Tíminn - 07.09.1950, Síða 5
195. blað.
TÍMINN, fimmtudasinn 7. september 1950.
5.
Fhnmtud. 7. sept.
„ Afleiðing gengis-
lækkunarinnar“
í aðalmálgögnum stjórnar
andstæðinga, Alþýðublaðinu
og Þjóðviljanum, er nú jafn-
an sagt frá verðhækkunum,
miklum sem litlum, undir
yfirskrift, sem hljóðar eitt-
hvað á þessa leið: Enn ein af
ieiðing gengislækkunarinnar.
Það gildir einu, þótt umrædd
verðhækkun stafi ekki, nema
að litlu leyti af völdum geng
islækkunarinnar, heldur fyrst
og fremst af verðhækkun er-
lendis. Allt skal það skrifað
á reikning gengislækkunar-
innar.
Þegar Alþýðublaðið skrifar
um þessi mál, er cll verð-
hækkun jafnan færð á reikn
ing gengislækkunarinnar,
sem ákveðin var í vetur.
Gengislækkuninni sem ákveð
in var á síðastliðnu hausti, er
alveg gleymt, enda þótt hún
hækkaði verð ýmissra inn-
flutningsvara litlu minna en
síðari gengislækkunin. t. d.
ýmsra rekstursvara landbún-
aðarins og sjávarútvegsins.
Þessi frásagnarháttur Alþýðu
blaðsins stafar af því, að
flokksbræður þess stóðu að
fyrri gengislækkuninni og
töldu hana alveg sjálfsagða
ráðstöfun, þótt þeir væru áð-
ur búnir að lýsa sig andvíga
gengislækkunum. En þá sátu
þeir f ríkisstjórn og ætluðu
að vera þar áfram.
Það er annars vel þess vert
fyrir almenning að íhuga þess
ar síendurteknu fyrirsagnir
stjórnarandstöðublaðanna um
afleiðingar gengislækkunar-
innar.Nánari íhugun á þess-
um málum leiðir það nefni-
iega ótvírætt í ljós, að verð-
hækkanir þær, sem nú eru
að dynja yfir, rekja rætur sín
ar miklu lengra en til gengis 1
lækkunarlaganna í vetur.
Þær eru, að því leyti, sem
þeir stafa ekki af verðhækk-
unum erlendis, afleiðing
þeirra stjórnarhátta, sem
hér hafa ríkt undanfarin ár. |
Þegar stjórn Stefáns Jóhanns
Stefánssonar lét af völdum
að afloknum mesta gróða- og
eyðslutímabili í sögu lands-
ins, var ekki nema um tvennt
að velja vegna þess, hvernig
stjórnað hafði verið á undan
förnum árum. Annaðhvort
varð að grípa til úrræða eins
og gengislækkunarinnar, eða
að láta útflutningsatvinnu-
vegina stöðvast og þar með
nær allan atvinnurekstur í
landinu.
Af hálfu þeirra flokka, sem
nú bölsótast mest út af geng
islækkuninni, hefir það ekki
verið hrakið, að viðhorfið var
þannig, þegar stjórn Stefáns
Jóhanns lét af völdum á sið
astliðnu hausti. Þeir hafa
ekki heldur bent á nein önn-
ur úrræði en gengislækkun-
ina útflutningsatvinnuvegun
um til bjargar. Þeir hafa
þannig orðið að játa í verki,
að hún var óhjákvæmileg af
leiðing þeirra stjórnarstefnu,
sem fylgt var í landinu
næstu fimm árin á undan.
Verðhækkanirnar, sem nú
eru að dynja yfir, eru því
ekki afkvæmi gengislækkun-
arinnar, heldur eru þær, á-
samt henni, afleiðing þeirrar
stjórnarstefnu, sem þjóðin
ERLENT YFIRLIT:
Alexandrovitsj Susloff
Einkaritari Slalins. soin hlotið Iicfir nafið
storiiifiigliiin frá Kroml
Fyrir fáum dögum síðan var
skýrt frá því i útvarpsfréttum,
að veruleg „hreinsun" hefði átt
sér stað í foringjaliði austur-
þýzka kommúnistaflokksins.
Allmörgum mönnum, sem höfðu
verið háttsettir i flokknum,
hafði verið vikið úr honum og
þeir jafnframt' sviptir þeim
tninaðarstörfum, sem þeir
gegndu fyrir ríkið. Það fylgdi
og fregn þessari, að flokkurinn
myndi hafa fengið ný fyrirmæli
im það frá Moskvu, hvernig
hann ætti að haga starfsemi
sinni.
Nokkru áður en fregn þessi
birtist, sögðu blöð í Vestur-
Berlín frá því, að Susloff, einka-
ritari Stalins, væri kominn til
Austur-Berlínar til viðræðna
við foringja kommúnista þar.
