Tíminn - 23.09.1950, Blaðsíða 2
2.
TÍMINN, laugardaginn 23. september 1950.
209. b!að.
Jrá hafi til heiia
S.K.T.
Eldrl dansarnír I Q. T.-höslntl
í kvöld kl. 9. — Húslnu iokað kL
10.30.
— Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Sími 3355.
:::::::::::::::::::::::::::
::
Útvarpið
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20, 30 Útvarpstríóið: Tveir
kaflar úr tríói op. 1 nr. 3 eftir
Beethoven. 20,45 Upplestur og
tónleikar: a) Þegar karlmenn
fyrirgefa, smásaga eftir Stefán
Jónsson. (höf. les) b) Tvær
smásögur eftir Somerset Maug-
ham. Þorsteinn Ö. Stephensen
les. 21,45 Danslög (plötur). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. 22,05
Danslög (plötur). 24,00 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell er í Napólí. M.s.
Hvassafell er á ísafirði.
Ríkisskip:
Hekla er væntanleg til Reykja
víkur í dag að austan og norðan.
Esja fór frá Reykjavík i gærdag
austur um land til Siglufjarðar.
Herðubreið er í Reykjavík og
fer þaðan n. k. mánudag til
Breiðafjarðar- og Vestfjarðar-
hafna. Skjaldbreið var á Eyja-
firði síðdegis í gær. Þyrill var
í Hvalfirði síðdegis í gær. Ár-
mann fór frá Reykjavík í gær-
kveldi til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss er í Gautaborg.
Dettifoss er á Akranesi fer
þaðan í dag 22. 9. til Vestmanna
eyja, Keflavikur og Vestfjarða.
Fjallfogs fer frá Akureyri i dag
22. 9. til Húsavíkur. Goðafoss
kom til Hull 21. 9. fer þaðan 23.
9. til Leith og Reykjavíkur. Gull
foss fer frá Reykjavík kl. 12,00
á morgun 23, 9. til Leith og
Kaupmannahafnar. Lagarfoss
er í Reykjavík. Selfoss fór frá
Reykjavík 21. 9. til Sauðárkróks,
Hjalteyrar og Akureyrar. Trölla
f«ss er í New York, fer þaðan
væntanlega 26. 9. til Halifax og
Reykjavíkur.
Flugferðir
hleypidómalaust.
Útgefandi er Hlaðbúð.
Úr ýmsum áttum
Samfagnaðarkveðjur.
Strax og fréttist um að á-
höfn „Geysis“ væri fundin barst
stjórn Loftleiða h.f. svohljóð-
andi skeyti frá forseta íslands,
herra Sveini Björnssyni:
„Ég samgleðst yður innilega
út af fundi Geysis. Með alúðar-
kveðjum og árnaðaróskum til
allrar áhafnarinnar á Geysi,
sem nú hefir verið heimt úr
helju“.
Síðan hafa félaginu borizt
samfagnaðarskeyti frá eftir-
töldum: Hjálmari Finnssyni
New York. George Östlund New
York. M. Stollberg New York.
J. Doherty New York. Raymond
Nordan New York. Seabord &
I Western New York. Ásbirni
Magnússyni, Kaupmannahöfn.
íslendingafélaginu, Kaupmanna
höfn. Leiðangri P. E. Victor,
París. Billioque, París. Birni
Björnssyni, London. Alþýðusam-
bandi íslands. Danska sendi-
ráðinu, Reykjavík. Bifreiða-
stjórum á B.S.R., Reykjavík.
Starfsfólki hjá Lofti, Reykjavík.
Matarbúöinni, Reykjavík. Geira
Bárðar, Siglufirði. Jóni Einars-
syni, Siglufirði. íbúum í Gríms
ey. Jóni H. Guðjónssyni sóknar
presti, Akranesi. Helga Guð-
mundssyni, Stykkishólmi. Sig-
urði Ágústsyni, Stykkishólmi.
Ragnari Jakobssyni, Flateyri. H.
f. Skallagrími, Borgarnesi. Karli
Kristmanns, Vestmannaeyjum.
Sæmundi Ólafssyni, Bildudal.
Einari Sturlaugssyni sóknar-
presti, Patreksfirði. Júlíusi Haf
stein, sýslumanni, Húsavík.
