Tíminn - 29.08.1950, Page 1
~-------------------—7
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarjlokkurinn
Skrifstofur í Edduliúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
34. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 29. ágúst 1950.
188. blað.
Engin síBd í
síðustu víku
23 þúsimd mál af
ufsa veiddnst fyrir
Norðurlandi.
• í síðustu viku barst engin
síld á land til síldarverk-
smiðjanna norðanlands.
Veiddist engin síld þar í herpi
nót, alla vikuna.
Margir bátar kcstuðu hins-
vegar á ufsatorfur og náðu
all mikilli veiði. Barst sam-
tals á land rösklega 23 þús.
mál af ufsa. Aflinn fór allur
til bræðslu í verksmiðjunum.
í síðustu viku var saltað í
1015 tunur, allt reknetjasíld,
aðallega veidd við Norður-
land.
Heildar síldaraflinn er því
um síðustu helgi svo til ekkert
meiri en hann var um helg-
ina næstu á undan.
Heyskap víðast að
ljúka vestan lands
í Borgarfirði er heyskap
víðast svo til lokið, þótt
tíð sé enn með ágætum.
Eftir aðeins að slá taisvert
af há, sem látin verður í
votheysgryfjur.
Heyfengur manna á
þessum slóðum er orðinn
mikill og góður.
Svipaða sögu er að segja
alls staðar vestan lands.
I*
Frá fundi í öryggisráðinu, er það kom saman fyrir nokkru.'
Schuman'htanríkisráðherra Frakklands heiisar Jabok Malik
hinum rússneska, forseta ráðsins, en Trygve Lie sést á
milli þeirra.
, ~ ■I
i- m r m r m I r M r *
Þrjar heraðshatiðir
Framsóknarmanna
Um síðustu helgi voru haldnar þrjár héraðshátíðir, sem
Framsóknarmenn gengust fyrir. Var ein haldin að Brún í
Bæjarsveit í Borgarfirði, önnur að Hofgörðum á Snæfells-
nesi og þriðja að Sælingsdalslaug í Dalasýslu. Voru þessar
samkomur vel sóttar og fóru hið bezta fram.
BMikill síldarafli beggja
| megin við Reykjanes
Milli 30 og 40 bátar stunda nú rekneta-
veiðarnar.
Um helgina var mikill síldarafli hjá Faxaflóabátunum í
reknet. Virðist svo sem sildin sé nú fyrir alvöru komin vest-
ur fyrir Reykjanes, og fengu bátar í Miðnessjó um 200 tunn-
ur eftir lögnina í fyrrinótt.
Kallaðir heim að norðan.
Sex bátar frá Akranesi, sem
stundað hafa veiðar fyrir
Norðurlandi í sumar eru nú
komnir heim til að taka þátt
í reknetveiðunum í flóanum.
Einn þeirra, Hrefna, er kom-
in að norðan fyrir nokkru síð-
an og hefir þegar veitt mikið
af síld. Fimm bátar frá Har-
aldi Böðvarssyni komu að
norðan um helgina og eru
þeir að búast til reknetaveiða.
Einn bátur frá Vestmannaeyj
um, Gotta, er leigður til Akra-
ness og stundar þaðan rek-
netaveiðar. Eru þannig sjö
bátar byrjaðir, eða í þann veg
inn að byrja reknetaveiðar
frá Akranesi.
Fjöldi aðkomubáta
í Grindavík.
í Grindavík hefir fjöldi að-
komubáta fengið aðstöðu til
að leggja upp síldarafla, því
þaðan er stytzt á miðin, i
Grindavíkursjó, þar sem einna
mest hefir aflazt. Frá Grinda
vík stunda þvi samtals um 20
bátar veiðarnar, þegar heima
bátar eru meðtaldir.
(Framhdd á 2. síöu.)
Nýtt verð á
dilkakjöti
Framleiðsluráð landbún
aðarins hefur sett nýtt
verð á dilkakjöt frá deg-
inum í dag að telja. Verður
heildsöluverð á nýju dilka
kjöti kr. 18.00 og smásölu
verð kr. 20.90.
íslendingar keppa
Þrjú norsk íþróttafélög
hafa boðið islenzku iþrótta-
mönnunum af Brússelmótinu
til Osló og munu þeir taka
þátt í íþróttakeppni næsta
laugardag. íslendingarnir
voru komnir til Kaupmanna-
hafnar 1 gærkveldi. Væntan-
legir heim eru þeir næsta
sunnudag eða mánudag.
Torfi Bryngeirsson varð
Evrópumeistari í langstökki
fslendingar fengu 28 stig á mótinu og urðu
áttnndu í röðinni að stigatölu í frjálsum
íþróttum karla.
