Tíminn - 07.09.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 7. september 1950. 195. blað. Kanadastjórn. relsir Stepkan G. Stepkanssyni minnismerki Hróðri Stephans G. Stephanssonar skálds, hefir einungis verið haldið á lofti af íslendingum hér heima og í Kanada. Þó að menntamönnum í Kanada hafi verið kunnugt um fcókmenntaafrek Stephans G. Stephanssonar, vissi alþýða manna lítið eða ekkert um hann að undanteknu fólki af rorrænum stofni. Nú hefir sambandsstjórn Kanada og fylk- isstjórn Alberta láíið reisa honum fagurt minnismerki í bænum Markerville í Alberta fylki og tekið hann þar með í tölu ágætustu skálda þjóðarinnar Grein sú, sem hér fylgir er eftir Kerry Wood og birtist í blaðinu „The Country Guide“ undir fyrirsögninni „Minnismerki stórmennis“. Nefnd sú í kanadiska þing- inu, er hefur með sögustaði og minnismerki að gera, hef- ur heiðrað byggð þessa mikla norræna rithöfundar með því að reisa honum minnisvarða í bænum Markerville í Al- berta í Kanada, en þar dó Stephan G. Stephansson 11. ágúst 1927. Minnismerkið var svo afhjúpað 4. september í sumar. Stephan G. Stephansson fluttist á unga aldri til Kan- ada og reisti sér bú í Mark- ervillehéraði í miðju Alberta fylki, ásamt nokkrum íslenzk um fjölskyldum. Hann bjó þar um 30 ára skeið og ól þar upp börn sín. í hinum fáu frístundum sínum orkti hann ljóð sín á móðurmáli sínu og sendi þau til íslands, þar sem þau voru birt í tímaritum. Frægð þessa rithöfundar barst fljótt um öll Norður- lönd. í Kanada og öðrum löndum var Stephan hið elsk aða og mikilsvirta skáld allra þeirra er voru af norrænu kyni. Hann fór einu sinni heim til íslands eftir að hann flutti vestur og veitti ís- lenzka þjóðin honum þá hlýj ar viðtökur og sýndi honum mikinn sóma. Prófessor M. H. Long, sem kennir sögu við ríkisháskól- ann í Alberta, er í þingnefnd þeirri sem hefur með sögu- staði og minnismerki þjóð- arinnar að gera. Þegar til- laga kom fram um að reisa Stephan G. Stephanssyni minnisvarða, skrifaði prófess or Long til fyrverandi kenn- ara síns í Oxford í Englandi til að spyrja um frægð skálds ins. Þessi kennari prófessors Long er Sir William A. Craigie, sem er sennilga af enskum mönnum, gagnkunn ugastur norrænum bókmennt um. Prófessor Long bað Sir William um hreinskilna skoð un á stöðu Stephans sem skálds. Prófessor Long hafði auðvitað heyrt mikið talað um hversu mikið skáld Steph an hafði verið á islenzka tungu, en hann vildi heyra óhlutdrægan dóm frá heims- kunnum bókmenntamanni. Hér er útdráttur úr bréfi Sir William til prof. Long: „Mér er það mikil ánægja að heyra þá ákvörðun stjórn- arinnar að reisa eigi minnis- varða til minningar Steph- ans G. Stephanssonar. Ég get vissulega sett hann í hóp með stórskáldum; ekki aðeins fyr ir sérstöðu hans í nútíma ís- lenzkum bókmenntum, held- ur það að mikill hluti ljóða hans sýna djúpa hugsun og mátt túlkunar sem einkennir hin stærstu skáld allra þjóða.“ Prófessor Watson Kirkconn el hefur haft þessi orð um Stephan G.: „Um yrkisefni hans, sem tekin eru að mestu leyti úr hinu daglega lifi á sléttunum og úr íslenzku þjóð | lífi, hefur hann farið hönd- um hins mikla snillings, j enda hefur hann stundum verið talinn mesta skáld i samveldislöndum Bretlands.“ | „Ég er ekki nógu gagn- kunnur öllum skáldskap í samveldislöndunum,“ segir I Craigie „til þess að dæma réttmæti þessara orða en ég I held að mér sé óhætt að segja að ef Stephan G Stephans- son hefði ritað eins mikið og ' vel á ensku og hann gerði á íslenzku mundi hann hafa hlotið sess með allra fremstu 1 skáldum Kanada.