Tíminn - 27.07.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1950, Blaðsíða 1
---------------------------- Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda —-----------------------—-> 34. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 27. júlí 1950 161. blað Hafizt verður handa um nýja Laxárvirk|un Samkonuilag milli Akorpyrarbæjar ©g ríkissjóðs um virkjaiiiaa sem ná cr að hef Jast Frá fréttaritara Timans á Akureyri. Á næstunni verður hafizt handa um hina nýjú virkjun við Laxá í Þingeyjarsýslu, en mál þctta liefir verið á döf- inni nú um nokkurt árabil. Hefir náðst samkomulag milli Akureyrarkaupstaðar og ríkisins um viðbótarvirkjun og er atvinnumálaráðuneyíið nú búið að skrifa stjórn virkj- unarinnar, þar sem heimild er veitt til hverskonar ráðstaf- ana viðvíkjandi verkinu og óskað eftir að því verði flýtt svo sem verða má. Langur aðdragandi. Undirbúningur að þessari viðbótarvirkjun er hafinn fyrir alllöngu síðan. í fyrra var lokið við að byggja verka mannaskýli fyrir austan, gera nauðsynlegar vegabæt- ur og flýta á annan hátt fyrir aðalstarfinu, þegar það hefst sem væntanlega verður mjög bráðlega. Þessarar viðbótarvirkjunar er orðin brýn þörf, bæði fyrir Akureyrarkaupstað, sem und- anfarið hefir búið við ónógt rafmagn og eins vegna sveit- anna, sem nú er áformað að fái raforku frá virkjuninni við Laxá. Er áætlað að nú verði reist viðbótarvirkjun hjá gömlu aflstöðinni. Verð- ur þessi nýja virkjun sam- tals um 11500 hestöfl. Samningar Akureyrar- bæjar og ríkisins. Hinn 12. þ. m. voru undir- ritaðir samningar milli Ak- ureyrarkaupstaðar og ríkis- ins um hina væntanlegu virkj Vonzkuveður á síldarmiðUnum í gær Bsitaflotinn liggur í landvari í gær var vonzkuveður úti fyrir Norðurlandi og ekki um neina sildveiði að ræða. Báta flotinn mun yfirleitt hafa haldið sig í vari. Var svo slæmt veður á austursvæðinu, að síldarskip sem stödd voru við Langanes komust ekki yf ir Þistilfjörð til Raufarhafn- ar, heldur héldu sig i vari. Ekkert mun þó hafa orðið að á síldveiðiflotanum í gær, eft ir því sem bezt verður vitað. í fyrrinótt komu fáein skip til Raufarhafnar, flest með litla síld. Þau sem komu með mestan afla voru Valþór með 650 mál, Hilmir 476, Bragi 410 og Vörður 462. Önnur með minna og flest aðeins lítið. un. Síðan hefir stjórn virkj- unarinnar verið falið með bréfi frá atvinnumálaráðu- neytinu að hefjast handa um verkið og henni veitt heimild til að gera þær ráðstafanir i sambandi við það , er þurfa þykir, enda sé það gert 1 sam ráði við bæjarstjórn Akureyr ar. Leggur ráðuneytið áherzlu á aö verkinu verði hraðað, eins mikið og fært þyki. Ný stjórn virkjunarinnar. Hin nýja stjórn Laxárvirkj- unarinnar er skipuð þremur1 mönnum kosnum af bæjar-1 stjórn Akureyrar, þeim drJ Kristni Guðmundssyni, Stein dóri Steindórssyni og Steini; Steinsen. Tveir menn eru skip aðir í stjórnina af ríkisstjórn! inni og eru það þeir Jakob j Frímannsson , og Iridriði Helgason. Stjórnin kom saman til fyrsta fundar hinn 12. þessa mánaðar, og var þar rætt um ýmislegt viðvíkjandi hinum fyrirhuguðu