Tíminn - 27.07.1950, Page 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 27. júlí 1950
161. blað
TRIPDLI-BID
Maður mcð síál- !
hnofanna 1
(The Knockout)
Afar spennandi ný am-
erísk hnefaleikamynd, tek-
in eftir sögu eftir Ham
Fisher.
Aðalhlutverk:
Leon Errol
Joe Kikwood
Elyse Knox
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Bönnuð innan 16 ára.
Sími 1182.
N Y J A B I □
Síðasti áfangiim
(Tte Homestretch)
Þessi fagra og skemmti-
lega litmynd með:
Maureen O’Hara
Cornel Wild
Sýnd kl. 7 og 9.
Ljiifir ómar
Hin bráðskemmtilega
söngva og gamanmynd
með:
Deanne Durbin
Donald O’Connor
Sýnd kl. 5
Um heiðloftin blá
Síðasti stiga-
maðurinn
Ahrifamikil ensk kvikmynd j
úrsíðustu heimsstyrjöld.
Aðalhlutverk:
Michael Redgrave
John Mills
Rosamund John.
Sýnd kl. 9.
Mjög spennandi amerísk j
kvikmynd í litum. Bönnuð'
innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. síöu.)
hefur líka haft verkefni, sem
hann hefur bundið hugann
meira við en innanlandsmál
Norður- Kóreu. Hann vann að
því að koma upp her, sem yrði
þess megnugur að sameina
Kóreu alla undir stjórn hans.
Við það starf átti hann heima.
Þegar innrásin hófst , lét hann
sér ekki nægja forsetatignina
eina lengur, heldur skipaði sig
einnig yfirhershöfðingja lands
ins. Síðan hefur hann lítið ver-
ið í höfuðborginni, heldur lengst
um á vígstöðvunum. Þar kann
hann við sig. Þótt andstæðing-
arnir hafi margt misjafnt um
hann að segja og innanlands-
stjórn hans, viðurkenna þeir
aliir, að hann sé snjall og slyng
ur herstjórnandi og hraustur
og hugrakkur hermaður. Hann
sé maður, sem ekki megi van-
meta á hernaðarsviðinu.
Skvifilciki Stalins
og Stefáns Jóhanns
(Framhald af 5. slöu.)
stöðu. Og nú ætla Stefán,
Finnur og Emil vitlausir að
verða yfir „fölsun“ vísitölunn
ar vegna þess að ríkisstjórn-
in hefir ákveðið hana tveim-
ur stigum lægri en hún ætti
að vera samkvæmt gengis-
lögunum, ef ekkert tillit væri
tekið til húsaleigulaganna, og
þremur stigum lægri en full-
trúi Alþýðnsambandsins í
kauplagsnefnd lagði til.
Þegar sagan er þannig rif j
uð upp verða skrif Alþýðu-
flokksforingjanna um áhuga
þeirra fyrir réttri vísitölu
ekki tekin alvarlegar en frið
arskrif kommúnista. Alþýðu-
flokksforingjarnir hafa sýnt
áhuga sinn í verki fyrir réttri
vísitölu, þegar þeir hafa verið
í stjórn, og eftir þeim verk-
um verða þeir dæmdir, en
ekki eftir glamri þeirra nú.
Frjálslyndir menn vænta
þess vissulega, að Alþýðu-
flokkurinn eigi enn eftir að
gegna þörfu hlutverki í ís-
lenzkum stjórnmálum, en
hinsvegar trúa því fáir, að
það geti gerst meðan hann
nýtur leiðsagnar Stefáns
Jóhanns & Co. Það trúleysi
verður ekki læknað með vísi
tölskrifum Alþýðublaðsins
frekar en friðarskrif komm-
únista auka trúna á friðar-
vilja þeirra. Það verður ekki
gert upp á milli friðarhöfð-
ingjans Stalins og vísitölu-
kappans Stefáns Jóhanns
Stefánssonar.
X+Y.
Wtbreitit TímahH
Framtaksleysf
átgerðarinnar
(Framhald af 4. síðu.)
um Suðurhafinu, en til þeirra
þarf sérstakan útbúning.
HVernig geta menn búist
við því, að íslenz útgerð geti
keppt við norska útgerð, þeg-
ar íslenzku skipin eru aðeins
látin ganga 3 mánuði úr ár-
inu, þá mánuðina, sem verst
eru veður, nótt er dimm og
öll sjósókn sem erfiðust. Eg
segi og skrifa þrjá mánuði,
því síldveiðin um ca. tveggja
mánaða tíma við Norðurland
hefir siður en svo verið lyfti-
stöng fyrir íslenzka útgerð
síðustu 5 árin, heldur tap-
rekstur, herfilegur taprekst-
ur, er fyrst og fremst hefir
mergsogið útgerðina, og eftir
að allt blóð og mergur var
soginn úr henni hefir tap-
reksturinn lent á þjóðarheild-
inni allri og verið „fíniserað-
ur“ með skuldasöfnun, út-
gáfu fjallhárra hlaða af |
ótryggðum seðlum, gengisfell
ingum og þvílíkum neyðar-
úrræðum.