“ | Prófessor Long og Charles H. Snell landmælingamaður fóru til hins gamla heimkynn j is skáldsins til að ákvarða 1 staðinn þar sem minnismerk 1 ið skyldi reisa. Gröf hins 1 mikla skálds er á jörð hans þar sem nokkrir af fjölskyldu hans eru einnig jarðaðir. Einn af sonum skáldsins, Jakob, býr á landnámsjörð 1 hans í Markerville. Margir j hlutir sem skáldið átti eru enn til. Jakob geymir stól og skrifborð föður síns og marga Minnismerkið á gröf Stepans G. Stephanssonar aðra muni er hann átti. Fjölskylda Stephans G. Stephanssonar og nokkrir ís- lenzkir vinir hans hafa reist honum, á gröf hans, fagran minnisvarða sem ber vott um þá ást og þá virðingu sem hann naut meðal þeirra. Und ir bronzskildinum í minnis- varðanum er innsiglað skríni sem inniheldur eintök af ljóð um skáldsins. Ljóðlínur úr kvæðum hans eru greyptar í legsteininn. Hinn nýi minnisvarði sem ríkið lét reisa er ekki á gröf skáldsins, þar sem búið var áður að reisa fagurt minnis- merki. Heldur var það reist í skrúðgarðinum i Marker- ville við Medicine ána, sem skáldinu þótti svo vænt um. Stephan G, Stephansson mundi sjálfur hafa kosið þennan stað á leikvöllunum við hina litlu á, þar sem hann gat heyrt og séð til leikja æskuiýðsins, sem hann unni svo mjög. Þankar um útgerðarmál Eftir dr. Jón Dúason 5 ff Við, sem höfum lagt hönd á það, að smíða árabát, vit- um hve mikið efni fór í hann, og hvað það kostaði, og vit- um líka hvers virði vinnan við smíði var í tómstundum að vetrinum, — okkur er það ofur ljóst, að ekki þurftu ára bátarnir að ganga nema tíma og tima úr árinu, svo að hlutirnir af þeim borguðu fljótlega allt verð bátsins. En það gegnir allt öðru máli um þá ca. 100 tonna vél báta, sem nú er róið á með sama hætti og á árabátun- um forðum. Útgerð þeirra er svo dýr ,að engin von er til, að hún geti borið sig, nema þeir séu í mokafla allt árið. Meira að segja á vertíð hér við land eru þeir, fjárhags- lega séð, ekki samkeppnis- færir við góða 30 tonna báta. Þeir vinna tæpast meira verk eða skila mein afla en 30 tonna bátar geta borið, en eru miklu dýrari í rekstri en 30 tonna bátarnir. Svo þegar vetrarvertið lýk- ur, eru þessir stóru bátar bundnir við hafnarbakka eða hafðir í fyrirsjáanlegum taprekstri allan hinn hluta ársins, eða ennþá meiri tap- rekstri, ef tap varð á þeim á vetrarvertíðinni. Svo er komð til þings og stjórnar og krafist, að landið borgi hallareksturinn á þeim. Fyrst var sú aðferð höfð, að landið ábyrgðist bátunum á- kveðið verð fyrir fiskinn, sem var miklu hærra en mark aðsverðið. En svo þegar á- stand þessarar útgerðar varð svo mikið og dýrt, að það sprengdi ramma mcguleik- anna, þá var krónan felld. En auðvitað breytir krónu- fellingin engu um það, að þessir dýru bátar geta ekki svarað reksturskostnaði hér við land nema helst á vetrar- vertíð. Með nýsköpunarkaup unum á þeim og ráðslagi út- gerðar þeirra hefur þjóðin komið sér upp einskonar Þor geirsbola, sem nú er að sliga landið fjárhagslega. Útgerð þessara stóru og dýru báta er því aðeins mögu leg — fjárhagslega séð — að þeim sé siglt milli landa og hafðir í útilegu á þeim slóð- um við norðanvert Atlants- haf, þar sem afli er mestur á hverjum tíma árs, og haldið út allt árið. Minna dugir ekki. Það helzta — og raunar einasta, — sem við íslending ar getum gert við þessa báta, er að sigla þeim, þegar vetrar vertíð sleppir, til Grænlands og hafa þá þar í útilegu allt vorið, sumarið o g eins langt fram á vetur og tök verða á. Það er vissulega fyrir neð- an allar hellur, að ísl. þjóðin greiði tapið á sjávarútvegi, sem ekki er starfræktur, en (Framhald á 6. síðu.J Bóndi sendir Tímanum eftir- farandi hugleiðingu í tilefni af útvarpserindi, sem hann segist hafa hlustað á nýlega: „Fyrir skömmu var einn af „leiðandi" mönnum landbúnað- arins að fræða íslenzka útvarps- hlustendur á því, að það væri hin mesta glópska af íslend- ingum að leggja nokkra áherslu á það að auka grasræktina í landinu, fyr en allir