Tíminn - 07.09.1950, Qupperneq 2

Tíminn - 07.09.1950, Qupperneq 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 7. september 1950. 195. blað. * Jrá kctfi til heiía Útvarpið lítvarpið í kvöld. Fastirliðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Amerísk alþýðulög. 20.45 Dag- skrá Kvenréttindafélags Islands. — Erindi: Nýjungar í klæðagerð 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 (frú Málfríður Einarsdóttir). Iþróttaþáttur (Sigurður Sigurðs son). 21.30 Sinfónískir tónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Ernst Bloch. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.10 Framhald sin- fónísku tónleikanna: b) Gátu- tilbrigðin op. 36 eftir Elgar. 22.40 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla kom til Reykjavíkur kl. 12 á hádegi í gær frá Glasgow og Thorshavn. Esja var á Ak- ureyri í gær. Herðubreið er í Reykjavik og fer þaðan næst- komandi föstudag austur um land til Siglufjarðar. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær til Snæfellsness- og Breiðafjarðar- hafna. Þyrill er í Faxaflóa. Eimskip. Brúarfoss kom til Hríseyjar í gær. Dettifoss kom til Rotter- | dam 5. þ. m„ fer þaðan í dag til | Hamborgar. Fjallfoss fór frá j Leith 2. þ. m., væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Goðafoss fór frá Reykjavík kl. 14.00 í gær til Hull, Bremen, Hamborgar og Rotterdam. Gullfoss fór frá Leith 4. þ. m., væntanlegur til Reykjavíkur seinnipartinn í dag Lagarfoss kom til New York 27. ágúst, fer þaðan væntanlega í dag til Halifax og Reykjavíkur. Selfoss er í Gautaborg. Trölla- foss kom til Botwood í New Founland 2. þ. m„ fermir þar 2500 tonn af pappír til New York Flugferðir Loftleiðir. Innanlandsflug: 1 dag er á- ætlað að fljúga til Vestmanna- eyja kl. 13.30. Til Akureyrar kl. 15.30. Til Isaíjarðar og Patreks- fjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akur- eyrar, Isafjarðar og Siglufjarðar Millilandaflug: „Vestfirðing- ur“ Catalinaflugbátur Loftleiða fer væntaniega árdegis i dag til Marie-eyju, þar sem leiðangurs- menn Lauge Koch hafa aðset- ur. Er þetta síðasta ferðin sem íarin verður þangað. Verða að þessu sinni sóttir 17 leiðangurs- menn. Þeirra á meðal er foringi leiðangursins, Lauge Koch. — Fiugstjóri á „Vestfirðing" er Einar Árnason. — „Geysir“ milli iandaflugvél Loftleiða er í Rvík. Árnab Feilta Hjúskapur. Siðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ung- frú Margrét Jónsdóttir, Tryggva götu 20, Selfosá, og Ólafur Þor- valdsson frá Öxnalæk í Ölfusi. Heimili ungu hjónanna verður að Tryggvagötu 20, Selfossi. 6/öð og tímarit Heisluvernd, tímarit Náttúrulækningafélags íslands, 2. hefti 1950, er nýkom- ið út, fjölbreytt að efni og vand- að að frágangi. Ur efni ritins má nefna: Liðagigt, eftir rit- stjórann, Jónas læknir Krist- jánsson. Kjarni málsins, eftir Grétar Fells. Um barnatennur eftir Margréti Bergmann, tann- lækni. Náttúrleg lækning og varnir krabbameins, og er það síðasta greinin í greinarflokki um það efni eftir Björn L. Jóns- son. Húsmæöraþáttur: Grænar blaðjurtir með hrásalatupp- skriftum (Dagbjört Jónsdóttir). Frásagnir af lækningu tveggja krabbameins- og tveggja liða- gigtarsjúklinga. — Ný krúsku- uppskrift. Lífrænn og tilbúinn áburður (tilraunir ). Brauðin og fytinsýran. Spurningar og svör. Reykingar og kvillasemi. Röng næring orsök ofdrykkju. Varn- arefni gegn sýkingu í hveitikími. Félagsfréttir o. fl. Úr ýmsum áttum Þjófnaður. Um helgina var stolið tveimur hjólbörðum undan loftpressu, sem var við Borgartún 4 hér í bænum. — Ef einhver hefði orð- ið var við þetta, er hann beðinn að gera Rannsóknarlögreglunni aðvart. Salernispappír er um þessar mundir ófáan- legur í landinu, og geta verzlanir hér í bænum engar vonir gefið um, hvenær ný sending af þeirri vöru komi. Luxvpiðin í Laxá í Þingeyjarsýslu (Framhald af 1. síðu.J verðmæti eru fólgin í íslenzk um veiðivötnum. Þennan nýja íslenzka lax ættum við að geta flutt með flugvélum nýjan á markað í stórborg- um heimsins. Samningstíminn útrunninn. Á þessu ári er útrunninn samningstími sá, sem áin var leigð að þessu sinnl. Ekki tnm i asmxzmxzitmmmmtmmu Salka Valka (Framhald af 1. síðu.) daginn var stóð til, að Gull- faxi færi þangað og fíytti flokkinn til íslands, en sú ferð var afturkölluð á sið- ustu stundu. Nú er Gullfaxi í Amsterdam, þar sem verið er að skipta um hreyfil í vél- inni, og er hálft í Hvoru bú- izt við, að vélin fari þangað til Parísar, ef franski kvik- myndaflokkurinn er tilbúinn að koma til íslands, áður en mjög langt um líður. Enn er þó allt í óvissu um þá ferð Gulifaxa, hvort hún verður, eða hvenær. Áttu að koma I byrjun ágúst. Upphaflega var gert fáð