Tíminn - 23.09.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.09.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, laugardaginn 23. september 1950. 209. blað. Skýrsla Cooleys og ísl. hótfyndni Haustið 1939 ritaði ég í þetta blað grein, sem ég nefndi „Markaði og vöruvönd un“. Þar segir svo: „Meðan matarskemmur þjóðanna standa hálftómar eru ekki gerðar jafnmiklar kröfur til vörugæðanna og ella. En fyrr en varir getur orðið breyting á því. Menn mega ekki láta ástand líðandi stundar stinga sig svefnþorni, slíkt hlýtur að hefna sín grimmilega, þegar vér á ný þurfum að fara að keppa við aðrar þjóðir um markaði fyrir þessa vöru“ (þ. e. hraðfryst- ur fiskur). — Síðan er að því vikið, að þess verði nú vart að slíkur fiskur sé nú flak- aður og frystur, er menn hefðu ekki árætt að nota til hagnýtingar á þann hátt fyr ir styrjöldina. Og síðan orð- rétt: „Máske kemur það ekki að sök um þessar mundir, en getur þó dregið á eftir sér ó- þægilegan dilk. Er ekki fólg- in í því nokkur hætta, ef með vitun manna um fullkomna vöruvöndun sljógvast? Getur ekki svo farið, að eftir kunni að eima af því, þegar við sitj um eigi lengur svo að hitunni sem nú?“ — Síðan er þess getið, að eftirlit með freðfisk framleiðslunninni, sé hlutfalls lega minni en fyrir styrjöld- ina og sjómenn telji, að eigi gæti jafnmikillar vandvirkni og áður. Eðlilegt sé, að lög- gjafinn láti mál þetta til sín taka, og átti ég þar við það, að freðfiskmat yrði lögskipað. Loks lýkur greininni þann- ig: „í sambandi við freðfisk- framleiðsluna á það að vera takmark vort að beita svo strangri vandvirkni og að- gæzlu, að þessi vara hljóti hæstu einkunn hjá erlendum neytendum, ekki eingöngu nú, heldur jafnframt eftir að heimurinn hefir farið vel að stöfnum á ný. Takist það, er meira unnið en menn munu gera sér grein fyrir i fljótu bragði.“ Þessari ábendingu haustið 1943 var vægast sagt mjög illa tekið. Einn af fyrirsvarsmönn um freðfiskframleiðenda sagði: ,,Full ástæða er til að ætla, að slík blaðaummæli sem þessi geti haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir þennan atvinnuveg.“ Þá skild ist mér á öðrum mönnum, að þeir hefðu helzt lyst á því að fá mig dæmdan, svo að ég gæti fengið að gista Skóla- vörðustíg 9 fyrir þokkabragð ið. Loks hafði einn fulltrúi á fiskiþingi stimplað mig land- ráðamann fyrir tilvikið. Allt var þetta ósköp lágkúruleg fyrirmennska og eigi þess kyns, að ástæða væri til að kippa sér upp við hana. Árið eftir. að ég reit fyrr- nefnda grein, samþykkti Al- þingi lög um freðfiskmat, og yfirleitt má segja, að á þeim sjö árum, sem síðan eru liðin, hafi vandvirkni við fram- leiðslu á freðfiski aukist mjög þótt enn standi margt til bóta. En enn er það svo, að ábendingar um það, sem mið ur fer, eru teknar illa upp og litið á þær sem íslenzka hót- fyndni. Svo sem kunnugt er fékk ríkisstjórnin íslenzka í sam- vinnu við Marshallstofnunina ameriskan fiskiðnfræðing, Edward H. Cooley, hingað til lands síðastliöið vor. Skyldi hann athuga fiskiðnað íslend inga. Hann hefir nú fyrir Eftir Lúðvlk Krisljánsson, rltstjóra nokkru sent frá sér skýrslu um rannsókn .sín og kennir þar margra grasa. Að því er snertir fiskframleiðsluna verð ur honum tíðræddast um freð fiskiðnaðinn. Blöðin hafa all mikið rætt skýrslu þessa og er helzt svo að sjá að efni hennar sé þeim ný opinber- un. En sannleikurinn er sá, að í skýrslunni kemur ekki ýkja