Tíminn - 16.09.1950, Síða 4

Tíminn - 16.09.1950, Síða 4
4. TÍMINN, laugardaginn 16. september 1950. 203. blað. Úr dölum Skagafjaröar Ég var að lesa greinina: Glöð og hraust æska unir vel hag sínum í Vestmannaeyj - um við framleiðslustörf og fjölþætt félagslíf. (Tíminn 9. ágúst). Ég hafði ánægju af lestr- inum. Mér finnst vel til fall- ið, að blöðin geti þess sem gott er, eigi að síður en hins, er miður fer. Og þó ekki sé nema gott um það að segja, er blöðin flytja greinar um merka for- feður, þá hygg ég að fullyrða megi, að merkar sagnir um samtíðarmenn séu eigi síður gagnlegar til hvatningar og uppörfunar. Ekki sízt sögur af æskumönnum, því of oft kveður við þann tón, að æsk- an vilji ekki annað en ærslast og skemmta sér. Þetta er vissulega ekki rétt. Enn ger- ast margar hetjusögur á ís- landi. Líka meðal unga fólks- ins. ★ Þeir, sem halda, að ekki sé dugur í unga fólkinu, ættu að fara í sumarleyfinu sínu norður að Merkigili í Austur- dal í Skagafirði og skoða steinhúsið, sem fjórar ungar stúlkur byggðu þar í fyrra- sumar, með tveimur sjötug- um mönnum. Á Merkigili býr ekkjan Mon ika Helgadóttir, dóttir hins góðkunna bændaöldungs, Helga Björnssonar frá Ána- stöðum í Skagafirði og Mar- grétar Sigurðardóttur konu hans. Voru þau hjón alkunn í sinni sveit fyrir mikinn dugnað og myndarskap. Á sínum yngri árum gekk Monika í flest karlmanns- verk, ef því var að skipta, en í seinni tíð hefir hún verið heilsuveil mjög, og því orðið að hlífa sér við miklu erfiði. En þessi heilsulitla ekkja átti þann óbilandi dugnað og kjark að halda áfram búskap á afskekktri og erfiðri dala- jörð, er hún fyrir nokkrum árum missti mann sinn frá sjö börnum, flestum ungum. Og kunnugir fullyrða, að búið hafi ekki gengið saman hjá þeim mæðgum. Ekki vílaði Monika heldur fyrir sér að fara til Reykja- víkur til kaupa á efni því, er vantaði til byggingarinnar og ekki fékkst nyrðra. Dæturnar eru nú fjórar fullorðnar. Þær fluttu sand og möl. Hrærðu steypuna og steyptu. Gengu að öllum verk um eins og duglegustu karl- menn. Skammt fyrir utan bæinn er Merkigilið. Það er ófært vörubifreiðum. Allt efni varð því að flytja á klökkum og kerrum, en þær mæðgur settu það ekki fyrir sig frem- ur en aðra erfiðleika. Eru slík þrekverki verð þess, að þeirra sé lengi minnst. Fremsti hreppur í Skaga- firði, vestan Héraðsvatha, heitir Lýtingsstaðahreppur. Það er blómleg byggð, þð af- skekkt sé. Og þó allra fremstu jarðirnar hafi lagst í eyði, hafa í þeirra stað risið upp nýbýli utar í sveitinni, svo að heldur hefir fjölgað býlum í hreppnum. Þar eru heitar laugar víða. Gróðurhúsarækt og fleira, er sýnir framtak og menningu. Unga fólkið hefir byggt ný- býlin. — Eitt þessara nýbýla heitir Varmilækur, og er byggt úr Skíðastaðalandi. Það lét reisa rúmlega tvítugur JVukkiir afrcksverk unga fúllisins ]iar unglingur með báða fætur | alveg máttlausa og báðar hendur nær því eins. Er saga þess manns svo merkileg, að hún ætti löngu að vera skráð. Og þú, sem tapað hefir trú á unga fólk- ið, farðu til Gunnars í Varma læk, og hann mun gefa þér aítur trú þína. Hann er aðeins 29 ára gam- all, og líkami hans hefir ver- ið vanmegna í 'nær 15 ár. Þó hefir hann aldrei látið bug- ast. Ekki látið falla eitt æðru orð. Ef þú heldur að þar sé víl og vol, þá bregður þér í brún. Þar er ekki talað um veikindi, en flest annað milli himins og