Tíminn - 07.07.1950, Síða 4

Tíminn - 07.07.1950, Síða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 7. júli 1950 146 blað Náttúrulækningafélagið Niðurl. Veðurfræðingurinn talar mikið í greinum sínum um heift mína og hatur til fé- lagsins og forráðamanna þess. Hann er nú ekki einn dómari um þetta. Bið ég hátt virta lesendur blaðsins svo vel að gera og virða fyrir sér anda og orðalag greina okk- ar Björns beggja og gæta hjá hvorum okkar hatrið spUar betur undir. Ég hræð- ist ekki samanburðinn. Veð- urfræðingu-rinn telur marga hafa gengið I félagið síðan ég fór úr því. Þetta mun satt vera, því margir fæðiskaup- endur hafa komið og farið af matsölunni síðan. Það er inn tökuskilyrði fyrir fæði hjá Náttúrulækningafélaginu, að fastafæðiskaupendurnir gangi í félagið og greiði inn- tSkugjajdið. Margur mundi nú álíta að betur færi á, að rannsökuð væri heilsa þeirra og hvernig fæðis þeir þörfn- uðust; en þetta mun hafa fallið í gleymsku. Fyrst minnst er á matsölu Náttúrulækningafélagsins er ekki úr vegi að lýsa undrun sinni yfir því tómlæti að kynna þjóðinni matreiðsluna þar. Það kemur ávallt vatns- bragð í munninn á mér, þeg- ar ég hugsa um matinn þar. Mér er tjáð að fæðiskaup- endurnir séu blómlegir, glað- værir og yfirlætisríkir eins og hanar, og að þeir séu, 1 krafti fæðunnar, framgjarn- ir til dáða og drengskapar. Þar er víst ekki kjötið á borð- um. Það er skoðun mín, að það yrði líf í tuskunum á þjóð inni, ef hún kynntist og neytti þeirra brönugrasa og annarra ódáinsfæðu, sem þar er boðin og veitt. Mér sýnist vel til fallið að tímaritið Heilsuvernd, birti myndir af ' fæðiskaupendunum til að sýna æskublóma þeirra. Hr. læknir, Jónas Kristjánsson, hefir oft, kenningu sinni til framdráttar, vitnað í 1. bók Mósesar, 1. kafla, 29. vers, er hljóðar svo: .... „Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðber- andi jurtir á allri jörðinni, og alls konar tré, sem bera á- vöxt með sæði í. — Það sé ykkur til fæðu.“ Þetta mun vera elzti matseðill, sem heimsbókmenntirnar greina um. Hinn mikli leiðtogi ísra- elsþjóðarinnar, Móses, gaf sinni þjóð hann. Lltt tel ég hugsanlegt, að Móse hefði gefið íslendingum hann. Hann er gefin þjóð á frum- stigi, sem enga matreiðslu kunni. Nú mun hann löngu fallinn úr gildi hjá þeirri þjóð. Hér á hann ekki við ig hefir aldrei átt. Við getum ekki farið út 1 haga og bitið gras. Meltingarfæri okkar þola það ekki. Við verðum að láta dýrin éta grasið og þannig safna í sig orku jarðar og sólar, fjörefnum. Við verð- um svo að leggja þau okkur til munns og þannig fá í okk- ur aflgjafa lífsins. Móses og Jónas eru báðir leiðtogar, hvor sinnar þjóðar. Móses fór með sína þjóð út í eyðimörk- ina og dagaði þar uppi. Komst aldrei með hana inn í fyrirheitna landið. Jónas vill telja þjóð sinni trú um að kjöt og fiskur sé skað- Iegt. Mér, í minni fáfræði, Eftir Pétur Jakohsson sýnist það vera tilraun til að leiða þjóð’na út á eyðimörk heimskunnar. Ég held, að hann komist aldrei með þjóð ina inn í hið fyrirheitna