En það þarf ekki hagfræð-
ing, verkfræðing eða neins
konar fræðing til að sjá það,
að útgerð, sem starfrækt er
aðeins í þá þrjá mánuði árs
íns, þegar erfiðast er að sækja
sjó, getur ómögulega borið
sig í samkeppni við útgerð,
sem látin er ganga með
hagnaði allan ársins hring.
Ótal sinnum hefir í ræðum
og ritum — m. a. allítarlega
í þessu blaði — verið bent
á það, að fullkomin fásinna
væri, að halda ekki þorskveið
um vetrarvertíðarinnar — er
henni slotar — áfram við
Grænland, líkt og t. d. Norð
menn halda þorskveiðunum
áfram við Finnmörku, er Ló-
fótfiskinu slotar. Vissulega
væri rétt, að mikill hluti báta-
flotans héldi áfram fram á
haust eða öllu heldur fram
að áramótum. En þeim, sem
vilja gera út á síld, ætti samt
að vera það meinarlaust, þótt
þátar þeirra fengju sína
dauðu hluti um 2—3 mánaða
tíma í uppgripamestu sum-
arvertíð veraldarinnar við
Grænland, áður en farið er á
síld, eða sú veiði getur hafist.
En engum fortölum um
þetta efni hafa ísl. útgerðar-
menn viljað sinna. Ekki hafa
þeir heldur viljað láta sér
segjast af fordæmi og breytni
annarra. Vor eftir vor hafa
isl. útgerðarmenn séð fær-
eysku skipin, er öfluðu innan
um skip þeirra hér á miðun-
um á vetrarvertíðinni, hverfa
til Grænlands í lok vertiðar-
innar, halda þorskveiðinni
BÆJARBÍD
HAFNARFIRÐI
Græna vítið
Afar spennandi og viðburða-
rík amerísk mynd, er gerist
í frumskógum Brazilíu.
Aðalhlutverk:
Douglas Fairbanks jr.
Joan Ben.nett
Alan Hole
George Sanders
Sýýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð yngri en 14 ára.
Sími 9184.
Attræð í dag
(Framhald af 3. síöu.)
peninga, en í menningarlegu
tilliti og ræktun er það afrek
sem vissulega er þess vert að
getið og geymt sé.—
Og, ef dæma ætti eftir Guð
björgu í Múlakoti um áhrií
slíkra starfa, við að rækta
og fegra umhverfis sitt, þá
er hægt að fullyröa þetta
þrent: Það er göfgandi og
mildandi, það vekur hátt-
prýði og prúðmennsku og
það styrkir heilsuna og við-
heldur lifsþrótti og lífsgleði,—
í dag þckkum vér vinii
Guðbjargar henni fyrir unn-
in störf og þá fyrirmynd, seir
hún hefir öðrum sýnt, hvaí
gera má í landi voru, ef trt
og dáð og dugur ekki svíkur
og hver stund er notuð tii
framgangs sinna hugðarefna
Vér óskum að fegurðin, birl
an megi ávallt ríkja umhveri
is hana fram til hinzta kvölds
— og hún veit að svo munurr
vér uppskera, sem til er sáð
Henni og ástvinum hennai
árnum vér allra heilla mef
þennan merkisdag í lif
hennar.
Megi hún lifa heil og starfs
lengi enn, sér og öllum vinunr
hennar til gleði og ánægju
Sveinbjörn Högnason
þar áfram og mokafla. Þeim
er kunnur stórgróði sá, sem
Færeyingar hafa haft af þess
ari útgerð við Grænland, og
að færeyski skipaflotinn er
byggður upp fyrir gróðann af
veiðunum við Grænland.
Samt hafa ísl. útgerðarmenn
ekki fengist til að halda vetr-
arvertiðinni áfram sem vor-
vertíð við Grænland.
J. D.
JOHH KNITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUM
--------------r 64. DAGUR ----------------------
en veruleika. Sáí.Lennar hafði blundað, þegar hún stóð
við þvotta og aðra prfiðisvinnu.
En svo hafði lí&ferill hennar skyndilega breytzt. Höfðu
hennar dýrustu ó$kir ekki rætzt? Var hún ekki eiginkona
auðugs manns? Vat? bún ekki frjáls, og urðu ekki aðrir að
þjóna henni? Gat- hún ekki fengið allt, sem hún krafðist?
En hvers virði var þetta?
