á efni, til saumaskapar. Kvað svo rammt að þessu, að sum kvenfélög, sem búið var að ráða kennslukonu til, urðu að aflýsa námskeiðinu, vegna þess að ómögulegt reyndist að útvega efni í flikur, til sauma náms, og þörf var þó fyrir að öðru leyti. Þótt sum námsskeiðin yrðu að falla niður vegna efnisleys is, og efni mjög takmarkað hjá þeim öllum, voru þau vinnulaun, sem metin voru fyrir þennan saumaskap námsskeiðanna, hátt á 17. þúsund krónur. Sambandið gerði líka samþykkt um að skora á ríkisvaldið um, að sjá um að til landsins fengist flutt það nægilegt efni, að þau heimili, sem aðstöðu hefðu til að sauma og vinna til fata á heimafólk, væru ekki án nauðsynlegra fata af efnisleysi. Fundurinn skorar ennfrem ur á stjórnarvöldin að sjá um, að inn verði fluttir varahlutir til ljósatækja, og lampar, fyr ir þau heimili, sem án raf- magns eru, og svo önnur nauðsynleg heimilisáhöld. Umræður urðu um nýtt fyr irkomulag við garðyrkjunáms skeið, og verður það ef til vill reynt við fyrsta tækifæri. Ákveðið var að sambandið gæfi S.Í.B.S að Reykjalundi þúsund krónur, og annað þús und safnaðist með frjálsum samskotum á fundinum I sama augnamiði. Að afloknum fundarhöld- um héldu fundarkonur að Laugarvatnl og skoðuðu þar húsmæðraskólann, en nokkr- ar umræður höfðu farið fram um hann. Fengu konur þar ágætar móttckur og leizt þeim mjög vel á allt viðvíkj- andi skólanum, og skýrði Bjarni skólastjóri fyrir fund- arkonum málefni og aðstöðu húsmæðraskólans. Stjórn sambandsins skipa þessar konur: Frú Halldóra Guðmundsdóttir, Miðengi, frú Sigurlaug Erlendsd., Torfa- stöðum og frú Ingibjörg Jóns dóttir, Stokkseyri. Skýringar orða i. á íslandi norsku stórstúk- unni. — Stórstúkuþingið mun standa á sunnudag. mánu- dag og þriðjudag og ef til vill fram á miðvikudag. Á þriðjudagskvöld munu templ arar hafa samsæti að Jaðri. fluiflijAit í Tintanum Eg þakka dr. Fríðu Sigurðs- son (sennilega útlend kona) fyrir vinsamleg orð í tjlefni af jólaskýringu minni. Ég feit þessar athuganir mér til gamans og hugði að vera kynni að einn af hundraði (1%) af lesendum Tímans renndi augum yfir þetta. Þessi eini af hundraði er mín góða jörð, og nægir mér, og við hann vil ég gjarna ræða meira um málskýringu. Ég er enginn visindamaður í málfræði, en í kristnum fræö um hefi ég lært, að rangt er að grafa jafnvel eitt pund í jörð. Hinir sem meira fengu, gera þá betur og leiðrétta það, sem rangt er. Mér datt í hug, að nota franska orðiö Noel (jól), til að styðja skýringu mína, en hvarf frá því. Frakkar telja orðið myndað af latneska orð inu natalis (sbr. Larousse orðabók). Festum natale Christi er nafn jólanna á lat- ínu. Samt er ég helzt þeirrar skoðunar, að þetta sé röng málskýring hjá Frökkum og að eldforna orðið njól sé þarna komið í nýjum bún- ingi. í þessu sambandi geri ég tilraun til skýringa á nokkr- um orðum, sem ég tel rang- skýrð eða rangrituð í tveim viðurkenndum orðabókum: Sigfúsar Blöndals og Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egils- sonar. 1. Fara halloka. Sá, er fer halloka: þýðir að bíða lægra hlut. — „Opr.: den, þvis Yogn er bragt paa Hældning,“ seg- ir Sigfús Bl. eða á ísl.: Maður, sem ekur höllum vagni. Skýr- ing Blöndals er röng (eftir mínu viti). OK var hlutur harla kunnur í forneskju öll~ um þeim, er beittu uxum fyr- ir plóg eða vagn. Það hét á latínu jugum, og er spýta eða trédrumbur, sem lá yfir þálsi dráttaruxanna. Við ok- ið var svo plógur eða ækið tengt. Lagðist því allu’r þungi á okið. Væru uxarnir jafn- vígir að orku lá okið jafnt á báðum. Ef annar þeirra mátti sin miður, dróst hann örlít- ið aftur úr og fór halloka fyrir