Tíminn - 06.07.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 06.07.1950, Qupperneq 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 6. júlí 1050 145, blaff TJARNARBÍD Vandamál læknisins (Ich klage an) Þýzk stórmynd, er fjallar um eltt erfiðasta vandamál læknanna á öllum tímum. Aðalhlutverk: PaulHartmann Heidemarie Hatheyer Mathias Wieman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hrói höttnr hinn söngelski Æfintýraleg og spenn- andi söngmynd. Aðalhlutverk leikur og syngur einn af bestu söngv urum frakka Georges Guétary ásamt Jean Tissier Milan Parély. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÚ HAFNARFIRÐI Glitra daggir, g'rær fold % Heimsfræg sænsk mynd byggð á samnefndri verð- launasögu eftir Margit Söderholm. Aðalhlutverk: Mai Zetterling Alf Kjetlin Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184 -|ti ÞJÓDLEIKHÚSID í vill kaupa húsgögn og ýmsa heimilismuni í gömlum stil. (Frá því um aldamót). Upp- lýsingar í skrifstofu Þjóðleik hússins. Erlent vfirlit (Framhald af 5. slðu.J aftur á þann hátt. Af þeirra hálfu verður því vafalaust lagt allt kapp á að halda þar velli þangað til þeir geta sent meira lið á vettvang. Átökin hljóta því mjög að harðna næstu daga og þau munu að öllum líkindum skera úr um það, hve langvinn Kóreustyrjöldin verður. Sorgarfregn. (Framhald af 3. síðu.J um, heldur eins hjá mörgum öðrum, þar á meðal, án efa, hjá miklum hluta hina op- inberru starfsmanna sjálfra. Því að þeir menn, sem skor izt hafa úr leik á svo óeðli- legan hátt, hafa með því sett blett á heiður átéttar sinnar, gefið alþjóð manna tilefni til að ætla, að þeir, sem valizt hafa i opinbera þjónustu, séu eigingjarnar smásálir, sem engan þátt vilja taka í baráttu þjóð- arinnar á hættustund. Sem betur fer er þessu ekki þannig farið. í hópi opin- berra starfsmanna á þjóðin marga sína beztu sona og dætra, sem ekki vilja vamm sitt vita, rækja störf sín með trúmennsku og alúð, og eru reiðubúnir til að gera sitt til að leysa þjóðarvanda á hverjum tíma. í augum þeirra, sem þetta vita, var útvarpsfréttin 1. Júní, líka sorgarfregn, — sem þó væntanlega breytist i gleði fregn, þegar þeim, sem hlut eiga að máli, gefst tími til að átta sig á því, sem hér er á ferðinni. Hlustandi. Nattúriilækiiinga- félagið. (Framhald af 4. síðu.) berst fyrir góðu og hagnýtu málefni. Samband íslenzkra berklasjúklinga (S.Í.B.S.) hef lr starfað álíka lengi og Nátt- úrulækningafélagið. Það hef- ir hrundið hugsjón sinni í íramkvæmd. Fæðiskaupenda Þegar köttnrinn er ekki heima Afar fyndin dönsk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Gerda Neumann Svend Asmunssen Ulrik Neumann Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÚ Faldi fjársjóð- urinn (Vacation in Iteno) Sprenghlægileg og spennandi ný amerísk gamanmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverk: Jack Haley Anne Jeffreys Iris Adrian \ Morgan Conway. AUKAMYND: LET’s MAKE RHYTHM með Stan Kenton og hljóm- sveit. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gerist áskrifendur að Ol ’imanum Áskriftasímar 81300 og 2323 TG6HO RÍKISINS félagið hefir rekið sina starf- semi í fjögur ár. Það er orð- ið, svo vel á vegi statt, að það skortir ekki nema fjárfest- ingarleyfi til þess að byggja stórhýsi yfir, rekstur sinn. Krabbameinsfélagið í þann veginn að lyfta Grettistaki. Hvað gæti Náttúrulækninga- félagið lært af þessu? Hvar stendur Náttúrulækningafé- lagið í þessum samanburði? Ég held að stórráð Náttúru- lækningafélagsins hefði gott af að sjá sig í spegli. Veðurfræðingurinn telur að ég, með greinum minum um Náttúrulækningafélagið, hafi ráðist á Jónas lækni. Þetta er mesti misskUningur. Það er sitthvað, Náttúrulækn ingafélagið og persóna Jónas- ar læknis. Hitt er satt, að hann er svo samofinn við fé- lagið sem stofnandi þess og aðalformaður, að ekki verður um það rætt nema geta hans að nokkru. Hafi ég meitt Jón- as lækni í orðum bið ég vel- virðingar á því. Vil ég um leið geta þess, að hróður hans stendur svo hátt, að hann þolir ofurlítið aðkast. Ann- ars er það ekki nýtt fyrir- brigði, að veðurfræðingurinn lelur aðfinnslur við rekstur félagsins, sem hann þrýtur rök til að ræða, vera árásir á Jónas lækni. Veðurfræðing- urinn leitar skjóls að baki Jónasar líkt og nafni hans að baki Kára. Framh. „ESJA“ fer skemmtiferð til Vest- mannaeyja um helgina. Skip ið fer frá Reykjavik kl. 13 á laugardaginn og frá Vest- mannaeyjum á sunnudags- kvöld. Farseðlar seldir á morg un. „ESJA“ vestur um land til Akureyrar hinn 11 þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á morgun og árdeigs á laugar daginn. Farseðlar seldir ár- degis á laugardaginn. „Skjaldbreiö" til Húnaflóahafna hinn 11. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingóifsfjarð- ar og Skagastrandar á morg- un. Farseðlar seldir á mánu- daginn. Ármann til Vestmannaeyja hin 7."þ. m. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun. AuglijAií í Titnahufn JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---- 4B. DAGUR -- ir augum til himins í bæn og hljóðu ákalli. Sjálfri fannst henni helköld hönd lykjast um hjarta sitt, og skuggalegar hugrenningar sóttu að henni. Hún fann ekki, að Anton Möller hélt fast utan um hönd hennar. Hún leit aldrei á hann. Hún leit ekki á neinn. Gottfreð Sixtus, Felix, Soffía og aðrir af meiði Gamms- staðaættarinnar sátu fyrir aftan brúðhjónin. Svipur Soffíu var torræður. En samt varð ekki annað séð en hún hefði eins og aðrir sætt sig við það, er hlaut að verða. Hún reyndi kannske líka að sjá hinar björtu hliðar þessarar ráðabreytni. Etienni-Marínó-ættin hafði þó einu sinni verið í miklum metum. Gottfreð Sixtus var prúðbúinn. Hann sat beint fyrir aftan Teresu, og augu hans mændu látlaust á mjallhvítan háls hennar, er lyfti höfðinu svo fagurlega yfir mjúklegar axlir. Það heyrðust djúp andvörp í kirkjunni, er presturinn sagði loks amen og hvarf úr prédikunarstólnum. Sigmundur Höfer byrjaði að leika erfitt millispil. Eftir hæfilega bið birtist séra Niederhauser á milli súln- anna. Anton Möller reis á fætur og gekk að altarinu. Gott- freð Sixtus leiddi brúðurina fram fyrir prestinn. Fjölskyld- an myndaði hring aftan við brúðhjónin. Söfnuðurinn tók að kyrja brúðkaupssálm. Gottfreð Sixtus fannst eilífðar- tími líða, unz lokahendingar síðasta versins hljómuðu: Guðs föðurást og eilíf náð sé ykkar ljós og hjálparráð á löngu lífsins skeiði. En organistanum-þótti ekki nóg komið. Hann hélt áfram að leika eitthvert hátíðaspil, sem hvorki var á upphaf né endir. Hönd Teresu hvíldi á handlegg Gottfreðs meðan þessu þessu fór fram, og þannig stóð hún, unz organistinn hafði lokið bardúsi sínu. Þá varð hann að sleppa henni. Hún gekk íram að altarinu og staðnæmdist við hlið Antons Möllers. Þar laut hún hinu fagra höfði sínu í djúpri, aðdáanlegri auðmýkt. Á því augnabliki fann Gottfreð Sixtus, að hann myndi alla ævi elska stjúpmóður sína. Hann hlustaði með athygli á það, sem fram fór. Hann var ekki neitt kirkjurækinn eða trúhneigður, en hann var al'nn upp i anda þeirra kenninga, sem eru grundvöllur krist inna lífsskoðana. Hann blygðaðist sín fyrir að vera vitni að þessari vigslu. Þessi hjónavígsla var ranglæti — kannske glæpur. Teresa! Teresa! heyrðist honum hrópað í djúpi sálar sinnar. Gæti ég aðeins komið i veg fyrir þetta ódæði. Hvað ertu að gera, Teresa? Hin nývígðu hjón gengu út úr kirkjunni, og skari brúð- kaupsgesta fylgdi þeim eftir. Kirkjukórinn hélt áfram að syngja, og fólk ruddist um í þvögunni á kirkjugólfinu. En Gammsstaðabóndinn leiddi brúði sína að vagninum, er beið úti fyrir. Vinir hans og vandamenn settust í hina vagn- ana, og svo var ekið gegnum þorpið að sögunarmyllunni og síðan aftur að veitingahúsinu. — Þetta er allt of mikil viðhöfn, sagði Teresa, þegar maður hennar leiddi haria inn í blómskrýddan veitinga- salinn. Þetta á ég ekki skilið. Ég vildi óska, að þú hefðir sleppt öllu þessu umstangi. Hvernig á ég að hegða mér? — Vertu áhyggjulaus og lofaðu fólkinu að horfa á þig. Ég skal ekki hafa orð á því, hvað ég hugsa um það. Á svona degi verður maður að vera vingjarnlegur við alla. Réttu hyskinu bara höndina og þakkaðu því fyrir komuna. Og horfðu á það með þessum fallegu augum, og þá finnur það smæð sína. Þetta eru skriðdýr, flest af því. Blaser tll dæmis! Og þarna kemur hann einmitt. * — Ég óska frú Möller innilega til hamingju, sagði Blaser. Þetta var fögur hjónavigsla. Innilegustu hamingjuóskir mínar, Anton Möller. — Ég vona, að þú hafir ekki skilið matarlystina eftir heima, hrópaði Anton Möller og sneri sér svo undir eins að öðrum gestum, sem komu til þess að samfagna honum. — Jæja, Fríða, sagði Röthlisberger við konu sína. Við skulum óska húsbóndanum til hamingju. — Nei. Það geri ég ekki, sagði Friða fyrirlitlega. Þessi kvenmaður væri ekki hér, ef ég hefði ekki tekið hana í -mina vernd. — Stúlkan er góð, og þú værir ekki heldur hér, ef fund-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.