Tíminn - 10.09.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1950, Blaðsíða 8
mimnnnminmiinnnHTTrrnnit"T......................................................................................................................................................................■■■»■■■■«■.............. „ERLEIVT YFIRLIT4Í t DAG: Fimtn áru áœtlun Rússa „A FÖRMAI VEGI“ í DAG Varahlutir t vinnuvélar 34. árg. Reykjavík 10. september 1950. 198. blað. Ávarp frá Alþjóða sambandi sam- vinnumanna í tilefni af alþjóða sam- vinnudeginum, sem er dag, hefir Alþjóðasambanc samvinnumanna gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: „Alþjóðasambandið er myndað af samvinnusam- böndum 30 landa og hefir innan sinna vébanda um 100 milljónir samvinnu- manna. ' Það hefir í rúmlega hálfa öld barizt fyrir hugsjón- um friðar og framfara Þessi barátta hefir verið háð í þeirri trú, að fram- kvæmd samvinnustefnunn ar feli í sér tryggingu fyr- ir félagslegum umbótum og friðsamlcgri sambúð þjóðanna. Alþjóðasamvinnusam- bandið undirstrikar þessa trú sína nú á þessum 28 samvinnudegi. Það vill vekja athygli félagsmanna sinna á eftirfarandi atrið- um, sem það telur undir- stöðu friðarins: 1. t öllum löndum þarf fólkið að njóta skoðana- frelsis, málfrelsis, ferða- frelsis, stjórnarfrelsis á lýðræðislegum grundvelli í þessu felzt einnig rétt- ur til þess að mynda og starfrækja samvinnufélög á grundvelli Rochdale- reglnanna. 2. Nauðsynlegt er að koma þeim þjóðum ti hjálpar, sem ilia eru stadd ar efnalega ekki sízt með því að koma á umbótum með samvinnustarfi. 3. Að Sameinuðu þjóð unum takist að gegna hlu verki sínu til verndunar friðinum. 4. Að takast megi í anda Atlanzhafssáttmálans, sem gerður var árið 1949, að gera aðgang þjóðanna frjálsari að auðlindum heimsins og með því mót að beizla viðleitni einokun arfélaga til þess að na einkayfirráðum yfir hrá efnum, vinnslu þeirra 9 dreifingu. 5. Að stofnað verði ti aJþjóðlegs eftirlits me framleiðslu hergagna, þa | á meðal atómvopna. | Alþjóðasamvinnusam- i bandið hvetur samvinnu \ menn til þess að beina at | hygli almennings að oí I angreindum sjónarmiðuni I sem það telur höfuðskil I yrði þess að friði verð I haldið milli þjóðanna o 1 síríðsóttanum bægt fra | mannkyninu. Bandarískir tundur- spillar í Reykjavík Tveir bandarískir tundur- spillar komu til Reykjavíkur um tíuleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðu- neytisins komu þeir hér við á ferð sinni um norðurhöf. Herskipin fóru 'aftur eftir hádegi í gær. Jóhann bústjóri á Bessastöðum við hreykingu á korninu út á akrinum. (Ljósm. Guðni Þórðarson). Bygguppskeran á Bessastöðum (Framhald af 1. siöu.) verður þroskað um miðjan september, eða viku af sept- ember, þegar vel árar. Nú var það fyrsta af Bessastaða- bygginu þroskað 25. ágúst. Af þeim sextiu tunnum af byggi, sem koma af Bessa- staðaökrunum í ár, væri hægt að fóðra 150 varphænur yf- ir árið. Uppskeran er svip- uð og meðaluppskera í Nor- egi. Hitt er svo aftur ótrú- legt en satt, að uppskeran á Bessastöðum i haust er um það bil helmingi meiri en meðaluppskera í Úkrainu og Rúmeníu á hinum miklu kornræktarlöndum þar. Ilmur af korni og gróð- nrmold. Þegar blaðamaður