Tíminn - 22.08.1950, Síða 2
2.
TÍMINN, þriðjudaginn 22. ágúst 1950.
182. blað.
Útvarpið
Utvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.20 Tónleikar: Horntríó í
Es-dúr eftir Brahms (plötur).
20.45 Erindi: Barnaleikvellir og
leikvallastarfsemi (Aðalsteinn
Hallson skólastjóri). 21.10 Tón-
leikar (plötur). 21.20 Upplestur:
,,Dalurinn,“ smásaga eftir Ind-
riða G. Þorsteinsson (höfundur
les). 21.35 Vinsæl lög (plötur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Tónleikar: Einfónía í G-
dúr (Militár-hinfónían) eftir
Haydn (plötur). 22.35 Dagskrár-
lok.
Blöð og tímarit
Víðförli,
tímarit um guðfræði og kirkju
mál, 1.—2. hefti 1950, er nýkom-
ið út. Efni m. a. Hvort skilur þú?
eftir Sigurbjörn Einarsson; Voru
ungbörn skírð í frumkristni, eft
ir Oscar Gullman. Trú og vís-
indi, eftir Árna Árnason; Is-
lenzkar biblíuþýðingar, eftir
Steingrím J. Þorsteinsson; Að-
stoðin við evangeliskar kirkjur
Evrópu, eftir Alfred Th. Jörgen-
sen; Austur eða Vestur, eftir
Martin Niemöller; Endurkoma
Krists, þúsundáraríkið og heims
endir, eftir Jóhann Hannesson;
Tvær myndir, eftir Sigurð Páls-
son og Kristínu Sigfúsdóttur.
Flugferðir
Loftieiðir.
Flugferðir innanlands þriðju-
daginn 22. ágúst 1950. í dag er
áætlað að fljúga til Isafjarðar
kl. 9.30, til Vestmannaeyja kl.
13.30, til Akureyrar kl. 15.30. auk
þess til Patreksfjarðar og Hólma
vikur, þá verður flogið frá Akur-
eyri til Siglufjarðar kl. 10.00 frá
Akureyri til Isafjarðar, kl. 13.00
og aftur frá Akureyri til Siglu-
fjarðar kl. 18.00.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Isafjarðar, Vestmannaeyja,
Akureyrar og Patreksfjarðar,
auk þess tvær ferðir milli Akur-
eyrar og Siglufjarðar, fyrri ferð-
ina kl. 10.00 frá Akureyri og
seinni ferðina kl. 18.00 frá Ak-
ureyri.
Utanlandsflug: , Geysir“ milli
landavél Loftleiða kom frá New
York kl. 7.00 í gærmorgun með
44 farþega, hélt síðan áleiðis til
Kaupmannahafnar kl. 13.00,
hér tók „Geysir“ 3 farþega til
Kaupmannahafnar. Þeir 44 far-
þegar, sem „Geysir“ kom með
frá New York voru meðlimir úr
danska Biblíufélaginu, sem voru
á alþjóðaþingi Biblíufélaga í
New York. „Geysir“ flutti þessa
farþega frá Kaupmannahöfn til
New York í júlí í sumar. Flug-
stjóri til Kaupmannahafnar var
Kristinn Ólsen. „Geysir“ er
væntanlegur til Reykjavíkur sið
degis á miðvikudaginn.
Hvar eru skipin?
Limskip.
Brúarfoss fór frá Álaborg 17.
þ. m. Var væntanlegur til Rvík-
ur um miðnætti í gær. Dettifoss
er í Hull. Fjallfoss er í Gauta-
borg. Goðafoss er í Reykjavík.
Gullfoss fór frá Kaupmanna-
kaji til keiía
höfn 19. þ. m. og frá Leith í gær
til Reykjavíkur. Lagarfoss fór
frá Reykjavík 19. þ. m. til New
York. Selfoss er á Raufarhöfn,
fer þaðan til Húsavíkur og Siglu
fjarðar. Fer væntanlega frá
Siglufirði í kvöld, 22. þ. m. til
Svíþjóðar. Tröllafoss er í Rvík.
Ríkisskip.
