Tíminn - 27.07.1950, Side 7
161. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 27. júlí 1950
T
(
Átökin í Belgíu
(Framhald af 8. siðu).
hlutum, og stjórnin heíir
þegar látið handtaka for-
ingja tveggja verkalýðsfé-
laga, þar sem jafnaðar-
menn eru í yfirgnæfandi
meirihluta.
Er því sýnilegt, að deilur
I sambandi við heimkomu
konungs muni mjög magn-
ast, og er ástaéða til þess að
óttast, að mjög alvarleg á-
tök verði 1 landinu.
Heimkoma konungs.
Heimkoma konungs fór
mjög leynt. Kom hann og
föruneyti hans í þremur Da-
kóta-flugvélum til herflug-
vallarins í Evére, og fylgdu
þrjár orrustuflugvélar. ' í
flugvél konungs voru auk
hans sjálfs, Albert prins, Du-
vieusart forsætisráðherra og
einkaritari konungs, Jacques
Pírenne, greifi og prófessor.
Herhljómsveit lék „La Brab-
ansonne“ á flugvellinum, og
síðan heilsaði konungur mót-
tökunefndinni-: de Vleesch-
hauwer innanríkisráðherra,
van Zeeland utanríkisráð-
herra, Moreau de Melen land
varnaráðherra, Piron hers-
höfðingja og fleiri fyrirmönn
um.
Piron var yfirmaður fyrstu
belgisku sjálfboðasveitarinn-
ar, er tók land í Normandi og
nú foringi belgíska setuliðs-
ins í Þýzkalandi. Olli það mik
illi hneykslun, að hann skyldi
vera í móttökunefndinni, og
þegar eitt blaðið spurði hann,
hvernig á því stæði, að hann
hefði tekið slíkt að sér, svar-
aði hann:
„Skipun er skipun!“
í hálfs kílóriietra fjarlægð
voru blaðamenn látnir bíða,
og létu sumir fréttaritarar er-
lendra blaða svo ummælt í
skeytum sínum, að þeir
myndu framvegis þurfa á
kíkjum að halda, meðan þeir
störfuðu í Belgíu.
Þrjú þúsund manna her-
sveit var einnig á flugvell-
inum. v
Drottningin kom ekki.
Drottningin, prinsessan af
Rethys, kom ekki heim með
konunginum. Er hún vanfær,
og mun ala barn sitt erlend-
is. Hún er af flæmskum auð-
mannaættum, og var allt ætt
fólk hennar mjög hlynnt
Þjóðverjum. Er hún mjög ó-
vinsæl meðal Vallóna, en lík-
legt þykir, að það dragi nokk-
uð úr mótspyrnu kvenþjóð-
arinnar, gegn konunginum,
aö heimkoma hennar dregst
á langinn.
Konungur ekur til
hallarinnar.
Konungurinn var í hers-
höfðingjabúningi, sólbrennd-
ur mjög, en þreytulegur á
svip. Hann steig inn í stóra
bifreið og ók brott með for-
sætisráðherranum, en föru-
neyti hans á eftir þeim.
Fylgdu brynvarðar bifreið-
ar, bifhjólasveitir, vélbyssu-
vagnar, lifvarðarsveitir og
vörubifreiðar, hlaðnar her-
mönnum. Var ekið með 60—
70 kílómetra hraða til Laek-
en-hallar.
Fánar víða uppi.
í Brússel voru fánar víða
uppi, en nokkur vafi getur þó
leikið á því, hvort borgarbú-
ar hafi verið að fagna kon-
unginum, þar eð dagurinn
fyrir var þjóðhátíðardagur
Belga, og í Belgíu er siður, að
draga fánana ekki niður að
kvöldi þjóðhátíðardags, held-
ur láta þá blakta í þrjá daga.
Skátaflautur seldust upp.
Þrátt fyrir hinn mikla hita,
sem heimkoma konungs hefir
hleypt í stjórnmálalífið í
Belgiu, bar lítið á forvitni al-
mennings. En andstæðingar
konungs höfðu sig þegar í
frammi.
í bænum Hainaut var járn
brautarlína sprengd í loft
upp, og við Laeken-höll söfn-
uðust saman um fjögur hundr
uð andstæðingar konungs
með skátaflautur og hófu á-
köf ólæti, er konungurinn
var kominn til hallarinnar.
Er sagt, að um sjötíu þúsund
skátaflautur hafi selst í búð-
um í Brússel dagana fyrir
heimkomu konungs, svo að
þar sé nú hvergi skátaflauta
fáanleg.
Um þúsund fylgismenn
konungs höfðu slegið tjöld-
um fyrir framan hallarhliðið,
og hófu þeir brátt að syngja
„La Brabansonne“. En ekki
kom til neinna átaka á milli
þessara flokka.