þeim, er betur dró. Þetta liggur nú í augum uppi og mætti sýna betur á mynd. 2. Kinoka, kynoka sér við. Sigfús Blöndal þýðir hér: að veigra sér við, hliðra sér hjá, og er það auðvitað rétt þýðing. En orðið er rangritað. Rétt ritað er: að kinnoka sér við. Uxar, sem draga æki með okið á hálsinum, geta aðeiris losað sig með því að snúa sig frá okinu, og er þá greinilegt, að þegar uxinn freistar þess að rífa sig laus- an, verður okið við kinn hon- um. 3. Ginnheilagur. Sveinbjörn Egilsson þýðir: mjög heilagur, háheilagur. Hyggur að orðið ginn, sé dreg ið af lýsingarorðinu ginnur, sem raunar finnst ekki sjálf- stætt. Ég held að rétt skilið sé orðið gingheilagur. Gim- er eldgamalt orð, þýðir eld- ur. í Völundarkviðu stendur: „Sló hann goll rautt, við gim fastan.“ Völundur var í smiðju og Kamraði gullið við stöðugan eld. Gimheilagur=eldhelgur. „Eldur er baztur með ýta son um“ segir í Hávamálum. Mik- il helgi var á honum í ár- dögum. Gimheilög goð og gimregin væri þá sama og sagt væri: Goðmögn eða mátt arvöld, er drottna yfir hin- um helga eldi, og verður eigi ríkara að orði kveðið. Verja mætti þann rithátt að skrifa ginhelgur o. s. frv., en alls ekki ginnhelgur. Hins vegar óviðfelldið og minnti á allt annað orð, þ. e.: gínanda gin! II. HvaÖ merkir orðið guð? Orðið táknar nú með krlstn um mönnum hina æðstu veru og höfund lifsins. Nú vil ég reyna að skýra orðið sjálft. Aö fornu var orðmyndin: goð og hvorugkyns eins og kunnugt er. Oft var talað um goöin og þeirra málefni. Ég set það í samband við nú- tiðarorðið gull. Völundur „sló goll rautt“ segir í kvið- unni. Goll er vafalítið mynd- að af goðl, og þýðir hinn bjarti málmur. Alloft breytist ðl í 11, svo sem Hróðleifur í Hrolleifur, friðla í frilla o. s. frv. Af þessu dreg ég þá á- lyktun, að goð merki eitt- hvað ljómandi, lýsandi. Þetta kemur vel fram í goðvefur (guðvefur) er Sveinbj. Eg. þýðir: dýrmætt efni, purp- uralitað. þ. e. klæði með ljóm andi litum. Goðspjall (guð- spjall) =lj ómandi, bjartur boðskapur (evangelium). Goðormur (Guttormur)= lj ósormur, lýsandi ormur, Vera má, að Gotar, fornþjóð- in séu nefndir eftir goðun- um, hinum björtu, því að þeir hafa verið Ijóshærðir og bjart ir á hörund. Ennfr. er góður (lýsingarorðið) líklega upp- haflega sama og bjartur. Álfar eru þegar nefndir í Eddu og bjart yíir þeim, enda merkir orðið álfur: bjartur, ljómandi, hvítur. Það er sama orðið og a 1 i b u s á latinu, er þýðir hvitur, bjartur. Álft merkir og hinn hviti fugi. Álfröðull er heiti sólarinnar þ. e. hinn bjarti roði. Bjart- álfur er rangmæli, upptugga (tevtologi), því að bjartur og álfur merkir hið sama. Dökk- álfur er hins vegar firra, því að dökkur og álfur er mót- sögn hvort við annað. Mér finnst, að gera beri mun á álfatrú og huldufólks- trú, þvi að álfar teljast til æðri heima. Tröll var að fornu troll sbr. orð Hallgerð- ar „Troll hafi þína vini.“ Merking orðsins er óljós, lík- lega helzt vond seiðkona eða vættur, er tryllir með söng eða látum. Snemma táknar orðið stórvaxna menn eða kynjaverur og verður þá sömu merkingar og jötunn. Jötunn er sá, er étur mikið og er hriki mikill. Orðið draugur freistar til skýringa. Það táknar í ísl. þjóðtrú afturgöngu, þ. e. lát- inn mann, er snýr aftur til fyrri stöðva, og veldur reim- leikum. Draughús var til forna haugur orpinn yfir lát inn fornmann. Reft hefir ver- ið yfir haugbúann með draug um, þ. e. trédrumbum eða gildum staurum. Yrði haug- búans vart úr draughúsinu, var eðiilegt að nefna hann draug og þá eiginlega kennd- ur við grafhýsiö. (Framhald á 6. síðu.J t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.