Hekla er á leið frá Glasgow til
Reykjavíkur. Esja fer frá Reykja
vík í kvöld vestur um land til
Þórshafnar. Herðubreið fer frá
Reykjavík á morgun austur um
land til Bakkafjarðar. Skjald-
breið fer frá Reykjavík í kvöld
til Húnaflóahafna. Þyrill er í
Reykjavík.
Ur ýmsum áttum *
Skátaskólinn, Úlfljótsvatni.
Nýtt námskeið fyrir stúlkur
hefst nú upp úr helginni. Lagt
verður af stað frá Skátaheimil-
inu við Hringbraut og eiga þátt-
takendurnir að mæta kl. 7—7.30
á mánudag.
Drama-Stef stofnað.
Á fimmtudaginn var haldinn
aukaaðalfundur í Stefi. Tekin
var til umræðu reglugerð fyrir
Drama-Stef, sem samþykkt var
á aðalfundi Stefs 17. fyrra mán-
aðar, og var hún nú samþykkt í
einu hljóði án breytinga.
Formaður Drama-Stefs, sem
fulltrúi höfunda, var kosinn
Loftur Guðmundsson, sem full-
trúar höfunda í Stefi voru enn-
fremur kosnlr þeir séra Jakob
Jónsson og dr. Páll Isólfsson.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í
reglugerð Drama-Stefs voru til-
nefndir í stjórn Drama-Stefs í
stað þeirra tveggja manna, sem
annars skulu kjörnir af rétthöf-
um utan Stefs, þeir Bjarni Guð-
mundsson fyrir þýðendur og Sig
urður Reynir Pétursson fyrir
forleggjara.
Nýtt drengjamet á innan-
félagsmóti l.R.
Á innanfélagsmóti IR í fyrra-
kvöld setti Rúnar Bjarnason
nýtt íslenzkt drengjamet í 200
metra grindahlaupi, hljóp á 27.0
sek. Gamla metið átti Ingi Þor-
steinsson KR, og var það 27.3
sek. 110 metra grindahlaupið
vann Rúnar einnig, hljóp á 15.2
sek., sem er aðeins einum tí-
unda lakara en drengjamet
Inga í þessari grein.
B-mótið
í frjálsum íþróttum fer
fram 25. ágúst. Keppt verður
í eftirfarandi íþróttum: 100,
800 m. hlaupi, hástökki, lang-
stökki, kringlukasti, kúlu-
varpi og stangarstckki.
F.Í.R.R.
n'num veai -
SPURT OG SVARAÐ
Fyrir nokkru var birt hér í
blaðinu bréf frá „Utanfara,“
þar sem meðal annars var rætt
um brauðin og brauðgerðirnar
hér, og var þar látin í ljós undr-
un yfir því, hvers vegna brauð
og kökur úr brauðgerðum hér
væru lakari en á Norðurlöndum,
enda þótt ekki væri betur vitað,
en hér væru sæmileg tæki til
brauðgerðar og mjölið og syk-
urinn sömu tegundar og á hin-
um Norðurlöndunum.
Nú um helgina kom að máli
við mig maður, er sagði eitthvað
á þessa leið:
— Mér þótti ófróðlega spurt í
þessu bréfi. Það eru ekki aðeins
brauðin og kökurnar úr brauð-
gerðunum. sem ekki eru sam-
bærileg við sams konar vörur
meðal nágrannaþjóða okkar.
Það er meira að segja ekki að-
eins iðnaðurinn íslenzki, sem
stendur á lægra stigi um vöru-
vöndun, heldur en annars stáð-
ar yrði þolað. Við Islendingar
stöndum öðrum Evrópuþjóðum
á saemilegu menningarstigi að
baki að vinnubrögðum og vand-
virkni yfirleitt.
