Tíminn - 06.07.1950, Page 1
i Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasimar:
81302 og 81303
Afgreiðslusimi 2323
Auglýsingasimi 81300
Prentsmiðjan Edda
íiHiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiimiimiiimimiiifitití
34. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 6. júlí 1950
145. bláð
Síldarverðið:
65 kr. málið
Bræðslusíldarverðið hjá síld
arverksmiðjum ríkisins var á-
kveðið í gær. Samþykkti at-
vinnumálaráðherra tillögu frá
meiri hluta síldarútvegsnefnd
ar, um að fastákveðið verð
yrði 65 krónur fyrir málið og
er-það 25 krónum hærra fyrir
þvert mál en í fyrra.
Þeir, sem þess óska eiga
þess kost að leggja inn síldina
hjá sildarverksmiðjunum fyr
ir 84% af áætlunarverðinu,
eða rösklega 55 krónur málið
og fá það greitt strax, en af-
ganginn af síidarverðinu svo
síðar, eftir því sem aíkoman
kann að verða hjá verksmiðj-
unum.
í heimsókn sinni til Danmerkur fyrir skemmstu he lsaði
Fulltrúar kommúnista og frú Roosewelt upp á eina danska embættismanninn, sem
Alþýðuflokksmanna í síldar- er hreinn svertingi að ættum, Cornelius skólastjóra í Naks-
f bar'J fram ylir- j kov. Myndin sýnir hana á tali við skólastjórann.
boðstillogur um sildarverðið. ! i
16000 trjáplöntur
í skógræktargirð-
ingu Hafnfirðinga
Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar gróðursetti í vor
sextán þúsund trjáplöntur í
skógræktargirðingu sinni.
Var meirihlutinn norsk
skógarfurða, sem þrifst hér
mjög vel í ófrjórri holtajörð
og gömlum kjarrlendum,
þar sem hún nýtur skjóls í
uppvext'num.
Auk þess voru gróðursett-
ar hátt á fimmta þúsund
birkiplöntur og tæplega eitt
þúsund norskar rauð'greni-
plöntur. Rauðgrenið vex
hraðar en skógarfuran, en
þarf öllu frjórri jarðveg. —
Á Hallormsstað hefir rauð-
greni, sem þó er ættað af
allt of suðlægum stöðvum,
þegar náð átta metra hæð
og borið fullþroskað fræ.
Yfirvofandi atvinnu
leysi í byggingar-
iðnaðinum
Sveinasamband byggingar-
manna og Trésmíðafélag
Rykjavíkur kvöddu frétta-
menn blaða og útvarps á sinn
fund í gær til'þess að skýra
þe'm frá, hversu erfilega
horfði um atvinnu í bygging
ariðnaðinum og mikil brögð
væru orðin að því, að ófag-
læðrir menn ynnu iðnaðar-
vinnu.
Innan þessara samtaka eru
nú um 750 menn, og er fyrir
sjáanlegt atvinnuleysi innan
þessara stétta.
Landsmót hestamannafálag-
anna á Þingvöllum um
næstu helgi
Landsmót Landsambands liestamannafélaga á Þ'ngvöll-
um er nú að hefjaft. Verður í dag komið með sýningar-
hesta til Þingvalla og á morgun verður komið með kapp-
reiðahesta.
Á laugardaginn hefst svo
sjálft mótið, og munu þá
flytja ræður kl. 10 fyrir há-
degi H. J. Hólmjárn og Stein
grimur Stenþórsson for-
sæt'sráðherra. Síðan lýsir
dómnefnd dómum, en um
kvöldið verður frjáls sýning á
reiðhestum og samreið af sýn
ingarsvæðinu inn í Bolabás,
en sameiginlegt borðhald fyr
ir þá, er þess óska í Valhöll.
Á sunnudaginn verða kyn-
bótahross sýnd í dómhring og
sömule ðis góðhestar. En
milli 4,30 og 7 fara fram kapp
re'ðar.
Verðlaun verða veitt á mót
inu, samtals 22 þúsund kr., og
greiðir Búnaðarfélag íslands
tíu þúsund krónur, en hesta-
mannfélög nu tólf þúsund.
Alls verða' sýnd 82 hross
viðsvegar að af landinu og
um fjörutíu afkvæmi níu
eldri stóðhestanna hefir dóm
nefnd þegar skoðað og
dæmt. Af sýningarhrossum
verða 23 stóðhestar, 33 hryss
ur og 26 úrvalsgæðingar. 53
hestar verða i kauppreiðun-
um, og eru 16 þe rra skeið-
hestar en 33 stökkhestar.
Sendiherra látinn
Leland B. Morris sendiráð-
herra, sem var send herra
Bandaríkjanna hér á landi á
árunum 1942—lO^^.^ahdaðist
2. júní s. 1. í Washington.
íslandsheftið af
Svenska Hem
Fjölbreyttur fróð-
leikur um land «j»*
Þjóð.
íslandshefti sænska tíma-
ritsns Svenska Hem, sem
kom út í síðasta mánuði hef-
ir vakið nokkra athygli í Sví-
þjóð, enda er heftið prýðilega
vandað að öllum frágangi.
