Tíminn - 23.07.1950, Side 4

Tíminn - 23.07.1950, Side 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 23. júlí 1950 159. blað Sildargangan mikla Allir Reykvíkingar, sem komnir eru til vits og ára, muna síldargönguna miklu í Hvalfirði fyrir tæpum þrem árum og þær vonir og ráða- gerðir, sem við hana voru tengdar. Síldveiðin hófst í byrjun nóvembermánaðar og önnur eins uppgrip höfðu aldrei þekkst hér við land. Mikill hluti síldveiðiflotans fór á veiðar að nýju. Að vest- an, austan, norðan og sunn- an, úr flestum verstöðvuhi landsins, streymdu skipin, smá og stór, til Hvalfjarðar. Og dag eftir dag var Reykja- víkurhöfn þétt skipuð vélbát- um, sem biðu löndunar, oft dögum saman, með silfurfisk- inn í glitrandi breiðum, borða á milli. En mörgum þótti sú bið löng sem von var. Verka- menn lögðu saman nætur og daga við uppskipun og fram- skipun síldar, og sumir unnu sér inn stórfé, en vörubif- reiðar höfðu meira en nóg að gera, þótt hávetur væri, við að aka síldinni milli skips og geymslustaða. Þann vetur lærðu allir Reykvíkingar að þekkja síld, þeir sem þekktu hana þá ekki áður. Mesta áhyggjuefni manna vár, hvernig ætti að koma síldinni í verð. Það hafði aldrei verið gert ráð fyrir síldarbræðslu á Suðurlandi sem neinu næmi, og þess vegna voru þar engar síldar- verksmiðjur, nema ein smá- verksmiðja á Akranesi, sem öðru hverju vann úr rekneta- síld. En nú voru allar fiski- mjölsverksmiðjur við Faxa- flóa settar í gang til síldar- vinnslu og reynt að auka af- köst þeirra. En meginhluti síldarinnar var fluttur alla leið norður á Siglufjörð til bræðslu í ríkisverksmiðjun- um þar. Þetta var ekkert á- hlaupaverk um hávetur, enda oft hin verstu veður, og gengu flutningarnir af þeim ástæð- um nokkuð skrykkjótt stund- um. Auk innlendra skipa voru leigð mjög stór vöruflutninga skip frá Ameríku, á stærð við Tröllafoss, og munaði mest um þau. Ekki höfðu þó flutn- ingaskipin undan að koma sildinni norður, og varð því allmiklu af því, sem á land kom (rúml. 190 þús. málum) ekið í hauga utan við bæinn, en síðan flutt þaðan til hafn- arinnar á ný er skiprúm var fyrir hendi. Mikið var rætt og ritað um síldina í Hvalfirði þennan vet ur og raunar lengur. Væri sannarlega ómaksins vert fyrir einhvern grúskarann að safna saman öllum Hvalfjarð arbókmenntunum úr blöðum og tímaritum, og sjálfsagt eiga einhverjir í fórum sínum fróðleg sendibréf frá mönn- um, sem síldveiðina stunduðu eða við hana voru riðnir að einhverju leyti. Enn eru til menn, sem kunna að skrifa sendibréf og hafa ánægju af því, þótt ekki standi sú grein bókmenntanna með sama blóma og fyrrum. Ýmsum getum var að því leitt, hvort þessi síldarganga 1 Hvalfjörð væri eins dæmi eða algengt fyrirbrigði, sem nú hefði verið veitt athygli í fyrsta sinn. Þótt einkenni- legt megi virðast eftir á, höll- uðust miklu fleiri að hinu veturinn síðarnefnda. Það ryfjaðist nú upp, að til væru örnefni eins og „síldarmannagötur“, frá fyrri tímum, milli Hvalfjarð- ar og uppsveita Borgarfjarð- ar. Þá minntust menn og þess að Bretar hefðu þótzt finna kafbáta með dýptarmælum inni á Hvalfirði á striðsárun- um, og auðvitað voru það síld artorfur en ekki kafbátar. Fiskifræðingarnir fluttu þá fram sín rök í málinu, en yf- irleitt var niðurstaðan sú, að síldin kæmi aftur á næsta hausti. Heimtað var af Bret- um, að þeir gerðu gangskör að því að hreinsa burt leyfar af víggirðingum.sem enn voru á botni sums staðar í firð- inum og torvelda þóttu síld- veiðina. Sumir voru þó annarrar skoðunar. M. a. var því haldið fram af einhverjum, að kasir af dauðri og rotnaðri síld, sem eftir lægi á botni í lok veiðitímans, myndi fæla burt alla síld, sem inn í fjörðinn vildi fara næstu árin. Sumir nefndu líka úrganginn frá hvalstöðinni í þessu sam- bandi. Um árangur síldveiðanna í Hvalfirði þennan vetur hefir fátt verið ritað opinberlega til þessa. Á því lék enginn vafi, að feikna verðmæti höfðu verið dregin á land og að