Við erum allvel að okkur til
bókar, stöku námsmenn íslenzk
ir skara fram úr við erlenda
skóla, Meðal okkar eru til fáein-
ir góðir taflmenn, sem sigra út-
lenda menn, og nokkrir góðir í-
þróttamenn, er hafa nennt að
leggja sig fram við þjálfun og
æfingar. En vinnubrögð þorra
fólks eru léleg — ekki af því að
við getum ekki unnið vel, ef við
viljum, heldur hinu, að hér er
ríkjandi sá andi að gözla hlut-
unum af. Hér er ríkjandi hirðu-
leysi og slóðaskapur á ótal svið-
um, og það er jafnvel skársta
hliðin á vinnubrögðum okkar,
þegar menn sýna dugnað án
vandvirkni. En það er þó það
tvennt, er fylgjast þarf að, þeg-
ar vel er unnið.
Þetta birtist á ótal sviðum.
Stjórn og starf fjölda opinberra
skrifstofa er í ólestri, þýðingar-
mikil embætti vanrækt, iðnað-
arvörur okkar eru sumar ill-
nýtandi, þótt reynt sé að gylla
þær með enskum áletrunum á
umbúðimar (það talar sínu
máli um álit framleiðendanna
sjálfra á vöru sinni), það finn-
ast hár í fiskvörum okkar, þegar
á að fara að vinna þeim mark-
að erlendis, stundum er kjötið,
eins og ullarflóka hafi verið vaf
ið um skankana og bringumar.
Umgengni við fjölda húsa og
bæja tala sama máli.
— Þess vegna er spumingin
um brauðin og kökumar harla
ófróðleg, sagði þessi maður að
lokum. Hún sýnir .mann, sem
horfir lokuðum augum á einn
megingallann í fari íslenzku
þjóðarinnar á því stigi, sem hún
er stödd í dag.
Það er harður dómur, sem hér
er kveðinn upp. En því miður
mun hann ekki með öllu út í
bláinn. Og svo er rúm til reiðu
í þessum pistlum, ef fleiri vilja
leggja orð í belg — og vera hæfi-
lega stuttorðir. J. H.
1, Þórunit S. Jóhannsdóttir
ii PÍANÚHLJÚMLEIKAR
1 Austurbæjarbíó miðvikudaginn 23. ágúst kl. 7 e. h.
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsen, Ritfangaverzlun
ísafoldar og Lárusi Blöndal.
Orðsending
til sængurkvenna í Reykjavík
Sængurkonur, sem liggja í heimahúsum, geta feng-
ið hjálparstúlku í 12 daga. Allar nánari upplýsingar
gefúr frú Helga Níelsdóttir Ijósmóðir, Miklubraut 1,
sími 1877 á mánudögum, fimmtudögum og laugardög-
um kl. 8—9 á kvöldin.
<►
TILKYNNINGI
til félagsmanna Vinnuveit-
endasambands íslands
Að gefnu tilefni viljum vér vekja athygli félags51
manna vorra á því, að heimilt er að taka hámarks-
verð það á seldri vinnu sem verðlagsstjóri auglýsti í Lög
birtingarblaðinu 29. júlí s. 1. fyrir alla vinnu unna í
júli-mánuði s. 1. og síðan.
Athygli skal ennfremur vakin á því að söluskattur
er ekki innifalinn í hámarksverði þessu.
P
Vmnuveitendasamband Islands
tt)aaf
aaieaa nútt
chfhabjöt
j; Samband íslenzkra samvinnufélaga
Sími 2678
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstími kl. 11—12 og 2—5
virka daga nema laugardaga
kl. 11—12.
TENGILL H.F.
Helði vfð Kleppsveg
Siml 88 694
annast hverskonar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðjulagnir, húsalagnir,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetningu á mótorum,
röntgentækjum og heimilis-
vélum.
Anstnrferðir frá
Rpykjavík
Daglegar ferðir austur og
suður:
Til Laugarvatns,
í Grímsnes,
í Biskupstungur
Tii Geysls i Haukadal.
Bæðí tíl Gullfoss og Geysis
á fimmtudögum og sunnu-
dögum.
Flyt tjaldútbúnað fyrir
ferðafólk. Gengisfellingin
hefir ekki haft áhrif á öll
lífsþægindi enn. Fargjöld
hafa ekki hækkað með sér-
leyfisbifreiðum á annað ár.
Afgreiðsla i Ferðaskrifstof-
unni. — Simi 1540.
Ólafur Ketilsson.