Tíminn - 28.09.1950, Qupperneq 4
4.
TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1950.
213. blað.
Hiri nýja SturEungaöld
Niöurlag.
Fagfélögin.
Löggjöf þjóðarinnar hefir
verið þannig úr garði gerð,
að fámenn fagfélög geta hve-
nær sem er, skorið á lífæð
þjóðarinnar. Þessi aðstaða er
óspart notuð. Tekjuhæstu
þjóðfélagsþegnar, blygðast
sín ekki fyrir að gera óhæfi-
legar kröfur á hendur þjóðfé-
laginu, og verði það ekki við
kröfum þeirra, þá skal skor-
ið á lífæðina.
Má t. d. nefna síðasta dæm
ið, þegar örfáir þjónar og
matsveinar í siglingaflotan-
um ætluðu að stöðva alia
siglingu til landsins. Bryta-
staðan á skipum hefir þó
hingað til sýnt góðan hagnað.
Múrarar, rafvirkjar, tré-
smíðameistarar og aðrir iðn-
aðarmenn, hafa skammtað
sér í skjóli misheppnaðrar
iðnlöggjafar, allríflegan
skammt af þjóðartekjunum.
Ef einstakir þjóðfélagsborg-
arar reyna að komast utan
hjá okri þessara manna, er
þeirra eigin lögregla á ferð.
Fyrir óheilbrigðar starfs-
aðferðir slíkra manna. má
fullyrða, að ein af frumþörf-
um mannsins, húsnæðið, hef-
ir stórhækkað í verði og skap
að framleiðslu landsins þung
an bagga.
Stýrimenn og skipstjórar
hafa fagfélög og nota þá að-|
stöðu sína, til að skera væna
sneið af sameiginlegum tekj-J
um þjóðarinnar. — Opin-j
berir starfsmenn mega ekki
gera verkfall. Háværar kröf-
ur eru uppi meðal þeirra, um
að öðlast þann rétt og fengju
þeir hann mætti þjóðin vel
vita hvers væri von. Stór hóp
ur þessara manna gat kinn-
roðalaust efnt til mótmæla-
funda, gegn þeirri óhæfu, að
um leið og laun þeirra væru
hækkuð, þá skildi þess kraf-
ist, að þeir ynnu 38^ klukku-
stund á viku hverri, er teldi
6 virka daga. Slík óhæfa var
óþolandi í augum þessara
manna.
Árangur stéttabaráttunnar.
Niðurstaðan af allri kröfu-
pólitíkinni og stéttasamtök-
unum undanfarin ár, er því
sú, að framleiðendurnir með
fúslega veittri aðstoð stríðs-
gróðabraskaranna hafa gripið
til gengisfallsins, þess óyndis
úrræðis, að svíkja sparsama
manninn og skapa ótrú á
sparnaði og skynsamlegum
lifnaðarháttum. Auk þess er
veitzt að gamalmennum, sem
með einu pennastriki eru
arðrænd af ævintýramönn-
um þeim, sem með glæfrum
sínum gerðu gengislækkunina
óumflýjanlega. Braut gengis-
fallsins getur þó aldrei orðið
langær. Slíkt hefir sagan
sýnt og er þar nærtækasta
dæmið Þýzkaland, rétt fyrir
Hitlerstímabilið.
Undirstaða allra þjóðfélaga
hlýtur ávallt að verða sú, að
framleiðslan geti borið sig.
Kröfur á hendur framleiðsl-
unni umfram það, hljóta að
leiða til algerrar glöjunar.
Hin sjálfsagða lausn
stéttaátaka .
Allir munu játa að hverju
þjóðfélagi sé fyrir beztu, að
ekki tapist um of af verðmæt
um, í átökum um skiptingu
þj óðf élagsteknanna.
Flestir sanngjarnir og rétt
hugsandi menn, munu játa,
að sjálfsagt er að vinna að
Eftlr Ilannes Pálsson, Endirfelli
því, að allir búi við mann-
sæmandi lifskjör og hver og
einn beri sem sanngjarnleg-
ast út býtum fyrir vinnu sína.