Um efni þess mun einnig
óhætt að segja að það er land
in util sóma og í því er mik-
ill og haldgóður fróðleikur
um land og þjóð.
Margir kunnir íslendingar
sérfræðlngar hver á sínu
sviði hafa lagt til efni í rit-
ið. í stórum dráttum er þar
skrifað um landið sem ferða-
mannaland, um jarðfræði-
sögu, drögu úr menningar-
sögu, um íslenzkan listiðnað
og heimilisiðnað .gróðurinn á
íslandi og málið og bókmennt
(Framliald á 2. síðu.J
Milli 60-70 íslenzk skip þeg-
ar komin til síldveiða
IVorsku og sænsku síldvoiðiflotarnir vænt
anlegir um næstu helgi.
í gærdag var all gott ve'ðiveður fyrir Norðurlandi. Allur
íslenzki veiðiflotinn hélt sig á svæðinu austan við Mel-
rakkasléttu og var þar um nokkra síldve-ði að ræða í gær.
60—70 íslenzk ve'ðiskip munu nú vera komin til veiða en
fá útlend nema finnsk og rússnesk. Af þe:m er allmiklð
komið. í gærdag bárust um 3 þúsund mál til Raufarhafnar.
Lítil en almenn veiði.
í gærmorgun hvessti lítið
eitt á síldarmiðunum úti fyr
ir Norðurland1. Mörg skip
voru þó að síldveiðum og eft-
ir hádegi fór’áð lygna og var
sæm’legt veiðiveður lengst af
í gærdag.
Síldveiði varð ekki í stór-
um- stíl í gær en nokkur skip
fengu þó lítilsháttar veiði. Til
Raufarhafnar komu í gær
nokkur skip með síldarafla,
sem samtals nam um 3 þús.
málum. Hafði m kið af þeirri
síld veiðist í fyrradag og í
fyrrinótt, en aftur á móti
fengu mörg skip lítilsháttar
síldveiði í gær, þó ekki væri
hald ð með hana til hafnar
fyrr en búið er að veiða
meira. Mun flest skip i flot-
anum sem úti eru á nrðunum
var með 50—300 mála veiði,
sem farið verður með til
lands þegar meira hefir afl-
azt,
60—70 íslenzk skip
byrjuð síldveiðar.
í gær var tal ð að um 60—
70 íslenzk skip væru byrjuð
síldveiðar fyrir Norðurlandi.
Bætast daglega mörg skip við
og má gera ráð fyrir að meg
in hluti íslenzka síldve ðiflot
ans verði byrjaður á veiðum
um næstu helgi og í byrjun
næstu viku.
í gærdag voru flest ís-
lenzku veiðiskip n á svæðinu
austan við Melrakkasléttu,
aðallega á Þistilfirði.
( Norski og sænski flotinn
væntanlegur um helgina.
Af erlendum veiðiskipum,
er lítið kom:ð ennþá á miðin
nema f nnsk og rússnesk
skip, en af þeim er all mikið
komið. Hafa sum þeirra feng
ið nokkurn afla eftir því sem
bezt verður vitað.
Norsku og sænsku síldve ði
skipin, eru ekki ennþá kom-
in, en þau eru væntanleg um
næstu helgi og verða stórir
síldveiðiflotar frá Norðmönn
um fyrir Norðurlandnu í
sumar og einnig mörg sáensk
síldveiðiskip, eins og undan-
farin sumur.
Frakkar kvikmynda
Sölku Völku í
Grindavík
Nýlega hafa samningar
tekizt um það v'ð franskt
kvikmyndafélag, að Salka
Valaka eftir Halldór Kiljan
Laxness verði kvikmynduð í
sumar. Hefir verið ákveðið,
að kv kmyndatakan fari fram
í Grindavík síðari hluta sum
ars.
Franskur rithöfundur og
kvikmyndaráðunautur,
Nivoux, hefir gert kvikmynda
handritið, og var hann hér á
ferð nýlega. Næstu daga fer
F^étur Þ. J. Gunnarsson tU
l Frakklands, en hann hefir
haft með höndum meðal-
göngu, og mun hann koma
aftur 24. júlí, ásamt Nivoux,
forstjóra franska" kvikmynda
tökufélagsins og fleiri mönn-
um. Hinn 5. ágúst koma svo
franskir leikarar og aðstoðar
menn v ð myndatökuna, alls
fimmtíu menn, og munu þeir
dveljar hér í 36 daga.
Einn íslenzkur leikari mun
taka þátt í leiknum, og er
það Brynjólfur Jóhannesson.
Páll ísólfsson mun velja is-
lenzka músík, og sennilega
munu allmargir Grindvík'ng
ar verða fengnir til þess að
aðstoða við gerð kvikmyndar
(Framhald á 2. síðu.)
Stephan G. Step-
hansson heiðraður
Stjórn Alberta-fylkis í
Kanda hefir látið gera nýjan
skemmt’garð, sem helgaður
verður Stephani G. Stepans-
syni og ber nafn hans. Verð-
ur meðal annars stytta af
skáldinu í garðinum.
Þessi garður verður vígður
á kandaíska verkamannadag
| inn, 4. sept. í haúst, og mun
' Skúli prófessor Johnson
| flytja vígsluræðuna.