Tíminn - 29.08.1950, Page 4

Tíminn - 29.08.1950, Page 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 29. ágúst 1950. 188. blað. Úrvalsljóð Símonar Dalaskálds Af fregnum í blöðum og út- varpi er almenningi það kunnugt að á síðastliðnu hausti eignaðist Rímnafélag- ið að gjöf útgáfuréttinn að öllum ritum Símonar Dala- skálds, prentuðum og óprent- uðum, í bundnu máli og ó- bundnu. Gefandinn var einkadóttir skáldsins, Frið- fríður (frú Fríður Andersen), sem um langt skeið hefir átt heima í Kaupmannahöfn, en kom hingað i heimsókn í fyrra sumar. Félaginu var það frá önd- verðu Ijóst, að með því að þiggja þessa gjöf, hafði það tekið sér á herðar byrði al- varlegrar skyldu við minn- ingu þessa síðasta farand- skálds íslendinga.Að vísu var engin hætta á að nafri Símon ar Dalaskálds gleymdist: Matthías Jochumsson hafði örugglega séð fyrir því, að svo skyldi ekki verða, og um ævi hans hefir á síðastliðnum ellefu eða tólf árum verið rit að bæði mikið og vel þótt ýms ir mundu enn geta aukið þar við. En verkum hans sjálfs átti þjóðin ekki lengur kost á að kynnast, og við því lá nú sómi félagsins að það réði nokkra bót þar á. Þvi hafði verið trúað fyrir ritunum og1 hendur annarra voru þar með bundnar, nema leyfi þess kæmi til. Þetta unga og fáliðaða fé- lag, stofnað (eins og Bók- menntafélagið og Fornleifa- félagið á sínum tíma) fyrir forgöngu og atbeina erlends manns, er þegar búið að inna af hendi ótrúlega mikið starf. Fjögur rit er það búið að gefa út á hálfu þriðja ári, tvö að auki eru í prentun, og nú þessa dagana er verið að af- henda i prentsmiðjuna afar vandað úrval úr öllum prent- uðum kveðskaparritum Símon ar Dalaskálds, en þau eru 21 *að tölu. Afar vandað — það mun mörgum finnst óþarft orð þeg ar þess er getið, hver úrvalið gerði. En það var séra Þor- valdur Jakobsson. Og þetta er ekki neitt smákver, gert fyrir siðasakir, heldur reiknast prentaranum svo til, að bókin verði um 500 blaðsíður. Verður á allan hátt til hennar vand- að, prentuð með fögru letri og á ágætan pappír, hinn sama og er I annari bók séra Þor- valds, „Orðum Jesú Krists“, en svo góður pappír sést nú, því miður, í fáum íslenzkum bókum. Sá háttur hefir verið hafð- ur um rit Rímnafélagsins, að þau fara aðeins til félags- manna. En um þessa bók verð ur gerð undantekning á þann veg, að almenningi verður gefinn kostur á að skrifa sig fyrir eintökum þangað til prentun er lokið. Þeir menn, hvar á landinu sem eru, sem kunna að vilja safna áskrif- endum að henni, fá fyrir það sómasamleg ómakslaun. Um allt það, er áskriftum við kem ur, skulu menn snúa sér til bókavarðar Rímnafélagsins, Friðgeirs Björnssonar stjórn- arráðsfulltrúa í Reykjavík. Er ráð að gera það heldur fyr en seinna, því útgáfunni verð ur hraðað eftir fcngum. Auk hinna prentuðu rita Rímnafélaginu var nýlega gefinn útgáfurétturinn að öllum ljóðum Símonar Dalaskálds. Félagið hefir ákveð- ið að not sér útgáfuréttinn á þann veg að gefa út ljóða- úrval eftir Símon. Séra Þorvaldur Jakobsson hefir séð um ljóðaúrvalið og er prentun þess þegar hafin. í með- fylgjandi grein, sem birt er samkvæmt ósk Rímna- félagsins, gerir Snæbjörn Jónsson bóksali nánari grein fyrir þessari útgáfu. hafði séra Þorvaldur Jakobs- son til athugunar nokkuð af óprentuðum kveðskap Símon ar er hann gerði úrvalið. Úr þeirri syrpu hefir hann tekið ljóðabréf oi4 1899 til frú Stein unnar Þorsteinsdóttur á Mæli felli. Er það bréf merkilegt fyrir þá sök, hve ljósa mynd það sýnir af höfundinum: öl- hneigð hans, fljótlyndi, en jafnframt góðu innræti, sem veldur því, að þegar honum hefir yfirsést, hefir hann af því eftirá hina sárustu raun. Og ávalt er hann fullur af þakklæti fyrir það, sem hon- um hefir verið vel gert. En þau Mælifellshjón, séra Jón Magnússon og frú Steinunn, voru á meðal þeirra vina, er aldrei brugðust honum. Þau umbáru hann og létu hann ekki gjalda breyskleikans. Jafnan hélt og séra Jón skildi fyrir Símoni þegar að honum var veist, og fyrstur varð hann til þess, að rita um manninn, þó að aðrir