Tíminn - 27.07.1950, Side 4

Tíminn - 27.07.1950, Side 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 27. júlí 1950 161. tuao Gengislækkunin og síldveiöarnar Þýðing síldarinnar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. íað mun láta nærri, að af- urðir sjávarútvegsins nemi rúmlega 90% af útfluttri vöru. Á árinu 1948 nam út- flutningur síldarafurða kr. 134 millj., eða nærri þriðj- ungi útflutningsins. Þó brást sumarvertíðin það ár. Afurð- ir síldarútvegsins munu í meðalárferði vera y4—y3 út- flutningsins. Af því sést greinilega, hversu mjög þýð- ingarmikið það er, vegna gjaldeyrisviðskipta, að sem flestir geri út á sildina. Þeim mun hagstæðari sem vertíð er, því fleiri fýsir að reyna. Undanfarin ár hafa verið ó- venjulega léleg síldarár, langt undir meðallagi. Þetta hefir eðlilega dregið nokkurn dug úr útvegsmönnum og sjó- mönnum, þeir þreytast á tregðunni og bera mjög litið úr býtum. Beinar verðhækkanir vegna gengisfallsins. Árið 1945 mun tonnið af síldarlýsinu hafa selzt fyrir rúm 40 sterlingspund. Árið 1948 var það 85 sterlingspund og í fyrra 90. Ef reiknað væri með sama verið og þá, hefði tonnið af síldarlýsinu selzt fyrir kr. 2359.80 með gamla genginu. En eftir gengisfallið fyrir kr. 4104.00. Á þessu sést það bezt, hvílíka þýðingu gengislækkunin hefir fyrir sjómenn og útvegsmenn, sem eru á síld. Síldarversmiðjurnar kaupa nú síldarmálið fyrir 65.00 í stað kr. 40.00 í fyrra. Munur inn er kr. 25.00 á hvert ein- asta mál. Þetta sýnir þó ekki til fulls, hvað þýðingu gengis lækkunin hefir haft fyrir sjávarútveginn. Síldarmálið kostaði kr. 40.00 í fyrra. En síðan hefir verðlag lækkað er lendis á ýmsum síldarafurð- um, svo að ef engin gengis- lækkun hefði orðið, væri síld armálið nú undir kr. 40.00. Ef miðaða væri við 10.000 mála afla yfir vertíðina, næmi hann í bræðslu kr. 650000.00 með núverandi verðlagi. En með eldra verð- inu kr. 400000.00. Munurinn er fjórði partur úr milljón. Samkvæmt gildandi samning um fá hásetar á síldveiðiskip um með herpinót 2.05% af afla. Hluturinn mundi nema kr. 13325.00 eftir nýja verðinu, en ekki nema kr. 8200.00 eftir því gamla. Á hringnóta- bátum er hásetahlutur 4% af afla. Þar væri hluturinn kr. 26000.00 með nýja verðinu, en kr. 16000.00 eftir því gamla. Á herpinótaskipi sem aflar 10000 mála, græðir því hver háseti a. m. k. 5000.00 á geng islækkuninni. En á hring- nótabát, sem aflar sama kr. 10000.00 Þessar staðreyndir sanna áþreifanlega, að ekki skaðast nú allir verkamenn á gengisfellingunni. Þáttur Alþýðuflokksins og kommúnista. Þessir tveir flokkar börðust á móti gengisfallinu án þess að benda á nokkra aðra færa leið. Af kommúnistum fara eng ar sögur. Þeir hafa aldrei vilj að styðja ráðstafanir, sem styrkja núv. stjórnarfyr- irkomulag. Þeir vilja steypa því og stuðla þess vegna að sem mestum glundroða í at- vinnu- og fjármálum. En Al- þýðuflokkurinn, sem hefir verið ábyrgur flokkur og er lýðræðisflokkur dró yfir sig járntjald eftir kosningarnar og lýsti sig utan gátta og ann ars heims i ízlenskum stjórn málum. Hann vildi halda á- fram að sigla uppbótarstefn- una, sem af öllum var talin ófær. Því verður ekki haldið fram hér, að gengislækkunin sem nýsköpunarflokkarnir sköpuðu, hafi í sjálfu sér ver ið æskileg. En eins og komið var fyrir undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar, var hún óumflýjanleg. í þeim lauslega samanburði sem gerður var hér á undan var miðað við kr. 65.00 pr. mál. En kommúnistar álíta verðið geta verið kr. 75.00 og Alþýðufl. kr. 65—70, eftir magni. Þannig, að það sýni, að ekki var of hátt ætlað. „Nýsköpunar “ - ar f ur. Það voru fulltrúar sósíalista og Alþýðuflokksins, sem komu fram með auglýsingartillög- ur um síldarverðið til verk- smiðjanna, án þess að skeyta nokkuð um afkomumögu- leika sjálfra síldarverksmiðj- anna. Það