Auk þessa hafa félaginu og
áhöfn Geysis borizt gjafir, blóm
vendir og margs konar sam-
fagnaðaróskir, — þar á meðal
frá biskupnum yfir íslandi,
herra Sigurgeir Sigurðssyni, ráð
herrum og fleiri fyrirmönnum.
Árnaðarósk.
Sendiherra Frakka hér, hefir
í dag komið í heimsókn í utan-
ríkisráðuneytið og borið fram
fyrir hönd sína og annarra sendi
herra í Reykjavík, árnaðaróskir
í tilefni af björgun áhafnar flug
vélarinnar Geysis.
Skíffadeiid i. R.
Sjálfboðavinna um helgina.
Farið verður frá Varðarhúsinu
kl. 2 á laugardag. — Unnið við
að mála og standsetja húsið,
setja upp lýsingar og gera við
dráttarbrautarskúrinn. Laugar-
dagskvöldið fer fram keppni í
fimmtarþraut.
Kl. 6 í kvöld fer fram keppni
í knattspyrnu milli Skiðadeildar
í. R. og K. R.
Til Óháða fríkirkjusafnaðarins.
Áheit: H. T. 100, Þ. M. 50,Ó-
1 nefnd kona 100, J. A. 50, frá
konu 30, J. A. 50. Gjafir: E. G.
100, Biógestur 100, Þ. G. og Ó. R.
36, Þ. J. 14, Þ. Jónsson 80, af-
hent af biskupskrifstofunni 100,
sjúklingur á Landakoti 10, D. G.
7, Guðlaug 12, H. Þ. 7, S. G. 10,
I. A. 964, L. B. 14.
Kærar þakkir. F. h. safnaðar
stjórnar, gjaldkerinn.
Bókaútlán.
Á ameríska bókasafninu á
Laugavegi 24, er hægt að fá
lánuð þessi tímarit: Time, News
week, Life, Colliers, Saturday
Evering Post og mörg önnur
tímarit, skemmtileg og fræðandi
Einnig hafa safninu nýlega bor-
izt þessar bækur: First Electrical
Book for Boys. 1 bókinni eru
margar skýringarmyndir um
framleiðslu rafmagns, leiðslur
o. fl. Science for young Men. Bók
um ljósmyndatöku, útvarp, veður
athuganir og svifflug. Skýring-
armyíidir fylgja.
Bækur um leiki: Games the
World around, leikir frá ýms-
um löndum, m. a. frá írlandi,
Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Eng-
landi og mörgum öðrum löndum.
Manual of Ski Mountaineering,
um skíðaferðir og útbúnað o.fl.
Ameríska bókasafnið er opið
alla daga vikunnar frá kl. 9 f.
h. til 6 e. h. nema laugardaga og
sunnudaga. Á þriðjudögUm er
safnið opið frá kl. 9 f. h. til kl.
10 e. h.
Mjólkurbar
Opnum í dag mjólkurbar í húsi voru, Laugaveg 162.
Sérstök áherzla verður lögð á að framreiða þar mjólk
og mjólkurvörur en jafnframt verða þar seldar allar
venjulegar veitingar.
Mjólkursamsalan
iiiiiiiiiiiiitiifflHinnmwtummtimiimiitmMmmcmwiniHiwHimmiin
Loftleiðir h. f.
I dag er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja ogAkureyrar. Á
morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja og Akureyrar.
Messur á morgun
Laugarneskirkja.
Séra Jón N. Jóhannesson
messar kl. 11 f. h.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn.
Séra Emil Björnsson messar í
Stjörnubíó kl. 11 f. h. á inorgun.
Sálmanúmer: 671, 264, 238, 662,
240.
Haustfermingarbörn
fríkirkjusafnaðarins eru beð-
in að koma til viðtals í kirkjuna
þriðjudaginn kl. 6. — Þorsteinn
Björnsson.
Blöð og timarit
Nýkomið út
þríðja bindið af hinu mikla
oig merka riti Ágústar H. Bjarna
sonar, Saga mannsandans, er
komið út. Fjallar það um Hell-
as og hefst frásögn um 3500 ár-
um fyrir Krist. Er framþróun-
in síðan rakin, lýst menningar-
straumum, þjóðflutningum og
iandnámi, myndun, vexti, við-
gangi og endalokum ríkja, trú-
arbrögðum, listum, heimspekl
og vísindum.
Margar myndir fylgja af forn
urn iistaverkum og rústum stór
bygginga.
