Tíminn - 03.09.1950, Síða 5
192. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 3. september 1950.
5.
Sunnud. 3. scpt.
Hákarlaveiði
Nýlega hefir verið sagt frá
því í dagblöðum í Reykjavík,
að hákarlaveiði með nýrri
aðferð, sé hafin við Reykja-
nes. Hákarlinn er veiddur á
svokallaða túnfiskastöng.
Einn trillubátur stundar
þessa veiði, en ekki er ólík-
legt, að fleiri reyni, ef vel
gengur.
Þessi frásögn mætti minna
menn á það, að hákarlaveiði
var fyrrum mjög fast sótt hér
á landi, einkum fyrir norðan,
og margar sögur hafa verið
sagðar af veiðiförum há-
karlaskipanna í þá daga,
enda veiðin aðallega stunduð
að vetrarlági, eða snemma
vors, og þá all fjarri landi.
Hákarlslýsi var þá ein aðal-
útflutningsvara landsmanna,
og í hærra verði en þorska-
lýsi, en auk þess var hákarl
mikið notaður til manneldis
innanlands. Jón Sigurðsson
segir í „Varningsbók“ sinni
um 1860, að hákarlinn sé
„eftir sögn náttúrufræðinga,1
miklu fjölskipaðri kringum
ísland, heldur en við hin
önnur lönd í grennd við oss“
og hann sé „einn ábata-,
mesti afli, þegar nóg af hon- j
um gengur oss í greipar.“ —
„Hákarlaveiðin er hin bein-!
asta hvöt fyrir oss til að út- I
vega oss þilskip“ segir hann
ennfremur.
Nú skortir ekki þilskipin
hér við land, og bæði eru þau'
stærri og sterkari en á 19. j
öld. En hákarlaveiði er nú
sáralítil. Þó er hákarlslýsið
enn mjög verðmæt vara. Það
er miklu auðugra að bæti-
efnum en þorskalýsi. Auk
þess er mikið verðmæti í há-
karlinum eins og áður er sagt.
Maður, sem unnið hefir að (
lifrarbræðslu og er kunnugur
sjávarútvegsmálum, hefir j
tjáð Tímanum, að sú aðferð,
tíðkist nú, að blanda þorska- |
lýsið með hákarlslýsi, til að
auka bætiefnamagn þorska- j
lýsisins. — Með þessu móti ^
sé hægt að selja þorskalýsið!
mun hærra verði en annarsj
fengist fyrir það erlendis. í
þorsklifur er misjafnlega mik
ið af bætiefnum, eftir því
hvar þorskurinn veiðist og
hvenær. En með því að
blanda þorskalýsið með há-
karlslýsi, eftir þörfum í hvert
sinn, er hægt að tryggja
nokkurn veginn jafnt magn
af bætiefnum, og gera það
allt að jafn verðmætri vöru.
Þetta er út af fyrir sig mjög
merkilegt mál. En það, sem
vekja mun furðu margra í
þessu sambandi, er það, að
hákarlslýsið, sem notað er til
blcndunarinnar, er ekki úr
„íslenzkum“ hákarli, heldur
er það keypt inn í landið, og
það alla leið austan úr Asíu.
Eða svo hefir Tímanum verið
tjáð af manni þeim, er fyrr
var nefndur. Hér mun vera
um talsveröa fjárupphæð að
ræða í erlendum gjaldeyri.
Talið er, að þessi innflutn-
ingur á hákarlslýsi austan
úr Asíulöndum borgi sig á-
gætlega. Verðhækkun þorska
lýsisins af þessum ástæðum
sé mun meiri en innflutn-
ingnum nemur. En það er
raunalegt, að við íslendingar,
sem sjálfir eigum ágæt há-
karlamiö, skulum þurfa á
slíkum innflutningi að halda.
ERLENT YFIRLIT:
MacArthur og Truman
Vorður Formósa eití liclzta deilucfnið í
|»iu$>koMiite<>ii!iuiit í Bandaríkjimum?
Um fátt hefir verið meira rætt
í heimsblöðunum seinustu vik-
urnar en átök þau, sem nú eiga
sér stað í Bandaríkjunum um
afstöðuna til Formosu. Þessi á-
tök komu einna greinilegast í
dagsljósið, er MacArthur, yfir-
hershöfðingi Bandaríkjanna í
Japan og Kóreu, afturkallaði að
ósk Trumans forseta ávarp, sem
átti að iesa frá honum á fundi
uppgjafarhermanna í tíhigaco
síðastl. mánudag. Ávarpið kom
þó eigi að síður fyrir almenn-
ingssjónir, því að MacArthur
var búinn að láta senda það til
blaðanna og eitt vikublaðið, sem
koma átti út á mánudaginn,
(U. S. NewsT and World Report)
hafði verið látið í póst á laug-
ardaginn og var því komið út
um hvippinn og hvappinn, þeg-
ar Truman fyrst skarst í leik-
inn. í skjóli þessa hafa dagblöð-
in síðan birt ávarpið, þótt það
væri aldrei flutt á fundinum.