bændur væru búnir að koma sér upp fullkomnum heygeymslum — og það helzt, að því er manni skildist, votheysturnum. Mér fannst þetta nokkuð ný- stárleg kenning, og hugsaði sem svo, að seint hefði þetta land byggzt, ef allir menn hefðu haft svipaðar skoðanir á þessu og útvarpsfyrirlesarinn. En í þessu landi bjuggu menn næstum í 10 aldir, án þess að eiga hlöðu yfir heyfeng sinn — i og höfðu þó landbúnað fyrir lífsframfæri, að langmestu leyti. Og undirstaða landbúnaðarins hefir frá upphafi vega verið grasið, bæði það sem búfénað- urinn beit á jörðinni, og hitt, sem heyjað var honum til vetr- arfóðurs. Það er að vísu rétt, að oft hefir verið erfiðleikum bundið að nýta grasið á jörðinni vegna óhagstæðs tiðarfars og þá ekki hvað sízt vegna langvinnra ó- þurrka um heyskapartimann, sem iðulega þjá flesta hluta landsins til skiptis. En á gras- inu hefir samt íslenzká þjóðin óbeinlínis dregið fram lífið, meira en nokkru öðru, og mundi afkoma hennar þó hafa verið stórum betri, ef að ekkert hefði þjáð hana annað en misbresta- samt tíðarfar. — Og enn um aldir mun grasið verða undir- staða íslenzks landbúnaðar — og framfarir hans byggjast á meira og betra grasi. Um hitt eru svo ekki skiptar skoðanir, að það er ein höfuð- nauðsyn, að gera nýtingu grass- ins, heyöflunina og heyverkun- ina, betri, ódýrari og öruggari en hún er nú í dag, hvort sem heyið er þurrkað eða verkað sem vothey. Og ég er þeirrar skoðun- ar, að þar sé aukin og bætt vot- heysverkun fljótvirkasta úr- ræðið. En þetta er ekki ný kenning. Þetta hafa ýmsir beztu búnað- arfrömuðir þjóðarinnar prédik- að fyrir bændum um meir en hálfrar aldar skeið, og er að því bæði skaði og skömm, hve seint sá róður hefir gengið. Það er því allra þakka vert að halda áfram að brýna bændur til auk- inna framkvæmda r þeim efn- um, En ég er hræddur um, að sá áróður kunni að hafa öfugar verkanir, ef hann er borinn fram af slíku einsýni sem því, að fordæma samtímis fram- kvæmdir, sem miða að því að til sé nægilega mikið af heyi til þess að verka, í þessum ágætu votheysgeymslum. Enn er þó þurrheysverkun ekki óþekkt fyrirbrigði, og sjaldan rignir samtímis um allt land. Og að lokum langar mig til að segja frá því, sem fyrir mig bar, nokkru eftir að ég hlýddi á áð- urnefnt útvarpserindi — og sem kom mér til að taka penna í hönd. Á fornu höfuðbóli, þar sem þúsundir manna höfðu lif- að á liðnum öldum án þess lengst af að eiga hlöðukofa, hvað þá votheysturn, hafði ver- ið hafizt handa, af miklum stórhug, að byggja staðinn upp að nýju, í nýjum stíl og nýju umhverfi. Og þar sá ég hina ný- stárlegu kenningu í verki. Tveir reginháir votheysturnar gnæfðu þar við himinn, mikillátir hið ytra, en ósköp innantómir, þvi að í þá hafði aldrei komið hey- strá, og útlit var ekki björgulegt um að það yrði á næstunni. Það hafði sem sé farið svo hér eins og oft vill verða, að ekki var fé fyrir hendi til að gera allt í einu, sem óskað var. Og þá var farið eftir forskrift íyrirlesarans. Grasræktin, sem búið þó átti að byggjast á, var vanrækt, en allri orku beint í byggingu turn- anna, sem nú undirstrikuðu ömurleika hins ógróna lands. Og ég spurði sjálfan mig: Er þetta það sem koma skal? Það er sannarlega örðugleik- um háð að reka búskap á fs- landi, þó að nóg sé grasið, ef engin hús eru fyrir hendi til geymslu heyforðans. En það er með öllu vonlaust að ætla sér og fleyta sér fram á landbún- aði hversu vandaða votheys- turna sem maður eignast — ef ekkert er til að láta í þá“. Þetta segir nú bréfritarinn og mun ég ekki blanda mér neitt að sinni í deilu hans og útvarps- íyrirlesarans. Starkaður. HANGIKJÖT Nægar birgðir fyrirliggjandi Ný framieiðsla kemur í hverri viku REYKHÚS S.Í.S. Sími 4241.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.