Tíminn - 05.09.1950, Blaðsíða 7
193. blaff.
TÍMINN, þriðjudaginn 5. september 1950.
7.
Fluglið aðstoðar fót-
göngulið S.Þ. í Kóreu
Ilarðar orrustur á allri víglmunnl
Vegna harðrar sóknar norðanmanna voru flugvélar S. Þ.
kvaddar til að veita fótgönguliðinu aðstoð í bardögunum
í Kóreu í gær.
Harðir bardagar geisuðu á
allri víglínunni í Kóreu nema
á norðurhluta vígstöðvanna (
þar sein lítið var um átök en
jþar hafa sunnanmenn búið
um sig í fjalllendinu fyrir
sunnan Pohang, sem er á
valdi Norðanmanna.
í gær hófu Bandaríkja-
menn harðar gagnárásir og
komust víða alveg að bökk- |
um Naktong, þaðan sem þeir |
hcrfuðu fyrir helgi í hinni!
snörpu sókn Norðanmanna.
Á suðurvígstöðvunum við (
ströndina nærri Masan tók |
25 herdeild Bandaríkjamanna j
ásamt riddaraliðsdeild all-
mikið land og marga fanga.
í gær var verið að ráða niður
lcgum skæruliðssveita, sem
eftir urðu á þessu svæði.
Á miðvígstcðvunum voru'
miklar orustur og tóku Banda
ríkjamenn borgina Songjong.1
Norðanmenn halda enn nokkr
frá Taegu til Fusan, þrátt
fyrir miklar árásir Banda-
ríkj amanna á þessum slóðum.
Fjallið Everest
hækkar við jarð-
skjálfta
Ilefir hækkafi um
20® fet síðan 1940
Himalayafjcllin eru ekki á
því að missa met sitt sem
hæstu fjöll í heimi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá land
fræðistofnunum í Indlandi
hafa hinir stórfelldu jarð-
skjálftar á undanförnum ár
um í Assam haft þau áhrif,
að fjöllin hafa víða hækkað
síðustu tiu árin.
55 þús. mál
af upsa
Upsaaflinn er nú orðinn 55
þúsund, og barst talsvert af
upsa til bræðslu í síðastlið-
inni viku. Hins vegar barst
engin bræðslusíld.
um af þeim leiðum, sem liggja
Samvæmt-mælingum, sem
fram hafa farið á árabilinu
1940—1950 hefir fjallið Eve-
rest „vaxið“ um 200 ensk fet..
Það hefir hækkað úr 29 þús.
fetum í 29200 fet, og sama
máli er að gegna um ýmsa
hæstu tinda Himalayafjalla.
Auglýsingasími
l únaiis er 81 300
Sjómaimaheimilið
á Siglufirði
(Framhald af 4. siOu.)
ferðamenn og bæjarfólk í
Siglufirði hefir oft lagt leið
sina þangað.
Fjöldi hlýlegra ummæla
hafa fallið í garð heimilisins,
bæði frá leiðandi mönnum og
mörgum óþekktum gestum, er
á ýmsan hátt hafa látið þakk
læti sitt í ljós í orði og verki.
Þegar tekið er tillit til hins
mikla gestafjölda, sem komið
hefur á heimilið á þessum ár
um, hefur reglusemi og um-
gengni gesta verið mjög til
fyrirmyndar, svo að sjaldan
hefur út af brugðið, og á
þann hátt hafa gestirnir
; kannske bezt vottað heimil-
Frá upphafi hafa þessir
menn skipað stjórn Sjó-
manna- og gestaheimilis
Siglufjarðar: Pétur Björns-
son, kaum. Andrés Hafliðason.
forstjóri og Óskar J. Þorláks-
son sóknarprestur. Tvö fyrstu
árin átti bæjarstjórn Siglu-
I fjarðar fulltrúa i stjórninni,
en síðan hafa áðurgreindir
fulltrúar stúkunnar einir far
ið með stjórn þess.