Konungurinn birtist.
Fylgismenn konungs hlutu
þá umbun hollustu sinnar, að
þeir sáu konung reika um
stígana í garðinum í fylgd
með Baudouin erfðaprins og
Albert prinsi, bróður hans.
Var konungur þá í dökkum
fötum og með háan silkihatt.
Prinsarnir voru berhöfðaðir
og í gráum fötum. Veifaði
konungur til áhorfenda.
Útvarpsræða konungs.
Fjórum klukkustundum eft
ir heimkomu sína flutti kon-
ungur þjóðinni boðskap sinn
i belgiska útvarpið. Sagðist
hann vilja gera allt til þess
að binda endi á hina langvar
andi deilu um konungdóm-
inn, og vildi hann vona, að
það gæti orðið upphaf meira
umburðarlyndis.
Við heimkomuna sagði
hann, að sér yrði fyrst hugs-
að til gamalla vopnabræðra
í tveimur styrjöldum. Við
stóðum saman við Yser og
Lys, sagði hann, og ég full-
yrði, að belgíski herinn gerði
skyldu sína 1940—1945, eins
og hann gerði 1914—1918.
Þetta hefði aflað Belgum
trausts, og eftir heimsstyrj-
öldina seinni hefði aftur ver-
ið tengd traust bönd á milli
þeirra og annarra Banda-
manna.
Hann kvaðst hafa fylgzt
með þeim þjóðfélagsumbót-
um, sem orðið hefðu að styrj-
öldinni lokinni, og hann sagð
ist fyrirfram heita þeim stuðn
ingi sínum, er skapa vildu
aukna velmegun og þjóðfé-
lagslegt réttlæti. Einkum er
mér þó æskulýður landsins
hugfólginn, sagði konungur-
inn, því að þar er framtíð
Belgíu. Megi hann uppfylla
Fundur vorksmiðju-
eftirlitsstjóra
(Framhald af 8. siðu).
og sænski fulltr., Pelow, sögðu
frá málum þessum i sinum
löndum, en þar eru þau kom-
in lengra á veg en hér á
landi.
í byrjun á íslandi.
Þórður Runólfsson, vélaeft-
irlitsmaður, sem þátt tók í
fundinum fyrir íslands hönd,
benti á það, að íslendingar
hefðu sérstaklega mikið gagn
af samstarfi við hin Norð-
urlöndin á þessu sviði, þar
sem þessi starfsemi hefði ekki
hafizt hér á landi, fyrr en
hálfri öld síðar en þar.
Þar sem þessi starfsemi er
lengst á veg komin, nær hún
orðið einnig til þess að bæta
almennt aðbúnað verksmiðju
fólks, þannig að ekki sé látið
við sitja að minnka slysa-
hættuna. Hitt er ekki síður
þörf, að bæta aðbúnaðinn og
auka hollustuhættina, með-
al annars með því, að fólk
hafi góða aðstöðu til að mat-
ast og skipta um föt í verk-
smiðjunum. Sums staðar eru
læknar látnir fylgjast með
heilsufari, meðal annars til
að draga úr starfssjúkdómum.
Árlegir fundir forystu-
manna.
Slíkir fundir sem þessi, eru
árlega haldnir á Norðurlönd-
um. Fundurinn er þó hér í
fyrsta sinn, enda hefir ísland
fyrst nú eftir stríðið tekið
virkan þátt í þessu samstarfi.
Auk þessara árlegu funda
forustumanna um öryggismál
í verksmiðjum, eru svo haldn
ir almennir fundir fjórða
hvert ár. Þar koma líka til
viðræðna þeir, sem starfa við
hinar ýmsu greinar verk-
smiðjurekstursins. Verður slík
ur fundur haldinn i Svíþjóð
næst, en áður hefir hann ver
ið haldinn í Osló.
þær vonir, er við hann eru
tengdar.
Ég sný mér til landa minna,
sagði konungur ennfremur,
og ber fram þá innilegu bæn,
að þeir standi vörð um þjóð-
areininguna. Ég bið ykkur, að
falla ekki i þá freistni að
hefja ófrjóa togstreitu og deil
ur. Ég mun gleyma þeim á-
greiningi, er orðið hefir, líkt
og forverar mínir hafa stund
um gert fyrr í sögu þjóðar-
innar. Ég mun aðeins hugsa
um framtíðina.
Konungurinn er tákn um
einingu þjóðarinnar. Hann er
ráðgjafi, hafinn yfir átök
flokka, ber virðingu fyrir á-
kvörðun meirihlutaris, er um-
burðarlyndur við minnihlut-
ann og sjónarmið hans. Þessu
heiti ég Belgum, hvað sem
framtíðin kann að leggja mér
á herðar. Hugleiðið kjörorð
þjóðar okkar: Eining er styrk
ur. Megi guð halda verndar-
hendi yfir Belgiu.