hefðu þrásinnis ritað um verk hans, sumir af litlum skilningi og engri samúð, en aðrir af full um skilningi og einlægri sam úð, eins og séra Matthías Jochumsson, sem aldrei brást honum heldur, lífs né liðnum. Séra Jón Magnússon, sjálf- ur ág'ætlega skáldmæjtur, hef ir eflaust, eins og vænta mátti, haft skemmtun af Símoni. Það sýnir þessi vísa hans: Fær oft Símon hugann hresst, Hómer Skagfirðinga, hrærir gigju Braga bezt, blómið hagyrðinga. Oft varð Símon fyrir hnjóði í blöðunum fyrir kveðskap sinn, og vitanlega voru það tíðast nafnlausir skugga- sveinar, sem þá veittust að honum. Út af því kvað hann eitt sinn: Ekki skal ég æðrast par, er með huga glöðum nafnlausir þó níðingar nagi mig í blöðum. En þeir voru þá líka til, sem í slíkum tilfellum snerust til varnar honum, og það er vert að veita því athygli, að svo mun mega heita, að þeir menn væru undantekningar- laust úr prestastétt. Það út af fyrir sig segir sína sögu um stéttina á þeim tíma. Lengst munu uppi varnarorð þeirra séra Matthíasar og séra Jóns HalJsonar. Það má ekki bregð ast að hinar snjöllu visur sr. Jóns gegn níðgrein í Norður- fara komi í þeirri bók, sem nú er á ferðinni. Hér verður ein að nægja: Hann þó tiðum rauli ramt, og raunar víða fagurt, yrkir skíða Yggur samt einatt prýðisfagurt. Það fór vel á því, að einn af höfuðprestum landsins skyldi nú veljast til þess að fara höndum um verk þessa lestreka rímmæringanna, eins og Matthías kallaði hann. Ekki varð hjá því komist, að enda þótt bókin verði svo stór sem þegar var sagt, þá verður sumt í henni ekki nema brot af því, sem ann- ars staðar er heild. Séra Þor- valdur á ekki sök á því, að Símon orti meira en þar kemst fyrir. En þegar þetta er sagt, má ekki láta hins ó- getið, sem mörgum mun koma á óvart, að þarna kem- ur nú heilt sumt af því, er aldrei var prentað heilt áður, og þá einkum tvær af allra- vinsælustu rímum Símonar: Kjartansríma og Aronsríma. Kjartansríma var fyrsta bók- in, sem prentuð var eftir hann (1871), og kostaði Árni Björnsson í Hvammkoti (Fífuhvammi) útgáfuna.Mun hún geyma nafn Árna, enda þótt annað geri það betur: erfiljóðin ódauðlegu er Matt- hías orti eftir börn hans. Riman seldist upp svo að segja í vetfangi og var síðan endurprentuð, þá örlitið auk- in, en þá féllu líka úr í prent- un tvö erindi fyrri útgáfunn- ar. Sama og þó ennþá verra er að segja um Aronsrímu, fyrirrennara Alþingisrímn- anna og vinsælasta af öll- um verkum Símonar, svo að hún hefir, því miður, jafn- vel skygt á ’hin snildargóðu erfiljóð, er hann kvað eftir Bólu-Hjálmar (erfiljóð hans eftir Níels skálda eru líka gersemi). Hana orti Símon nítján ára gamaJl (1863), en hún var ekki prentuð fyrri en í fyrstu Smámunum hans (1872). Útgáfu þeirrar bókar kostaði Þórður Guðmunds- son á Neðra-Hálsi, einn þeirra ágætismanna, er héldu æfilanga tryggð við Símon. Þá var ríman að sögn löngu orðin landfleyg í uppskrift- um og á vörum manna. Seinna var hún endurprent- uð, með nokkrum viðauka, en þá var gloprað niður talsverð um kafla úr henni miðri. Báð ar þessar rímur koma hér nú alveg heilar. Ljóðabréf Símonar má ekki láta óumtöluð, því þau mega nálega gersemar heita, hvert með öðru. Fyrst er nú það, að þau eru einkar lipurt kveðin. — Símon gat ekki kveðið öðru vísi en lipurt, þó að mörg séu braglýtin — en svo er líka hitt, hve fróðleg þau eru, bæði um manninn sjálfan og líka um samtíma-viðburði. Mikið er búið að skrifa um daqða Sporðsfeðga og ber sögunum talsvert á milli. Símon segir frá atburðinum í ljóðabréfi nokkrum vikum eftir að mennirnir fórust. Og aldrei að eilífu verður hún (Framhald á 7. síðu.) „Jón í Flóanum“ skrifaði mér langt bréf hérna um daginn. Hann segist hafa lesið það ein- hvers staðar, að menn þurfi að vera léttlyndir í rosanum, og þá hafi sér dottið í hug að stinga niður penna til að rifja upp endurminningar sínar frá för sinni til Reykjavíkur í vetur. Þegar til kom, hafi þetta reynd- ar orðið heldur tafsamt, þvi að rottan að sunnan hafði komizt í pappírinn og svo hafði rignt ofan í