fyrir, að Frakkarnir kæmu í byrjun ágústmánaðar, og var samkomuhúsið og barna- skólinn í Grindavík leigt þeim fram í september. Nú mun barnaskólinn taka. til starfa um miðjan mánuðlnn, og dagur styttist og allra veðra er von, svo að líklegt er að erfitt reynist um myrida tökur í Grindavík.'En ætlun- in var að taka þar aðaliega þá hluti myndarinnar, sem teknir verða úti, í islerizku umhverfi. • . Aðeins tveir komnir. Fyrir nokkru komu hingað tveir Frakkar, sem áttu að hafa þann starfa að arinast undirbúning kvikmyndatök- unnar í Grindavík. Stóð. til að reist yrði þar hluti af húsi, eða útveggir, sem nota á Við myndatökuna. - Eitthvað af kvikmyndavél- um er einnig komið til fánds ins og eina bifreið er búið að flytja hingað. til afnota 'fyr- ir kvikmyndaleiðanguririn í Grindavík. En það er allt og sumt. hefir verið tekín nein á- i hverjum. Þó munu einhverj- kvörðun um það enn þá,! ar umræður þegar hafa farið hvort áin verður leigð eða fram um það. ornum vec^i Kornvara og umbúðir Undanfarin ár hefir verið flutt hingað til iands mikið af hveiti, grjónum, baunum og annari kornvöru í smápokum og jafnvel pökkum. Þessi vara hef- ir þótt hentug til kaups, þar sem komast má í búð daglega, en geymslurými hins vegar mjög takmarkað eða jafnvel að kalla alls ekki neitt. Þessi vörukaup hafa auðvitað verið dýrari en ef keypt hefði verið í heilum sekkjum, enda hefir verzlunarstjóri tjáð mér, að nú sé þessum smáskammta- innflutningi á kornvörum lokið, og muni næsta sending, sem kemur öll verða í heilum sekkj- um. Mun sú ráðbreytni vafa- laust spara nokkurn gjaldeyri, og er ekki nema gott um það að segja. En það er hængur á, sagði þessi maður: Það eru ekki til neinar umbúðir handa fólki, þegar það kemur til þess að kaupa kornvöruna úr sekkjun- um. Þetta tvennt hefði þó þurft að fylgjast að: Að horfið væri frá innflutningi komvöru í smá pokum og pökkum og séð væri fyrir umbúðum, svo að unnt væri að skipta heilsekkjunum, því að óhugsandi er, að meira en helmingur landsmanna og sennilega ekki nema þriðjungur geti komið því við að kaupa slík ar vörur í sekkjatali. Svó sagði þessi maður, og hann mun hafa rétt að mæla. Það er annars undarlegt, hve oft vill við brenna, að okkar vísu landsfeðrum gleymist að sjá fyrir innflutningi ýmislegs smá- varnings, sem ekki kostar.nema lítið, en er þó svo nauðsynleg- ur, að vandræði hljótast af, ef hann vantar. J. H. Ur endurminningum Lucknersgreifa Sigurður Haraldz ísienzkaði Luckner grelfi er þekktur maður um allan heim. Sæúlfurinn var gælunafn á honum, og hann var hreyk- inn af því nafni. Þessa dagana er hann á ferð til Vest- urheims, að rifja upp fornar minningar. Endurminn- ingar greifans hafa aukið mjög á frægð hans og eru mikið lesnar. Rithöfundirunn Lowell Thomas ritar skemmtilegan og ítarlegan formála fyrir bókinni. Hann segir m. a.: Vinur minn Luckner greifi er skrýt- inn maður. Hann hefir ferðast um Bandaríkin síðast- liðin tvö ár og haldið þar fyrirlestra, sem óhemju að- sókn hefir verið að. Hann er líka allt það, sem þú get- ur búizt við af aðalsmanni, sem strauk að heiman, þegar hann var drengur, og fór til sjós. Sjómaður var hann i mörg ár, en varð síðan liðsforingi í hinum keisaraiega þýzka sjóher. í fyrra heimsstríðinu lagði hann af stað frá Þýzkalandi á gömlu seglskipi, komst [ fram hjá Englendingum og sökkti mörgum skipum Bandamanna á Atlantshafi og Kyrrahafi. Þá gáfu Bandamenn honum nafnið „Sædjöfullinn“. Þessu hélt hann áfram, þar tii að hann að lokum strandaði skipi sínu á kóralrifi í Suðurhöfum. Eitt sinn á þeim dögum, er hann var i siglingum, vann hann sem tjaldmaður hjá indverskum fakírum í Ástraliu, og af þeim lærði hann svolítið i sjónhverf- ingalist, sem hann þreyttist aldrei á að leika. Lowell Thomas segir: Margt kvöldið hef ég setið við arininn og hlustað á Sæúlfinn segja sögur frá dögum seglskipanna. Við fórum í skemmtisiglingar kringum eyjarnar í Karabíska hafinu á hinu stóra segliskipi hans, sem hann kallar heimili sitt, og á þessu ferðalagi var góður tími til að segja sögur. Ég náði í mikið af ævintýrum og aðalþráðinn af starfsferii hans í bók mína: Endurminningar Luckners greifa. Nú er bókin komin í íslenzkri þýðingu Sigurðar Haralz. Þessi bók verður lesin. Hún er ein skemmtileg- asta bókin, sem komið hefir lengi. Bókaverzlun Ssafoldar AUGLÝSING um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavik Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu minni og hjá lögreglustjórum úti á landi. — Umsóknarfrestur er til 20. þ. m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 0. september 195#, SIGURJÓN SIGURÐSSON. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.