land hráætfsins. Þannig endar líkt fyrir báðum. Náttúrulækn- ingafélagið á að leggja stund á öfluga, en öfgalausa fræðslu í hagnýtri heilsu- fræði. Þess hefi ég marg- krafizt. Ég hefi gert betur. Ég hefi krafizt góðrar og hagsýnn- ar meðferðar á fjármálum fé lagsins. Ég hefi sýnt fram á, að, ef fræðslustarfsemi fé- lagsins, utan félags og innan, væri með blóma og fjármála- stjórnin gæt'n og örugg, þá fengjum við alla þjóðina í fylgd með félaginu. Þetta væri allur vandinn til skjóts sigurs. Stjórn félagsins h^ir þakkað mér þessar leiðbein- ingar eins og raun ber vitni. Veðurfræðingurinn hefir tal- ið sig einfæran um að sjá þessu borgið. Mér finnst veð- urfræðingurinn hafa þá skoð un á sér sjálfum, að hann sé brunnur allrar þekkingar og lykill að öllu mannviti. Björn veðurfræðingur gef- ur í skyn, í Tímanum 9. júní s. 1., að iwmn og stjórnin I heild, hafi mikið fylgi á fund um. Þess vegna hafi hann hlaðið mér og ég sé gramur yfir. Bezt hefði nú verið fyrir hann að minnast sem minnst á fundarsókn félagsmanna. Mér er tjáð, að við síðustu stjórnarkosningu hafi hann fengið ellefu atkvæði. Hugs- um okkur að hann hafi kos- ið sjálfan sig og fjórir sam- starfsmenn hans í stjórninni hafi kosið hann. Þá hefir hann fengið 6 atkvæði frá ó- breyttum félagsmönnum. Með öðrum orðum, þá hefir hann fengið alls eitt atkv. frá hverjum hundrað félags- mönnum Reykjavíkurfélags- íns. Þetta er félagsfylgi, sem vert er um að tala. Veður- fræðingurinn segir, að ég hafi flúið af fundum fyrir hræðslusakir. Skratti má ég vera kjarklítill. Sannleikurinn er sá, að mér hefir þótt lítilsvert að tala við stjórn félagsins fyr- ir nær tómum bekkjum. Þyki mér tilkomumeira að tala við forráðamenn félagsins á op- inberum vettvangi og það segi ég satt, að ég finn ekki til nokkurrar hræðslu, enda þótt ég megi búast við golu frá veðurfræðingnum. Ég tel áð hreinsa þurfi til í félaginu. Bæta þurfi andrúmsloftið. Burt með allan kala til lækna stéttarinnar. Hennar fylgi þurfum við að fá. Burt með allar öfgar I ræðu, riti og framkvæmd. Við skulum vinsa úr allt hið góða í kenn- ingu félagsins og iðka það. Við skulum ekki trúa kenn- ingum Ara Wearlands nema í hófi. Bók hans, „Sannleik- urinn um hvítasykurinn,“ ef marka má þýðinguna, virðist mér kenna sykurinn sem þann skaðvald i mannheim- um, að hann mundi vera bú- inn að eyða öllu mannkyni af jörðinni, ef ekki væri á hann logið. Við skulum samt neyta sykurs í hófi, eins og alls annars. Burt með leik- njannafræðslu innan félags- ins um innvortissjúkdóma og barnasjúkdóma. Hún er vegin og léttvæg fundin. Hún er ekki samboðin félagsins há- leita takmarki um sannleiks- leit í alvarlegum efnum, og hún er heldur ekki samboð- in sæmdarrétti félagsins. Björn veðurfræðingur hefir enn ekki viljað gefa upp hvort hann, Hjörtur Hjartarson og Anna Guðmundsdóttir hafa fengið greidda þóknun eða embættismannalaun hjá Nátt úrulækningafélaginu. Ekki hefir hann heldur viljað gefa upplýsingar um, hvort eða hve mikið félagið greiddi i farareyrir fyrir