Flestir vilja vonandi vinna
að því, að útrýma hverskon-
ar fjárplógsstarfsemi og rán-
dýrsframfæri í þjóðfélagi
sínu.
Eins og okkar þjóðfélags-
háttum er hagað nú, þá er
því víðs fjarri, að slíkur hugs
unarháttur fái notið sín.
Sá mikli fjöldi manna, sem
í hjarta sínu vill náunga sín-
um allt hið bezta, fær ekki
notið sin. Þessum hóp manna
er haldið tvístruðum með
ýmiskonar áróðri ofbeldis-
seggja og misindismanna.eins
og alþýðu allri á tíma Sturl-
unganna. Vill ekki almenn-
ingur þessa lands taka upp
rólega íhugun á því hvort
gerðardómsleiðin eigi ekki
að vera þrautalending varð-
andi skiptingu þjóðartekn-
anna?
Bændur lands vors hafa
sýnt þann þroska og mann-
dóm að visa veginn. — Þeir
hafa fallist á gerðardómsleið
ina gagnvart verðlagi sinn-
ar vinnu.
Þarna hafa bændurnir vís-
að veginn. Verði ekki þessi i
leið farin, er alveg ljóst að
von er mikilla tíðinda.
Ekkert þjóðfélag getur til
lengdar sætt sig við það, að
fámennar hagsmunaheildir
geti bókstaflega stöðvað allt
athafnalíf i landinu, án til-
lits til þess, hvort kröfur
þeirra eru sanngjarnar eða
ekki.
Inn í vinnulöggjöfina þarf
að setja það ákvæði, að hafi
verkfall ekki verið leyst inn-
an viss tíma, þá skuli skip-
aður gerðardómur.Gerðardóm
ur þarf líka að ná til hvers-
konar verðlags i landinu, svo
sem matvöru, húsnæðis o. s.
frv.
Gerðardómur í vinnudeil-
um hefir verið illa séður af
verkalýðsfélögum. Foringjar
þeirra hafa túlkað gerðardóm
inn, sem tæki atvinnurek-
enda.
Slík túlkun er alröng. Mik-
ill meiri hluti manna er það
vel gerður, að hann misnotar
ekki ábyrgðarstarf. Auk þess
verða menn að gera sér það
Ijóst að verkalýðsforusta, und
ir forustu þeirra manna, er
telja það eitt nauðsynlet að
eyðileggja allan einkarekstur,
semur aldrei á þann hátt, að
neinn atvinnurekstur geti
þrifist. Kommúnistar trúa
því, að þeir geti skapað para-
dís á jörðu með sinum þjóð-
félagsháttum. Þeir geta dá-
ið píslarvættisdauða fyrir sin
ar hugsjónir eins og Stefán,
sem grýttur var.
Hungurvofan er þeirra bezta
vopn, þess vegna verða lang-
varandi vinnudeilur ávallt
vatn á þeirra myllu, og það
jafnt þó vinnudeila tapist
hjá launþegum.
Sanngjörn hlutaskipti allra
þjóðfélagsþegnanna, á grund
velli einkaframtaksins, er
vilji flöstra íslendinga.Gerðar
dómsleiðin mun bezta leiðin
til að ná þeirri lausn. — ís-
lenzka þjóð! Láttu ekki „at-
vinnupólitíkusa" og ofstækis-
fulla villutrúarmenn trufla
dómgreind ykkar. Látið ekki
nýtt Sturlungualdartímabil
hefjast með þjóð vorri.
Skuggavaldurinn í
Mánudagsblaðinu
Eftir Sólmund Elnarsson
Úr skuggafylgsni sínu er
Ajax að skjóta örvum sínum
að bóndanum á Sandi í Kjós,
Oddi Jónssyni, en flestar
geiga þær á fluginu og fara
fjarri marki, sem er að von-
um, því að hann stendur á
glerhálku vanþekkingarinn-
ar og hnýtur um hnjóta ó-
kunnugleikans.
