Tíminn - 23.08.1950, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, miðvikudaginn 23. ágúst 1950.
183. blað.
NÁTT
Það jarðscgutímabil, sem
við lifum á, cr kennt við þá
lífveru, sem nú kallar sig
herra jarðarinnar, manninn,
enda mun engin einstök líf-
verutegund nokru sinni hafa
valdið meiri breytingu á um-
hverfi sínu, og það bæði hinni
dauðu og lifandi náttúru, en
mannskepnan.
Fyrsta stóra sporið í átt-
ina til herraveldis yfir um-
hverfi sínu steig maðurinn í
upphafi isaldar, fyrir um
700 þúsundum ára, er hann
tók eldinn í þjónustu sína, og
með því spori er mannöld
talin hefjast. Á meðan mað-
urinn var á eldra steinaldar-
stigi, þ. e. s. fram yfir lok
ísaldarinnar, gætti fremur lít
ið áhrifa hans á umhverfi
sitt. Þó munu eldar hans oft
hafa orðið orsök skógarbruna,
og ísaldarmenn munu hafa
átt þátt í útdauða nokkurra
dýrategunda, t. d. mammúts-
ins og irska risahjartarins.
Mð byrjun yngri steinaldar,
4000—5000 árum fyrir fæð-
ingu Krists, tekur vopna- og
verkfæratækni stórum fram-
förum og maðurinn tekur að
rækta ýmsar jurtir sér til við
urværis, akuryrkja hefst. Þar
með aukast mjög áhrif hans
á umhverfi sitt. Sem dæmi
má nefna, að frjógreiningar
danska grasafræðingsins Jo-
hannes Iversens hafa leitt í
ljós, að verulegar breytingar
verða á gróðurfari Danmerk-
ur á yngri steinöld, breyting-
ar, sem ekki verða skýrðar
með loftslagsbreytingum, en
standa i sambandi við til-
kvámu nýs þjóðflokks, sem
stundaði akuryrkju og
brenndi skóga og kjarrlendi
áður en sáð var, þ. e. viðhafði
þá ræktunaraðferð, sem köll-
uð er sviðningsrækt.
Næstu stigin eru uppfynd-
ing bronsins og járnsins.
Hinir miklu landafundir
miðaldanna valda stórum
breytingum á gróðri og dýra-
lífi gamla og nýja heimsins.
Jurta og dýrategundir úr
gamla heiminum eru fluttar
vestur um haf og breiðast þar
út, en amerískar tegundir ber
ast austur yfir Atlants ála.
Með véltækni 19. aldarinn-
ar margfaldast möguleikar
mannanna til breytinga á um
hverfi sinu og breytingarnar
verða líka eftir því. Þetta er
öld hinna stóru landnáma
Evrópumanna i öðrum heims-
álfum og með hverjum ára-
tugnum minnka þau svæði,
sem ósnortin eru af áhrifum
hvítra manna.
Ég ætla ekki að rekja hér
nánar, hverjum breytingum
hin lifandi og dauða náttúra
hefur tekið fyrir tilverknað
mannanna. í stuttu máli sagt
hafa þeir gjörbreytt gróðri og
dýralífi á flestum landsvæð-
um og raunar einnig á stór-
um hafsvæðum. Ýmsum æðri
dýrategundum hefir verið út
rýmt með öllu, t. d. úruxanum
hér í Evrópu, mörgum tug-
um fuglategunda hefir verið
gjöreytt, og má okkur vera
geirfuglinn minnisstæðastur
en með útrýmingu hans hcf-
um við sett eitt af þeim
mörgu metum, sem íslending
ar hafa sett, miðað við íbúa-
tölu. Gróðri og landslagi hef-
ur verið gjörbreytt á stórum
svæðum, skógum og villtum
ÚRUVERND
Wftir dr, Signrð Þórarinssoii
-------------;---- :-*-:-\
Á fundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags, sem hald-
inn var á síðastliðinu hausti og helgaður var 60 ára
afmæli félagsins, fiutti dr. Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur erindi um náttúruvernd. Það hefir síðar
birtst í Náttúrufræðinginum. Þar sem merkilegt mál
er hér mjög vel reifað, tekur Tímann sér bessaleyfi til
að birta erindið, og væntir þess, að menningarfélög og
áhugamenn um nátíúruvernd gefi umræddu máli
gaum og veiti því athygli hvort ekki sé sitthvað í þeirra
byggðarlögum, er betur gæti farið í þessum efnum.
v
gróðri eytt, fallvötn beizluð,
stöðuvctn mynduð og önnur
þurrkuð út, heimsálfur að-
skildar. Og nú stendur mað-
urinn á þröskuldi nýrrar ald-
ar, atómaldar, og hefur bók-
staflega allt líf í hendi sér.