Bók þessi er mjög skemmti-
lega skrifuð, eins og fyrri bindi
þessa ritverks, hófsamlega og
fo
orntiin veai -
AÐ GEFNU TILEFNI
Fyrir nokkru var lesin útvarps
: tilkynning frá áfengisvarnar-
nefnd Kaldrananeshrepps, þar
sem varað var við áfengisnautn
í sambandi við réttir. Að þvi er
ég bezt veit mun þessi tilkynn-
ing hafa verið send út meö til-
: liti til atburða, sem gerðust í
fyrra, en áttu annars ekki
skylt við venjulegar réttir.
Nú hefir Matthías Helgason
sent blaðinu svolátandi pistil
um þetta mál, er lítillega hefir
verið rætt í blöðum hér syðra:
„Það munu margir hafa la~t
við hlustirnar þegar útvarpið
tvítók — „að gefnu tilefni" aug-
lýsingu frá áfengisvarnarnefnd
Kaldrananeshrepps um að hafa
ekki vín um hönd í ieitum eða
réttum, sem stóðu fyrlr dyrum.
Ókunnugir gætu ályktað, að
þarna væri sérstaklega land-
lægur drykkjuskapur, sem trufl
aði fjallgöngur og réttarstörf og
raskaði almannafriði.
Ég hef verið riðinn við réttar-
störf að Bkarörrétt um 30 ára
skeið og seinustu árin sem á-
horfandi. Gagnast munu vitni
um bað, að réttarstörf hafa ekki
truflast vegna drykkjuskapar og
almannafriði ekki verið raskað,
þannig að menn hafi ekki get-
að gengið að þeim störfum, er
Sveinspróf
fara fram í október n. k. hvarvetna um land, þar sem
iðnnemar eru, sem lokið hafa námi.
Meistarar sendi umsóknir um próftöku fyrir nemend-
ur sína til formanns viðkomandi prófnefndar á staðn-
um, fyrir 5. október n. k.
Umsóknum fylgi námssamningur, prófskýrteini frá
iðnskóla og prófgjaldið, kr. 150,00.
Reykjavík, 20. september 1950,
Iðnfræðsluráð
niiiiiitttimttiiitiiiiiiiimiunnnumnn:
miitiiiiiimmmnmmmt
::
Beztu matarkaupin
Slátur úr dilkum og fullorðnu fé.
Svið á aðeins kr. 7.50 stykkið. — Lifur á kr. 6.00
pr. kg. Mör, vambir o. fl. sláturafurðir.
Nú fara að verða síðustu forvöð að gera slátur-
kaup til vetrarins.
Kjötverzlunin Búrfell
Skjaidborg við Skúlagötu — Sími 1506.
axmi B
fyrir þá voru lögð. Ljóður sá,
sem er á ráði manna vegna vín
nautnar mun frekar hafa komið
í ljós á skemmtisamkomum
hreppsins, en við fjallgöngur og
réttarstörf. Það skal viðurkennt,
að á síðastliðnu hausti voru
menn að Skarðsrétt lengra að
komnir en venjulega og föng því
með frekara móti að dregin.1
Mátti þó telja, að ekki keyrði
mjög úr hófi fram. Þetta hefði
því áfengisvarnarnefnd mátt
frekar telja timabundið fyrir-
brigði.
Ég er ekki að mæla bót
drykkjuskap eða annari óreglu. |
Tel einnig, að áfengisvarnar-
nefnd hafi gert þetta í góðu
skyni. Hinsvegar held ég, að það
ástand, sem nefndin hyg^st
laga, myndi færast til befri veg
ar með ötulli starfssemi heima
fyrir. í því sambandi vil ég gp.ta
þess, að ég hef ekki heyrt frá
störfum þessarar nefndar fyrr
en þessa auglýsingu í útvarpinu.
Þó að vín sjáist stundum á fyr-
verandi sveitungum mínum eink
um hinum yngri mönnum, þá
tel ég þá ekki verr komna í
þessum sökum en landsfólkið
almennt. Sízt til bóta að aug-
lýsa ávirðingar þeirra í útvarp-
inu.“ -
J. H.
Ullartuskur til sölu
GEFJUN-IÐUNN
Kirkjustræti 8.
Sími 2838.
OSTUR
er holl fæöa, sem aldrei
má vanta á matborðið
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 2678
I