Að lokum vil ég svo fyrir
hönd stjórnar heimilisins
i og St. Framsókn, þakka
| starfsfólki, sem starfað hef-
ur við heimilið þessi 10 ár,
styrktarmönnum nær og fjær
fyrir samstarf og stuðning á
i liðnum árum, og hinum fjöl
mörgu gestum fyrir komuna.
Allt til að auka
ánægjuna
Glös undir berjasultuna,
fyrir saftina flöskur og tapp-
ar. Blómapottarnir komnir
aftur.
VERZLUN INGÞÓRS
Selfossi, sími 27.
íslenzk frímerki
Notuð lslenzk frlmerki kaupi
ég ávalt hæzta verði.
JÓN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavlk
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggniir
tryggja strax hjá
Samvinnutryggingum
TENGILL H.F.
Heiði við Kleppsveg
Sími 80 694
annast hverskonar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðjulagnir, húsalagnlr,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetningu á mótorum,
röntgentækjum og heimilis-
vélum.
BergurJónsson
Málaflutningsskrifstofa
Heima: Vitastíg 14.
Laugaveg 65, simi 5833
inu þakklæti sitt og virðingu.'
Engum er þó ljósara enj
stjórn Sjómannaheimilisins
og forstöðumönnum St. Fram
sókn. að margt gæti verið
fjölbreyttara og fullkomnara
í starfi heimilisins, en núver-
andi húsakynni leyfa ekki
fjölþættari starfsemi og starfs
skilyrði eru þar að ýmsu leyti
ófullkominn. Þessvegna hef-
ur það verið hinn mikli
draumur St. Framsókn, að
fá reist nýtt fullkomið sjó-
mannaheimili með þarfir
stofnunarinnar fyrir augum.
Heimilið á þegar allstóran
byggingarsjóð og hefur þeg-
ar eignast lóð á góðum stað í
bænum, þó með því skilyrði,
að þar fáist að byggja fram-
tíðarsjómannaheimili. Enn-
þá stendur á bæjarstjórn
Siglufjarðar að gefa ákveðið
svar við því, hvort byggja
megi á lóðinni, en vonandi
verður það mál brátt farsæl-
lega til lykta leitt, því bæjar-
stjórn hefur jafnan verið Sjó
mannheimilinu vinveitt.
Fasteignasölu-
miðstööin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Annast sölu fasteigna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
innbús-, líftryggingar o. fl. 1
umboði Jóns Finnbogasonar
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands h. f. Viðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra
Wma eftir samkomulagi.
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstími kl. 11—12 og 2—5
virka daga nema laugardaga
kl. 11—12.
gr
Nýr áfangi í
Helgafells:
Málverkabók Jóns Stefánssonar
komin út
32 myndir eftir ýmsum beztu málverkum Jóns, prentaðar i svörtu og 23 myndir prentaðar
í eðlilegum litum, þar á meðal margar frægustu myndir, málarans, í eigu listasafna og
einstaklinga erlendis og koma því aldrei heim til íslands.
Þetta er óvenjulegt safn fagurra listaverka
Poul Uttenreitter skrifar langa ritgerð um listamanninn og verk hans og birtist hún á ís-
lenzku (þýðing Tómasar Guðmundssonar) og ensku (þýð. Bjarna Guðmundsson).
Jón Stefánsson hefir réttilega verið nefndur sagnritarinn i islenzkri málareist. í verkum
Jóns er samsarf hugar og handar svo fullkomið og óþvingað, að hinn rismikli, stórbrotni
persónuleiki listamannsins birtist áhorfendanum í jafneinföldum og auðskildum formum og
litum og „Guðs græn náttúran", jafn sannfærandi og lífið sjálft í hennar ríki.
HELGAFELLSBOK
Aðalútsala: Bækur og Ritföng h.f.
Veghúsastíg 7, Austurstr. 1., Laugav. 39. Helgafellsbúðir, Aðalstræti 18, Laugav. 100, Njáls-
götu 64, Laugaveg 38