framkvæmdum, svo sem tilboð og kaup á vél- um. Á þessum fyrsta fundi mættu þeir Sigurður Thorodd sen verkfræðingur og Eiríkur Briem rafveitustjóri ríkisins. Hverjum verður falið verkið? Ekki er ennþá fyllilega á- kveðiö hverjum verður falin framkvæmd verksins. Stjórn virkjunarinnar mun hafa lit- izt vel á tilboð frá byggingar- félaginu Stoð frá Reykjavik. Munu Akureyringar fara fram á ýmsar breytingar og lagfæringar á tilboðinu, svo sem það, að tryggt verði. að (Framhald á 7. síðu.) Einn þekktasti biaðamaður íslendinga, Skúli Skúlason ritstjóri, er sextugur í dag. Hann varð stúdent tvítug- ar að aldri, lagði síðan um skeið stund á verkfræðinám, náttúrufræði og landafræði, en gerðist blaðamaður 1915. Á hann því jafnframt sex- tugsafmælinu þrjátíu og fimm ára blaðamannsafmæli á þessu ári. Hann hefir lengi verið rit- stjóri Fálkans, en dvalið lang dvölum í Noregi og gegnt þar blaðamennsku og ritstörfum, enda er hann kvæntur norskri konu. Skúli hefir tekið mikinn þátt í ýmsum félagsmálum, meðal annars staðið árum saman framarlega í Ferða- félagi íslands, og formaður Blaðamannafélags íslands var hann í mörg ár. Allir islenzkir blaðamenn munu óska Skúla hjartanlega til hamingju á þessum afmæl isdegi og þakka honum gott samstarf og ánægjulegar sam verustundir. Bretar heiðra björgunarmenn ilátíðlcg aíhöfn hjá brexka sendiherranum í gær, er Sl.ysavarnaféla8inu voru færðar gjafir, en iijjtirgunarmeim lilutu viður- kenningu t gær voru heiðraðir íslenzkir menn, sem unnu að björgun skipshafnar af brezkum togara, er strandaði við Reykjanes í aprílmánuði síðasíliðnum. Var halðin hátíðleg athöfn í brezka sendiherrabústaðnum í gær, þar sem gjafir og heiðurs viðurkenningar voru afhentar og ræður fluttar af hálfu Breta og íslendinga. Mikið af heyi úti í Rangárþingi Óþurrkar hafa verið í meg inhluta Rangárvallasýslu í nær tvær vikur, og eiga menn orðið mikið af heyi úti. Eru sumir bændur hættir að slá um sinn. Vestast í sýslunni mun minna hafa vætt. Langvarandi óþurrk ar á Héraði Margir bændur hafa enn cngu náð inn Sífelldir óþurrkar hafa verið á Fljótsdaíshéraði í þrjár vikur, og hafa sumir bændur ekki enn getað hirt eina einustu tuggu af heyi. Þeir, sem fyrst byrjuðu slátt, hafa aðeins náð inn litlu einu, er búið var að losa, áður en rigningarnar hóf- ust. — Taða liggur unðir skemmd um í öllu héraðinu, og auk þess hnekkir það vexti, að heyið liggur flatt á túnun um. Eru menn orðnir mjög áhygjufullir af þessum sök- um, og veldur þetta óhjá- kvæmilega mjög mikilli rýrn un á heyfeng, ef ekki gerir góðan þurrk mjög bráðlega Tún eru víðast hvar vel sprottin á Héraði, og hætta á að þau spretti úr sér, ef túnasláttur dregst til muna vegna óþurrkanna, en til- gangslaust er að slá, ef ekki gefur þurrk. Strandaði í þoku við Reykjanes. Nánari tildrög þessarar við- urkenningar, sem íslenzkir björgunarmenn hafa orðið aðnjótandi eru þau, að hinn 24. apríl síðastliðinn strand- aði brezki togarinn Preston North-End í þoku rétt við Reykjanes. Hvassviðri var og var talið að allir mennirnir hefðu farizt, ef