Ástæðan til þess, að Truman
fór þess á leit við MacArthur,
að hann afturkallaði ávarpið,
var fyrst og fremst sú, að þar
er haldið fram annari stefnu en
stjórn Bandaríkjanna hefir lýst
yfir í Formosumálinu. Truman
taldi sig ekki getað unað því að
jafn háttsettur embættismaður
og MacArthur héldi fram sjón-
armiði, er ekki samrýmdist sjón
armiði stjórnarinnar, því að af
því gæti hlotist hættulegur mis-
skjlningur. Það þykir sýna til-
litsleysi MacArthurs og skort á
samvinnu milli hans og stjórn-
arinnar, að hann sendi henni
•ekki afrit af ávarpinu, sem hann
sendi til blaðanna. Stjórnin vissi
ekki um efni ávarpsins fyrr en
á laugardaginn, er henni barst
um það fyrirspurn frá einu
blaðinu, hvert álit hennar væri
á því.
Stefna stjórnarinnar.
Rétt áður en þessi atburður
kom fyrir, hafði Warren Austin
verið búinn að gera grein fyrir
því í Öryggisráðinu, hver stefna
stjórnarinnar væri i Formosu-
málinu. Það væri hvorki til-_
gangur stjórnarinnar að leggja
Formosu undir Bandaríkin né
að tryggja þeim bækistöðvar
þar, heldur einungis að halda
Formosu utan styrjaldarátaka.
Því hefði sjöundi floti Banda-
ríkjanna fengið fyrirskipun um
að hindra að innrás yrði gerð
þangað og eins að haldið væri
uppi árásum þaðan á megin-
landið. Bandaríkin teldu það
skyldu sína að gæta Formosu
þannig meðan hún tilheyrði
Japan formlega, en Japan
heyrði undir umsjón Banda-
ríkjanna meðan ekki væri geng-
ið frá friðarsamningum. Jafn-
framt lýsti Austin yfir því, að
Bandaríkin væru fús að fallast
á það, að Formosa heyrði undir
eftirlit Sameinuðu þjóðanna,
unz framtíð hennar yrði endan-
lega ráðin, en það ætti að gerast
i sambandi við friðarsamning-
ana við Japan.
Líklegt þykir, að þessi stefna
hafi verið ákveðinn í samráði
við Breta, sem hafa hvatt til
gætni í Formosumálinu. Þessi
stefna er talin samrýmast vel
viðhorfi Asíuþjóðanna, sem
myndu líta það illu auga, ef
Bandaríkin gerðu sig líkleg til
að innlima Formosu með ein-
um eða öðrum hætti. Hún er og
í samræmi við þá stefnu, sem
stjórnin hefir áður haft.
Stefna MacArthurs.
í áðurnefndu ávarpi Mac
Arthurs, sem að vísu var aldrei
flutt, kom sú skoðun óbeint
fram, að Bandaríkin ættu að
hernema Formosu. Því var lýst
skilmerkilega, að hún væri nauð
synlegur hlekkur í varnarkerf-
inu gegn kommúnistum. Næðu
kommúnistar yfirráðum þar,
væri varnarkerfið rofið á þess-
um stað. Af því myndi óhjá-
kvæmilega hljótast styrjöld.
Formosa mætti ekki tapast,
hvað sem það kostaði.
Það þykir fullvíst, að Mac
Arthur hafi vitað, er hann
samdi ávarpið, að þessi stefna
var andstæð stefnu stjórnarinn-
ar. Harriman, einkaerindreki
Trumans forseta, var nýlega bú-
inn að heimsækja hann, meöal
annars í þeim erindagerðum að
skýra fyrir honum afstöðu stjórn
arinnar til Formosu. MacArthur
virðist hafa metið það meira að
koma skoðunum sínum á fram-
færi en að taka tillit til stjórn-
arinnar.
Þingkosningarnar og
Formosumálið.
Það hefir komið í ljós, eftir að
þessir atburðir gerðust, að Mac
Arthur á marga fylgismenn í
þessu máli. Þetta hafa hægri
menn republikana fundið, því
að þeir hafa tekið óskipta af-
stöðu með honum og virðast nú
hafa hug á að gera Formosu-
málið og Austur-Asíumálin yfir-
leitt að helzta deiluefni þing-
kosninganna, sem fara fram
eftir rétta tvo mánuði. Þessir
ménn veitast nú harðlega að
stjórninni og þó einkum Ache-
Það ætti að vera metnaðar-
mál þeim, sem forgöngu hafa
í sjávarútveginum, að sjá svo
um, að slíkt þurfi aldrei fram
ar að koma fyrir — ef það
á sér enn raunverulega stað,
og Tíminn hefir fulla ástæðu
til að ætla, að svo sé.