Evrópumeistaramótinu er nú lokið. íslendingarnir þar
koma heim með góðan orðstí og má segja, að íslendingar j
hafi ekki farið betri -för til iþróttakeppni erlendis. Fengu i
íslendingar tvo evrópumeistara og stóðu sig vel í mörgum
greinum .
Á laugardaginn fór fram
úrslitakeppnin í langstökki og
varð Torfi Bryngeirsson ev-
rópumeistari. Stökk hann 7,32
metra, eða 10 centimetrum
lengra en sá næsti. Er þetta
stökk Torfa nýtt íslandsmet.
íslenzka boðhlaupsveitin í
4x100 metra hlaupinu varð
fimmta í röðinni í úrslita-
keppninni á 41,9 sek. Ásmund
ur Bjarnason varð fjórði mað
ur í 200 metra hlaupi, í úr-
slitaspretti.
Af 23 þjóðum er þátt tóku
í Evrópumeistaramótinu urðu
íslendingar þeir 8. í röðinni.
Frakkar urðu efstir, þar næst
Svíar og siðan Bretar. Er þessi
röðun miðuð við stigatölu þjóð
anna.
Torfi Bryngeirs- j
son, sem sigraði
á glæsilegu Is-
landsmeti í lang-
stökki á Briissel-
mótinu og íærði
íslandi 2. gull-
stjörnuna þar.
Samkoman í Borgarfirði.
Framsóknarmenn i Borg-
arfjarðar- og Mýrasýslu
stóðu fyrir þesari samkomu,
var hún haldin í nýju sam-
komuhúsi í Bæjarsveitinni,
sem nefnist Brún. Haukur
Jörundsson, formaður Fram-
sóknarfélags Borgarfjarðar-
sýslu, setti samkomuna og
stjórnaði henni. Ræður fluttu
Bjarni Ásgeirsson, alþm. og
Hermann Jónasson, landbún-
aðarráðherra. Guðmundur
Jónsson söng með undirleik
Fritz Weisshappel. Þá var
dansað. Hvammsbræður léku
fyrir dansinum.
Samkoman á Snæfellsnesi.
Að þessari samkomu stóð
Félag ungra Framsóknar-
manna í Snæfellsnessýslu.
Var það félag stofnað fyrir
ári siðan og telur nú talsvert
á fjórða hundrað meðlimi.
Alexander Stefánsson, kaup
félagsstjóri i Ólafsvík, sem er
formaður félagsins, setti sam
komuna og stjórnaði henni.
Ræður fluttu Bjarni Ásgeirs-
son, alþm. og Þráinn Valde-
marsson. Þá söng Guðmund-
ur Jónsson, scngvari með und
irleik Fritz Weishappel. Vakti
söngur Guðmundar mikla
hrifningu og varð hann að
(Framhald á 7. síðu.)
Vígsla Óshlíðarvegar
fór virðulega fram
Vígsla Bolungarvíkurvegarins fór fram á Óshlíð á laug-
ardaginn, eins og til stóð, þrátt fyrir kalsaveður, og var
um eitt hundrað manns viðstatt helgiathöfnina. Flutti
biskup landsins fyrirbæn við krossinn í hlíðinni, en bland-
aðir kórar frá ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík sungu.
Að þessari athöfn lokinni
var haldið til Bolungarvíkur,
og hófst þar samkoma í kirkj
unni, þar eð ekki þótti fært
að efna til útisamkomu vegna
veðurfarsins. Var kirkjan troð
full.
Ræður fluttu Sigurgeir Sig
urðsson biskup, Geir G. Zoega
vegamálastjóri, Sigurður
Bjarnason alþingismaður og
Axel Tulinius lögreglustjóri
1 Bolungarvík, en kóra'rnir
sungu milli þess að ræður
voru fluttar. Að síðustu var
þjóðsöngurinn sunginn.
Að lokinni samkomunni í
kirkjunni efndi hreppsnefnd
in til samsætis. Var þangað
boðið öllum þeim, sem unnið
höfðu að vegagerðiívni um
Óshlíð.
Um kvöldið voru skemmti-
samkomur á tveim stöðum
í kauptúninu — í samkomu-
húsinu og barnaskólanum —
og var húsfyllir á báðum stð-
um.
Jafntefli viö
Þjóöverjana
2 : 2
Síðasti kappleikurinn við
þýzka úrvalsliðið fór fram á
íþróttavellinum í ..gærkvöldi
Kepptu úrvalslið úr Fram og
Víking við Þjóðverjana. Leik-
ar fóru þannig að jafntefli
varð 2 mörk gegn 2.