Blöðin gizkuðu jafnframt á, að
vegna þessarar komu Susloffs
mætti vænta tíðinda frá Aust-
ur-Þýzkalandi, því að hann
myndi staddur þar í „hreins-
unarerindum“. Það hefir líka
komið á daginn.
Áður í sumar hafði Susloff
verið í Berlín eða þegar þing
austur-þýzkra kommúnista-
flokksins var haldið þar. Hann
hélt heimleiðis fljótlega eftir
þingið, en hefir svo komið til
Berlínar aftur eftir að vera
búinn að gefa húsbónda sín-
um skýrslu og taka við nýjum
fyrirmælum. Einn þáttur þeirra
hefir verið áðurnefnd „hreins-
Stormfuglinn frá Kreml.
Það er annars ekki nýtt, að
það veki athygli, ef Susloff
kemur til höfuðborga þeirra
ríkja, er heyra til áhrifa-
svæði Rússa. Það skeður jafnan
eitthvað eftir að Susloff hefir
verið á ferðinni. Stundum er
það „hreinsun“, en annars ein-
hver róttæk breyting á stefnu
og starfsháttum kommúnista-
ílokkanna. Það er ekki að til-
efnislausu, sem hann gengur oft
undir nafninu Stormfuglinn frá
Kreml.
Það var Susloff, sem á fundi
Kominform í Bukarest 1948
lagði fram tillöguna um að for-
dæma starfsaðferðir Títós. Yf-
irleitt kom sú tillaga kommún-
istum á óvænt, því að þótt
nokkur misklíð hefði verið milli
valdamanna i Moskvu og Bel-
grad, var ekki búist við því, að
hún myndi verða færð yfir á
opinberan vettvang. En ekki
þótti annað hlýða en að sam-
þykkja tillöguna fyrst Susloff
bar hana fram, því að það
sýndi glöggt, hvaðan hún myndi
runnin.
Siðan hefir Susloff verið
fremstur í flokki þeirra, sem
fordæmt hafa Titó. Það þykir
sýna, að Stalin sé fjarri því að
vilja taka Titó í sátt. Það er í
samræmi við afstöðu Stalins
fyrr og síðar, því að hann hefir
kennt, að sáttfýsi vifj svikara
skapaði aukinn jarðveg fyrir
tækifærisstefnur og eyðileggðu
allan aga í kommúnistaflokk-
unum. |
Frægur skæruliðaforingi.
Mihail Alexandrovitsj Susloff
er einn af yngstu leiðtogum
rússneskra kommúnista, nýlega
35 ára gamall. Hann ber jafnan
prófessorstitil, en prófessors-
stöðuna hefir hann þó yfirgefið
fyrir löngu. Hann á henni ekki
heldur veg sinn og álit að þakka.
Að sönnu var hann svo góður
námsmaður, að hann var gerð-
ur prófessor í marxistiskri
fjárhagsfræði strax að afloknu
háskólanámi í Moskvu. En það
átti ekki fyrir honum að liggja
að vera prófessor, nema
skamma stund.
Á árunum fyrir styrjöldina
hafði Susloff verið einn af leið-
togunum í samtökum ungkom-
múnista í Stovropolumdæminu.
Þegar Þjóðverjar hernámu
þennan landshluta, snerist Sus-
loff ekki í fylgd með þeim, sem
hörfuðu undan, heldur varð eft-
ir og tók að sér að stjórna
skæruliðasamtökunum. Þessu
starfi gegndi hann allan þann
tíma,, sem hernám Þjóðverja
stóð yfir. Það er talið, að skæru-
liðasveitir hans hafi verið þær
örðugustu, sem Þjóðverjar áttu
í höggi við í Sovétríkjunum.
Stjórnandi í Litháen.
Eftir styrjöldina hlaut Susloff
laun afreka sinna. Hann var
skipaður yfirmaður hinnar
kommúnistisku flokksstarfsemi
í Litháen. Hann gekk þar fram
með harðri hendi og þoldi eng-
an mótþróa gegn flokknum.
Hann er talinn vera frumkvöð-
ull hinna miklu brottflutninga
þaðan, a. m. k. álíta Litháar
það, enda hata þeir hann meira
en nokkurn annan leiðtoga
herraþjóðarinnar. Hins vegar
hlaut starf hans í Litháen mik-
ið hól í Moskvu. Þess sáust bezt
merki 1947, er hann var kjörinn
í miðstjórn kommúnistaflokks-
ins 1947 og var þá yngsti maður-
inn, sem þar átti sæti. Frá sama
tíma varð hann einkaritari
Stalins. Ýmsir gizkuðu á, að
hann myndi verða eftirmaður
Sdanoffs í Politbyro — æðstu
stjórnarnefnd kommúnista-
flokksins og Sovétríkjanna, —
en af því varö þó ekki. Stalin
mun ekki hafa talið of hraðan
frama heppilegan. Susloff yrði
að sýna betur, hve trúr hann
væri.