Hákarlinn er sjálfsagt ekki
eina fisktegundin hér við
land, Sem ástæða er til að
gefa frekari gaum en gert
hefir verið. Það er nú að
koma glöggt í ljós, að afla-
magnið er ekki hið eina, sem
máli skiptir. Ýmsar fiskteg-
undir, sem hægt er að veiða
hér við land, eru verðmætari
en þorskurinn, þótt löngum
hafi hann gefið góðar tekjur
í þjóðarbúið. í Ameríku er
t. d. hraðfrystur steinbítur,
ýsa og karfi í mun hærra
verði en hraðfrystur þorsk-
ur, svo að ekki séu nefndar
góöfiskstegundir eins og heil-
agfiski. Margt bendir til þess
að koma þurfi á meiri verka-
skiptingu í fiskveiðunum en
verið hefir undanfarið, og
nýta þannig hinar einstöku
fisktegundir svo sem bezt má
verða. Það er áríðandi, að
samtök útvegsmanna sé vel
vakandi í þessum efnum og
svo einstakir útvegsmenn
eftir því, sem geta þeirra
leyfir. Að sjálfsögðu ber hinu
opinbera að veita þann
stuðning, sem á þess valdi er,
en frumkvæði og framtak
verður fyrst og fremst að
koma frá þeim, sem tekið
hafa sér fyrir hendur aö reka
útveginn, og forgöngumönn-
um þeirra eða trúnaðarmönn
um. Það er líka nauðsynlegt,
að lánsstofnanir þjóðarinnar,
séu sem víðsýnastar gagn-
vart hverskonar nýbreytni,
sem að því miðar að fram-
leiða sem fjölbreyttasta og
auðseldasta sjávarvöru, enda
má ganga út frá, aö þær hafi
á því fullan hug, þótt slíkt
kunni að auka nokkuð á fyr-
irhöfn þeirra og nauðsyn hag
nýtrar þekkingar á hinu lif-
andi starfi á sjónum.
MacArthur
son utanríkismálaráðherra og
kenna honum um undanláts-
semi við kommúnista og vera
þannig valdann að óförunum í
Kína og Kóreu. Kröfur þeirra
um að Acheson sé vikið frá
harðna stöðugt. Afstaða þessara
manna er þó næsta óhæg til
slíkra árása, því að þeir hafa
baríst gegn auknum framlögum
til hermála og verið móti ráð-
stöfunum, sem mest hafa hindr
að útbreiöslu kommúnismans,
eins og Marshallhjálpinni og
Atlantshafsbandalaginu.
Margir republikanir fylgja
stjórninni í þessu máli, en
minna ber nú á þeim. I hópi
slíkra manna er t. d. Wanden-
berg og Dulles. Hinir ráða hins
vegar flokksstjórninni og áróð-
ursvélum flokksins og mest ber
því á þeim, sem fulltrúum
flokksins um þessar mundir.
Þetta getur hins vegar breytzt
eftir kosningarnar. En vafalaust
er það óheppilegt, að kosningar
skuli nú standa fyrir dyrum í
Bandaríkjunum, því að það get-
ur veitt ýmsum öfgaöflum að-
stöðu til að stofna til meiri æs-
inga í þessum málum, en góðu
hófi gegnir. Það gefur hins veg-
ar góðir vonir, að Truman for-
seti og fylgismenn hans kjósa
bersýnilega heldur að stefna
kosningaaðstöðu flokks sins í
hættu, en að víkja af þeirri
braut, sem þeir telja þjóðinni og
friðnum fyrir beztu. Utan Banda
ríkjanna hefir hin einbeitta
framkoma forsetans í deilunni
við MacArthur aukið traust á
forustu hans og þótt sýna, að
hann hafi til að bera þá djörf-
ung og karlmennsku, sem ekki
(Framhald á 6. síðu.)
Raddir nábúanna
Mbl. minnist í gær á fjand-
skap kommúnista við varnir
lýðr æðisþj óðanna:
„Þegar kommúnistar réðust
á Suður-Kóreu í sumar, lustu
flokksbræður þeirra hér á
landi upp fagnaðarópi. Síðan
hefir málgagn þeirra daglega
flutt fregnir af Kóreustríðinu,
þar sem ofbeldinu er sungið
lof og dýrð.
En í hvert sinn sem minnst
er á hervarnir Vestur-Evrópu-
þjóða í hinu sama blaði, þá er
um þær talað eins og frá þeim
stafi heiminum hin mesta
hætta.