Á þessa leið mælti konung-
inum. Andstæðingar hans
segja, að þar hafi ekkert
brostið á fögur loforð, nema
hvað hann hafi ekki lofað því
að afsala sér konungdómi.
SAMVINNAN
KÖMINÚT
Júlíhefti, með fjölda
greina um samvinnu*
mál.
Samvinnan, júlíhefti, er
komið út. Ritið er að þessu
sinni aðallega helgað aðal-
fundi Sambandsins í vor og
aðalfundi Nordisk Andelsfor
bund, sem haldinn var hér á
landi að þessu sinni, eins og
kunnugt er. Auk þess er í því
afmælisgrein um Sigurð Krist
insson sjötugan, smásaga eft«
ir Friðjón Stefánsson, önnur
eftir Anatole France,ferða-
saga frá Skotlandi eftir Finn
Kristjánsson, kaupfélags-
stjóra, grein um Nehru, þætt
irnir Konurnar og samvinnan
og Foreldrar og börn, fram-
haldssaga, fréttir og fleira.
Bandaríkjamenn
varir um sig
Truman Bandaríkjafor-
seti flutti í Bandaríkjaþingi
ávarp í gær. Sagði hann með-
al annars, að landvarnarút-
gjöldum Bandarikjanna væri
ekki lokið, þótt Kóreustríð-
inu lyktaði. Bandaríkin yrðu
að vera viðbúin fyrirvara-
lausri árás.
Væri slikt nauðsynlegt,
kvaðst Truman ekki hika við
að skipuleggja framleiðslu
alla með hergagnaþörfina
fyrir augum.
Senda iið til Kóreu
Ástralíumenn, Ný-Sjálend-
ingar og Tyrkir hafa ákveð-
ið að senda hersveitir til
Kóreu. Á Nýja-Sjálandi var
byrjað að skráseja sjálfboða-
liða í gær. Ástralíumenn
senda fótgöngulið og stór-
skotalið og Tyrkir senda fjög-
ur þúsund fótgönguliða.
Laxárvirk j unin
(Framhald af 1. siðu.)
innanhéraðsmenn sitji fyrir
um vinnu og einnig bifreið-
ar af rafveitusvæðinu gangi
fyrir.
Vélár keyptar frá
Bandaríkjunum.
Vélar til virkjunarinnar
verða keyptar frá Bandaríkj-
unum. Verða nú þegar að öll-
um líkindum fest kaup á vél-
unum. Nokkur hluti vélanna
verður keyptur frá fyrirtæk-
inu James Laffel & Co. í Ohio
í Bandaríkjunum, en hinn
meginhlutinn keyptur af
hinu kunna bandaríska félagi
Westinghouse í Bandaríkjun-
um.
Byrjað á stöðvarbyggingu.
Byrjað verður á því, að
byggja nýtt stöðvarhús við
Laxá, skammt frá gamla
stöðvarhúsinu. Standa vonir
til að vinna hefjist við fram-
kvæmdirnar alveg á næst-
unni. —
mgaamiOTimtnmaanaaaiffliminnm munn::mninnrmn:tumm:amn:n«nmmngmh
M.s.„Gullfoss“
fer frá Reykjavik laugardag-
inn 29. júlí kl. 12 á hádegi til
Leith og Kaupmannahafnar.
Tollskoðun farangurs og vega
bréfaeftirlit byrjar i tollskýl-
inu vestast á hafnarbakkan-
um kl. 10,30 f. h. og skulu
allir farþegar vera komnir í
tollskýlið eigi síðar en kl. 11
f. h.
H.f. Eimskipafélag íslands
TENGILL H.F.
Hciði við Kleppsveg
Simi 80 694
annast hverskonar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðjulagnir, húsalagnir,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetningu á mótorum,
röntgentækjum og heimilis-
vélum.
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
1200 erlend frímerki.
JON AGNARS,
Frímerkjaverzlun,
P. O. Box 356, Reykjavik.
Köld borð og heit>
nr matnr
eendum út um allan bæ.
SlLD & FISKUR.
Forðizt eldinn og
eignatjón
Framleiðum og seljum
flestar tegundií handslökkvi
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækj um. Leitið upp-
lýsinga.
Kolsýruhleðslan s.f. Slmi 3381
Tryggvagötu 10
Reykjavík
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstími kl. 11—12 og 2—5
virka daga nema laugardaga
kl. 11—12.
itufÍijAil í Jímanum
Munið þverskorinn hraðfrystan fisk í hádegismatinn. - KRON
nussuummmnmunnmmmmuuumtumuuutssnnuutnmu: