Tíminn - 16.09.1950, Page 5

Tíminn - 16.09.1950, Page 5
203. blað. TÍMINN, laugardaginn 16. september 1950. S. Lauyard. 16. sepí. Þegar Guðmundur varð hissa Maður er nefndur Guð- mundur Vigfússon, einn af áhugasömustu fylgjendum kommúnista hér á landi, vask ur maður á léttasta skeiði og ólatur til áróðurs á „línunni.“ Guðmundur þessi hefir um nokkurt skeið verið mjög starfandi í verkalýðsmálum á vegum flokksins og var er- indreki Alþýðusambandsins meðan kommúnistar réðu þar lögum og lofum. Þá at- vinnu missti hann að vísu, er stjórnarskipti urðu í Alþýðu- sambandinu síðast, en skrifar þó öðru hverju í blöð flokks síns um málefni verkamanna og annarra „launþega." Ein af þessum verkamanna greinum Guðmundar birtist í Þjóðviljanum á höfuðdag- inn síðasta. Er honum þar mikið niðri fyrir, og hefir frá tíðindum að segja. Tíðindin eru þessi: Alþýðu samband íslands og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja hafa skipað fjóra full- trúa í nefnd til að semja fræðilegt álit um áhrif geng- isbreytingarinnar o. fl. Sum- ir þessara manna eru lærðir hagfræðingar, og allir eru þeir, eins og að framan seg- ir, valdir til þessa starfa af samtökum verkamanna og annarra launamanna. En sameiginleg niðurstaða þessara fjögurra manna varð sú, eftir því sem Guðmund- ur segir (orðrétt) í höfuð- dagsgrein sinni í Þjóðviljan- um: „að kaupgjaldshækkanir væru aðeins til bölvunar fyrir launþega og sízt til þess fallnar að rétta hlut þeirra efnahagslega.“ Guðmundur er mjög hissa á þessu. í hans augum er það eitt af undrum veraldar, að hagfróðir menn í þjónustu verkamanna og launtaka skuli hafa komizt að slíkri niðurstöðu. Það er raunar engin furða, þótt mönnum eins og Guð- mundi Vigfússyni, sem eru einfaldir í trú sinni á fagn- aðarboðskap hínnar eilífu kauphækkunar, finnist jörð- in skríða undir fótum sér, þeg ar fræðimenn og fulltrúar launþeganna sjálfra skýra frá því að kauphækkanir, eins og nú er ástatt, £éu „sízt“ til þess fallnar að rétta hlut þeirra efnahagslega. En sem betur fer eru marg- ir búnir að átta sig á stað- reyndum í þessu máli. Og þeim, sem búnir eru að átta sig, kemur niðurstaða fjór- menninganna ekki á óvart. Sannleikurinn er sá, að það skiptir verkamenn og aðra launþega í rauninni engu máli, hve margar krónur og aura þeir hafa í kaup um klukkutímann. Hitt skiptir öllu máli, hve mikið menn fá fyrir kaupið. Fimm króna dagkaup um síðustu alda- mót var miklu betra en fimm tíu króna dagkaup nú. Kaup- hækkun er aðeins óbein að- ferð til kjarabóta. Raunveru- legar kjarabætur eru í því fólgnar, að fólk fái meiri lífs- nauðsynjar fyrir kaup sitt en áður eða inneign sem því Guðbjarturá Hjarðarfelli 18. nóvember 1878 — 9. sepfember 1950 Vorið 1884 fluttust ung hjón að Hjarðarfelli í Mikl- holtshreppi, Kristján Guð-j mundsson og Sigríður Jóns-j dóttir. Þau höfðu byrjað smátt og lifað hörð ár, en! áttu fjögur börn. Elsti sonur' þeirra var þá á 6. ári og hétj Guðbjartur. Hann bjó síðar. að Hjarðarfelli nær hálfa öld, I en sveitungar hans og héraðs menn fylgja honum þaðan í dag til grafar. Tvö lifa nú1 þessara fjögurra systkina,! Theódóra húsfreyja i Reykja- J vík og Stefán vegaverkstjóri' í Ólafsvík. Guðbjartur á Hjarðarfelli var fæddur að Miðhrauni 18. j nóv. 1878, en þar bjuggu for- j eldrar hans þá. Einn stofn ættar hans var þaðan, en allt hans kyn yfirleitt úr hrepp- | unum sunnan fjalls, nema móðurfaðir hans, Jón Hregg- j viðsson, kom af Skógar- strönd eða úr Dölum. Þeir voru albræðrasynir, Guð- j bjartur og séra Lárus Hall- dórsson frá Miðhrauni, sem var frábær snilldarmaður á marga grein, sem kunnugt er.; Amma þeirra, Þóra Þórðar- dóttir, var húsfreyja að Mið- hrauni langa æfi. Iiennar nafni hét önnur Þóra frá Mið hrauni, kona Jóns Ólafsson- ar skipstjóra og alþingis- manns. Allt þetta er mikill ættmeiður og margt úr- valsfólk að atgerfi og mann- kostum og fríðleik. Jón Helga son blaðamaður talaði nokk- uð í vesturfararþáttum sínum um þau Jón og Vilborgu frá Hjarðarfelli og börn þeirra og buru vestan hafs, og væri þetta fólk mikið afbragð manna. Sú Vilborg var föður- systir Guðbjarts. En heima á íslandi var þetta sama kyn sóknarbörn séra Árna Þórar- inssonar, og hefir þess fólks líka verið getið að nokkru. Húsfreyjan að Hjarðarfelli andaðist, þegar Guðbjartur, elsti sonur hennar var 8 ára. Faðir hans giftist þá Elínu Árnadóttur af Mýrum. Þeirra börn urðu þrjú: Sigurður bóndi í Hrísdal, Þórður bóndi að Miðhrauni og Vilborg hús- freyja að Ölkeldu í Staðar- sveit. — Kristján á Hjarð- lendur Erlendsson frá Fá- skrúðarbakka. Þau giftust og urðu börn þeirra þrjú. Þann- ig uxu upp að Hjarðarfelli 11 systkini, sem sum voru hálf- systkini, en hin elztu og yngstu óskyld, nema í ættir fram. Elín húsfreyja dó frá börnum sínum ungum. Þó að Hjarðarfell sé mikil jörð, var á þeim timum erfitt að framfleyta mannfjölda nema leita til sjávarins. Það féll í hlut næstelsta bróður- ins, Alexanders, að gerast sjómaður. Hann réðst barn- ungur á skútur frá Stykkis- hólmi um sumur, en réri í Ólafsvík á vetrum. Þar fórst hann með fleiri mönnum, rúmlega tvítugur. Hann var vaskur maður og fríður, eins arfelli andaðist 1894. Þá fór °« fleiri kynsmenn hans. til ráðs með ekkju hans Er-| Guðbjartur, elsti bróðirinn, svarar. Og kauphækkunin ber því aðeins árangur, að út- gjöld launþegans hækki ekki um leið að sama skapi. Kauphækkunin kemur því aðeins að gagni, að eitthvað sé fyrir hendi til að greiða hana með, þ. e. að þjóðarbú- ið hafi verið rekið með gróða áður en hækkunin var ákveð in eða eigi í vændum gróða- möguleika, sem samsvara kauphækkuninni. Sé ekki um slíkt að ræða, kemur kaup- hækkunin af stað hækkun á verði lífsnauðsynja og étur sjálfa sig upp. Þessi verðhækk un lífsnauösynjanna kemur fram með ýmsu móti — sem bein verðhækkun innlendra nauðsynja, hækkun tolla og skatta, gengisbreyting o.s.frv. Að vísu má benda á það í þessu sambandi, að atvinnu- rekendur séu ekki vanir að tilkynna, þegar gróði sé á at- vinnur'ekstrinum og ástæð- ur til kauphækkunar. Laun- takar þurfi því sjálfir að vera á verði í því efni. En hvað sem því liður, munu fæstir láta sér detta í hug í alvöru, að þjóðarbúið hafi ráð á því einh og sakir standa nú að bæta lífskjör manna frá því sem verið hefir undanfarið. Það er ekki hægt að taka af því, sem ekki er til. Kaup- hækkanir nú hafa því engar kjarabætur í för með sér. Þær gera ekki annað en að auka verðbó’guna, en vinnu- stöðvanir, sem samningsupp sagnir hafa í för með sér, minnka þjóðartekjurnar, en það kemur begar í stað niður á almenningi í landinu, þ. á. m. þeim, er kaup taka. Á meðan stríðsgróðinn flæddi yfir landið, gátu laun takar hækkað kaup sitt með hagnaði. Raunverulegt verð- mæti þjóðarteknanna var þá meira en áður. og því meira til skiptanna. Þrátt fyrir það verður að telja, að það hafi veriö mjög vafasamt þá, frá sj ónarmiði launtaka, að (Framhald, á 6. síðu.J gerðist og sjómaður, með þeim mun, að hann vann bú- inu heima öll sumur, en réri út i Ólafsvík alla vetur. Þeg- ar hann var fulltíða, gerði hann félag við tvo jafnaldra sína og tvo menn nokkru eldri og keyptu þeir fyrsta mótorbátinn, sem í Ólafsvík kom. Bjarni Þorkelsson smíð- aði þeim bátinn. Það var stór áttæringur, breiðfirzkur i sniðum, nema nokkuð borð- hærri en árabátur. Þeir fengu með sér danskan vélstjóra í eina viku, en tóku siðan bát- inn með öllu í sína ábyrgð. Þeir öfluðu svo vel, að þeir borguðu bátinn upp á hálfu öðru sumri og vel það. En að vetrinum urðu þeir að draga hann á land, því