blekbyttuna, af því að krakkarnir höfðu týnt úr henni tappanum á prófinu í vor. Ekki veit ég, hvort hann segir þetta í gamni eða aivöru, og blekið sýndist mér blátt, en satt er það, að göt voru á bréfinu, hvernig sem. á því hefir staðið. — En hér fara þá á eftir nokkrir smá- pistlar úr bréfi „,Jóns í Flóan- um,“ um Reykjavíkifrferð og fleira. Hann segir: „Seint á þorranum brá ég mér til Reykjavíkur til að hitta kunningja minn, Stjána á Vest- urgötunni. Ég segi ekki, að það hafi verið eina erindið mitt til Víkur í þetta sinn, því að ég ætlaði líka að reyna að fá ein- hverja bót á gigtarskömminni, sem lengi hefir ásótt mig um þetta leyti árs. Mjólkurbílstjór- inn okkar var líka búinn að segja mér, að nú væri eitthvað að „gerast“ fyrir sunnan, og mér datt þá svona í hug, að ekki spillti það, þó að ég væri einu sinni viðstaddur, þar sem eitt- hvað væri að gerast. Ég er svo oft búinn að lesa um það, sem gerist, í ísafold minni, en hér í sveitinni gerist aldréi neitt, eða að minnsta kosti segir ísa- fold mín aldrei frá neinu héð- an — og ekki heldur þessi nýi Þjóðvilji, sem hér kom í fyrra utan um leirtauið, enda er hann ekki okkar vilji í neinu, sýndist mér. Ég fór út úr bílnum á torginu og labbaði svo vestur eftir til Stjána. Stjáni var ekki heima, þegar ég kom, og ráðskonan hans bauð mér inn í stofu og sagði mér að setjast í stól. Hún sagði, að Stjáni væri víst niðri í þingi núna. Hann væri þar oftast á hverjum degi, því að hann þekkti suma þingmenn- ina og þeir þyrftu stundum að vera að spyrja hann um hitt og þetta. Mér fannst þetta ekkert ótrúlegt, því að Stjáni þótti greindur, þegar við vorum sam- an í verinu, og lá ekki á gáf- unni, fannst mér, enda engin á- stæða til þess. Ekki var hann lengi á sjónum, en varð svo að- gerðarmaður og seinna vigtar- maður, en nú er hann búinn að eiga heima í Reykjavík í 10 ár, og ég hefi að minnsta kosti tvis- var séð nafnið hans á lista við bæjarstjórnarkosningar í Isafold minni, því að þar eru allir list- arnir prentaðir, en Stjáni var held ég, ekki ofarlega á þessum listum. Við höfum alltaf verið kunningjar. Hann gistir ævin- lega hjá mér tvær eða þrjár nætur að sumrhiu og hressir upp á sálina. En Stjáni kom heim rétt eftir að ég var seztur í stólinn. Hann heilsar mér ósköp kumpánlega, eins og hann er vanur, blessað- ur, og segir svo aldeilis formáls- laust. Nú skalt þú koma með mér niður í þing á morgun, og segja þeim þína skoðun á mál- inu. Mínir menn bjóða upp á kaffi, og svo skulum við tala við hina. Þeir leggja alltaf svo mik- ið úpp úr því, sem þið bændum- ir segjið. Og þú hefir nú aldrei verið neinn gasprari, Jón minn. Ég ansaði þessu ekki, en dró upp pontuna og gaf Stjána í nef ið. Ég þekkti ekki almennilega þetta hljóð í honum, en svo þeg- ar við vorum búnir að drekka kaffið sagði ég sí svona: Það eru víst einhver ósköp að gerast í þinginu núna Stjáni minn. Hann Óli greyið bílstjóri gat um það við mig um daginn, og ein- hvern veginn heyrðist mér það á þér áðan, þó að þú létir ekki mikið yfir, frekar en þú ert van- ur. -—Hrnmmm*,' Nei, því er nú f j. verr, að það er ekki hægt að fá þá til að gera neitt, segir Stjáni og er mikið niðri fyrir. Hér er ekki hægt að selja nokkurn ugga, og allt að fara á hausinn. Utgerðin stopp- ar, og þá er undir eins komið at- vinnuleysi yfir alla línuna, og þá verður ekkert spaug að eiga við kallana hérna. Það getur ekki gengið svona lengur, og þeir verða að fara að gera eitt- hvað í málinu, og það strax. Hvað er það þá, sem þú villt láta þá gera, spyr ég, og það stóð ekki á því hjá Stjána frek- ar en vant er. Jú, auðvitað að lækka krónuna, maður, segir hann. Það er það eina, sem nú er hægt að gera. Annars fer út- gerðin í hundana, maður, og hvar heldurðu, að við séum staddir, ef útgerðin fer í hund- ana? Ég samsinnti því, að ekki væri gott, ef útgerðin færi í hundana. (Framhald á 5. síðuj oZ)a0R 'acf lecjci nijtt cliíliciLjöt Samband íslenzkra samvinnufélaga Sími 2676 Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.