hann, konu hans og ungfrú Önnu, er þau voru i Svíþjóðarleiðangrin- um um árið. Ekki hefir hann enn viljað segja til með hvers leyfi ungfrú Anna Guðmunds dóttir rak eigin matsölu sam hliða ráðskonustarfi hennar hjá Náttúrulækningarfélag- inu. Gaman væri að fá upp- lýsingar um, hvort, og hve mikinn ferðakostnað Björn veðurfræðingur fær greidd- an hjá félaginu fyrir innan- landsferðir, sem taldar eru i félagsins þarfir. Annars er það varla von að hann vilji skrifa um þetta. Þetta eru allt smámunir, sem varla tek ur að tala um. Það er svo sem nokkuð lærdómsríkara fyrir lesendur blaðsins að heyra eitthvað um mina persónu, heldur en um ofangreinda smámuni. Björn veðurfræðingur gef- ur í skyn, í grein sinni í Tím anum 9. júní s.l., að Náttúru- lækningafélagið sé í undir- búningi að hefja stórfram- kvæmdir. Betur að svo væri Það skyldi hlægja mig, el hjarta Náttúrulækningafé- lagsins bærðist svo, að ég heyrði æðaslögin berast um landið. Því miður er ég van- trúaður á, að svo verði, saman ber liðin ár. Vel má þó þetta ske. Kraftaverkin gerast enn á vorum dögum. Þetta, ómögulegt, er ekki til nema í vasabókum heimskingjans Að sjálfsögðu er stórráð Nátt úrulækningafélagsins búið a2 þurrka þetta orð út úr sinni vasabók. Það hefir verið frek ar hljótt um Náttúrulækn- ingafélagið undanfarið. Þetta getur allt verið eðlilegt. Það er oft, að kyrrð og drungi ei undanfari stórviðburða 1 mannanna ríki. Björn veðurfræðingur seg- ir, i dagblaðinu Tíminn 9 júní s.l., að hann hafi ekki samvizku af að hafa farið ol djúpt í vasa félagsins eftii kaupi fyrir störf sin 1 þarfii þess. Þetta eru allar upplýs- ingarnar. Mér finnst þær ná skammt. Mín persónulega skoðun er, að það sé skepna, sem heldur á trússum sínum samvizkan hans Björns veð- urfræðings. Svo mikið er víst að hann hefir samvizku tii stórorða um mína persónu 1 stað þess að rökræða efni greina minna. Vona ég, að háttvirtir lesendur blaðsins geri sér fulla grein fyrir þvi, að hann hrekur hvergi stað- (Framhald á 6. slðu.J mo|ur vorar skrifstofur verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 15.—31. júlí. Skóverksmiðjan 1*0II li. f, LEÐERf»ERÐI\ h. f. frá Ita‘jar|ivottaIiúsiiiu Erum aftur farin að taka á móti pöntunum á þvotti 1 síma. ------ Sími 6299. Sláttur er nú víða byrjaður eða að byrja. Á einum stað er fyrri sláttur meira að segja búinn, eins og fram kemur í eftirfarandi frásögn, sem ferða maður hefir sent blaðinu: Fyrir viku síðan eru þeir bræður í Gunnarsholti, Páll og Runólfur Sveinsynir búnir að slá og hirða alla töðu sína af túnunum í Gunnarsholti, með eftirtekju, og er háin þegar far- in að spretta, enda virðrar vel á hana síðan vætan kom. Taðan var þurrkuð úti og inni með blásara. En síðari túnsláttur- inn og hafrar verða sett í vot- heysturninn. Næst liggur fyrir í Gunnars- holti að slá nýræktina á Rang- árvallaströndum, sem sáð var í fyrir einu ári. Þesi nýju sandgrös frá Amerióku, sem nú eru notuð í sandana og hafa reynzt mjög vel, líka til skepnu- fóðurs. Grassprettan