að ógern- ingur var að setja hann upp og ofan í hverjum róðri, en hafnleysa ein í Ólafsvík í þann tíð. Til formanns á bátn um settu þeir elsta mann- inn, eyjamann, breiðfirzkan, og hefir það þótt betur hæfa en Guöbjartur væri það, bóndasonur af fjallajörð. En ráðin og forsjána um fjár- málin hafði hann. í þennan tíma kvæntist Guðbjartur og varð kona hans Guðbranda Guðbrands- dóttir, Þorkelssonar prófasts að Staðarstað; hún var kvenna fríðust og bezt. Þau giftust í Ólafsvík 19. mai 1905. En félagar hans vildu róa þann dag sem aðra og lilóðu skipið, skiptu brúðgum anum hlut, og fóru hið sama kvöld skipi sínu úr Fróðárósi inn í Bjarnarhöfn, að flytja sr. Jón Magnússon þangað bú ferlum. Hann bjó seinastur höfðingja að Fróðá. Nú er hún i auön. Þannig voru um tíma litl- ar likur til þess að Guðbjart- ur yrði bóndi. Vegur hans lá til að verða sjómaður og út- gerðarmaður. En þá bar þaö til, að Erlendur bóndi að Hjarðarfelli varð úti voveif- lega á Kerlingarskarði, með Stykkishólmspóstinum. Þetta skipti örlögum Guðbjarts. Að Hjarðarfelli voru hálfsystkini , hans enn i æsku, og yngri j systkin þeirra í bernsku, en ! Hjarðarfell beið ábúandans, j sem samboðinn væri þvilíkri J jörð. Guðbjartur flutti þang- j að með hinni ungu konu 1 sínni hið sama vor, 1906, og bjó þar alla ævi síðan við mikla farsæld og mikla ást- sæld og virðingu manna. Hjarðarfell lá öldum sam- an við einn fjölfarnasta veg og var fyrsti og seinasti án- ingarstaður við sunnanvert Kerlingarskarð. Svo var og lengst af alla búskapartið Guðbjarts og konu hans. Skáli þeirra var um þjóð- braut þvera og var þar mat- ur heimill og beini, eins og hver vildi og þurfti. Svo hafði og lengi verið á þeim bæ. Má af því vita, að Guðbjartur varð ekki ríkismaður í land- aurum lengst af, þar sem þau hjón áttu fyrir að sjá eigi færri en 10 börnum. En þó húsaði hann vel jörð sína og prýddi, svo að þar var jafn- an hið fegursta og bezta heim ili og ljúft að gista. Þau hjón voru samvalin að glæsi- leik og ljúfmennsku og ást- ríkið i sambúð þeirra gerði öll um gott þar að koma og þar að vera. Þau hjón eignuðust átta börn, sem öll komust til ald- urs og menningar. Þau eru: Alexander, bóndi að Stakk- hamri; Guðbrandur, hrepp- stjóri i Ólafsvík; Kristján, bóndi að Hólkoti, hreppstjóri i Staðarsveit; Elín, húsfreyja i Reykjavik; Þorkell, fyrr húsasmíðameistari í Reykja- vik, nú bóndi að Hjarðarfelli; Gunnar, bóndi að Hjarðar- felli; Ragnheiður, húsfrevia að Hjarðarfelli; Guðbjörg, húsfreyja í Reykjavík. Þrjú börn þeirra hjóna hafa þannig reist bú heima að Hjarðarfelli, hver hjónin öðrum mannvænlegri. Öll börnin gætu að vísu búið þar, með nokkrum fyrirvara til ræktunar, svo mikið og ágætt land er þar, enda mun verða mikil framtíð bóndans í þessu héraði. Hjarðarfell ber af öðr um jörðum, allra mest eins og búskapur tekur nú að ger- ast; sjálft bæjarnafnið hefir með sér einhvern yndisleik frá því í árdaga, er Freyr gaf bændum hjarðir og haglendi og ár gott. Nú biða fossarnir fyrir ofan bæinn, að flytja hinum nýju heimilum gnægð hita og ljósa, svo að á hvern veg megi rætast sem bezt draumur bóndans og konu hans, sem þarna bjuggu nær hálfa þessa öld, draumurinn um góða framtíð og sífellt batnandi á þessum fagra stað. Kennari var á Hjarðarfelli um tíma þann vetur sem Guðbjartur missti föður sinn. Umfram það kom hann síðan ekki í neinn skóla, en varð fyrír því maður vel menntaður og við- lesinn, prýðilega skrifandi og vel ritfær, þó að hann beitti því lítt. Hann varð héraðs- höfðingi, ekki með ásókn og orðræðum, því aö hann var maöur hógvær og hljóður og varfærinn. En hann var manna vitrastur og góðgjarn astur, en gat verið hvass sem (Framhald á 7. síðu.).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.