Hún elskaði etelEi Anton Möller. Hún umbar hann —
reyndi að sætta sig.í við hann. Og því lengur sem hún neyddi
sjálfa sig til þess’-iað umbera hann, þeim mun óánægðari
varð hún. Hugguií'SÚ, er bréf Gottfreðs og bækurnar veittu
henni, megnaði ekfci að eyða þeirri vitund, að milli þeirra
Antons Möller var staðfest djúp, er ekki var unnt að brúa.
Það setti oft að llj^mi hroll, er henni varð hugsað til fram-
tíðarinnar. Hin ðkomnu ár ógnuðu henni inni i myrkri
óvissunnar. Þegar'.hún virti sjálfa sig fyrir sér í spegli,
blossaði stundum’ifjpp einskis megnug heift í huga hennar.
Teresu hafði þtíjjgar orðið nokkrum sinnum sundurorða
við mann sinn. Oj£,það var stundum út af peningum. Einn
daginn sagði haní|:.þrumurómi, að hún væri allt of eyðslu-
söm.
— Fólk, sem vésllur skyndilega ríkt, er alltaf eyðslusam-
ara en hinir, senyjvánir eru ríkidæmi, sagði hann.
Hún hlustaði á ,-þessar umvandanir, föl í andliti, en ró-
leg. Þegar hann tújk utan um hana og ætlaði að kyssa hana,
fann hann, að héi$n hafði móðgað hana. Og hún vildi ekki
þekkjast það, þótt' hann leitaðist við að bæta fyrir brot sitt.
Ásakanir hans vdrtr eins og bálköstur, er hlaðinn hafði verið
að henni.
XVI.
Um sumarið var mjög heitt uppi í fjöllunum. Dag eftir
dag titraði tíbráin yfir Arnarfljótinu, vegirnir voru skrauf-
þurrir og rykugir og fjallalækirnir þornuðu. Skógarnir voru
dökkgrænir, og inni í skógarhöllinni var mosinn eins og
mýksta flos, en engi og brekku þöktu hin fegurstu blóm.
Teresu varð oft reikað inn í skóginn, og þar sat hún sem
í leiöslu í skugga trjánna. í hinni dásamlegu kyrrð skógar-
ins var gott að hugsa um leyndardóma lífsins. Tvær ólíkar
kenndir toguðust á um hana. Það sótti í fyrsta lagi á hana
áköf heimþrá. Oft ferðaðist hún í huganum yfir fjöllin og
heim til Valais — í heimbyggðina, þar sem bölvun og út-
skúfun hafði hvílt á henni eins og mara. Faðir hennar
hafði lifað og dáið í litlum kofa, þar sem ekki var ann-
að útihúsa en svínastían, og þangað kölluðu minningarnar
hana. Hún reyndi að hlæja að sjálfri sér. Hvers vegna var
'hun að hugsa um Valais? Hvers vegna þráði hún æskudal-
1 inn sinn? Þráði hún að sjá aftur það fólk, sem hafði hrjáð
hana og smáð? Þetta var heimska. Þetta voru fjarstæðu-
kenndir hugarórar. En það bjó önnur þrá i brjósti hennar.
Hvað var það?
— Nei, sagði hún við sjálfa sig, nei. Þetta er ekki þrá.
Ég þrái ekki Gottfreð Sixtus. Mig langar bara til þess að
|Sjá hann aftur. Mér þykir vænt um hann. Og hvers vegna
má mér ekki þykja vænt um hann? Ég á að ganga honum
í móðurstað.
En það var siðasta bréfið, sem hún hafði fengið frá Gott-
freð Sixtusi. Það var langt bréf. Hún hafði lesið það mörg-
um sinnum, en aldrei heima, heldur ævinlega í einverunni
úti í skóginum. Hún hafði reyndar ekki skilið það nema
að hálfu leyti. Framsetning Gottfreðs virtist ekki lengur
jafn skýr og einföld og áður. Það var engu líkara en hann
væri þreyttur og ejtthvað, sem kvaldi hann, trrtist í^þessu
bréfi, þótt hann nefndi það ekki. Hún var áhyggjufull, en
þó var eins og ljúfsár bruni læsti sig um hana. Hvernig
vissi hann, að hún var óhamingjusöm, og mátti hann í
rauninni vita það?
— Teresa, hafði hann skrifað. Ég hugsa oft um það, hve
óhamingjusöm þú ert....
Hann hafði aldrei vikið að því einu orði, að hann væri
óhamingjusamur, og hún ætlaði að banna Gottfreð að trúa
því, að hún væri það.
Teresa beið árangurslaust eftir því, að hann kæmi i heim-
sókn að Gammsstöðum. Þá ætlaði hún að sýna honum, að
hún væri ekki óhamingjusöm. Hann ýar meira að segja
að ympra á ferðalagi til annarra landa. Teresu sárnaði