Alþýðublaðið - 06.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1927, Blaðsíða 3
Höfum fyrirliggjandi: Einar Arnórsson ialaði mikið rnn Spánar-undanþáguna, hve ómissandi hún væri og hver voði væri að tala um breytta samn- inga, og sti^ddi J. Þorl. hann dyggilega og talaði um „heil- brigða vínnautn“, en Ingimar svaraði þvi, að nú færi lítið fyrir bindindisáhuga íhaldsins. Jói V. var nærstaddur og bar á móti því, að ráðherrann hefði sagt þetta, en hann kannaðist við það, og kvaðst þekkja heil- brigða vínnautn. Eyrbekkingar og Stokkseyr- inga, og studdi J. Þorl. hann syn er að koma Ingimar að, og munu kappkosta það á laugar- daginn, en þykir það eitt á vanta, að hafa ekki annan jafn- snjallan Aiþýðuflokksmann til að gefa atkvæði sitt og vinna fyrir. Árnesingur. Gifurlegt kosningalmeyksli í Hnfifsdal. Atkvæði greidd jafn- aðarmanni, breytast í íhalds- atkvæði f hiindum hrepjJ- stjóra. Frá fundinum f gærkveldi. Það var þrent, sem setti mót sitt á fundinn í gærkveldi: ó- farir stjórnarforsetans í fjár- hagsviðreisnarmálinu, hnipping- ar milli B- og C-listamanna og kosningahneykslið í Hnífsdal. Jak. Möller deildi harðlega á íhaldið og sýndi fram á stöðu- polls-pólitík þess og andstöðu við alla þróun, og talaði hann þar vel og maklega. En sér- staklega beindi hann nokkrum vel völdum orðum til stjórnar- skrárfrv. íhaldsins frá síðasta þingi, og Jcvað það yera skripa- leik einn. Um jafnaðarmenn virtist hann vita lítið. Kvað hann þá í öllu verulegu hafa stolið mannúðarkenningum sín- nm frá frjálslyndu flokkunum. — Ríkisrekstur atvinnuveganna kvað hann munu alþýðu lítið duga, enda væri jafnaðarmenn faHnir frá honum. Héðinn Valdimarsson rak þessa vitleysu ofan í Jakob og rakti síðan frjálslyndisferil hans. Það væri Jakob, sem fundið hefði upp verðtollinn, sem lenti tiltölulega harðast á fátækasta fólkinu, og kæmii 65 kr. af honum á hvert fimm manna heimili á landinu. Ríkis- lögreglan hefði og átt upptök sín í dálkum „Vísis“, og hefði Jak- ob heimtað herlið til þess að kúga verkföll hér. Þó að J. M. hefði n ú lýst sig andvígan því að hafa ekki þing nema annað hvert ár, hefði hann verið því fylgjanidi i þingnefndinni, sem um málið fjallaði. Yfirhöfuð hefði Jakob engar umbótatill. flutt á þingi, þó að hann léti svo nú, sem þyrfti að stagbæta alt þjóðskipulagið. Jakob hefði nú lýst andstygð sinni á rikis- rekstri, en þar skyti nokkuð skökku við, því að hann hefði á síðasta þingi flutt till. um ríkisrekstur á víðvarpi. Kvað Héðinn kjósendur nú vilja vita, hvort Jakob væri með eða móti stjórninni. Héðinn sýndi síðan fram á, að skuldir ríkis- sjóðs helðu vaxið í stjórnartíð Jóns Þorlákssonar, ef rétt væru reiknaðar. Rétt væri að reikna þær í gullkrónum, og vitnaði hann þar um í rit Jóns Þor- lákssonar „Lággengið“, ef menn ekki tryðu sér. Sýndi hann, að reikningur sá, er hann birti í Alþýðublaðinu í gær, væri rétt- ur. Öll frægðarför stjórnarinn- ar í „fjárhagsviðreisnar“-málinu hefði verið sú, að henni hefði ekki einu sinni tekist að borga gengishækkunina. Magnús dó- sent héldi því fram, að Jón Þorl. hefði týnt 1 miljón kr., en hér á árunum hefði verið fárast gífurlega yfir þvi, að Klemens Jónsson hefði týnt 100 þús. kr. Sagði Héðinn nú frá því, að uppvíst hefði orðið atkvæðaföls- un í Norður-ísafjarðarsýslu, og að 3 atkvæði, greidd Finni Jónssyni, hefðu í vörzlum hreppstjóra breyzt í jafn mörg atkvæði handa Jóni Auðunn Jónssyni. Er Finnur Alþýðu- flokksmaður, en Jón Auðunn í- haldsmaður, og vísast um þetta nánar í símskeyti annars staðar i blaðinu. Þó að það hafi löng- um Jandskunnugt verið, hvað menn eru göldróttir á Vestfjörð- um, sló þó þungum óhug á fundinn við fregnina. í stað Magnúsar dósents, sem nú átti að tala, var skákað fram stórskotaliði íhaldsins, Jóni Þor- lákssyni. Hann játaði réttar til- vitnanir Héðins í rit sitt, „Lág- gengið“, og það, að reikna bæri skuldir ríkisins í gplli, en engu að síður bæri þó ekki að reikna þær í gulli. Þó að þetta væri vafið í alls konar reiknings- rósaflúri, veittu fundarmemi mótsögninni eftirtekt, og vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Að öðru leyti kvað Jón Þorl. sér Ijúft að hverfa frá stjórnar- störfum, — um stund. Ojæja; ekki á að verða lengi friðurinn. Jakob lýsti yfir