margt fram viðvíkjandi freðfiskiðnaðinum, sem ekki var áður kunnugt þeim, er bezt fylgjast með þessum mál um. Og dæmi eru þess, að Cooley hafi ekki komið auga á allt, sem miður fer í þess- um efnum,eða þá, að hann hafi eigi hirt um að tína allt til í skýrslu sinni. Fyrirsvarsmenn freðfisk- framleiðenda hafa lítið sagt opinberlega viðvíkjandi um- mælum blaðanna um efni skýrslunnar fyrr en nú ný- verið og þá vegna annars til efnis. Þeir viðurkenna, að „mikið af þeirri gagnrýni, sem kemur fram i skýrslu Cooleys, er réttmæt, en hún á ekki aðeins leið til fisk- framleiðenda, heldur engu síður til allrar þjóðarinnar.“ — „Það má að sjálfsögðu segja ýmislegt um meðferð á fiskinum og vinnslu á hon- um, ýmsu er ábótavant, því miður.“ — „Hreinlæti er að sjálfsögðu höfuðskilyrði fyrir framleiðslu matvæla, og ger- ir Cooley réttilega, athuga- semd við það.“ — Þetta eru orð fyrirsvarsmanna freðfisk framleiðenda og er þakkarvert að þeir skuli ekki líta á að- finnslur og ábendinrar Cool- eys sem ísl. hótfyndni. Hins vegar vilja þeir leiða hug les andans að því, að í sambandi við hreinlætið þurfi breyting ar á eðli og hugsunarhætti fólksins, að á hinum ýmsu sviðum athafnalífsins séu ó- teljandi dæmi um skipulags- leysi og loks segja þeir um skýrslu Cooleys, að hér sé að eins um að ræða álit eins að- ilans, sem ekki þekki inn á ísl. hugsunarhátt og stað- hætti. — Allt má þetta vel vera rétt, en ein atvinnugrein má ekki afsaka skipulagsleysi sitt með skipulagsleysi annarr ar og komi eðli og hugsunar- háttur fólksins í bága við kröfur neytenda framleiðsl- unnar verður að gera allt, sem unnt er til að ráða bót á slíku. — Vafalaust munu margir fylgjast með því af nokkrum áhuga á hvern hátt verður reynt að taka ábendingar Cooleys til greina. Sú var tíð, að íslendingar höfðu á sér afbragðs orð fyr ir framleiðslu á saltfiski. Öll styrj aldarárin var fiskur eigi verkaður á þann hátt, en mi hefir verið tekið ti,l á ný við þá framleiðslu í stórum stíl. Það er ekki óalgengt að heyra menn ræða um það, að ekki gæti nú jafnmiklar vand- virkni hjá okkur á fram- leiðslu saltfisks og átti sér stað, þá er bezt lét áður. „Hvað ætli hann Þorsteinn Guðmundsson hefði sagt um svona saltfisk?“ heyrast menn segja. Ekki verður um það dæmt hér, að hve miklu leyti okkur kann að hafa farið aft ur við framleiðslu þessarar vöru né hve breyttar aðstæð- ur kunna að eiga þátt í því. En hitt er víst, að okkur er lífsnauðsyn, að saltfiskurinn okkar, jafnt blautur sem þurrkaður, njóti sama álit, og áður, ekki eingöngu í Mið- jarðarhafslöndunum heldur allsstaðar þar, sem finnast kunna neytendur að honum. Sé það rétt, að fólk það, sem vinnur að framleiðslu fisks í hvaða formi sem er hafi slæfða tilfinningu fyrir vöru vöndun er óumflýjanleg nauð syn að ráða bót á þvi. Og það íhugunarefni er þess eðlis, að sjálfsagt er að snúast við því af alvöru og festu og um fram allt láta það ekki sitja á haka. Hver fiskverkunar- maður- og kona verður ætíð að hafa það hugfast, að hver fiskdós, saltfiskur og freðfisk flak ber íslenzkri þjóð vitni á borði neytenda í fjarlægu landi, og sá vitnisburður verð ur ætíð að vera íslendingum í hag. Skera verður upp her- ör fyrir því, að fiskframleiðsla okkar öll verið talin eftirsókn arverð í markaðslöndunum vegna gæða. Aðstöðu okkar er á flestan veg þannig háttað, að þetta á að geta lánast, ef ákveðinn og almennur vilji er