jarðar. Þar er glað værð og gamansamur ung- ur maður, sem talar um lífið eins og hann væri heilbrigð- ur og gæti tekið fullan þátt í störfum þess og leikjum. Það eitt, að vera ávallt glað ur og reifur, þrátt fyrir slík veikindi, er mikil þrekraun. En Gunnar hefir gert fleira. Aðeins 4 ára gamall kenndi hann sjúkleikans. Fæturnir urðu fyrst máttlausir. Hend- urnar voru þá heilbrigðar. Þá var að nota þær. Og Gunnar fór að sauma. Hann hafði auðvitað ekkert lært til þess. en hann átti næman smekk og haga hönd. Og umfram allt átti hann ó- bilandi kjark og einlægan at- hafnavilja. Hann vildi skapa eitthvað nýtt. Það fullnægði honum ekki að fara troðnar slóðir. — Hann keypti sér fataskinn. Sneið og saumaði úr því blússur. Módelið bjó hann til. Þær þóttu góðar og hentugar, svo að bráðlega varð Gunnar að fá sér tvær aðstoðarstúlkur til þess að fullnægja eftirspurninni. Seinna bjó hann einnig til húfur, inniskó og vinnu- vettlinga. Sneið allt sjálfur, og sagði fyrir um allt. En svo tók einnig að draga mátt úr höndum og hand- leggjum. Við það varð ekki spornað. En þó Gunnar yrði að sætta sig við að hætta að sauma heldur hann iðnaðin- um áfram. Segir fyrir öllu. Útvegar efni o. fl. o. fl. Gunnar er fæddur á Mæli- fellsá í Skagafirði 9.2. 1921. Sonur hjónanna Jóhanns P. Magnússonar frá Gilhaga og Lovisu Sveinsdóttur frá Mæli felli. Standa að honum mjög merkar og góðar ættir. Er hann, svo að eitthvað sé nefnt, 5. ættliður frá Árna biskupi Þórarinssyni. Og afi hans, Sveinn Gunnarsson frá Mælifel.V;á, er minnisstæður þeim, er hann þekktu, sakir atorku, mannkosta og óvenju fjölþættra hæfileika. Er það sumra manna mál, að Gunn- ar likist nokkuð þessum afa sínum. 21 árs giftist Gunnar góðri og gerfilegri konu, Þuríði Kristjánsdóttur og sama ár- ið reistu þau nýbýlið Varma- læk.. Eins og nærri má geta, töldu margir það úr að þessi fatlaði maður legði í slíkt. En Gunnar lét ekki draga úr sér kjarkinn. Hann var illa sett- ur með iðnað sinn á æsku- heimili sínu. Vildi líka eignast eigið heimili. Það á við hann sem skáldið segir: „Hann kann ei að æðrast þó inn komi sjór, og endur og sinn gefi á bátinn.“ Nú viðurkenna allir, að hann hafi haft rétt fyrir sér. ★ Næsti bær utan við Varma- læk er Reykj avellir. Þar hef- ir einnig gerst óvenjuleg og merkileg saga. Tveir bræður, 17 og 19 ára gamlir, frændur Gunnars, sonarsynir Sveins frá Mæli-! fellsá, eru langt komnir að byggja myndarlegt íbúðar-1 hús. Hlýtur maður að undr- j ast vinnuafköst og vand- j virkni þessara drengja. Þarf ei að óttast um framtíð ís- lenzkra dala, á meðan þar al- ast upp og una slíkir ungling- ar. — ★ Ekki get ég skilið svo við „Lýtinga“ að ég minnist ekki hins myndarlega barnaskóla- húss, er þeir eiga í smíðum. Það er byggt við Steinsstaða- laug. Upphitað með hvera- vatni og raflýst. Er það hreppsbúum til mikils sóma, og er það eitt er sannar dugn að og menningu þessa dala- fólks, að það reisir nú á þess- um erfiðu árum, eitt myndar- legasta skólahús i sveit. Kenn arinn, Hersilía Sveinsdóttir, þakkar það góðri samvinnu hrepps og skólanefndar á- samt stuðningi námsstjóra og fræðslumálastjóra, en kunnugir fulyrða, að án á- hrifa og afskipta kennarans mundi þessi bygging skammt komin. Þykir mér það trú- legt. Kennarinn er dóttir Sveins frá Mælifellsá, og vis- ast eins og hann, það sem hún sýnist, og vel það. Benda og ótvírætt til þess ummæli bónda eins þar nyrðra, er hann sagði: „Það er ekki lengur neinn útpartur eða frampartur í þessum hrepp, og engin pólitík heldur. Hér er bara Hersilía.