frá Tím- anum kom að Bessastöðum á dögunum, var verið að skera kornið. Bleikur akurinn bylgj aðist í hægum andvaranum og ilm lagði úr jörð af gróð- urmold og korni. Byggið er slegið með fljót- virkri vél, svokölluðum sjálf- bindara, sem bindur korn- bundin jafnóðum og skilar þeim úr á grundina hinum megin við vélina, sem fellir myndarlega kornstráin. Tveir menn eru á sláttuvélinni. Annar þeirra er á dráttarvél- inni og stýrir henni, en Jó- hann bústjóri er sjálfur á vél- I inni, sem slær og bindur. Hann fylgist með kornskurð- inum og lítur með ánægiu á bundinin er þau renna til Hundruð flugvéla — 5 atómsprengjur á borg „Við gctiim groitt óviniuum rothögg þegar í npphnfi‘% segir bandariskt blað Bandaríkjamenn hafa hundruð stórra og langfleygra flug- véla, sem búnar hafa verið mörgum ^þrýstiloftshreyflum, leiðubúnar til þess að greiða óvininum rothögg þegar i upp- hafi, ef styrjöld skellur á, segir nýlega í U. S. News and World Report. jarðar út af rauðmáluðum vélarvængnum. Fyrirboði haustsins. I.oftið er orðið haustlegt. Rigningarský hanga yfir Reykjavíkurbæ og ber í Esj- una, en bjart er yfir Bessa- stöðum. Akur og korn er enn þá fallegra í sólskini en rign ingu. Vinnan á akrinum gengur vel. Óslegni akurinn minnkar óðum, og þegar farið er heim i kaffi af akrinum, eru mörg kornskrýfi komin. Þriðji mað urinn, sem vinnur á akrin- um i dag, hreykir bundinun- um saman, sex og átta eftir stærð í hvert skrýfi. Áður en lýkur er akurinn allur sett- ur skipulegum byggskrýfum, og kornið biður þess að þorna Litir haustsins eru ríkir i þroskuðum kornstráum, og þessir litir eru fyrsti fyrir- boði haustsins. Skýið frá Reykjavík er komið yfir Bessa staði. Það dregur fyrir sól, og fáeinir, stórir dropar falla úr lofti. Síðan kemur sólin aft- ur fram úr skýjunum. Korn- skurðinum er lokið á Bessa- stöðum og það er komið haust. — gþ. Sönghljömkviðu Jóns Leiís útvarpað Sameiginlegur dagskrár- j ftmdur norrænna útvarps- manna hefir nýiega kjörið „Söguhljómskviðuna“ eftir I Jón Leifs til útvarps á öllum I útvarpsstöðum Norðurlanda samtímis frá hljómleikunum I í Helsingfors 18. þ. m. — Sam- ; þykkt var að flutningur þessa verks skyldi koma í stað hins „samnorræna" útvarpshljóm- | leika íslands á vetri kom- j anda. Tit útvarps á íslandi verð- ur flutningur verksins tekinn á plötur. í Rússlandi er 81 borg með yfir 108 þúsund íbúa, og birgð ir Bandaríkjanna af kjarn- orkusprengjum munu orðnar svo miklar, að þeir geta varp- að fimm sprengjum á hverja þessara stóru borga, sem all- ar eru á svæði, er fljúga má til á tólf stundum frá banda- rískum bækistöðvum. Til fjölda hinna meiri borga er hægt að ná 4—6 stundum eftir að strið skylli á. í slíkum flugárásum reikna Bandaríkjamenn með að missa um 20% af vélum sín- um, segir hið bandaríska blað. Við þetta má bæta, að Time skýrði nýlega frá því, að undanfarnar vikur hefðu stórfelldar flugæfingar stórra sprengjuflugvéla 4arið fram og væri flogið frá Kyrrahafs- strönd Bandarikjanna aust- ur til Asíu með þunga, sem svipaður er kjarnorku- sprengju, en til baka er flog- ið norðlæg leið. 245 hvalir Bátar hvalveiðistöðvarinn- ar í Hvalfirði hafa nú veitt 245 hvali, og voru skip á leið- inrii til