Sannleikurinn er sá, að ef
hægt er að tala um nokkra
hættu sem stafi frá hervæð-
ing Vestur-Evrópuþjóða eða
lýðræðisþjóðanna yfirleitt, þá
er það „hættan“ á því, að
kommúnistum takist ekki að
hleypa heiminum í bál, takist
ekki að leggja hverja lýðræðis-
þjóðina af annari undir sig.
Og deildum kommúnistaflokks
ins, — „Fimmtuherdeildum"
Moskvavaldsins, takist aldrei
að berjast í styrjöldinni, sem
þeir vonast eftir að veröi háð,
og sem á að koma heimsyfir-
ráðunum í hendur kommún-
istanna.“
Það er víst, að ekki er það
sprottið af áhuga fyrir frið-
inum, að kommúnistar vilja
hafa lýðræðisríkin varnar-
laus meðan ríki þeirra sjálfra
vígbúast.
Vanræktur
markaður
Einar Sigurðsson í Vest-
mannaeyjum er í hópi þeirra
manna, er einna bezt fylgjast
með í verzlunarmálum íslend
inga. í blaði hans, Víðir, eru
tiltöluiega meiri fréttir um
verzlun og viðskipti en
nokkru öðru islenzku blaði.
í Víði, sem kom út í gær,
segir m. a. á þessa leið um
markaðsmöguleika fyrir ís-
lenzkan fisk í Bandaríkjun-
um:
„íslendingar gætu selt
miklu meira af ýmsum teg-
undum af frosnum fiski í
Bandaríkjunum en þeir gera
nú. Þorskur er eina tegund-
in, sem þar er oftast á boð-
stólum, ýsa, karfi, steinbít-
ur, flatfiskflök og lúða selst
alltaf jafnóðum og vantar
stöðugt.
í vetur voru saltaðar einar
300—400 lestir af ýsu og um
200 lestir af hinum auðselj-
anlegu fisktegundum var
fryst í umbúðir, sem ekki
henta fyrir Amcríkumarkað-
inn. Meginorsakirnar voru
þær, að um tíma í vetur vant
aði réttar umbúðir um þess-
ar fisktegundir. Mörg frysti-
húsin hafa líka lengi verið
ófús á að hverfa frá fram-
leiðslu í 7 punda blokkirn-
ar. Nú liggur þessi fiskur ó-
seldur í landinu. Sumt af hon
um er verið að reyna að selja
vestra fyrir 10 cent í stað 26
cent pundið, ef hann hefði
verið í réttum umbúðum.
Allur fiskur, sem fram-
leiddur er núna fyrir Ame-
ríkumarkað skilar heim fram
leiðslukostnaði nema þorsk-
urinn, hann gerir það tæp-
lega.“
Þessi frásögn Einars gefur
það ljóst til kynna, hve stór-
lega það hefir verið vanrækt
að vinna markað fyrir frysta
fiskinn í Bandaríkjunum,
þótt það sé okkur hagkvæm-
ara að selja hann þar en víð-
ast annars staðar, því að þar
fæst fyrir hann frjáls gjald-
eyrir, en víða er sala hans
háð mjög óhagstæðum vöru-
skiptum. T. d. mun hraðfrvst
ur fiskur nú seldur til Aust-
urríkis með þeim afarkost-
um að taka verður í staðinn
vörur þaðan, sem eru jafnvel
allt að því 20—30% dýrari
en annars staðar og mun hér
og stundum um vörur að
ræða, sem ekki er brýn þörf
fyrir.
Svo stórlega hafa markaðs
möguleikarnir í Bandaríkjun
um verið vanræktir, að ekki
hefir verið reynt neitt að
ráði að selja þangað þær
fisktegundir, sem bezt er að
selja þar, eins og karfa, lúðu
o. fl. Augu manna virðast
fyrst að ráði hafa opnast
fyrir þessu eftir að amerísku
sérfræðingarnir voru hér á
ferð í vor. Og enn er haldið
áfram af Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna að flytja fisk
vestur í röngum umbúðum,
þótt fyrir hann fáist ekki
einu sinni hálft verð, miðað
við fisk í réttum umbúðum,
eftir því, sem Einar upplýsir.
Sá aðili, sem fyrst og
fremst er sekur um slóða-
skapinn og sinnuleysið í
þessum efnum, er Sölumið-
stöð hraðf rystihúsanna, er
haft liefir meginhluta af út-
flutningi hraðfrysta fisksins
á hendi. Ekki mun þó hafa
á það skort, að umboðsmaöur
hennar vestan hafs hafi
reynt að opna augu forráða-
(Framhalcí á 4. slðu)