er sérstök ástæða til þess að minna nú á ráð- deildina við byggingu nýju verksmiðjanna á Skagaströnd og Siglufirði. Þar var eytt og sólundað milljónum saman, umfram það. sem þörf var á. En hverjir ætli það verði svo, sem í reyndinni bera þungan af þeim aðgerðum? Auðvitað engir nema sjómenn og út- vegsmenn. Ef þeir ekki gerðu það, yrði ríkissjóður að snara út fénu. En það þýddi aukn- ar álögur á landsmenn, sem því næmi. Sjómenn og útvegs menn mega því minnast þeirr ar fíflslegu eyðslusemi og sukks, sem átti sér stað við byggingu verksmiðjanna. Það er nýsköpunararfur, að verk- smiðjurnar bera sig svo illa, að lækka verður síldarverðið til þess að tryggja rekstur þeirra. Fjárhagur iitgerðar- innar. Það er öllum í fersku minni aflaleysið og tregðan á síld- veiðunum síðastliðin ár. Bæði árin 1948 og 1949 leituðu flest ar útgerðir, sem gerðu út á síldveiðar, aðstoðar skila- nefndar. Fjárhagurinn var svo' tæpur, að sett voru lög, sem neituðu kröfuhöfum að- för i eignum þeirra útgerða, sem leituðuð aðstoðar. Jafn- vel sjóðveðsréttur í skipum var ónýtur og óvirkur, meðan ástand þetta hélzt, svo að sjó menn gátu ekki fengið kaup sitt greitt. Þetta sýnir raunar, að með óbreyttu verðlagi á síldinni hefðu sennilega mun færri út gerðir séð sér fært að stunda síldveiðar í sumar, en nú er raunin á. En mikil þátttaka i síldveiðunum skapar meiri gjaldeyri til handa þjóðinni og meiri vörur og þægindi fyr ir almenning. Hvaða aðgerðir aðrar hefðu komið að sama gagni og gengislækk- unin? Alþýðuflokksmenn og komm únistar hafa lítið rætt um gengisfallið og síldveiðarnar. Það væri því tilvalin kross- gáta fyrir blaðamenn þeirra, svona í frítímum, að reyna að rökstyðja það. að gengis- fallið væri einnig óhagstætt fyrir þann atvinnuveg, sem vonir standa til að bjargi gjaldeyrisviðskiptum þjóðar- innar á þessu ári. Sannleikurinn er sá, að gengislækkunin var óhjá- kvæmilegt neyðarúrræði eins og komið var fyrir sjávarút- vegnum. Hann hefði annars stórlega dregist saman eða al veg stöðvast, En ömurlegt er nú hlut- skipti nýsköpunarpostul- anna. Nú verða þeir að standa frammi fyrir þjóðinni og játa, að illir stjórnarhættir og óhóf á gróðatímunum eru einmitt orsakir þessa ástands. Og vera má að glannaleg fjárstjórn þeirra ára eigi eft ir að sýna þjóðinni betur, að eyðsla og sukk i fjármálum á opinberum vettvangi er ekki vænlegt til góðrar.varanlegr- ar fjárhagsafkomu. (Dagur 19. júlf) Framtaksleysi útgeröarinnar Eftir dr. Jón Dúason. Þótt þú leitir með logandi ljósi um allar strendur Norð- urálfu, finnur þú hvergi neina fiskiþjóð, sem ekki heldur skipum sinum út allt árið. Útgerðin er flutt til eftir fiski göngum og árstíðum. Og afla hlutir eða kaupið er mismun- andi hátt eftir árstíðum. En það, að leggja árar í bát, ganga frá skipunum og láta þau liggja gagnslaus mestan hluta ársins, það þekkist hvergi í Noðurálfu, og frá- leitt nokkurs staðar í veröld- inni nema hér. Næsta dæmið við okkur eru Norðmenn, og það er líka vert að nefna þá, af því að þeir, auk Færeyinga, eru skæð ustu keppinautar okkar á heimsmarkaðinum. Norsku fiskiskipin eru aldrei stöðv- uð. Þau ganga sífellt á ein- hverjar veiðar allan ársins hring. Fyrst á árinu er fisk- að við Lófót, og er það endar, seint í apríl, byrjar vorver- tíðin við Finnmörku, sem stundum skilar allt að því eins miklum afla og Lófótar- fiskið. Þá er djúpmiðafiskið (bankfisket), fiskið við Bjarn arey og Svalbarð, fiskið í Dumbshafi, síldfiski við Norð ur-Noreg, síldfiski við Vest- ur-Noreg, fiski í Englands- hafi, síldfiski við ísland, þorsk og lúðuveiðar við Græn lanö, selveiði í Austur-ís og Vestur-ís og í ísnum við Mark land (Labrador) svo og hval veiðar í ýmsum höfum, eink- (Framhald á 6. síBu.) „Ópólitískur“ sendir mér hugvekju og segir meðal annars: „Mér er sama um stjórnmál, en ég hefi áhuga fyrir