Tíminn - 16.09.1950, Side 8
,4 FÖRXWt \EGI“ t DAG
Horft jfffr landið
34. árg.
Reykjavík
16. september 1950.
203. blað.
Sænsku síldveiðiskipin selja
íslendingum reknetin
Rússarnir haga sér öðru vísin on allar
aðrar þjwðir, sem stunda síldveiöar hér
Mörg sænsk síldveiðiskip, sem nú eru hætt veiðum, eða
í þann veginn að hætta veiðum eru nú inni á Sigluf jarðar-
höfn. Er afli skipanna eftir sumarið heldur lítill. Mörg eru
með um 200 tunnur og fáeinir með meira. Sænsku síldveiði
skipin hafa gert mikið að því, að selja íslendingum reknetin.
Kemur það sér mjög vel bar sem mikill skortur er á reknet-
um til veiðanna í Faxaflóa. En þangað hafa netin af sænsku
bátunum vcrið flutt að norðan.
Magnús Guðmundsson,
flugstjóri
Dagfinnur Stefánsson,
annar flugmaður
Einar Runólfsson,
vélamaður
Ingigerður Karlsdóttir,
flugfreyja
KÓREUSTYRJÖLDIN:
Herlið S.Þ. gengur á land við
ínchonog sækir að SeouS
Lamigöiiííiilirrsvritirnar höfðu tekið Kim-
poe-flus’völlinii «}»' vwru 12 km. frá Seonl
Það var staðfest í herstjórnartilkynningu MacArthurs
í gærkveldi, að allmikill herstyrkur hefði verið settur á
land við hafnarborgina Inchon á vesturströnd Kóreu. Lið
þetta sótti inn i land og mætti lítilli mótspyrnu. Hafði það
tekið Kimpoe-flugvöllinn og yar aðeins 2 km. frá Seoul
þegar síðast fréttist.
Það var snemma í gærmorg
un eftir kóreönskum tíma.
sem mörg bandarísk og brezk
herskip sigldu inn í höfnina
í Inchon og settu þar mikið
iið á land. Er talið að um 250
skip smá og stór hafi verið í
flota þessum. Varð lítil mót-
spyrna þar, og tók liðið borg
ina þegar. Voru settar á land
skriðdrekahersveilit' og héldu
þær þegar inn í land. Um há-
degið tóku skr iðdrekaher-
sveitir bæinn Kimpoe og iitlu
síðgr komu flugsveitir Banda
ríkjahers þangað og tóku
flugvöllinn. Staðir þessir
eru um 50 mílur að baki aðal-
víglínunni.
Lið á iand hjá Pohang.
í gær gengu suður-kórensk
ar hersveitir einnig á land á
austurströndinni miili Yong-
dok og Pohang. Sóttu þær til
beggja þessarar borga og
náðu Yongdok á sitt vald.
Sóttu þær einnig fast að
Pohang og áttu þar í höggi
við hersveitir norðurhersins,
sem létu undan síga.
Ný sókn að Taegu.
Allharðar orustur stóðu í
gær norðan Taegu og varð
norðurherinn að láta undan
síga. Náði suðurherinn þrem
mikils veröum hæðum á sítt
vald. Allt benti til þess í gær-
kveldi, að norðurherinn væri
að undirbúa nýja sókn gegn
Taegu og mundi hefja hana
með morgni.
lAiii luifa veltir
|mih<»'ii IsLissi
Þrjár konur geta komið
miklu til leiöar, meðal ann-
ars teppt samgöngur í Lond-
on svo að horfir til til vand-
ræða. 7500 strætisvagnabíl-
stjórar í London eru i verk-
falli í mótmælaskyni við þaö
að strætisvagnafélagið réði
þrjár konur til að aka strætis
vögnum.
Guðmundur Sívertsen,
lof sigiingafræðingur
Bolli Gunnarsson,
loftskeytamaður
Bifreið stolið og
ekið út af
Laust eftir miðnætti í fyrri
nótt var bifreið, er stóð utan
við bifreiðastöð Hreyfils, stol
ið. Var það bifreiðin R-5944,
leigubifreið á Hreyfli.
Síðar um nóttina fannst
bifreiðin, og hafði henni ver-
ið ekið út af Laugarásvegin-
um, og gegnum girðingu og
lent á jarðföstum steini og
stórskemmzt.
Skömmu eftir að bifreið-
inni var stoiið sá bifreiðar-
stjóri hana utan við hús á
horninu, þar sem Snekkjuvog
ur og Nökkvavogur mætast.
Sat þá maður unöir stýri, en
stúlka var að ganga frá bif-
reiðinni. Þessa stúlku biöur
rannsóknarlögreglan í Reykja
vík að gefa sig fram hiö
fyrsta.