er þarna ágæt, og er nýræktin á annað hundrað dagsláttur. Að öðru leiti er útjörð enn ekki svo vel sprottin að sláandi sé. Ann- ars eru bændur of almennt lít- ir farnir að slá tún sín, til þess að þau verði slegin tvisvar með góðum árangri. Vel lítur út með sprettu í kartöflugörðum ef ekki koma hnekkir vegna veðurs eða sýki“. Vigfús Guðmundsson gest- gjafi á Hreðavatnsskála hefir sent baðstofunni eftirfarandi hugleiðingu um verðlag á veit- ingum: „Sá merki maður, Bjarni skólastjóri að Laugarvatni, seg ir m. a. um fæðiskostnað í hér- aðsskólanum á Laugarvatni í nýkominni Tímagrein: „Heimavistarkostnaður var lægri í vetur en árið á undan. Fæðiskostnaður stúlkna var kr. 9,98, en pilta kr. 12,50. Ekkert matsöluhús hefir tveggja rétta máltíð fyrir það verð, sem dag fæði kostar á héraðsskólanum". Oft er deilt hart á matsölu- og veitingahúsin og þau dæmd óvægilega fyrir dýrleika meðal annars. Og þá er ósjaldan tek- ið það ráð að bera verð mál- tíða í þeim saman við fæðis- kostnað í fæðisíélögum eða heimavistum hér og þar. Við það er m. a. að athuga, að heimavistirnar eða fæðisfélög- in (skólar, vegavlnna o. fl.), hafa mjög oft algerlega ókeyp- is húsnæði og að einhverju leyti vinnuafl, hita, Ijós, eldivið o. s. frv. .Þessi fæðisfélög hafa enga skatta að borga, en þeir eru sem farg á veitingarekstr- inum. í matsölu- og veitinga- húsum eru venjulega ótrygg við skipti og notast því illa vinnu- aflið, en í fæðisfélögunum eru þau trygg. 1 matsölu- og veit- ingahúsunum er yfirleitt not- að miklu dýrara efni í einstak- ar máltíðir o. s. frv. o. s. frv. Auk alls þessa, er það svo ekki rétt hjá blessuðum skóla- stjóranum, að dagfæðið hjá heimavist hans hafi verið ódýr- ara heldur en einstök máltíð í nokkru matsöluhúsi. í því matsölu- og veitinga- húsi, sem ég er kunnugastur, kostaði í fyrrasumar venjuleg tvíréttuð kjötmáltíð kr. 12,00 en venjuleg fiskmáltíð kr. 8—10. Þetta sama hafa þær kostað í vor og kosta ennþá. í þessu verði er söluskattur innifalinn, veitingaskattur, þjónustugjald og kaffi á eftir máltíðinni. Lax- og aðrar hátíðamáltíðir eru vit anlega dýrari. Ennfremur er við þetta að at- huga, að húsnæðið stendur al- gerlega ónotað, a. m. k. hálft árið. í mörgum öðrum mat- sölu- og veitingahúsum mun verðlagið, allt að þessum tíma hafa verið svipað og þetta. Það er mjög gleðilegt að fæði sé sem ódýrast í héraðs- skólunum og öðrum sameigin- legum fæðisfélögum, en það er tæpast rétt að bera fæðis- kostnað saman við verð á ein- stökum máltíðum matsölu- eða veitingahúsa, þótt mjög marg- ir geri það aðrir en Bjami á Laugarvatni. — Þar sem verð- lag á máltíðum í matsöluhús- um varðar mikinn f jölda manna og á þessar stofnanir er almennt hallað — mjög oft af athugun- arleysi, þá er tilefnið, sem Bjarni gefur kærkomið til að hnekkja röngum en útbreidd- um samanburði. Af því er þessi litla athugasemd gerð.“ Hér lýkur grein Vigfúsar cg ljúkum við. þar með þessu spjalli í dag. Starkaður gamli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.