Tíminn - 23.06.1950, Qupperneq 7
154. blað
TÍMINN, föstudaginn 23. júní 1950
7
INýrækt liat'sisis
(Framhald af 5. síðu.J
sjóskip og töldu þá eigi
mundu koma að haldi á vetr-
arsjóum sunnanlands. Hann
sagði, að þessi þrjú skip, svo
liraðskreið sem þau voru,
mundu hafa verið einfær um
að verja alla landhelgina fyr
ir norðan land um síldveiði-
tímann, a. m. k. fyrir erlend-
um síldveiðiskipum. Slík skip
sem brezkir sjómenn sigldu
hvað eftir annað yfir Jót-
landshaf á stríðsárunum,
hefðu áreiðanlega getað sinnt
gæzlustarfi i því veðri, þeg-
ar vært er við síldveiði, og
hefði þá mátt Ieggja þeim að
vetrinum, þegar öruggari sjó-
skipa var þörf, þar sem stofn
kostnaöur þeirra var mjög lít
ill. En slíkar hugleiðingar
skipta auðvitað ekki miklu
ináli héðan af.
Kostnaðurinn við land-
helgisgæzlu var á fjárlögum
þessa árs áætlaður rúmlega
5% millj. króna. En nú er
varðskip í smíðum erlendis,1
sem kosta mun mjög mikið
fé, en verður jafnframt
stærra og betur búið en nokk ,
urt skip, sem íslendingar hafa 1
áður haft við gæzluna. Þegar
þetta skip kemur, mun kostn
aður við landhelgisgæzluna
enn aukast til mikilla muna,
7 j
því rekstrarkostnaður þess
verður mikill, en eigi senni-
legt að mikið sé hægt að
draga úr gæzlu hinna minni
skipa og báta. Mun gæzlan \
koma þannig bezt að notum,
að til hennar séu höfð bæði
stór skip og smá. Verða hin
smærri skip ódýrari í rekstri,
miðað við það gagn sem þau
gera, en stór og hraðskreið
varðskip hinsvegar til þess
fallin að skjóta veiðiþjófun-
um skelk í bringu og gefa
þeim til kynna, að verðir land
helginnar séu þess umkomn-
ir að beita hörðu, ef með
þarf.
En þó að landhelgisgæzlan
sé dýr og búast megi við að
hún verði enn dýrari á næstu
árum, kemur ekki til mála
að leggja árar í bát í þessum
efnum. Hin takmarkalitia
rányrkja fiskimiðanna, sem
átt hefir sér stað til þessa,
er stórhættuleg framtíð sjáv-
arútvegsins og þjóðarinnar í
heild. Þegar jarðabætur tóku
að færast í vöxt hér á landi,
vár það eitt fyrsta verk
bænda að girða túnin og eng-
um bónda dettur nú í hug að
hef ja nýrækt án þess að girða
fyrst það land, sem til rækt-
unar er tekið. Jafnvel engja-
lönd girða nú margir a. m.
k. fyrir stórgripum. En hinn
mlkli aragrúi erlendra veiði-
skipa og hinar stórvirku botn
sköfur gera hliðstæðan usla
á grunnmiðum íslendinga og
stórgripir i túni og engjum.
Víkkun landhelginnar og
varzla, er eins og nú standa
sakir eitt mesta hagsmuna-
mál íslendinga. Friðlýsing
hinna norðlenzku flóa og
fjarða er stórt spor í rétta
átb, ef vel tekst um fram-
kvæmdina. Vera má, að þeir
tímar komi að þjóðin verði
þess umkomin að hefja ein-
hverskonar nýrækt á miðum
sínum, að bæta og auka bú-
stofn sjávarins til að fylla
upp þau skörð sem í hann
eru höggvin ár hvert. Að því
munu vísindamenn vorir
væntanlega vinna, er stund-
ir líða, hver sem árangmrinn
verður.
Þeg'ar hattarnir
fjúka
(Framliald af 4. síðu.)
á þann hátt, sem öllum var
fyrir beztu.
Svipur hinnar nýju Reykja
víkur mótast af musterum
eyðslunnar, þess vegna fóstr-
ar hún svo margt af börn-
um sínum í bröggum, þess-
vegna á hún enn við húsa-
leysisvandamál að stríða fyr-
ir alþýðu manna.
A. m. k. tveim af hverjum
þremur krónum, sem þjóðin
átti í erlendum gjáldeyri við
!ek styrjaldarinnar, var fórn
að beint og óbeint á altari
eyðslunnar, þess vegna þurf-
um við nú Marshall-fé til að
byggja hin nýju orkuver við
Sog og Laxá og til að reisa
áburðarverksmiðj u.