Einkaritari Stalins.
Þeir, sem þykjast þekkja til í
Moskvu, telja fullvist, að Stalin
sé löngu hættur að efa trú-
mennsku Susloffs, því að hann
. hafi nú meira saman við hann
að sælda en nokkurn mann
| annan. Stalin er sagður finna
. hjá Susloff marga þá eiginleika,
| er einkenna hann sjálfan, óbil-
i ,
bjó við á undanförnum ár-
um. Hún gat ekki leitt til ann
ars en þess, sem nú er orðið
og getur átt eftir að verða
enn verra.
Verðhækkanir þessar eru
þannig einnig skilgetið af-
kvæmi þeirra flokka, sem nú
bölsótast mest yfir þeim, því
að þeir áttu sinn drjúga þátt
í þeirri stjórnarstefnu, sem
orsakaði gengislækkunina.
Það er hinsvegar í góðu sam
ræmi við manndóm forustru-
mannanna í þessum flokkum,
að hafa hlaupist burtu eins
og rottur af sökkvandi skipi,
þegar hinar hörmulegu afleið
ingar af verkum þeirra dundu
yfir og látast eins og þeir
beri enga ábyrgð á því, hvern
ig komið sé. Það er líka í prýði
legu áframhaldi af þessu, að
þeir gera nú óp að þeim, sem
fást við hið erfiða björgunar
starf, eftir að þeir hafa sjálf
ir dregið sig í hlé og gera ekk
ert til að stuðla að því, nema
síður sé, aö sigrast sé á erfið
leikunum á sem beztan hátt
fyrir þjóðina.
Það er ekki víst, að slík
„leikni stjórnmálamann
anna“ sé eins vænleg til vin
sælda og forustumenn
þessara flokka halda. Þjóðin
krefst þess áreiðanlega af
mönnum, sem látast fallnir
til forustu, að þeir hafi á erf
iðleikatímum eitthvað ann
að gagnlegra til málanna að
leggja en að bölsótast yfir af
leiðingum gengislækkunar,
sem þeir eru sjálfir valdir að.
Malenkoff, sem talinn er líta
vaxandi gengi Susloff öfund-
araugum
andi og ofstækisfulla trú á mál-
efninu, einbeittni og þraut-
seigju og óvenjulegt starfsþrek.
Vinnutími Susloff er oftast
sagður 16—18 klst. á sólarhring,
en samt er hann fús til að setj-
ast að drykkju og söng að af-
loknu dagsverki.
Stalin er nú talinn vera far-
inn að hlífa sér við störf, því að
aldurinn færist yfir hann, en
þeim mun fleira felur hann Sus-
loff að annast um.
Sagt er að ýmsir ráðamenn
Sovétríkjanna, eins og Malen-
koff, séu ekki að öllu leyti hrifn-
ir af því dálæti, sem Stalin hef-
ir á Susloff. Þótt Susloff sé
Stalin trúr, getur hann orðið
skæður keppinautur, þegar hans
nýtur ekki lengur við. Annars
erfitt að spá um framtíðina í
þeim efnum, því að það getur
reynzt Susloff örðugt eins og
fleirum að halda hylli einvald-
ans. En það er víst, að hann
nýtur hennar nú í ríkum mæli,
og því er jafnan fylgst gaum-
gæfilega með ferðum storm-
fuglsins frá Kreml, þegar hann
er utan Sovétríkjanan. Þær
boða, að tíðindi séu í vændum.
Raddir nábúanna
í forustugrein Mbl. í gær,
er sagt frá þeim frásögnum
erlendra blaða, að Rússai;
leggji nú kapp á úraníum-
vinnslu í Austur- Þýskalandi
og neyði Þjóðverja til að
vinna þar. Mbl. segir:
„Það, sem að þarna er að
gerast, er það, að á sama tíma,
sem flugmenn Kominform og
Rússa hlaupa borg úr borg og
hús úr húsi með mótmæla-
skjöl gegn framleiðslu kjarn-
orkuvopna og krefjast þess af
Þjóðverjum, að þeir skrifi
undir þau, þá er þýzkt fólk
látið vinna dag og nótt í úr-
aníumnámum í sínu eigin
landi. Þetta þýzka útaníum
nota Rússar síðan til þess að
framleiða með kjarnorku-
sprengjur.
Lýsir þetta ekki vel þeirri
„friðarsókn", sem kommúnist-
ar hafa haldið uppi undan-
farna mánuði? Er nokkuð að
furða þó að íslenzkt skáld í
Gljúfrasteini lýsi þá menn
„fulltrúa satans“, sem vara
við slíkum stuðningi við
heimsfriðinn og öryggi mann-
kynsins?!! ....
