Tíminn - 05.09.1950, Page 2

Tíminn - 05.09.1950, Page 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 5. september 1950. 193. blað. Úfvarpið Útvarpið í kvöld. Fastirliðir eins og venjulega. Kl. 20.20 Tónleikar (plötur): a) Kvartett í C-dúr op. 1 nr. 6 eft- ir Haydn. b) Tríó op. 70 nr. 5 (Vofutríóið) eftir Beethoven. 20.45 Erindi: Erfðafræðingar rækta risadýr (dr. Áskell Löve). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.20 Upplestur (Sigurður Skúlason magister). 21.35 Vinsæl lög (plöt ur). 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22.10 Tónleikar: Svíta nr. 2 í h-moll eftir Bach (plötur). 22.35 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Reykja vikur í dag frá Glasgow. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. — Herðubreið er vsantanleg til Reykjavíkur í dag frá Vestfjörð- um. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer þaðan næstkomandi mið- . vikudag til Snæfellsneshafna, Gilsfjarðar og Flateyjar. Þyrill er í Reykjavík. Ármann er á Austfjörðum. F/ug/erðir Loftleiðir. í dag er áætlað að fljúga til Isafjarðar, Akureyrar, Hólma- .víkur, Patreksfjarðar og Siglu- fjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmaannaeyja, ísafjarðar og Akureyrar. „Vestfirðingur" Catalina-flug- bátur Loftleiða hefir nú um helgina farið tvær ferðir til Marie-eyjar á Grænlandi að sækja leiðangursmenn danska leiðangursins. Loftleiðir munu síðan flytja farþega þessa til Kaupmanna- hafnar. Úr ýmsum áttum Bólusetning gegn barnaveiki fer fram í Templarasundi 3, miðvikudag- inn 6. september. — Pöntunum veitt móttaka í sima 2781 í dag og á morgun. Húsmæðrafélag Reykjavíkur fer í berjaferð í dag, þriðju- daginn 5. september. — Ppplýs- ingar gefnar í símum 5972, 81449 og 4442. Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélags ins var haldinn á Akranesi dag- ana 1.—3. september. Fundinn sóttu 11 prestar, en aðalmál fundarins voru: Skírn- in og Er kirkjuni þörf breyttra starfshátta? Séra Þorgrímur Sigurðsson, prestur á Staðastað, hafði framsögu í hinu fyrr- nefnda máli, en Ólafur B. Björnsson um hið síðara. Fiskur, tímarit Sambands fiskimats- manna íslands, 2. til 3. tölublað blað er komið út. í ritinu er margs konar fróðleikur um fisk- vinnslu og öðiu því er iýtur að fiskframleiðslu. Efni þessa heft- is er: Einangrun frystihúsa. Næringargildi íslenzkra sjávar- afurða. Saltfiskverkun fyrrum og upphaf fiskimats á íslandi. Flokkun á freðfiski til útflutn- ings. Um tryggingar í frystihús- um. Þyngdartap á frosnum fiski við uppþiðnun. Ólafur Árnason, yfirfiskimatsmaður, fimmtugur. Nokkrar fréttir. Tímaritið er i allastaði vel úr garði gert og eitt hið nauðsyn- legasta, bæði fyrir þá, sem at- vinnu hafa af framleiðslu sjávar afurða og sömuleiðis er þar mik- inn og skemmtilegan fróðleik að finna fyrir almenning. Síarf^iiiii myndlisí- arskóla F.í.l\ (Framliald af 1. síðu.) vaidur Skúlason, listmálari. í teikni- og málunardeild kenn ir Kjartan Guðjónsson listmál ari. Fræðslufyrirlestra með skuggamyndum annast Hjör leifur Sigurðsson listmálari. JarSvpgs- rannsóknir (Framhald af 8. síðul. veg, helzt sendnan m. a. að hann hlýnar fyrr á vorin. b) Nota rétta tegund áburðar svo hægt sé að hraða vextinum sem mest. c) Reyna mismun- andi tegundir fræa eða fá hentuga tegund með kynbót- um. Dr. Kellogg hefir samið skýrslu um athuganir sýnar sem hann lætur íslenzku ríkisstjórninni i té. Skýrslan mun, ásamt niðurstöðum rannsókna, einnig fela 1 sér ráðleggingar um hvernig bezt er að hagnýta gróðurmátt ís- lenzkrar moldar. Stormur hamlar síldveiðum í gær var norðan stormur á Faxaflóa og engir bátar við síldveiðar. Akranesbátar reru aftur eftir löndun í fyrradag, en sneru við, vegna þess að veður spilltist og hvessti. Norðmenn og Danir saman á flotaæfingu Innan skamms fara fram sameiginlegar æfingar flug- hers og flota Norðmanna og Dana í Eystrasalti. Banda- rískar flugvélar frá Þýzka- landi munu einnig taka þátt i þessum æfingum. Rafntagnsverðið Framhald af 8. síðu. hitaveitu, er borgarstjóri mælti einnig með, var þó enn meiri, nefnilega 55%. En