Sú hugmynd, að grípa beri'
til verndarráðstafana gegn
breytingum manna á náttúr- 1
unni, er gömul. Hana má
rekja allt aftur til heilags
Franciscusar frá Assisi. Það
er þó ekki fyrr en á 19. öld
að byrjað er á raunhæfum
ráðstöfunum til verndar nátt
úrumenjum. Árið 1832 er frið-
lýst svæði, um fjórir ferkíló-
metrar að flatarmáli, kring-
um laugarnar Hot Springs i
ríkinu Arkansas í Bandaríkj-
unum. Síðan líða fjórir áratug
ir, þar til næsta svæðið er frið
að, og var það hið náttúru-
fagra svæði Yellowstone á
landamærum Wyoming, Ida-
ho og Montana, 8989 ferkíló-
metrar að stærð, sem friðlýst
var árið 1872 og gert að þjóð-
garði, National Park, til þess,
eins og segir í þjóðgarðalög-
gjöf Bandaríkjanna, að nátt-
úra þess megi varðveitast ó-
spjölluð komandi kynslóðum
til hugsvölunar. Þjóðgörðum
í Bandaríkjunum fjölgaði
brátt og eru þeir nú, að þjóð-
garðinum á Hawaii meðtöld-
um, 25, og eru 5 þeirra yfir
2000 ferkílómetrar: Yellow-
stone, Yosemite, Grand Cany
on, Glacier og Mt. McKinley.
Þar að auki eru í Bandaríkj-
unum yfir 60 s. k. National
Monuments, minni, náttúru-
vernduð svæði. Samanlagt
eru náttúruvernduð svæði
Bandaríkjanna meira en
þriðjungur íslands að flatar-
máli.
Eftir bandarískri fyrirmynd
voru þjóðgarðar stofnaðir í
mörgum löndum og má með-
al hinna stærstu og merkustu
nefna Canadian National
Park í Alberta, Parc National
d’Albert í austurhluta Belg-
ísku Congo, en í þeim þjóð-
garði er hið mikla eldfjall
Nyamlagira, og þjóðgarðana í
Argentínu, Suður- Afríku pg
Ástralíu. Þess er og skemmst
að minnast, að í fyrra frið-
lýsti stjórn Nýja Sjálands
1600 ferkílómetrá svæði syðst
í landinu I þeim tilgangi ein-
um að vernda frá útdauða
fuglinn Takahe (Notornis
Hochstetteri). (Takahe er
skyldur keldusvíninu, á stærð
við hænsn, en vængjavana.
Hann hafði ekki sézt í marga
áratugi og var talinn með
öllu útdauður, er hann endur
fannst fyrir tveimur árum.)
í flestum eða öllum lönd-
um á meginlandi Evrópu eru
nú þjóðgarðar. Jafnvel í því
þéttbýla landi Hollandi eru
55 friðlýst svæði, það stærsta
þjóðgarðurinn Veluwezoom,
er 39 ferk. í Svíþjóð eru þjóð-
garðarnir 15 Þekktastur mun
Abiskó, náttúrufagurt og gróð
ursælt svæði við suðurströnd
Tornetrásk,* sem friðlýst var
1910, en stærstur sænskra
þjóðgarða (492 ferkílómetrar)
er Muddus, einnig í Lapp-
landi, friðlýstur 1942.
Þjóðgarðarnir og hliðstæð
svæði, sem friðlýst hafa ver-
ið af einstaklingum, hafa
haft allmikla þýðingu og m. a.