fyrir hendi. Ekki eru um það að villast, að sú samkeppni, sem við verðum að há í mark aðslöndunum, harðnar, og henni getum við meðal ann- ars ekki sízt mætt með því, að senda einungis frá okkur vöru, sem er óumdeilanleg að gæðum, og vitanlega í því formi, sem neytandinn ósk- ar helzt. Ég held, að okkur sé ekki i svipinn eins nauðsyn- legur annar áróður og sá, sem beinist að því að vekja al- mennan áhuga fyrir vöruvönd un og þá einkanlega á þeirri framleiðslu, sem úr landi er seld. Takist okkur að öðlast óbrigðula tiltrú neytenda í markaðslöndunum er óefað mjög mikið unnið, og ég held, að við megum einskis láta ó- freistað til þess að svo megi verða. Ótti manna um það, að við getum ekki náð í fyrstu ágætiseinkunn sem fiskfram leiðendur, er að mínum dómi ástæðulaus, ef við göngum af heilum hug og undansláttar- laust að náminu. Það á að vera sjálfsögð skylda, að allir gefi því auga, sem betur má fara og komi ábendingum til réttra aðila, og séu þær rétt- mætar, sé við þeim tekið af skilningi, en ekki á þær litið sem íslenzka hótfyndni. Sof- andaháttur fyrir vöruvöndun og þögn og yfirhilming hlýtur að verka sem beiskt eitur, er fæstir munu vilja drekka til botns með fúsu geði. (Ægir) Pétur Jakobsson hefir óskað eftir að taka til máls um hár- j skurð, rakstur og rakara. Gef ég honum hér með orðið: Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagl. „Sú var (íðin, að menn í landi hér létu hvorki skera hár sitt ^ né skegg. Var hvortveggja látið j vaxa eftir vild. Náði skegg J mönnum á bringu, en hár í belt isstað. Voru þeir nefndir síð- skeggjar. Þessi siður hélst þó ekki ó- breyttur frekar en aðrir siðir1 mannanna barna. Er aldir lið^ fóru menn að stytta hár sitt og skegg. Jafnvel fram undir síð- ustu aldamót gengu menn með hár skorið um enni, eyru og háls og skegg skorið nærri kinn um og höku. Síðan hefir þetta breytzt. Karlmenn létu skera sér snoðkoll og raka skegg sitt, að undanskildri efri vör. Höfðu yfirskegg sem kallað er. Sá tími er nú samt kominn að menn ganga alveg skegglausir eins og Njáll sálugi. Nú þykir það fallegt, en á hans dögum þótti slíkt ljótt. Nú erum við orðnir svo fínir að vér látum skera hár vort einu sinni í mánuði hverjum og raka gran- ir vorar dag hvern. Áður fyrr um land allt önn- uðust verklaegnir menn, karlar og konur, hárskurð á bæjum, hver á sínu heimili. Voru marg- ir, menn og konur, vel að sér í þessari iðngrein, enda þótt enginn gerði þessa iðju að at- vinnu. Þar kom þó að, er þétt- býlið myndaðist, að upp komu hinir svokölluðu rakarar. Voru það menn er gerðu hárskurð að atvinnu. Fyrsti hárskeri hér á landi, sem gerði sér slíkt að atvinnu, settist að í Reykjavík, í kring- um síðustu aldamót. Nú er öld in önnur. Hér í vorri borg er kominn upp heill herskari rak- ara, sem raka menn og raka vel í orðsins víðtækustu merkingu. Rakarastofur eru hér í borginni um hana alla, þvert og endi- langt. Jafnvel margar rakara- stofur í sömu götunni. Starfs- lið þeirra sumra er mikið, jafn- vel upp í tíu mannas. Þriggja álna menn, ungir og sterkir, hafa nú á tímum svo veila hetju lund, að þeir gerast rakarar, enda þótt önnur karlmannlegri iðja bjóði þeim fang. Gæddir eru rakarar vorir tak markaðri gestrisni og fer þeim stöðugt fækkandi, er reka þessa iðju sem líknarstarfsemi. Fyrr á tímum voru rakarar ódýrir á þessum verkum sínum, en unnu þó verkin vel. Nú eru rak arar aftur á móti