þá yrði álíka dýrt að nota hita- veituna og hita húsin i bæn- um með kolum. Engar umræður um þessa hækkun sérstaklega, enda sýnt, að Sj álfstæðisflokkur- inn ætlar sér að knýja fram þessar miklu hækkanir, nú þegar fjöldi bæjarbúa stend- ur höllum fæti vegna afla- brests, sívaxandi dýrtíðar og jafnvel yfirvofandi atvinnu- leysis. Jf ornum veai Grænum skógi að skrýða í sunnudagsblaðinu var með örfáum orðum sagt frá hinum stórmyndarlegu athöfnum bræðr anna á Kirkjubæjarklaustri í skógrækt og sandgræðslu. Mun það hafa verið sammæli allra, sem sóttu aðalfund Stéttarsam- bands bænda, sem þar var háð- ur á dögunum, að slík átök ein- stakra bænda á býlum sínum séu einsdæmi á landi hér. Það er vel, að vitneskjan um þessar glæsilegu framkvæmdir og þann árangur, sem Klaust- urbræður hafa náð, mun berast um land allt með þeim mönnum, er á fundinum voru, svo að hvert hérað getur fengið vitnis- burð um þær frá sjónarvottum. Þætti mér ekki ólíklegt, þótt slíkt gæti orðið til þess að kveikja áhuga hjá ýmsum bænd um víðs vegar um land um það að feta í fótspor Klaustur- bræðra. Það eru sterkar röksemdir þegar verkin tala. Meira en þrjátíu þúsundir trjáplöntur í hlíðinni ofan við bæinn að Kirkjubæjarklaustri, er innan örfárra ára munu mynda sam- feilda skógarbreiðu, tala því máli um möguleika til skógrækt ar á íslandi, að öll vantrú verð- ur orðvana. Með öruggri friðun landsins, kyngóðum stofni og vel unninni gróöursetningu er hægt að skapa slíkar skógar- spildur í ræktargóðum hlíðum um land allt. Hitt er vitað mál, að slík skóg græðsla kostar allmikið. Þó þarf sá kostnaður ekki að vera eins stórfelldur og margur hyggur. Kemur þá til greina annað hvort, að menn ali sjálfir upp trjáplönturnar í sáðreitum heima hjá sér, og verður upp- eldiskostnaðurinn þá fyrst og fremst sú vinna, sem sáning og umhirða hefir í för með sér, eða keyptar séu tveggja ára birki- plöntur. Slíkar plöntur mun hægt að framleiða og selja í stórum stíl með verði, sem eng- an ætti að sliga, er í skógrækt vildi ráðast, og þær hafa einnig þann kost að gróðursetjast bet- ur en eldri plöntur og þroska- meiri, meðal annars vegna þess, að birkið er þá með stólparót, en ræturnar breytast, og dreif- ast á þriðja ári. En þá þarf að gæta þess, áð halda hreinu um- hverfis þær, svo að gras vaxi þeim ekki yfir höfuð meðan þær eru litlar. En sé rétt að öllu farið, er ekki að efa, að hver og einn, sem ráð á á sæmilega heppilegu landi, getur notið sömu ánægju og bræðurnir á Klaustri: að sjá beinstofna, þróttmikið birki vaxa úr grasi og verða mann- hæð og meira á örfáum árum. J. H. Söluskattur og stóreignaskattur Hér með er skorað á alla þá, sem enn skulda sölu- skatt fyrir fyrra árshelming 1950, eða árið 1949, að ljúka greiðslu hans sem allra fyrst. Sérstaklega skal vakin athygli á því, að til þess að söluskattur sé frádráttarbær gagnvart stóreignaskatti, samkv. 12. gr. reglugerðar nr. 133 frá 1950, verður hann að hafa verið greiddur hingað fyrir 15. þ. m. Félögum skal bent á, að greiðsla á söluskatti þeirra hefir áhrif, þegar stóreignaskattur félagsmanna er reiknaður út. Reykjavík, 1. september 1950 N TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Hafnarstræti 5 Silfurhringar með mynd af íslandi fást á Grettisgötu 6. Jón Dalmannsson Skrautgripaverzlun ♦ ♦ o o o o o o o O o o o o o o ^óaale a (j lega mj dilbahjöt ítt Samband íslenzkra samvinnufélaga Sími 2678 Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir, amma og systir VALDÍS BRANDSDÓTTIR, Kollsá, Hrútafirði andaðist aðfaranótt 4. september. Aðstandendur. AHt til að auka ánægjuna Tvær tegundir af ryðvarnar- efni fyrirliggjandi. Penslar — sandpappír — gibs —krít — þurrkefni — terpen- tína —■ BLETTAVATN. Málningin að koma. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sími 27. Anglýsingasímt Tímans or 81300. Rafmagns- Straujárn, Vöflujárn og Pönnur væntanlegt á næstunni. Tök- um á móti pöntunum. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Norðurljós s.f. Raftækjaverzlun Baldursgötu 9. Sími 6464

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.