Upplýsingarnar um úran-
íuframleiðslu Rússa í Þýzka-
landi og hið mikla kapp, sem
þeir leggja á hana, gera meira
en afhjúpa þá eindæma
hræsni, sem liggur í „friðar-
sókn“ kommúnista um víða
veröld. Þær sýna einnig eins
greinilega og frekast er unnt,
hvað fyrir þeim vakir. Rússar
eru ennþá á eftir í fram-
leiðslu kjarnorkuvopna. Á
meðan að þeir eru það, láta
þeir leiguþý sín um öll lönd
ljúga því að friðelskandi fólki,
að þeir séu á móti allri
kjarnorkuf ramleiðslu.“
Það er svo sem ekki undar
legt, þótt Þjóðviljinn dáist
að „friðarsókninni“!
Verðrafmagnsinsog
heita vatnsins
Fyrir bæjarstjórn Reykja-
víkur liggur nú tillaga frá
borgarstjóranum um stór-
felda hækkun á verðlagi raf-
magnsins og heita vatnsins.
Samkvæmt þessum tillögum
mun rafmagnsverð hækka
um 50% og verð heita vatns-
ins um 55%.
Hækkun heita vatnsins virð
ist af ýmsum ástæðum ekki
óeðlileg. Á síðastliðnu ári varð
halli á rekstri hitaveitunnar,
enda seldi hún heita vatnið
á miklu lægra verði en sein
svaraði kola- og olíuverði,
sem þeir bæjarmenn, sem
búa utan hitaveitusvæðisins,
urðu að greiða vegna hitun-
ar. Það virðist vera nokkuð
vafasamt réttlæti, að bærinn
tryggi nokkrum hluta bæjar
manna upphitun með lægra
verði en aðrir þeirra búa við,
nema hann bæti þeim siðari
það upp með öðrum hætti, t.
d. lægra rafmagnsverði. Þeim
mun minni ástæða er til
þessa, þegar af því hlýzt halli
á hlutaðeigandi fyrirtæki.
Þrátt fyrir þá hækkun, sem
nú er ráðgerð á heita vatn-
inu, verður það áfram heldur
ódýrara en kolahitun. Það
virðist því ekki ósanngjarnt,
að bærinn tryggi bæjarbú-
um jafnrétti á þann veg, að
selja rafmagn til þeirra, sem
búa utan hitaveitusvæðisins,
ódýrara, eða sem svarar hagn
aði þeirra, er njóta heita
vatnsins, af því að sleppa við
kola- eða olíuhitun.
Um verðhækkun rafmagns
ins virðist nokkuð öðru að
gegna en um verðhækkunina
á heita vatninu. Á rekstri raf
magnsveitunnar hefir verið
ríflegur hagnaður undanfar
in ár. Hann varð 2.5 millj. kr.
á síðastliðnu ári og samtals
hefir hann orðið 14.7 millj.
kr. síðustu fimm árin. Það er
að sönnu ekki óeðlilegt, að
slík fyrirtæki hafi nokkurn
hagnað, svo að þeim sé auð-
veldara um endurbætur og
aukningu á kerfi sínu. Hins-
vegar virðist i það lítil
sanngirni að ætla að auka
hann jafnmikið og hér er ráð
gert, en svo virðist sem a. m.
k. rúmur helmingur af hinni
ráðgerðu verðhækkun eigi að
verða reksturshagnaður, því
að ekki er áætlað að reksturs
kostnaður Rafmagnsveitunn
ar aukist nema 22% af völd-
um gengislækkunarinnar, en
verðhækkunin er ráðgerð uin
50%.
Þaö hefði mátt segja, að
það hefði verið sök sér að
selja rafmagnið eitthvað
hærra á undanförnum árum
í þessu augnamiði, því að þá
var afkoma atvinnuveganna
og almennings betri en nú.
Ilitt viröist óeðlilegt að ætla
að fara að græða á rafmagn
inu í stórum stíl, þegar hag-
ur atvinnufyrirtækja og al-
mennings fer versnandi.
Hinn mikli kostnaður við
viðhald og aukningu rafveitu
kerfisins mætti vera ný
sönnun þess, hve heimskuleg
er sú stefna bæjarstjórnar-
meirihlutans, að þenja bæ-
inn sem mest út í stað þess
að vinna að endurbyggingu í
gömlu bæjarhverfunum og
bættri lóðanotkun þar. Vegna
þess verður bæði kostnaður-
inn við Rafmagnsveituna og
margan annan bæjarrekstur
heldur meiri en ella og það
bitnar svo í auknum álögum
á bæjarmönnum. X+Y. ’