ekki ódýrir, en vinna verk sitt vel. Er nú svo komið, frá mínum bæjar- dyrum séð, að ekki geta nema ríkir burgeisar notað iðn þess- ara ágætu manna vegna dýr- leika. Mér er tjáð, að nú kosti níu krónur að láta skera hár sitt og þrjár krónur að láta raka granir sínar. Um verð höfuð- baða veit ég ekki. Rakstur og hárskurður er þvi orðinn allveru legur skattur á heimilin. Hugs- um okkur heimilisföður með þrjá syni. Þeir mundu vilja láta skera hár sitt einu sinni í mánuði hver. Kostar það 36 krónur. Þá létu þeir raka skegg sitt einu sinni á dag hver. Það mundi kosta samanlagt þrjú hundruð og sextíu krónur. Þetta heimili verður, eftir þessu, að borga þrjú hundruð níutíu og sex krónur um mánuð hvern fyrir hárskurð og rakstur. Um árið mundi heimili þetta borga kr. 4.752. Er þetta ærinn skatt- ur. Ég vil virðingarfyllst leyfa mér að spyrja: Er þetta, hár- skurður og rakstur, ekki óþarf lega dýrt? í minni fávizku finnst mér ekki ólíklega til get ið, að hver rakari geti klippt 40 mannshöfuð á dag, í venju- legum vinnutíma. Hefir hann þá, ef rétt væri, kr. 360,00 í dag kaup. Hugsað get ég mér að nærri láti að hver æfður rak- ari raki 100 menn á dag. Mundi hann þá vinna sér inn 300 krónur um dag hvern. Ef til vill er þetta ekki alveg rétt, en nærri vegi hlýtur þetta að ve,ra. Víst er um það, að gott er að vera rakari og sælir eru þeir, sem hafa numið og tamið sér þá ágætu iðju. Þeirra er ríkið og eftir atvikum mátturinn og dýrðin. Nú er hálfgert hallæri í landi voru. Dýrtíð mögnuð, en tregt um atvinnu. Það er því ekki víst að almenningur geti keypt sér rakstur og hárskurð. Hvað á þá að gera? Fara að safna hári og skeggi eins og fyrr á öldum? Verða síðskeggjar. Nei, ekki dugar það. Kvenfólkið hef ir alist upp við að kyssa sína herra skegglausa. Því mundi mis líka kyssitauið á sínum herrum, ef það væri úfið og órakað. Hvað er þá til úrræða, ef gjaldmiðilinn vantar, en hár- skurður og rakstur helzt í tízku? Þá eru góð ráð dýr. Karl menn verða að raka sig sjálfir. Kvenfólkið verður að taka sér í hönd skæri og greiðu, og skera hár sinna herra. Þetta gæti allt farið vel. Fjöldi húsmæðra mundi verða fljótt leiknar í þessari iðn, ef þær temdu sér hana. Ég hefi kynnst og séð fjölmarga sveitamenn, sem hafa verið heima klipptir og mér hefir sýnst hárskurður þeirra vera svo góður að ekkert væri að honum að finna. Það er gott að hjálpa sér sjálfur. Það gef- ur fyrirheit um, að æðri máttur sé með í verkinu. Nú munu hárskerar ekki þykj ast hafa góða atvinnu, ekki mikið kaup fyrir sína vinnu þrátt fyrir það verð, sem á þjón ustu þeirra er. Er þá eitthvað bogið við ástandið. Það, sem helst er hugsanlegt, er að þeir séu orðnir alltof margir og hafi því hver rakarastofa of lítið að gera. Þá er ekki annað, en þeir ungu hætti þessum starfa sínum og snúi sér að annarri vinnu, t. d. framleiðslu til sjávar eða lands. Líka mætti lækka þjónustugjaldið þar til að allir, fátækir sem ríkir, gætu keypt þessa ágætu þjónustu og orðið aðnjótandi gæða hennar.“ Sjálfur legg ég ekki orð í belg um þessi mál, en fúslega myndi ég leyfa frekari um- ræður um þetta, ef þess yrði óskað. Starkaður. Blóm og grænmeti Höfum ávallt fjclbreytt úrval af afskornum blómum og pottaplöntum. Einnig nýkomiö: Blómaborð, tvser stærðir, blómastólar, tvær stærðir. BLÓM OG GRÆNMETI H.F. Aðalstræti 3. — Sími 1588.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.