margir menn á sjó og landi höfðu haft mikið upp úr sild- inni. Mikil atvinna var í Rvík og á Siglufirði um hávetur- inn af þessum ástæðum, og kommúnistar, sem voru álíka góðgjarnir og venjulega í garð pólitískra andstæðinga, sögðu að ríkisstjórnin, sem þá var nýsezt að völdum, hefði hinar mestu áhyggjur af þeirri vel- megun, sem af þessu stafaði hjá alþýðu manna. Hitt mun þó réttara, að síldargangan mikla í Hvalfirði hafi létt nokkuð störf þáverandi ríkis- stjórnar, þvi að hún jók til muna gjaldeyristekjur lands- ins á árinu 1948. En afkoma síldveiðiskipanna í Hvalfirði var mjög misjöfn, enda þurftu flestir að fá sér sér- stakar Hvalfjarðarnætur, af því að síldin var smærri en Norðurlandssíld. Allmikið var um skemmdir á nótum af því, að síldarmagnið var mikið og næturnar rifnuðu oft án þess að nokkuð næðist af því, sem í þeim var. ★ í reikningum síldarverk- smiðja ríkisins fyrir árið 1948 sést að þær hafa þennan vet- ur unnið úr 960 þúsun mál- um af Hvalfjarðarsíld, en auk þess var nokkuð unnið í hinum fyrrnefndu smáverk- smiðjum við Faxaflóa. Úr þessari síld voru unnar um 15300 smálestir af síldarlýsi og um 24300 smálestir af síld- armjöli. Fyrir afurðir þessar fengust um 69 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Verk- smiðjurnar keyptu síldina upp úr skipum í Reykjavík, en Landssamband útvegs- manna sá um afgreiðslu síld- veiði- og flutningaskipa. Varð kostnaður við flutning síld- arinnar norður og geymsla og í Hvalfirði 1947-48 flutningur í Reykjavík geysi mikill, og á Siglufirði varð að flytja mikið af síldinni á bif- reiðum frá flutningaskipun- um að þróm verksmiðjanna. Rekstursniðurstaða verksmiðj anna var sú, að þær töpuðu nokkuð á fjórðu millj. króna (3,3millj.) á Hvalfjarðarsíld- inni, og þar sem einnig hafði orðið stórtap á sumarvinnsl- unni (4,7 millj kr.) heimilaði Alþingi 1949 ríkisstjórninni að taka lán til að bæta verk- smiðjunum tapið á Hvalfjarð arsíldinni. Þessa upphæð varð ríkissjóður að greiða af því að síldin kom í Hvalfjörð, en' sjálfsagt hefir hún að meira eða minna leyti greiðst í rík- issjóðinn aftur á ýmsan hátt vegna tekjuauka þess, er í landinu varð af sömu ástæð- um. Þegar um veturinn var haf- inn mikill og margs konar undirbúningur til að veita síldinni viðtöku á næsta hausti. Verksmiðjurnar, sem fyrir voru við Faxaflóa voru stórauknar og endurbættar. Stór síldarverksmiðja var og byggð í Örfirisey. Hæringur var keyptur í Vesturheimi og gerður að fljótandi sildar- verksmiðju með það fyrir augum, að hægt væri að vinna í honum jöfnum hönd- um sunnanlands og norðan. Ennfremur voru ríkisverk- smiðjurnar fyrir norðan bún- ar undir síldarmóttöku haust ið 1948, og löndunartæki flutt frá þeim til Reykjavikur. Til þessara framkvæmda allra var varið mörgum tug- um milljóna. í ofvæni biðu menn síldarinnar þetta haust og einnig haustið 1949. En Hvalfjarðarsíldin kom ekki, og nú vita menn, hvað sem öðru líður, að síldargangan mikla í Hvalfjörð var sérstakt happ, sem ekki er hægt að treysta á, enda þótt vera megi að slíkt happ eigi eftir að endurtaka sig. Sumir segja raunar, að þarna hafi ekki verið um mikið happ að ræða, þegar öllu er á botninn hvolft því að það sem upp úr síld- inni hafðist, hafi verið fest í framkvæmdum, sem nú séu til lítilla nytja. Hér hefir þó a. m. k. bætzt nýr og athygl- isverður þáttur við lífsreynslu íslendinga. Af því má þann lærdóm draga, að varhuga- vert sé að byggja framtíðar- áætlanir þjóðarinnar á öðru eins happdrætti, og Hvalfjarð arsíldin reyndist. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggniir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum tltbreilið Tíntahh jtughjAil í T'mamtn 17. og 18. júlí voru dýrmætir dagar á Suðurlandi. Báða þá daga voru góðir þurrkar, og þess var heldur ekki vanþörf, því að bændur voru búnir að slá mikið í túnum, en hlýtt í veðri, og þá skertimist hey miklu fyrr en í kuldatíð. Þessa daga mun miklum heyjum hafa verið bjargað. Slíkir dagar eru gleðí dagar í sveitum landsins. Enn er þó of skammt liðið af slætti til þess, að nokkuð verði spáð um heyfenginn í haust. Sumstaðar á landinu er sláttur líka enn skammt á veg kominn, vegna tregrar sprettu, en oft getur úr rætzt með sprett una síðar og heyskapur orðið sæmilegur, ef tíð leyfir, þótt byrjað sé í síðara lagi. Hægara er nú en áður að fylgj ast með framleiðslustörfunum á landi og sjó og gera sér grein fyrir, hvað mönnum verður á- gengt í einstökum landshlutum, og er það mest útvarpinu að þakka. Þetta eykur hinn al- menna áhuga þjóðarinnar á framleiðslustörfunum, og hver stétt hefir aðstöðu til að vita hvernig öðrum gengur. Sveita- fólkið fylgist daglega með síld- veiðunum, eins þar sem aldrei sér sjó, og sjómennirnir geta vitað, hvenær þurrkur er í sveit unum, ef þeir hlusta vel á út- varpsfréttirnar. Bæjarbúinn, sem inni situr fylgist líka með í baráttunni við náttúruöflin, og styrkir þá, sem í því stríði eiga með góðum óskum og hlýj um hug. Það væri raunar rangt, að halda, að þeir, sem jörðina erja og sjóinn sækja eigi alltaf í stríði ðg líf þeirra sé eintómt strit og armæða. Þeir vinna margan sætan sigur, og eiga ekki færri ánægjustundir en aðrir. Útivinna á sjó og landi er holl fyirir líkama og sál, ef menn þurfa ekki beinlinis að ganga fram af sér. Sjómaður- inn og bóndinn þurfa ekki að öfunda skrifstofumanninn, búð- arþjóninn eða eyrarvinnumann inn og gera það yfirleitt ekki. Það er rangt, að erfiðisvinna lami menn andlega, þvert á móti. Hófleg erfiðisvinna skerp ir hugsunina og auðgar hana að viðfangsefnum. En ofþreyta lamar hugann, af hverju sem hún stafar. Ofþreyta tauganna er þó verri í því efni en of- þreyta vöðvaaflsins. Og ýmsir hafa orð á því, að bæjarbúar séu slæmir á taugum, jafnvel ungt fólk. Til þess eru ýmsar ástæður. Ég hefi heyrt suma segja, að Tíminn flytji fjölbreyttari inn lendar fréttir enn önnur blöð. Að hann geri sér far um að afla frétta sem víðast af land- inu, en einskorðar sig ekki við það, sem hægt er að fá að vita í Reykjavík. Þetta þykir mér vænt um. Viðburðir gerast ekki ! eingöngu í þéttbýlum eða öðrum löndum. í hverri sveit, í hverju þorpi, á hverju heimili, og jafn vel þar sem enginn maður á heima, er alltaf eitthvað að gerast. Það er ekki allt „spenn- andi“ sem kallað er, en getur verið merkilegt eigi að síður og fyllilega frásagnarvert. Tveir menu bjuggu á sama bæ. Þeir fóru oft báðir saman í kaupstaðinn. Annar sagði j venjulega, þegar heim kom, að j ekkert væri að frétta. Hinn . kunni ævinlega frá fréttum að segja. Hann tók eftir öllu, sem ' fyrir augu og eyru bar í kaup- ; staðarferðinni og gleymdi því 1 ekki, hafði gaman af að segja frá því og kunni það. Hann hlakkaði til að segja frá, en ýkti ekki, því að hann var manna sannorðastur. Hann hefði getað orðið góður blaða- maður.— Viðburðir eru margir, en þeir verða ekki alltaf að fréttum. Margt er þess vert, að frá því sé sagt, en enginn gerir það. Mörgum er í minni sagan af Islendingnum við hirð Haralds harðráða, sem sagði þá frá för konungs til Miklagarðs. Sjálfur var hann ekki í þeirri för, en nam söguna af öðrum manni á Alþingi, en sá hafði verið konungsmaður. Það er svipuö list að segja sögur og fréttir, a. m. k. ef um sannar sögur er að ræða. Ýkjur geta verið skemmtilegar, en íþrótt frétta- mannsins er í því fólgin að segja satt frá og jafnframt svo að gaman sé að. Það er þörf íþrótt og göfug, og dagblöð nú- tímans veita mikil tækifæri til að stunda þessa íþrótt og þroska hana. Gestur. Jarðarför mannsins míns SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR frá Urriðaá fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. þ. m. kl. 13,30. Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið. Guðríður Gunnlaugsdóttir ;; Muniö að blaðgjald ársins er fallið í gjalddaga ▼ TIMINN 41CLYSL\GASIMI TtMANS £R 8130«

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.