Um áhrif eyðslunnar á
vöxt verðbólgunnar þarf ekki
að ræða.
VII.
Hverjir bera ábyrgð á eyðsl
unni og afleiðingum hennar,
sem nú koma fram með vax-
andi þunga í íslenzku þjóð-
félagi? ,
Því má hver svara svo sem
hann telur sig hafa rök til.!
En það svar skiptir ekki höf-
uðmáli eins og nú standa sak
ir. —
Hitt skiptir höfuðmáli, að
stemmd sé á að ósi.það skipti1'
höfuðmáli, að skilningur og
viðurkenning fáist á því, hver
háski hefir af eyðslunni staf-
að og stafar enn. — og að
þar þarf að verða breyting á,
svo að um muni.
Ábyrgð á liðnum atburðum
skiptir hér minna máli. En
hinu er full ástæða til að
gera sér grein fyrir. að merfn
í flestum stéttum og öllum
stjórnmálaflokkum geta haft
það að meira eða minna leyti
á sínu valdi, að stöðva átu-
mein eyðslunnar á þjóðarlík-
amanum.
Og þá jafnframt hinu, að
margir þeir, sem fyrir óhófs-
eyðslu standa í þessu landi
hafa fúlla ástæðu til að ótt-
ast afleiðingar slikrar hátt-
semi, ef þeir láta sér ekki
skiljast, hvað í húfi er.
Sá tími er liðinn, að ráð
séu til þeirrar eyðslu, að hafa
óeðlilegan fjölda fólks á fram
færi þjóðarinnar við litt
nauðsynleg eða ónauðsynleg
störf.
Slíkt er eigi af meinfýsi
mælt. Af fullri góðvild ber
að ráða fram úr öllum slík-
um málum, enda er þá árang
urs mest von, ef svo er að
íarið.
En við höfum ekki lengur
ráð á því, íslendingar, að
gildi þjóðarverðmætanna sé
metið af þeim mönnum sem
láta hattana fjúka.
Ástarsögu»»afiiið:
Fimm ný hefti
komin út
Ástarsögusafnið nefnist
flokkur stuttra ástarsagna.
Fyrstu fimm bækurnar komu
út á árinu sem leið. Nú eru
komnar á markaðinn fimm
nýjar sögur, sem bera eftir-
talin heiti: Bréfið, Stúlkan
með silfurhjartað, Ástin ein,
Sigur ástarinnar og Láttu
hjartað ráða. — Ástai’sögu-
safnið kostar kr. 5.00 hvert
hefti. — Útgefandi er bóka-
útgáfan Ösp.
nxxxtxxtszzixizr.
Akranes - Reykjavík
Áætlunarferðir rnánudaga og föstudga.
Frá Akrantsi kl. 8. árdegis.
Frá Reykjavík kl. 17.
Afgre ðsla i Reykjavík hjá Frímanni Frímannssvni
i Hafnaihúsinu — Simi 3557.
Þúí'ðMr 1». Þúrðarson.
\ v Gul skáldsaga:
Skógardísin
l
Komin er á markaðinn ný
saga í skáldsagnaflokknufn
.,Gulu skáldsögurnar“. Nefn-
ist hún Skógardísin og er
eftir Sigge Stark, höfund
hinnar vinsælu sögu „Kaupa
konan í Hlíð.“
Gulu skáldsögurnar eru
léttar skemmtisögur, ætlað-
ar til tómstundalestrar, s.' s.
sumarleyfum. — „Skógardís-
in“ er ellefta saga flokksins.
Áður eru komnar út þessar
sögur: Ráðskonan á Grund.
Þyrnivegur hamingjunnar,
Gestir í Miklagarði, Brækur
biskpusins I.—II., Ungfrú
Ástrós, Kaupakonan í Hlið,
Kæn er konan, Ást barónsins
og Elsa.
Gulu skáldsögurnar eru
einkar vinsælar af lesend-
um sínum og mun lesenda-
hópur þeirra fara sístækk-
andi. — Útgefandi „Gulu
skáldsagnanna“ er Draupnis-
útgáfan.—
Áburður fyrir
2,7 millj.
4 j'nníiutrCngs- og gjaldevrisdeild Fjárhagsráðs hefir
▼ ákv- 'ó.a a5 öil verðlagsákvæði á barnaleikföngum,
X bæji ao pví er snertir íramleiðslu og vcrzlun, skuli úr
♦- giini- callin.
F.eykjavík, 22. júní 1950.