forðað nokkrum dýrategund
um frá útdauða, t. d. evrópska
vísundinum. Brátt var þó
sýnt, að slíkir þjóðgarðar
nægðu ekki til verndar nátt-
úrumenjum, og að þörf var á
almennri náttúruvernd. Sá
maður, sem talinn er hafa átt
mestan þátt i að koma á skipu
lagðri almennri náttúru-
vernd, er þýzki náttúrufræð-
ingurinn Hugo Wilhelm Con-
ventz, f. 1855, grasafræðing-
ur að menntun, og um þrjá-
tíu ára skeið, 1880—1910, for-
stöðumaður náttúrugripa-
safnsins í Danzig. Árið 1906
var, fyrst og fremst fyrir at-
beina hans, komið á fót þýzkri
náttúruverndarstofnun,
„Staatliche Stelle fiir Natur-
denkmalplege in Berlin“, og
varð hann fyrsti forstjóri
hennar. Conventz fór í fyrir-
lestraferðir til margra landa
til að vekja áhuga fyrir nátt-
úruvernd og skipuleggja frið-
unarstarfsemina. Sérstakan
áhuga hafði hann fyrir Nor.ð-
urlöndum. Fyrirlestrar hans í
Kaupmannahöfn 1905 urðu til j
þess, að danskir náttúrufræð
ingar mynduðu náttúruvernd
arnefnd 1906, er leiddi til
danskrar náttúruverndar-
löggjafar 1917. Hann átti
drjúgan þátt í því, að
Svíar settu löggjöf um nátt-
úruvernd í landi sínu 1909 og
Norðmenn ári síðar. Þess má
geta, að Conventz var einn
hinn fyrsti erlendra náttúru-
fræðinga, a. m. k. utan Dan-
merkur, sem lét sig Hið ís-
lenzka náttúrufræðifélag ein
hverju varða. Þegar á fyrsta
starfsári félagsins, haustið
1889, skrifaði hann formanni
félagsins, Benedikt Gröndal,
bréf og árnaði hinu nýja fél-!
agi heilla, og hann sendi fél-;
aginu vísindarit þegar á
fyrsta starfsári þess.
Nú munu flest menningar-
lönd hafa náttúruverndar- j
eða náttúrufriðunarlöggjöf,
sem heimilar ríkissjórnunum'
friðlýsingu eða aðrar ráðstaf (
anir til verndar náttúrumenj ^
um, lifandi eða dauðum, sam- |
kvæmt tillögum náttúruvernd é
(Framhald á 7, síðu.) I
Á þessu ári hefir margt tíma-
rita hafið göngu sína. Flest virð-
ast þau gefin út í gróðaskyni og
er efnið eftir því. Undantekning
í þessum efnum er þó „Líf og
list,“ sem tveir ungir mennta-
menn, Steingrímur Sigurðsson
og Gunnar Bergmann, standa
að. Ritstjórarnir virðast hafa
fyllsta vilja til þess að láta það
ekki kafna undir nafni. Of-
snemmt er hins vegar að dæma
um, hvernig það tekst, en að
ýmsu leyti er ekki illa af stað
farið.
í „Líf og list“ er fastur þáttur,
sem nefnist: Á kaffihúsinu. í
seinasta heftinu hljóðar megin-
hluti hans á þéssa leið:
„Einn sólbjartan hásumardag
fyrir skemmstu stóðum vér sunn
arlega í Tjarnargötu og virtum
fyrir oss dýrð veraldar. Skyndi-
lega heyrðist þungur dynur likt
og af fótataki herfylkis á göngu.
Og sjá, neðan Tjarnargötu kom
hópur manna, nær tveimur
hundruðum en hundraði, mis-
litur söfnuður, konur og karlar,
flest fólk með snotrar einkenn-
ishúfur, sumt í skrýtnum þjóð-
búningum, yfirleitt glaðlegt og
frjálslegt. Fremstur gekk kol-
svartur reykvískur lögreglu-
þjónn, steinsteypt tákn allra
jarðneska stofnana. Þetta voru
þátttakendur í kristilegu stúd-
entamóti á skrúðgöngu suður í
háskóla, þar sem sex norrænir
fánar blöktu við hún, fegursti
systkinahópur meðal allra heims
ins fána. Þetta var hressandi
sjón, æska, gleði, litir, birta, og
féll vel inn í mynd hinnar fögru
veraldar, sem við oss blasti.
Þannig kom oss þetta fólk fyr-
ir sjónir, fagurtlitt og marglitt,
enda komið af mörgum löndum.
En hvað bjó því í huga? Það
hópast saman vegna sameigin-
legrar trúar, vegna þess að það
telur sig, hver og einn, hafa
fundið flís úr sama steini, sjálf-
vizkusteininum. Það stendur á
biblíulegum grundvelli. Það ef-
ast ekki, það veit. Það er sælt og
glatt, því að fyrir sérstaka náð
hefir lausn alls vanda verið
laumað í lófa þess, ásamt vega-
bréfi til himnaríkis. Eins og
atomfræðingar tala sín í milli
mál, sem vér skiljum ekki, svo
talar og þetta fólk tungumál,
sem oss er hulið. Það talar sitt
fagmál, það ræðir um hluti, sem
skyn vort nær ekki upp í. Það
er ekki vor sök. En vér fordæm-
um ekki þetta fólk, heldur sýn-
um fagurmáli þess umburðar-
lyndi og tökum því ekki illa upp,
þótt það sýni oss í fullri vin-
semd, hvar helvíti er á landa-
kortinu. Það er einkamál þess,
hvernig það skipar lífi sínu.