Hmsögn hans um eigin
lyndisfar mitt, þakka ég hon
um með jöfnum vinarhug og
þeim, sem hann ber til mín;
má hann svo velta vöngum
yfir skapgerð minni, að eigin
vild og geðþótta, því mun ég
að engu svara.
Dæmi því, og spurningu, er
hann beinir til mín, þar sem
hann stendur í vígamóði í
sínu eigin garðshliði. vil ég
svara þannig: Oddur á Sandi
hefir aldrei tekið gjald, hvorki
af akandi, ríðandi né gang-
andi mönnum, sem átt hafa
erindi að Sandi, svo samlík-
ingin verður endileysa ein.
Hvort ég vildi borga eða ekki
borga kemur þessu máli ekki
við. Dæmið sem hann státar
með í garðshliðinu, er glöggur
vottur þess, að hann hvorki
þekkir né skilur það, sem
hann er að skrifa um. Hann
hefir hlaupið frumhlaup að
manni fyrir ímyndaðar sak-
ir og höggvið klámhögg, vegna
sinnar eigin fljótfærni og van
hyggju. Sé Ajax þessi sæmi-
lega siðmenntaður maður,
ætti hann að biðja Odd á
Sandi fyrirgefningar fyrir
frumhlaup sitt og ósæmileg-
an rithátt, og lofa jafnframt
að veitast ekki oftar að ó-
kunnum, saklausum mönn-
um eftir sögusögnum einúm
saman.
Væri mér Ijúft að styðja að
því, að hann fengi slíka fyr-
irgefningu, ef ég fyndi merki
þess, að hann hefði hug á að
bæta ráð sitt og þora að
skríða fram úr skugganum.
Sjómannaskólanemi
' óskar eftir herbergi í ná-
grenni Sjómannaskólans.
j Æskilegt væri ef hægt er að
j fá fæði á sama stað. Þeir sem
I vilja sinna þessu láti Áskel
Einarsson í síma 81300 vita
I sem gefur nánari upplýs-
’ ingar.
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstími kl. 11—12 og 2—5
virka daga nema laugardaga
kl. 11—12.
Reykvíkingar hafa tekið hinni
fyrirhuguðu rafmagnshækkun
með furðulegu langlundargeði. j
Nú er þó Pétur Jakobsson kom-
inn í baðstofuna og vill gera
þessa hækkun að umtalsefni.
Hann segir:
„Það eru sólarlitlir dagar núna
piltar, sagði Axlar-Björn á sinni
tíð. Sagt er, að þá hafi þó skin-
ið sól í heiöi daglega. Þessir
sólarlitlu dagar endurtaka sig
í ríki mannanna. Með nokkr-
um rétti má nú segja, að sólar-
litlir dagar séu í Reykjavík um
Þessar mundir. Þó skín sól í
heiði daglega. Heldimmir
skuggar dýrtíðar og at-
vinnuleysis leggjast yfir
borgina okkar. Hungur-
vofan er á næsta leiti og teygir
sinn mikla hramm yfir okkur,
byrgir fyrir sól og sumar, og
veldur okkur áhyggjum. Dýrtíð
in orsakast m. a. af gengisfalli
íslenzku krónunnar, sem lög-
leitt var s. 1. vetur, en atvinnu-
leysið má rekja til aflabrests og
óhagstæðrar utanríkisverzlunar.
Um verðlag erlendra vara get
um við víst lítið ráðið. Innlend
framleiðsla er eðlilegt að hækki
vegna hækkandi verðs á er-
lendum efnum, sem nota þarf í
þarfir framleiðslunnar s. s. fóð-
urbætir, erlendur áburður, bú-
vélar o. fl. Er verðhækkun þess
ara vara eðlileg afleiðing af
lækkun gjaldmiðilsins. Ef til vill
hefir ekki verið hægt að komast
hjá gengislækkuninni. Hins
mátti þó vænta að forráðamenn
ríkis og bæja væru á verði til
að hamla á móti vöruhækkun
og vaxandi dýrtíð, eftir því,
sem föng frekast leyfðu. Þó
virðist manni önnur hafi raun
in á orðið.