I
Verðlagsstjórinn {
isi Heiðmerkur
«
Heiðmcrk verður opnuð almenningi á sunnudaginn
kemur. 25. júní. — Cpnunarathöfn fer fram í Heið-
mörk og hefst kl. 15,00. Stuttar ræður verða fluttar,
þjóðkcrinn syngur, lúðrasveit leikur. Borgarstjóri
iýsir yfir opnun Heiðmerkur. Ekið inn í Heiðmörk
um aðalhliðin skammt frá Jaðri. Bifreiðir frá Ferða-
skrifstofu ríkisins frá kl. 13,30.
Reykvíkingar eru hvattir til að vera viðstaddir opn-
un Heiðmerkur.
•••♦••••*•♦«•♦••♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦«♦
::
:t
::
::
::
::
• ♦
::
::
♦♦
•♦
♦ •
::
H
íslenzk frímerki
Notuð islenzk frimerkl kaupl
ég ávalt hæzta verði.
JÖN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavlk
Köld borð og helt-
ur matur
sendum út um allan bæ
SlLD & FISKUR.
(Framhald af 8. siðu).
Rafmagnsofnar f. Rafha 93
Mótorar í skurðgröfur .. 20
Varahlutir f. sama..... 73
Varahl. í dráttarvélar .. H
Þurrkari fyrir Hval h.f. 59
Bifreiðavarahlutir .... 360
Á þessum ársfjórðungi hef-
ir mest verið veitt af pöntun-
arheimildum fyrir áburð, og
nemur sá vöruflokkur einn
28% heildarupphæðarinnav.
Aðrir stærstu vöruflokkarnir
eru skepnufóður, hveiii og
smjörlikisolíur. Rúmlega 2;3
hlutar pöntunarheimilaar.na
hafa verið veittir fyrir þcss-
um fjórum vörutegundmn.
Á fyrsta fjórðungi ársins
1950 nam innflutningur írá
Bandaríkjunum og Kanada
10.383 tonnum, þar af hafa
9.267 tonn eða 89.3% verið
greidd af efnahagssamvinnu-
stjóminni. Verðmæti þessa
innflutnings, miðað við inn-
kaupsverð, nemur 10 812 307
krónum.
í lok mai'zmánaðar F'éO
nam mótvirðissjóður. s-'-m
geymdur er hjá Lauösbanka
íslands, 21.449.543 kró'vn.
og höfðu því bætzt við i sióð-
inn á fyrsta ársfjórðungi
12.452.802 krónur.
Á undanförnu ári 'iafa ver-
ið reistar 9 fLSkimjö!sv«?rk-
smiðjur. Erlendur kostnað :r
vegna byggingu 6 þeirra hefir
Forðizt eldinn og
cignatjón
Framleiðum og seljun;
flestar tegundir handslökkvi
tæXJa. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitið upp-
lýsinga
Kolsýruhleðslan s.f. Sími 3381
Tryggvagötu 10
Reykjavlk
TENCILL H.F.
Heiði við Kleppsveg
Síroi 80 694
annast hverskonar raflagn-
jir og viðgerðir svo sem: Verk
! smiðjulagnir, húsalagnir,
jskipalagnir ásamt viðgerðum
' og uppsetninsu á mótorum.
i rönteentækjum og heimills-
vélum.
LÖGUD
eldurinn fínpúsning
<-rn rk ki ooö & undan sér1 send gegn póstkröfu um allt
íand.
-"•i. n u nvggnlr
^ryggja strax hjá
SarrtvinnutrvqqLngurr
verið greicdur með Marshall-
fé. Eru þetta verksmiðjurnar
í Stykkishóimi, Þingeyri. Bol-
unga-.ik, Hóimavik, ólaísfírði
■ 7 Eskifirði. Aílar verksmiðj-
urnar, nema verksmlðjan á
Ólaf&firði, eru teknar tii
s aría. Hafa þær nú þegar á
be. su ári framleitt um 700
torm af fiskimjöli, sem er að
verðmæti um 1.6 milljón kr„
og er bað næstum jafnhá upp
hæð í orlendum gjaldeyri og
verksmiðj urnar fengu af
Marshall-dollurum.
Fínpúsningsgerðin
Reykjavík — Sími 6909
Nýja fasteignasalan
Haínarstrætl 19 Simi 1518
og 81546, ki. 7.30 lil 8,30 e. h.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Vlð-
talstlml kl. 10—12 og 1—6
virka daga "
Bergur Jónsson
Málaflutningssbrifstofa
i «-k -»* .iimi
Heima: Vitastíg 14.