“ Þó að slík ummæli séu öfgar, eru þau einnig viðurkenning á hæfi- leikum og skapfestu. Enginn greindur maður tek ur sér slík orð í munn, nema um sterkan persónuleika. Er það gleðilegt ef „Lýt- ingar“ kunna að meta kenn- ara sinn, því vanmat samtíð- arinnar hefir orðið of mörg- um góðum kennurum fjöt- ur um fót. Læt ég svo þessum þátt- um lokið að sinni, þó fleira mætti telja, sem merkilegt er. Vísast gerast líkar sögur víðar á landinu, og væri vel, ef einhver sannorður maður ritaði þær, því vel eru þær þess virði að geymast. Það á að geta þess, sem gert er vel. II. tslcndiiigaþscttir ... (Framhald af 3. síðu.) skilið sveitinni og mannfé- laginu, er mikill og góður. Hópur hraustra og mannvæn legra barna, sem vilja byggja og nema þetta land, taka við þar sem ykkar kraftar þrjóta. Jón Sigurðsson. BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, simi 5833 Heima: Vitastíg 14. Pétur Jakobsson fasteignasali hefur sent pistil um Stranda- kirkju og fer hann hér á eftir: „Selvogurinn í Árnessýslu er sveit, sem hefir verið afskekkt og einangruð frá alfaraleið þegna vors strjálbyggða lands. Selvogshreppurinn hefir verið einskonar ríki í voru ríki. Þar hafa búið öldum saman frið- samir sómamenn. Tjáð er mér, að félagslíf hafi verið þar gott og svo sé enn. Þar hafa og höfð- ingjar í stétt bænda vorra setið á ýmsum tímum, ríkir og vold- ugir. f Selvogi stendur hin fræga kirkja að Strönd. Er mikil og og merkileg þjóðsaga um upp- runa hennar. Fáir landsmenn hafa séð þá kirkju eða komið í hana. Veldur því samgönguleys- ið við Selvog, allt til sumars- ins 1949? Hinsvegar hefir Strandakirkja, en svo er hún venjulega nefnd, verið í hvers manns meðvitund og á hvers manns vörum ,um aldaraðir. Að sjálfsögðu hefir sagan um uppruna kirkjunnar, samgöngu leysið við Selvog, persónulegt kynningarleysi við hús og stað orðið þess valdandi að ævintýra ljóma hefir verið varpað á kirkju þessa af kynslóðunum. Hefir kirkjan orðið svo mikil í fjar- lægðinni, að menn hafa heitið á hana sér til sálubóta, árs og friðar. Er því kirkja þessi stór- rík, langauðugasta kirkja í land inu, að lútherskum sið. Hefir kirkjan um aldaraðir þótt góð til áheita og svo mun verða á ókomnum öldum. Kirkjan er lágreist og hrör- legt hof, sem stendur á eyði- hól, en samt er það svo, að flestum mun finnast staðurinn heilagur, sem kirkjan stendur á, og hún sjálf full af heilögum anda. Síðastliðið sumar kom ég í kirkjuna að Strönd í Selvogi. Er Selvogurinn kominn í al- faraleið. Komst hann það með lagningu hins nýja vegar, hins svonefnda Krísuvíkurvegar. Ligg ur vegur þessi af Reykjanesvegi, lítið eitt sunnan við Hafnar- fjörð, suður með Kleifarvatni að vestan um Krísuvíkurland og Selvog norðaustur Ölfus og á Suðurlandsbraut. S. 1. sumar var messað í Strandakirkju á hverjum sunnu degi mánuði þá, sem ferða- mannastraumur er mestur um landið. Hlýddi ég á messu í þessari frægu kirkju. Þótti mér það yndisleg stund. Var kirkjan full kirkjugesta. Eftir messu heyrði ég suma segja að ræða prestsins hefði verið bragðdauf. Ég var ekki á sama máli. Mér fannst þessi guðsþjónusta góð og í alla staði ná tilgangi sín- um. Ég held að við eigum að út- rýma hjá okkur