Tíminn - 27.07.1950, Síða 8

Tíminn - 27.07.1950, Síða 8
„ERLE/VT YFIRLIT“ í DAG: Forseti JMorður-Kóreu 34. árg. Reykjavík „A FÖRMJM VEGt“ t DAG: Bœjarprýði — Bœjjarsmán 27. júlí 1950 161. blaS Fleiri innrásir yfirvofandi? MM verksmiðjueftir- iitsstjóra Noröurlanda í gær hófust umræður í brezka þinginu um land- varnamál.Shinwell, landvarna raðherra flutti langa ræðu. Sagði hann meðal annars, að vel mætti vera, að árásir vofðu nú víðar yfir en í Kóreu, jafnvel í Norðurálfu. Rússar hefðu á undanförn- um árum varið nær þriðjungi rikisteknanna til herbúnaðar. Þeir hefðu á að skipa 2,300 þúsundum manna undir vopn um, og væri þriðjungur þeirra í vélahersveitum. Þó gætu þeir tvöfaldað herlið sitt með litium fyrirvara. Þeir ættu 25 þúsund skriðdreka og 19 þúsund hernaðarflugvélar, flotastyrkur þeirra væri nokk ur, einkum hvað snertir kaf- báta. Bretar hefðu nú fátt manna undir vopnum, en þess væri að minnast, að I lok heims- 1 styrjaldarinnar hefði verið fjórum milljónum fullþjálf- aðra manna á að skipa, auk heimavarnarliðs. Einum fjórða af ríkistekjunum væri varið til herþarfa. Churchill talaði næstur á eftir Shinwell. Taldi hann brezku stjórnina hafa verið of svifaseina, en gagnrýndi hana ekki 1 einstökum atrið- um, enda flytur hann aðra ræðu við framhaldsumræður í dag. HaldilS hér í Reykjavík og ræðir ankið örygg'i o»’ bættan aðbiínað vorksmiðjufólks Þessa dagana var haldinn hér á landi fundur verk- smiðjueftirlitsstjóra af öllum Norðurlöndunum, nema Fær- eyjum. Stóð fundurinn sjálfur í tvo daga og lauk honum í gærkvöldi, en siðan fara eftirlitsstjórarnir í kynnisferð til Norðurlands, þar sem ætlunin er meðal annars að skoða síldarverksmiðjur ríkisins, sem er nýstárlegur verksmiðju- rekstur fyrir flesta fulltrúana. Blaðamenn ræddu í gær við fulltráana, er þeir voru að fundarhöldum, og skýrðu þeir i írá starfsemi verksmiðjueftirlitsins hver í sínu lagi. Hækkuðn kaupið, en gleymdu af- köstunum Stjórn Ungverjalands hef- ir gefið út harðorða yfirlýs- ingu, þar sem forustumenn verkalýðsfélaganna ung- versku eru mjög gagnrýndir. Er þeim gefið að sök að hafa fjarlægt verkalýðsfélögin kommúnistaflokknum ung- verska og gleymt því, að allir verkalýðssinnar, er ekki séu kommúnistar, séu hættulegir menn. Ungverskir verkalýðsleiðtog ar eru ennfremur sakaðir um það, að hafa ekki stuðlað að framleiðsluaukningu í land- inu, heldur heimtað kaup- hækkanir fram yfir það, sem verkamönnum væri brýn nauðsyn á og heppilegt fyrir hag landsins. • Þessi ungi maður stundar vinnu sína af miklum áhuga. Hann nýtur kennslu í stofnun einni í Boston, þar sem börnum eru kenndar fagrar iistir. Smíðisgripurinn er árangur þeirrar kennslu, sem hann hefir notið. Átökin í Belgíu fara stööugt harönandi 48 skemmdarverk framin í fyrradag — tveir verkalýðsleiðtog'ar fangelsaðir Leópoid III. kom á laugardaginn heim til Belgíu og lauk þar með margra ára útlegð hans. Flutti hann í Laeken-höll, utan við Brússel, þar sem konungdómur beið hans. En um það, hversu sá konungdómur verður langur, eru skiptar skoðanir. Belgíska stjórnin lilaut traust Þegar atkvæðagreiðsla fór fram um vantraust á belgísku stjórnina í gær, gengu allir stjórnarandstæðingar úr þing salnum, nema þeir þingmenn tveir, sem flutt höfðu van- trauststillöguna. Hlaut stjórnin því traust með 110 atkvæðum gegn 2. Barátta þar til yfir lyki. Það er næsta tvísýnt, hvaða afleiðingar heimkoma kon- ungsins kann að hafa. En vafalaust er, að hún mun hafa í för með sér miklar róstur og hörð átök. Níu jafnaðarmenn, sem sæti áttu í ríkisráðinu, lögðu þegar niður umboð sitt, með- al þeirra var Paul-Henri Spaak og Max Buset, formað ur jafnaðarmannaflokksins, svo að þegar ráðið kom sam- an í Laeken-höll í þriðja skipti í sögu Belgíu, voru rík- isráðsmenn, er þar mættu, aðeins nitján í stað tuttugu og átta. Fulltrúar frjálslynda flokksins mættu á ríkisráðs- fundinum, en einungis til þess að skora á Leópold kon- ung að leggja niður völd. í gær lýsti Spaak því yfir, að jafnaðaimenn myndu herða baráttu sína gegn kon- unginum og halda henni á- fram, þar til yfir lyki. Skemmdarverk og fangelsanir. Mjög er nú orðið heitt í kolunum í Belgíu. i fyrra- dag