því, að hann væri enn enga afstöðu búinn að taka til stjórnarinnar. Eftir þetta tóku til máls Sigurjón A. Ólafsson, Jón Baldvinsson, Fel- ix Uuðmundsson, Jón Ólafsson, Magnús dósent, Jakob Möller og fl. og lauk svo fundinum undir kl. 1. Meðan á fundinum stóð, varð Héðinn snögglega lasinn og varð að hverfa heim. Þó að það sé ekki alvarlegt, sem betur fer, er hitt þó alvarlegra, að blað I- haldsmanna „Morgunblaðið" skuli hælast jafn-kauðalega yfir því og það gerir í dag. Það at- hæfi er ekki hvítra rnanna æði. Kosningin í Gullbringu- og Kjósar-sýslu. I Gulibringu- og Kjósar-sýslu stendur deiian í rauninni aó eins um AI]iý ðuflokksmennina og í- haldsmennina. Um er að ve’lja annars vegar Stefán Jóhann Ste- fánsson hæstaréttarlögmann og Pétur G. Guðmundsson ritara og híns vegar Bjöm Kristjánsson og Ólaf Thors. Þeir, sem kjósa Bjöm Kr. nú, geta alveg eins haldið áfram að kjösa hann svo lengi, sem þeir lifa, þó að hann verði Iöngu dá- Inn. Hann er B,voft sem er ekkert íJfðinn itnnáð á alþingi en atkvæði fyrir íhaldið og núll að öðru leyti, og hefir svo vefið s’ðustu átín. Það er í fylsta máta óvit að kjósa mainn á þing, þegarfiann er oröínn östarfsfær, þó að hann hafi endur fyrir löngu getað komíð einhverju tii leiðar. Ólafur Thors hef'ði áréiðan'lega aldrei komið til mála sem þingmaður, ef faðir hans hefði ekki átt peninga. Þeir og þeir einir, sem hrifnir eru af monti og handaslætti, geta gefið Ólafi atkvæði sitt til þingsetu eftir það, að þeir hafa hlustað á ræður lians. Tryggð hans við gagnlegar framkvæmdir má marka af því, aö á síðasta þingi Iágði sjávarútvegsnefnd neðri deildar tiJU að veitt yrði svo rífleg fjár- veiting til bygginga miöunarvita, að þrír vitar yrðu reistir næsta ár. Var það gert í samráði vjð vitamálastjóra, og vissu nefndar- mennirnir vel, þar á meðal ÓJ. Th., að því að eins kom fjárveit- ingin að tilætluðum notum, að allir þrir vitarnir yrðu reistir sama árið, svo að skip yrðu þá þegar sem allra flest útbúin mið- unartækjum. Myndi það geta forð- að mörgum þeirra frá strandi og gert lif sjómannanna á þeim ör- uggara. Fjárveitingin var samþykt í neðri deild þrátt fyrir andstöðu P. Ott. o. fl., en efri deildar-ihald- ið lækkaði hana að mun. Þegar fjárlögin komu aftux til neðri deildar, þagði Ól. Th. eins og steinn og samþykti lækkunina. Svona mikill reyndist áhugi hans á öryggi sjómannanna. Stefán Jóh. Stefánsson og Pétur G. Guðmundsson eru reyndir af störfum sínum fyrir alþýðuna. Ste- fán hefir um nokkur ár verið í bæjarstjórn Reykjavíkur og barist þar fyrir málum reykvíkskrar al- þýðu. Þeir eru háðir gerhugulir menn og harðfylgnir áhugamálum sínum, en þykjast ekki vera meiri en þeir eru og hafa enga trú á handaslætti né stóryrðum. Þegar kjósendurnir velja á milli þeirra og ÓI. Th., þá velja þeir á milli þess að vera og að sýnast. Kjósendur í Gullbringu- og Kjósar-sýslu ásamt Hafnarfirði þurfa að stimpla yfir hvíta blett- ina, sem eru á svörtu rákinni á kjörseðlinum frarrían við nöfn Pét- urs G. Guðmundssonar og Ste- fáns Jóhans Stefánssonar. Þá stuðla þeir að því að áhrifa al- þýðunnar gæti á alþingi og að þangað veljist þeir menn, sem er kjöxdæminu og þjóðinni allri til sóma aö komi þar fram í umboði þeirra. Kosningin í Árnessýslu. Sámkvæmt þeixn fréttum, sem hingað berasí, vex kjörfylgi síra Inginiars Jónssonar sifelt, og eru íhaldsmenn hér í Reykja- vík orðnir óttaslegnir af því, að Jörundur muni falla. Þeir vissu alt af, að engin von var fyrír þá um að koma Einari að eða Valdimari, en sá skaði sinn þykir þeim að miklu bættur, ef Jörundur næði kosningu. Hann hefir svo oft reynst þeiin bróð- ir í neyð, einkum nú upp á síð- kastið, og ekki mun þeim hafa þótt lakastur siðasti greiðinn, sem hann gerði þeim, þegar hann skarst einn úr hópi flokksbræðra sinna í neðri deild. og hjálpaði íhaldsmönnum til að fella tillögu um frestun kosningar í bankaráð Lands- bankans, þangað til Alþingis- kosningar væru afstaðnar og ný- kosið Alþingi kæmi saman. Með þessari greiðasemi við íhaldið gaf Jörundur þvi meirihlutaval um skipun bankaráðsins; og mega Árnesingar þakka homim fyrir þau „fríðindi", að íhaldið hef- ir tryggt sér valtí yfir bankan- um í þrjú næstu árin frá þvi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.