fljótlega hefði ekki tekizt að bjarga. Að björguninni unnu þrír vélbátar íslenzkir: Fróði, Jón Guðmundsson og Sæbjörg, auk brezkra togara. Giftusamleg björgun. Björgun skipbrotsmanna gekk vel og varð hin giftu- samlegasta. Tókst íslenzku bátunum að bjarga 18 mönn- um af 22 manna áhöfn. Aðr- ir aðilar björguðu hinum fjórum, en einn þeirra lézt þó siðar af völdum vosbúðar Er talið fullvíst, að ef ekki hefði tekizt að bjarga svona fljótt hefðu allir af áhöfn- inni farizt, enda mátti skip- ið heita i kafi morguninn eftir. Fulltrúar Breta komnir. Björgunarafrek þetta vakti talsverða athygli í Bretlandi og eru nú komnir hingað til lands þrír skozkir menn til að verðlauna og sýna þeim sóma, er stóðu að hinni giftu samlegu björgun. Tveir þeirra eru fulltrúar tryggingarfé- lagsins, en einn fulltrúi út- gerðarinnar, sem átti tog- arann. í gær hafði svo brezki sendi herrann boð inni, þar sem hinir brezku gestir afhentu gjafir sínar. Var það ávísun til Slysavarnafélagsins. að upphæö 100 sterlingspund. Auk þess fá einstaklingar, sem þátt tóku i björguninni, 31 heiðursskjal, eða skraut- ritað ávarp, sem þakklætis- og viðurkenningarvott. Tveimur þessara manna var í gær aíhent viðurkenn- ingarávörpin. Voru þeir báð- ir úr slysavarnadeildinni í Grindavík. Eru það þeir Sig- urður Þorvaldsson og Árni Magnússon. Til fleiri var ekki hægt að ná í gær, enda eru flestir þeirra, sem heiðurinn eiga að hljóta, bundnir við skyldustörf í öðrum lands- fjórðungi, nefnilega við síld- veiðarnar fyrir Norðurlandi. Munu brezku fulltrúarnir fara til Norðurlands í dag og afhenda þá viðurkenningar til þeirra manna, sem hægt verður að ná til. „Góðar gjafir, en vináttan meira virði.“ Séra Jakob Jónsson þakk- (Framhald á 2. síðu.) Saltað á Dalvík í fyrradag barst síld til söltunar á Dalvík í fyrsta skipti á þessu sumri. Voru bátarnir Edda og Nói, er með hana komu. Þrjár söltunarstöðvar eru á Dalvík, og munu tvær þeirra hafa fengið lítið eitt af sild til söltunar. i Mikið af smygl- i vörum í Detti- i fossi og Trölla- fossi | Við leit í Dettifossi, er \ hann kom frá útlöndum á } dögunum, fundu tollverðir } falinn milli þilja ýmsan } varning, sem ekki var gef- } inn upp við tollafgreiðslu, § svo sem herrabindi, tesett, } sykurtangir, ávaxtaskeið- | ar og annan viðhafnar- } borðbúnað, áfengi og 17600 } vindlinga. Málið er í rann- } sókn. } Er Tröllafoss kom síðast ; frá útlöndum fundu toll- | verðir einnig við leit í hon 1 um 61 hálsfesti úr gull- } pletti, 58 armbönd úr gull- } pletti og 62 úrarmbönd úr I gullpletti og stáli. Varning | ur þessi var vandlega fal- ! inn. Einn skipverja gaf sig I fram sem eiganda að þess- } um varningi. Fékk hann I kr. 4000.00 í sekt og varn- ! ingur gerður upptækur. lllllUKIIIIilllllllllllllllllllllilllllllllllllimillllllliilili ”|||III#IIIllll11111*111lllllllllIllllllllll*IIIII•• llllllllllIIII |||||||||M,||||,,||„,|,|||||||||||||||||||||||||HllllllllllllilllllllltlttllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllM*llllltllllll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.