Reknetabáíarnir
liéidn út í gær
Fáir Faxaflóabátar voru
á sjó í fyrrinótt. Veður var
hvasst síðdegis í gær og fram
eftir nóttu. í gær var hins
vegar komið sæmilegt veður
og munu fléstir bátanna þá
hafa farið út og látið reka í
nótt.
Þeir fáu bátar, sem voru á
sjó í fyrrinótt fengu misjafn
an afla, en yfirleitt sæmileg-
an.
Lítill afli hjá útlendingum.
Sænsku sjómennirnir sem
eru á Siglufirði láta illa yfir
síldveiðunum í sumar. Hefir
vertíðin hjá þeim verið rýr,
þar sem mcrg skipanna hafa
ekki fengið nema. um 200
tunnur síldar og sum minna
eftir langan veiðitíma. Segja
þeir að sömu sögu sé að segja
um síldveiðiskip annarra
þjóða við Norðurland í sum-
ar.
Mörg sænsku skipanna, eru
farin heim, en þau síðustu
munu nú vera í Siglufirði að
búast til heimferðar. Eru þau
allmörg.
Lítil útlendingaverzlun í
Siglufirði.
Erlendir sjómenn hafa
ekki verzlað mikið í Siglu-
firði í sumar. Hvortveggja er
að hér hefir fátt fengist og
þeir ekki haft mikla peninga
handa á milli.
Eitt er það þó sem erlendir
sjómenn kaupa mikið af í
Siglufirði, en það eru gæru-
skinn.
Rússarnir öðruvísi en allir
aðrir sjómenn.
Rússarir haga sér öðruvísi
en allir aðrir sjómenn og eru
Siglfirðingar ákaflega undr-
andi á ýmsu framferði þeirra.
Þeir virðast vera hræddir og
ófrjálsir ferða sinna, þegar
skip þeirra koma i höfn.
Á dögunum er rússneskt
birgðaskip kom til Siglufjarð
ar tók það miklar birgðir af
vatni. Er vatn það eina sem
Rússarnir fá hér á landi og
kæra sig um.
Meðan skipið var í Siglu-
firði fengu skipverjar að fara
í land i stórum hópum. Gengu
þeir þannig fylktu liði um
göturnar, en aldrei fór einn
og einn sinna ferða eins og
íslenzkir og aðrir erlendir
sjómenn gera alla jafnan,
eða þegar þeim bíður svo við
að horfa.
Læknir bráðkvadd-
nr á læknaþingi
Víðkunnur svissneskur
berklalæknir, René Jeanneret
átti að flytja fyrirlestur á
þingi berklalækna í Kaup-
mannahöfn. Hann kom full-
hraustur til Danmerkur og
var kominn í fundarsalinn.
Tíu mínútum áður en hann
átti að hefja erindi sitt,
hneig hann örendur í fang
konu sinnar í viðurvist fimm
hundruð stéttarbræöra sinna.
Virtist svo, sem rússnesku
sj<ómennirnir yrðu í hvert
sinn að sækja um sérstakt
leyfi tll að fara i land og
nöfn allra sem í land fóru
skráð uppi í brú. Var þannig
fylgst nákvæmlega og skrif-
lega með hvað hver maður
fór oft í land og var lengi f
hvert sinn. Fyrsta verk hóps-
ins er á skip kom aftur, var
að fara í brúna og gefa kvitt-
un fyrir því hvað lengi þeir
voru í landi.
Heyfengur í Stein-
grímsfirði sæmil.
Frá fréttaritara Tímans
á Hólmavík.
í gær var þurrt veður á
Hólmavík og hefir verið svo
flesta undanfarna daga, þótt
þurrkur hafi varla getað tal-
izt. Mjög lítið er nú úti af
heyjum í Steingrímsfirði, og
má sumarið hafa talizt allgott
þar og heyfengur orðinn
sæmilegur. Ástandið er hins
vegar öllu verra á Ströndum
bæði sunnar og norðar. Þoku
bakkinn hefir legið við
ströndina oftast í sumar og
þurrkleysur haldizt vikum
saman. Ástandið það er því
mjög slyæt, bey litil og hrak
in. Norður í Árneshreppi mun
ástandið vera einna verst á
þessum slóðum.
Slátrun mun hefjast á
Hólmavík á fimmtudag eða
föstudag í næstu viku.
Mjög sjaldan hefir gefið á
sjó frá Hólmavík undanfarna
daga og því lítið verið róið,
enda er afialítið, þótt á sjó
gefi.
I'iil :ir fyrir slagsninl
Rússneskur dómstóll hefir
nýlega dæmt norskan sjó-
mann í eins árs fangelsi fyrir
að slá rússneskan hafnar-
verkamann Skip það, sem
sjómaðurinn var á, var statt
í höfn einni við Svartahaf.
Svííir nuka land-
varnir
Fréttir frá Svíþjóð herma
að sænska stjórnin muni
fara fram á að 100 milljónir
sænskra króna verði variö til
landvarna þar á þessu ári.