voru unnin í landinu 48 skemmdarverk, sem kunn- ugt er um, verkföll eru yfir- gripsmikil í sumum lands- (Framhald á 7. síðu.) Framsókn Norðan- manna stöðvuð Framsókn Norðanmanna á Kóreu var stöðvuð í gær. Á suðurströndinni, þar sem Norðanmenn hafa sótt fram í áttina til Pusan.tóksi Banda ríkjamönnum að hrínda á- rásum.og varð mikið mannfall í liði Norðanmanna. Sókn NorÖanmanna við Jongdong var einnig hrundið. Veður var gott í Kóreu í gær, og gátu Bandaríkja- menn betur beitt flugstyrk sinum en endranær. Voru meðal annars notaðar þrýsti loftsknúnar orrustuflugvélar. Aukið cryggi verk- smiðjufólks Danski fulltrúinn, Dreyer forstjóri, tók fyrstur til máls og skýrði þá miklu þýðingu, er starfsemi verksmiðjueftir- litsins hefði haft á hinum Norðurlöndunum og rakti um ræðuefni fundarins. Hefði verið rætt um fyrirkomulag í verksmiðjum og hvernig auka megi öryggið í einstökum greinum verksmiðjuiðnaðar- ins. Þá hefir einnig verið rætt um vinnuáhcld og öryggis- útbúnað, svo sem hlífar fyrir augu og eyru. Var hér í fyrra haldinn norrænn fundur und irnefndar, sem starfaði að þessum öryggísmálum. Fagnaði þátttöku íslands. Norski fulltrúinn, Hindahl forstj., lýsti sérstakri ánægju sinni og Norðmanna yfir því, að íslendingar væru nú komn ir til samstarfs við hin Norð- urlöndin, líka á þessu sviði. í Noregi er nú lögð mikil áherzla á að tryggja aðbúnað verksmiðjufólks sem bezt, enda er þar eins og víða ann ars staðar raunverulegt kapp- hlaup um vinnuaflið, þar sem þeir verða hlutskarpastir sem bezt búa að verksmiðjufólk- inu. Rætt um ný laga- frumvörp. Á fundinum var ennfremur rætt um ný lagafrumvörp um cryggismál verksmiðjufólks, en slik lög eru nú á döfinni, bæði hér á landi og í Dan- j mörku. Lagaírumvarp ríkis- stjórnarinnar íslenzku nefn-' ist frumvarp til laga um ör- yggisráðstafanir á vinnu- stcðvum og hefir tvívegis dagað uppi í þinginu. Finnski fulltr., Járvenpáá, (Framhald á 7. síðu.) Pólski herinn deild í rauða hernum Pólski herinn hefir nú ver- ið algerlega samræmdur rauða hernum rússneska, og á liann að verða deild innan hans, ef til ófriðar dregur. í eiðstaf þeim. sem pólskum hermönnum er gerður, er lýst yfir órofa hollustu við þetta samband við rauða herinn. Stórt viðgerðaverk- stæði í smíðum á Hvolsvelli Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við Magnús Kristjánsson, kaupfélagsstj. á Hvolsvelli og spurðist fyrir um vélaverkstæði það, er Kaupfélag Rangæinga er að láta reisa um þessar mundir. — Við byrjuðum á bygging unni í vor, sagði Magnús, og er nú verið að steypa vegg- ina. Ætlun okkar var að koma byggingunni undir þak í sum ar, en nú er óvíst, hvort það tekst vegna efnisskorts. Byggingin verður 600 fer- metrar, ein hæð. Þar á að verða viðgerðarverkstæði fyr- ir bifreiðar og landbúnaðar- vélar, rafvélar og raftæki og trésmíðaverkstæði. Vélakost í þetta nýja verk- stæði hefir kaupfélagið nægj- anlegan, en áður hefir það rekið viðgerðaverkstæði í skúrum og hermannaskál- um, en við mjög erfið og ófull nægjandi skilyrði. Síld til Seyðis- fjarðar Nokkur skip og bátar komu með síld til söltunar, fryst- ingar og bræðslu til Seyðis- fjarðar seinustu dægur. Voru það Freyfaxi, Drcfn, Stella og Forsetinn. Var Forsetinn dreginn inn til Seyðisfjarðar, því að nót hafði flækzt í skrúf unni. Unnið að barnaskóla V estur-Ey f eliinga Um þessar mundir er nýhaf in vinna við hinn fyrirhug- aða barnaskóla Vestur-Ey- fellinga að Seljalandi. Var byggingunni komið vel á veg í fyrra, en nú á að múrhúða húsið utan og innan. Litlar líkur eru þó til þess, að unnt verði að ljúka byggingunni i sumar, svo að skólinn kom- izt í notkun í haust, þar eð enn stendur á framlagi rík- isins. Skóli þessi á að verða heim anakstursskóli og munu sækja hann bcrn úr tveim- ur sóknum, Stóradalssókn og Ásólfsskálasókn. í hvorugri þessara sókna er barnaskóli fyrir. í Dalssókn hefir aðeins verið farkennsla fram að þessu, en skóli Skálasóknar brann fyrir nokkrum miss- erum, og sameinaðist þá öll Vestur-Eyjafjallasveit um byggingu nýs skóla. Skólinn að Seljalandi verð- ur hin myndarlegasta bygg- ing, þegar hún er fullgerð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.