Tíminn - 03.10.1950, Page 2

Tíminn - 03.10.1950, Page 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 3. október 1950. 218. blað ')fá hafi til /teiía Útvarpið ijtvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Tónleikar: Strengjatríó nr.'2 eftir Hindemith (plötur). 20,45 Erindi: Likamlegar orsakir sálrænna truflana hjá börnum og unglingum; fyrra erindi (Kristján Þorvarðsson' tauga- læknir). 21,10 Tónleikar (plötur) 21,15 Upplestur: „Sæúlfurinn, Luckner greifi", bókarkafli eftir Lowell Thomas, í þýðingu Sig- urðar Haralz (Andrés Björns- son). 21,35 Vinsæl lög (plötur). 22,10 Tónleikar: Lagaflokkur frá Alzír eftir Saint-Saens (plötur). 22,40 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandssklp: M.s. Arnarfell er í Ibiza M.s. Hvassafell fór í gærkveldi frá Reykjavík áleiðis til ítalíu. Eimskip: Brúarfoss er í Færeyjum Detti foss fer frá Akranesi um há- degi í dag 2. 10. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík 30. 9. til Svíþjóðar. Goðafoss er í Reykjavík, fer væntanlega í kvöld 2. 10 til Vestmannaeyja. Gullfoss fer frá Leith í dag 2. 10. til Reykjavíkur. Lagarfoss er á Akureyri, fer þaðan væntanlega i dag 2. 10. til No^ðfjarðar. Sel- foss er í Hafnarfirði, fer þaðan um hádegi í dag 2. 10. til Kefla víkur. Tröllafoss kom til Hali- fax 28. 9. frá New York. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fer frá Reykjavík í kvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjald breið fer frá Reykjavík á morg- un til Húnaflóahafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vest mannaeyja. Úr ýmsum áttum Bólusetning gegn barnaveiki. — Pöntun- um veitt móttaka í síma 2781 í dag (þriðjudaginn 3. okt.) kl. 10—12 f. h. Frönskunámskeið. Alliance Francaise fyrri hluta vetrar hefjast í byrjun þessa mánaðar. Kennarar verða Magn ús G. Jónsson og Schydiowski sendikennari. Kennslugjald er 200 kr. fyrir 25 kennslustundir. Þátttakendur gefi sig fram i skrifstofu forseta félagsins, Pét- urs Þ. J. Gunnarssonar, Mjó- stræti 6 fyrir 5. október. Haustmót meistaraflokks í knattspyrnu hélt áfram á íþróttavellinum á sunnudaginn og kepptu Valur við Fram og vann með 3 mörk- um gegn 2 og KR viö Víking og vann með 4 mörkum gegn engu. Úrsiitaleikir fara fram á sunnu daginn kemur. Valur og KR ru nú efst með 4 stig hvort. Bridgekeppni fór fram á sunnudaginn milli Austur- og Vesturbæjinga og lauk þannig, að liöin urðu jöfn. Keppt var á sjö borðum. í fyrra unnu Vesturbæingar þessa ár- legu keppni. Aímælismót taflfélagsins stendur yfir og hafa tvær umferðir verið tefld- ar í meistaraflokki, en hina þriðju átti að tefla i gærkveldi. 15 ára bifreiðarstjóri. Á sunnudagskvöldið ók bifreið Slátrun iokið vestan Hvítár Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Fyrir nokkrum dögum er lokið fjárflutningum af Vest- fjörðum í Borgarfjörð að Hvítá vestur að Snæfellsneg- girðingu. Þeir fjárflutningar fóru fram á bátum frá Barða- strandasýslu og allt vestur í Dýrafjörð og gengu ágætlega. Frá Stykkishólmi var féð flutt á bílum í sveitirnar. Slátrun í Borgarnesi er lok- ið af svæðinu vestan Hvítár en eftir er að slátra nokkru fé úr sveitum sunnan Hvít- ár. — Tíð hefir verið góð í Borg- arfirði en nú er farið að kólna í veðri og komin næt- urfrost. Ditkar vænir í Þingeyjarsýslu Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. i Slátrun hófst hjá Kaup- félagi Þingeyinga í Húsavík á mánudaginn var. Gert er ráð fyrir að slátrað verði um 10 þús. fjár. Dilkar eru vænir og hafa þegar komið fram eru 25 kg. nokkrir dilkaskrokkar, sem á karlmann og kvenmann á mót um Flókagötu og Lönguhlíðar. Bifreiðinni ók 15 ára ungling- ur. Karlmaðurinn meiddist ofur lítið en ekki hættulega. Samsæti. 1 I tilefni af nýafstöðnu 80 ára afmæli Jónasar iæknis Kristjáns sonar efnir stjórn Náttúruiækn- ingafélags fsiands til opinbers samsætis fyrir hann í Sjálfstæð ishúsinu mánudaginn 9. októ- ber. Samsætið hefst með sam- eiginlegu borðhaidi kl. 7 e. h. og er þess vænst, að hinir mörgu , vinir og velunnarar Jónasar, ut : an félags sem innan, fjölmenni í hófið til þess að gera afmælis- barninu kvöldið sem ógleyman- legast. Biður undirbúningsnefnd in menn að tilkynna þátttöku fyrir föstudagskvöld í Flóru, Austurstræti 8, eða í skrifstofu N.L.F.Í., Laugaveg 22 (sími 6371) Kvennameistaramótinu. lauk 7. og 8. sept. s. 1. með keppni í langstckki, 4x100 m. boðhlaupi og 200 m. hlaupi. Úrslit urðu þessi: Langstökk: 1. Hafdís Ragnarsdóttir, KR 4,58 m. 2. Sesselja Þorsteins- dóttir, KR 4,33 m. 3. Margrét Margeirsdóttir, KR 3,45 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. B-sveit KR (Magnea Magnúsd., Mar grét Margeirsd., Guðmunda Guðmundsd. og Karly Krist- jánsd.) 60,5 sek. A-sveit KR sem varð fyrst í mark á 54.5 sek. og sveit UMFR, er varð 3. á 60,7 sek. voru báðar dæmd ar úr leik fyrir ólöglegar skiptingar. 200 m. hlaup: 1. Se.sselja Þorsteinsd., KR 28,7 sek. 2. Elín Heigad., KR 29,1 sek. 3. Sigrún Sigurðard. UMFR 31,9 sek. KR hlaut flest meistarastig 4 alls, UMFR, UMSK, Umf. Gnúp- verja og Skíðafél. Hörður, ísafirði fengu 1 stig hvort. L.R. heldur áfram starfi Aðalfundi Leikfélags Reykja víkur, sem hófst 28. ^gúst s. j 1. er lokið. Ákveðið var að, halda starfsemi félagsins á- j fram með nokkuð breyttum hætti, og voru breytingar á lögum félagsins afgreiddar á fundi 4. sept. s. 1. í stjórn voru kosnir: Kjör-j inn var formaður félagsins Einar Pálsson, leikari, ritari, Haukur Óskarsson, leikari og gjaldkeri og framkvæmda- stjóri, Wilhelm Norðfjörð. Varaformaður var kosinn Brynjólfur Jóhannesson leik- ari og með honum í vara- stjórn leikkonurnar Sigrún Magnúsdóttir og Anna Guð- 'mundsdóttir. í leikritavals- nefnd ásamt stjórninni voru kosnir: Þorsteinn Ö. Stephen sen og Lárus Sigurbjörnsson. Endurskoðandi var kjprinn Jón Leós bankagjaldkeri., Fráfarandi formaður, Þor- steinn Ö. Stephensen, árnaði hinni nýju st.jórn allra hfeilla og kvað hina eldri félags- menn hyggja gott eitt til að hlíta forsjá hinna yngri í því starfi, sem nú væri framund- an. Gat hann þess. að úpþá- stungunefndin hefði átt við- ræðufund með Þjóðleikhús- ráði, og telja mætti tryggt að gagnkvæmur velvilji og góð- ur skilningur mundi ríkja í sambúð Leikfélagsins og Þjóð leikhússins. Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur og óska að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28, til loka þessa mánaðar, enda liggur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Læknaskipti geta því aðeins farið fram, að samlags maður sýni tryggingarskírteini sitt og skirteini beggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. — Reykjavík, 2. október 1950, Sjúkrasamlag Reykjavíkur iniimmwMnwtmMMHMWinwnumitmtmHtmwwxntmwHwmmnwm Fjársöfnun S.Í.B.S. gekk raeð ágætum Söfnunin varð melri en nokkru sinni fyrr i j Berklavarnadagurinn ýar á sunnudaginn var, og gekk fjár söfnunin með bezta móti. í Reykjavík einni saman úomst hún yfir 100 þús. kr. f kaup- stcðum úti á landi varð sala merkja og blaðs félagsins mjög góð og má m. a. nefna . þessa kaupstaði: Akureyri um 113000 kr. Vestmannaeyjar 11500 kr. Hafnarfjörðúr um 9000 kr., Akranes um 7000 kr. og Siglufjörður um 700 kr. í fyrra var fjársöfnun dags- ins um 130 þús. kr. en verður miklu meiri nú. Er því auð- séð, að fólkið i landinu'ætlar ekki að sleppa hendinni af Reykjalundi og annarri starf ( semi S. t. B. S. , | Þegar blaðið átti tal við skiúfstofu S.Í.B.S. í gærkveldi voru ekki fyrir hendi lokatöl- | jur um fjársöfnun á hínum ýmsu stöðum á landinu, enda voru sclustaðir nokkuð á ann að hundrað. Hins vegar var 1 augljóst, að söfnunin Hefði orðið mikiu betri en í fyrra eða nokkru sinni áður. Auglýsingasími Timaus er 81 300 er 81300. Fordson-dráttarvél í góðu standi er til sölu nú þegar, ýms tæki geta fylgt, ef óskað er. — Upplýsingar gefa Bræöurnir Ormsson Vesturgötu 3. Sími 1467. Samsæti t til heiðurs Jónasi lækni Kristjánssyni áttræðum, verður haldið í Sjálfstæðishúsinu manud. 9. okt. 1950. Áskrift- arlistar og aðgm. í skrifstofu NLFÍ, Laugav. 22 (geng- Ið inn frá Klapparstíg), sími 6371, og í Flóru, Austur- stræti 8. — Öllum frjáls þátttaka. i Verkalýðsfélagið ESJA, Kjósarsýslu: f verður haldinn að Félagsgarði í Kjós, föstudaginn 6. þ. m. kl. 21. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 22. þing Alþýðusam- bands íslands. Stjórnin. Slátursala okkar á Skúlagötu 12 hefir á boðstólum: Ærhausa Ærlifur Mör Saraband ísl. saravinnufélaga Sími 7080. AUGLYSmGASM TlIUANS ER 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.