ýmsu, sem gerist í stjórnmálunum, því að það er svo einkennilegt, og stjórnmálaviðbrögð hlita viss- um lögmálum, sem menn hefðu gott af að læra. Þá skildu menn ýmislegt betur en þeir gera og tækju það ekki hátíðlega, sem lítils er vert---- Flokkar skipta stundum um nafn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er, hét eitt sinn íhalds- flokkur. Það var stutt og lag- gott, og rétt þýðing á heiti er- lendra flokka, sem ekki vilja miklar breytingar á þjóðfélag- inu. En menn vildu ekki láta kalla sig íhaldsmenn. Það var ekki í móð, nafnið var óvinsælt, og þessvegna varð flokkurinn að losa sig við það. Ég legg ekki dóm á, hversvegna það fór úr „móð“ og hversvegna það varð óvinsælt, en í Englandi halda menn áfram að kalla sig íhalds- menn, þeir sem þar eru í flokki, og það gengur. fhaldsmenn þar í landi unnu á í síðustu kosn- ingum. En hér er orðið íhald hálfgert skammaryrði. Um Kommúnistaflokkinn fór á sömu leið. Hann skipti um nafn og fór að kalla sig Sósíal- istaflokk. Menn í þeim flokki kvarta þegar þeir eru kallaðir kommúnistar, og þó eru þeir það, margir hverjir. En af hverju skiptu þeir um? Auðvit- að af því að orðið kommúnisti var óvinsælt hér á landi og er það enn. Það er í raun og veru skammaryrði í íslenzku. Liggur við, að menn taki það sem móðg un, ef einhver segir við þá, að þeir séu kommúnistar. En sós- íalisti, það er fínt orð, þessvegna vilja kommúnistar ekki heyra að Alþýðuflokksmenn séu kall- aðir sósíalistar. Þegar komm- únismi er nefndur, dettur fólki í hug ofsóknir, pyntingar, af- tökur og fangabúðir og hvers- konar harðstjórn, sem fslend- ingar hafa andúð á, en stjórnir í kommúnistaríkjum beita svona aðferðum, þó að þær séu ekki í sjálfu sér kommúnismi. Fasist ar og nazistar beittu þeim líka. En harðstjórar virðast allstaðar hafa náð tökum á kommún- ismanum hvernig sem á því stendur. Þessvegna er hann skammaryrði.------- fslendingar eru mjög pólitísk þjóð. Hér ræða flestir um póli- tík, jafnvel börn, og rífast út af henni. Það gengur of langt. Sumstaðar annarsstaðar rífast menn álíka mikið um trúmál, og það er kannske ekkert betra. En það er vandi að stjórna og ráða fram úr málum. í fyrri daga þögðu vitrir menn þangað til þeir voru spurðir um skoðun sina. Sögðu hana þá. Þannig ættu stjórnmálafundir að vera. Menn ættu ekki að trana sér fram, en fá að vita sem flestra hug. Bezt er að ráða fram úr málum án kapps og hugaræs- ingar — umfram allt ekki í reiði. Reiður maður er ekki með fullu viti-----“ — Þetta segir sá ó- pólitíski. N. N. spyr, hvenær íbúar lands ins verði orðnir 200 þúsundir. Fyrir 40 árum voru þeir 85 þús., nú um 140. Hefir fjölgað um 55 þús. Það er nál. 65% fjölgun á fjórum áratugum. Eftir því eiga hér að vera nál. 220 þús. um 1990. Fjölmenn yrði Reykjavík þá, ef áfram fjölgaði þar eins Og síðustu árin. En enginn ætti aS óska þess, og sízt Reykvíkingar sjálfir. Við megum þakka fyrir að eiga stórt land með mikla möguleika og ættum að vera fús ir til að byggja það. Annarstaðar kvarta menn um landþrengsli, berjast út af löndum. Við þurfum ekki að berjast til landa. En samt langar marga til að berjast — við eitthvað. Baráttuhvötin er rík, mætti vera minni, en þá þarf eitthvað að koma í hennar stað til að gefa lífinu lit. Starfið á að koma í stað baráttunnar við aðra. Dýr- in kunna ekki að starfa. Starfið gerir mestan mun á dýri og manni. Gestur. BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Heima: Vitastíg 14. Laugaveg 65, simi 5833 Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. Fáum straujárn í júll Sýnishorn fyrirliggjandi LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggniir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum fluylýAil í ~fíKnamtn Gerist áskrifendur að ZJimanum Áskriftasími 2323

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.