Bæjarvöldin okkar, meiri hlúti
bæjarstjórnar Reykjavíkur, hef-
ir nú samþykkt stórfellda hækk
un á rafmagni borgarbúa og
stórfellda hækkuji á hveravatn
inu frá Reykjum, sem notað er
til að hita mikinn hluta borgar-
innar. Er hækkun rafmagns
48% og hækkun hveravatns-
ins 55%. Þetta er alvarlegur
skattur.sem ég held að menn
hér í borginni séu ekki farnir
að gera sér fulla grein fyrir.
Má nú segja, að skattar og dýr-
tíð í borginni okkar mergsjúgi
hvert mannsins barn, svo að
við eyðilegging liggi.
Vitað er, að útsvör til bæjar-
sjóðs hér eru orðin það há, að
þau tilsvara, að hvert manns-
barn í borginni verði að greiða
1000 krónur, allt frá barninu í > stofunni.
vöggunni og til hins karlæga I
gamalmennis. Þetta er alvar-
leg upphæð, og henni vert að
gefa gaum. Fleiri tekjustofna
hefir bærinn, t. d. húsagjöldin,
ióöaleigurnar.
Maður skildi nú ætla að fjár-
hagur Reykjavíkur væri nú góð
ur, og það er hann án efa.
Manni kemur það því kynlega
fyrir sjónir þegar bæjarstjórnar
meirihlutinn samþykkir að skatt
leggja borgarana á eyðslu raf-
magns og heitavatnsins, svo
sem orðið er. Bæjarstjórnar-
meirihlutinn hefir, mér vitan-
lega ekki, rökstutt þörfina fyrir
þessari hækkun og allra sízt
knýjandi þörf.
Bæjarstjórnarmeirihlutinn
verður að gæta þess, að hon-
um er falin forusta bæjarmál-
anna af skattborgurum bæjar-
ins, kjósendunum. Kjósendurnir
hafa treyst því, að þessi flokk-
ur, sem fer með völdin í bæn-
um mundi búa vel, búa betur
en aðrir flokkar, þegnamir
njóta góðs af góðri fjármála-
stjórn og skattar og dýrtíð
lækka, eða verður haldið í skef j
um. Ef þetta nú bregst og stuðn
ingsmenn þessa flokks sannfær
ast um, að bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn hækki skatta á borg-
urunum fram yfir brýnustu
nauðsynjar eða búi ósparlega
að fé skattborgaranna, þá get-
ur svo farið að langlundargeði
borgaranna verði nóg boðið og
þeir felli þennan bæjarstjórnar
meirihluta og feli öðrum að
fara með bæjarmálin.
Þar sem nú þessi hækkun er
ekki komin til framkvæmda,
vildi ég gera þá tillögu að kall-
aður væri saman borgara-fimd
ur hér í bænum til að ræða
þetta mál og fara þess á leit
við bæjarstjórnina að breyta
þessari fyrirætlun sinni, helzt
að öllu leyti eða þá að meira
eða minna leyti. Bæjarstjóm-
inni yrði vitanlega boðið á þenn
an fund. Gæti hún ekki rök-
stutt knýjandi þörf fyrir þess-
ari hækkun, þá félli hún frá
henni. Vildi bæjarstjómin
hvorki sanna knýjandi þörf
fyrir hækkunina né heldur falla
frá framkvæmd hennar, þá er
að taka því, en gera þá upp
reikninga við bæjarstjórnar-
meirihlutann við næstu bæjar
stjórnarkosningar“.
í þetta sinn er ég sammála
Pétri, þótt ég hafi stundum ver
ið honum ósammála hér í bað-
Starkaður.
Sjómannaféiag Reykjavíkur
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefir samþykkt,
að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör
fulltrúa til 22. þings Alþýðusambands íslands.
Kosning hefst um næstu helgi. Framboðslistar, með
sextán aðalfulltrúum og sextán til vara, ásamt með-
mælendum 100 — eitt hundrað — fullgildra félags-
manna, séu komnir til kjörstjórnar í skrifstofu félags-
ins í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 1.
október.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.