þeirri kreddu, að fara í kirkju til að krefja prestana um óeðlilega stólþjón- ustu. Menn eiga að koma sam- an í kirkju til þess að samein- ast í lofi og tilbeiðslu til hins mikla höfundar lífsins. Kirkju- gestirnir þurfa að samstilla sig helgi og virðuleik athafnarinn- ar, svo að í kirkjunni sé ein sál meðan á athöfninni stendur. Fari menn í kirkju með slíku hugarfari, þá er ég sannfærður um, að þeim finnst messan skemmtileg, enda þótt einstök- um liðum athafnarinnar kunni að vera í einhverju ábótavant, eftir ströngustu kröfum, og það, ef til vill oft og einatt ósann- gjörnum. Aðeins eitt kom mér undarlega fyrir sjónir í Stranda-kirkju. Það var skrín Magnúsar Torfa- sonar fyrrum sýslumanns og al- þingismanns. Skrín hans stend- ur sunnan við altari kirkjunnar. Er það fagurlega gert, og á því stendur fagurlega gerður kross. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í kirkjum þessa lands. Ég spurði sjálfan mig hvemig á þessu gæti staðið. Rann þá upp fyrir mér mynd Magnúsar Torfasonar, eins og hún var, er hann starfaði mitt á meðal vor, fyrirmannlegur, höfði hærri en aðrir menn, mikið yfirvald, mik ill búmaður fyrir sitt lögsagnar umdæmi, mikill málafylgjumað ur, mikill og traustur flokks- maður og mildur dómari, en þrátt fyrir þetta fannst mér hann látinn ekki eiga að búa um aldaraðir, að jarðneskum leyfum, í kirkju, frekar en aðr- ir ágætismenn, sem þjóðfélaginu er skylt að heiðra og halda uppi minningu. Ég tel misráðið af kirkjumála- stjórninni að leyfa þetta og ég tel þetta óeðlilegan virðingar- vott við hinn látna sæmdar- mann. Svo er hamingjunni fyrir að þakka, að við höfum átt, eigum nú og munum eignast fjöldamarga sannkallaða ágætis menn, sem skylt er og Verður að sýna tilhlýðilegan sæmdarvott fyrir vel unnin störf í þarfir lands og þjóðar, en að heiðra minningu þeirra á þennan hátt tel ég misráðið. Get ég búizt við að margir eigi eftir að koma til kirkjumálastjórnar landsins og biðja um samskonar virðing- arvott, fyrir látna feður sina, sem sýndur hefir verið minningu Magnúsar Torfasonar. Er þá ó- hægt um vik, eftir atvikum, fyr ir kirkjumálastjórnina, að neita slíku, þar sem fordæmið hefir verið gefið“. Þar sem fleiri en Pétur, sem ekki þekkja til málavaxta, kunna að undra sig yfir skríni Magnúsar Torfasonar í Stranda kirkju, þykir rétt að upplýsa, að Magnús átti manna mestan þátt í að Stranda-kirkja var hafin til vegs og virðingar aft- ur og að staðnum var bjargað frá eyðileggingu. Því virðist vel við eiga, að skrín hans sé gejAnt í kirkjunni. Hitt má rétt vera, að gæta þurfi þess, að þetta skapi ekki fordæmi, er aðrir óverðugri verði látnir njóta síð- ar. En ég læt öðrum eftir að ræða um það. Starkaður. .V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V/.V.V.'.V.V. ■; Hjartans þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig með I; ■í skeytum, gjöfum og heimsóknum á sjötugsafmæli I; mínu. — Guð blessi ykkur öll. — í; ;■ Sigurbjörn Sæmundsson, Grímsey. ■; ■Xv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. ■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'. Alúðarfyllstu þakkir færi ég öllum þeim mörgu, er auð v.v.v. i ;■ sýndu mér vinsemd og virðingu á 60 ára afmæli mínu .■ 8 þ. m. :f !; Jón Sigurgeirsson. ■; ■•VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.VAVW.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.