lands með tvo siðustu hvalina í gær. Hvalveiðin hefir verið treg síðustu vikur. Landnámshátíðin að Gimli Sunnudaginn sjötta ágúst hófst 75 ára afmælishátíð Vestur-íslendinga að Gimli. Var þar mikill mannfjöldi saman kominn og hátíð þessi hin fjölmennasta og glæsileg asta landnámshátíð, sem ís- lendingar hafa haldið vestra. Pálmi Hannesson rektor og Ragnhildur kona hans voru heiðursgestir á hátiðinni og jafnframt fulltrúar íslenzku ríkisstjórnarinnar. — Flutti hann ávarp forsætisráðherra og ágæta ræðu, sem birt er hér í blaðinu í dag. Björgunarsveit frá Siglufirði heiðruð SciuHhcrra Danu afhciiti fulltrúum firðinga fa'reyskar hpiðnrsg'jjífir í gær í gær aflienti sendiherra Dana hér á landi, frú Bodil Begtrup, Þórarni Dúasyni, formanni slysayarnadeildar karla í Siglufirði, og Sveini Ásmundssyni, formanni björg- unarsveitarinnar þar, heiðursgjafir frá Færeyjum til Sigl- firðinga fyrir framgöngu þeirra við bjórgun áhafnarinnar af færeysku skonnortunni Havfrúnni, sem fórst hér við land í fyrrahaust. Hinar færeysku gjafir voru fagur silfurskjöldur áletrað- ur og 5000 færeyskar krónur. Er þaö vátryggingarfélagið færeyska, er gjafirnar eru frá. Havfrúin strandaði og sökk við Haganesvík 17. október í fyrra. Kom björgunarsveit frá Siglufirði á vettvang og bjargaði hún áhöfninni af Havfrúnni, átján mönnum, á um það bil þremur stundar- fjórðungum, enda þótt að- staða væri hin versta, mikil hreyfing á hinu strandaða skipi og hvergi hægt að festa björgunartauginni í landi, svo að halda varð henni með handafli meðan björgunin fór fram. Bevin á leið til Aew York Bevin utanríkismálaráð- herra Breta er á leiðinni til New York. Þar situr hann allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem endar i þess- um mánuði. Stendur tii að allir utanríkismálaráðherrar Sameinuðu þjóðanna verði viðstaddir þingsetninguna, hinn 12 september. Bevin tók sér far með haf- skipinu Queen Mary, vestur um haf. — •llliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiMMiiiiiiiiiiiiMiiminimiiimiiir Hvað gerir borg-1 arstjóri í fisk- | sölumálunum? j Kunnur borgari átti tal 1 við Tímann í gær. Hann | sagði meðal annars: „Fiskbúðirnar hafa nú 1 verið lokaðar alliangan | tíma. Allar líkur eru til i þess, að fullkomlega sé | komið á daginn, að sjónar | mið fisksalanna og verð- i lagsyfirvaldanna verði i ekki samrýmd. Fisksalarn- f ir geta ekki fært fram rök i fyrir því, að þeim beri að | fá meira en þeim er ætl- i að, fyrlr að selja fiskinn. : Ástandið er hins vegar [ óviðanandi. Húsmæðurnar | eru í hreinustu vandræð- \ um að útvega sér í matinn. i Þess verður að kref jast, að i bovgarstjórinn í Reykjavík | láti þetta mál til sín taka, | og bærinn taki að sér fisk- f söluna um stund, ef það er i nauðsynlegt.“ Tíminn getur bætt því i við, að vafalaust mun rík- i isstjórnin fús til þess að f setja bráðabirgðalög, ef i það er þörf til þess að ráða f fram úr öngþveitinu í fisk- i sölumálunum. En borgar- 1 stjórinn í Reykjavík, verð- f ur að hafa forgöngu í i þessu máli, sem bitnar svo f þunglega á reykvískum i heimilum. Illl 11 lllllll I ■ IIIIIMIIIMIMMIII11 IIIIIIIIIMltl IIIIIIIIMMIIIIIIU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.