En hitt leyfum vér oss að hug-
leiða, hversu undarleg mann-
eskjan er og hve margvísleg. Hið
mannlega á víst alltaf kröfu á
samúð manns, og það mun vera
mannlegt að vera rétttrúnaðar-
maður á biblíulegum grundvelli.
En vér getum ekki að því gert,
að það magnast hjá oss mótþról,
þegar vér hittum menn, sem
þykjast ganga með vizkustein-
inn upp á vasann. Það er þroska
vegur að leita vizkusteinsins, en
heimska að finna hann. Sá, sem
hefir fundið hann (þ. e. telur
sig hafa fundið hann), er búinn
aö vera og getur snúið upp tán-
um í eitt skipti fyrir öll án þess
að missa nokkurs. Sú sjálfum-
glaða vissa að hafa í vasanum
bréf upp á guð (eða fullkomið
mannfélagsskipulag) er andleg-
ur dauði hvers þess, sem slíkt
bréf fær. Sælir eru þeir, sem ef-
ast, því að þeir munu aldrei
finna vizkusteininn.
Og nú verður oss allt í einu
hugsað til Dungals prófessors.
Trú og vantrú eru tvíburasyst-
ur. Prófessorarnir tveir, Dungal
og Hallesby, eru eins og tvö lóð,
sem vega salt, sitt á hvorri meta
skál. Dungal er að sínu leyti
sami ofsatrúarmaðurinn í van-
trú sinni eins og Hallesby í rétt-
trúnaðinum. Sama sálgerð er
í báðum, þótt ólíka stefnu taki
vegna einhverra hluta, sem lík-
legaNæri hægt að benda á, ef
rannsakaður væri æviferill
beggja, eins og Hekla er sama
eldfjallið, þótt hún gjósi stund-
um svörtum vikri og stundum
hvítum og leggi ösku sína ýmist
í norður eða suður eftir vindátt.
Hin þykka bók Dungals, Blekk-
ing og þekking, er gegnsýrð af
þessari hamslausu ofsatrúuðu
vantrú, sem undir eins kemur
upp um höfund sinn, auk þess
sem hún fyllir hvern þann mann
leiða, sem ekki er gæddur á-
þekku lundarlagi. Enn einn, sem
hefir vizkusteininn í skjala-
möppunni.
Vér getum haft sögulega á-
nægju af rökræðum miðalda-
manna um litinn á fjöðrum
Gabríels erkiengils. Vér tökum
þetta sem eins konar frumstæða
fuglafræði á vísindalausri öld.
En vér sjáum ekki, hvað oss nú-
tímamönnum skulu þykkar bæk
ur til að sanna, að skólaspekin
hafi farið vill vegar og draga að
því líkur, að guð sé ekki til.
Dungal getur skrifað eins mörg
hundruð siður eins og hann vill
til að sanna þetta fyrir sjálfum
1 sér, ef hann þarf þess með, því
1 að þessi mál verður hver og eihn
| að gera upp við sjálfan sig, eftir
því sem hann hefir persónu og
j upplag til. En það er óþarfi að
' gefa slíkt út eins og prédikari.
En sem sagt, ekki er ástæða til
annars en vera umburðarlynd-
ur við hina (van)trúuðu, prófess
orana tvo, kannske, er það ekki
sjálfra þeirra sök, að þeir hafa
fundið vizkusteininn.“
Það er vel ef „Líf og list“
tekst að lifa eftir þeirri lífsreglu,
sem hér er gefin, að binda sig
ekki við ofþröngar kennisetn-
ingar, að vera umburðarlyndur
og viðurkenna sjónarmið ann-
ara, þótt þau falli ekki alltaf
saman við það, sem maður álít-
ur sjálfur. Á slíkum grundvelli
er hollt að lífið og listin hasli
sér völl. Starkaður.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför föður okkar
EINARS NIKULÁSSONAR
Búðarhóli, Austur-Landeyjum
. Börn hins látna