Tíminn - 03.10.1950, Qupperneq 8
„ERLEÍVT YFIRLIT“ í DAG
Smuts hershöfðinqi
Auðgerður vegur Or Dýra-
firði á Þorskafjarðarheiði
Yrði mikil samgön^nbóí fyrir VestfiríSi.
er |ni kæmust ■ beint akvogasamband
Á síðustu árura heflr verið unnið mikið að vcgamálum á
Vestfjörðum, þótt enn eigi langt í land að vegakerfi þar
vestra sé komið í viðunandi horf. Margar sveitir á Vest-
fjörðum hafa gert mikil átök í vegamálum, en óvíða mun
þó jafn rösklega hafa verið unnið að þeim málum og í Dýra
firði, undir forystu Eiriks Þorsteinssonar kaupfélagsstjóra
er gegndi þar oddvitastörfpm á stórstígu framfaratímabili.
Vilja komast í beint
akvegasamband
Hjörtur Hjartar, sem ný-
lega er kominn vestan úr
Dýrafirði, hefir sagt tíðinda-
manni blaðsins, að eitt af
mestu áhugamálum manna
þar vestra í vegamálunum
nú, sé að koma vegi úr Dýra-
firði eftir hálendinu suður
hjá Glámu, á Þorskafjarðar-
veginn. Myndi Dýrafjörður,
Arnarfjörður, Önundarfjörð-
ur og ísafjörður þá komast í
beint akvegasamband við að
alakvegakerfi landsins, án
þess að ferja þyrfti bílanna
milli Arngerðareyrar og ísa-
fjarðar, eins og nú er gert.
Miklar framfarir
í vegamálum
í byggðum á Vestfjörðum
hefir vegamálum miðað vel
undanfarin ár, segir Hjörtur.
Bílfært er nú heim á alla bæi
í Dýrafriði og ekki vantar
nema 1—2 km. vegarspotta
til þess að vegirnir nái sam-
an fyrir fjarðarbotninn.
Þegar vegurinn var lagður
um sveitina, var notuð til
þess stórvirk iarðýtá og ak-
fært gert heim á bæina um
leið. Varð ekki tilfinnanlegur
kostnaður við að gera braut
heim á bæina, þegar það var
unnið um leið, en hefði ann-
ars geta reynzt einstökum
bændum erfitt verk.
Leiðin könnuð.
Frá Þingeyri til Arnarfjrað
ar er dágóður bilvegur. Af
þeirri leið er hægt að kom-
ast inn á Vestfjarðahálendið.
í sumar fóru þrír menn
í jeppabíl suður á móts við
Sjónfríð en urðu þá að
snúa við sökum þess að (
þeir höfðu ekki olíuforða
til lengri ferðar. Síðan var
þessi sama leið farin á nýj
um, amerískum fólksbil af
iægstu gerð og reyndist
I
Þing brezka verka-
mannafiokksins <
Þing brezka verkamanna-
flokksins hið 40. í röðinni var
sett í gær. Formaður flokks-
ins ræddi í setningarræðu um
friðarmálin og kvað vonir
manna um frið byggjast ein-
vörðungu á því, að reynt væri
að tryggja hann með raun-
verulegum og haldkvæmum
aðgerðum.
Bevin utanríkisráðherra
mun flytja ræðu á þinginu í
dag og flytja skýrslu um
stefnu stjórnarinnar.
vegurinn hinn sæmilegasti.
Er undirlag á þessari leið
svo til alls staðar mjög
hart og slétt en þyrfti þó
að fleygja stöku steinum
úr beinni braut og merkja
bana.
Áframhald leiðarinnar á
Þorskafjarðarheiðarveg hefir
enn ekki verið kannað, en
kunnugir telja að mestur
hluti þeirrar leiðar um 50
km. sé svipaður og sá hluti,
sem kannaður var í sumar.
Fari svo, að þessi leið reyn
ist fljótgerður vegur, verður
að honum mikil samgöngu-
bót fyrir alla Vestfirði.
n
Det amerikanske
kystvagtvæsen”
við ísland!
Danska blaðið POiHtiken
birti í smáfregn á sínum tíma,
er Geysir fannst á Vatnajökli
og öll áhöfnin á lífi. Var þetta
Reutersfregn frá Reykjavík.
Þar segir, að áður en Geysir
fannst, hafi „det ameri-
kanske kystvagtvæsen“ verið
búið að lieyra SOS-skeyti með
einkennisstöfum Geysis og orð
unum „allir á lífi“. Áður var
frá því skýrt, að Extrablaðið
í Kaupmannahöfn skýrði svo
frá, að amerískar flugvélar
hefðu sótt Geysismenn að
jaðri Vatnajökuls. Kynlegar
missagnir það!
Þessi ungi rostungur, sem gæzlumaðurinn er að skoða upp
í. fæddist í dýragarðinum í Kaupmannahöfn og dafnaði
ágætlega. Ilann virðist ekkert kippa sér upp við það, þótt
gæzlumaðurinn sé eitthvað að handfjalla hann
Góður síldarafli aust-
ur af Vestmannaeyjum
Heildarsöltun síldar orðin 64 |iús. tiinnnr
o«* voru 25 |nis. tn. saltaðar I síðustu viku
Síldveiðin í gær varð mjög misjöfn og sumsstaðar mjög
lítil svo sem hjá Keflavíkurbátum, sem margir hverjir komu
ekki heim í gær heldur héldu kyrru fyrir á miðunum.
!.
Leikarar minnast
Öldu Möller
Frá 20 leikurum við Þjóð-
leikhúsið hefir minningar-
sjóði Öldu Möller, nýlega bor-
ist 2.500.00 kr. gjöf.
Sjóðurinn er þá alls orðinn
5.700.00, og á hann að vera
deild úr Menningar- og minn
invarsjóði kvenna .þvi á þann
hátt kemur hann strax að
fullum notum.
í vor, þegar ávarp var birt
um sjóðsstofnunina. þótti of
seint að senda söfnunarlista
út til leikfélaganna, þar sem
þau voru þá flest hætt eða
að hætta störfum, hins vegar
hafa nú verið sendir söfunar-
listar til þeírra allra.
Sjóðnum er ætlað að styðja
utigar efnilegar leikkonur til
náms. Þeir, sem kynnu að
vilja efla þennan sjóð geta
komið framlögum sínum til
afgreiðslu dagblaðanna í
Reykjavik.
Bezt í Vestmannaeyjum.
Bezti síldaraflinn í gær var
hjá Vestmannaeyjabátum.
Létu þeir reka um klukku-
stundar ferð austur af eyjun-
um og fengu þar flestir yfir
100 tunnur en nokkrir 200
tunnur og þar yfir. Þeir, sem
mesta veiði höfðu, komu ekki
i höfn fyrr en seint í gær-
kvöldi og óvist hvort þeir
mundu komast nógu snemma
út aftur í gærkvöldi. Saltað
var af fullum krafti á þrem
söltunarstöðvum í gær í Vest-
mannaeyjum.
Afli Grindavíkurbáta var
frmur tregur og misjafn, og
sömuleiðis í Sandgerði. Kefla-
víkurbátar komu fæstir inn,
enda fengu þeir allir litla
veiði, sumir ekki nema nokkr
ar tunnur. Þessir bátar voru
í Grindavíkur- og Miðnessjó.
Til Akraness komu nokkrir
bátar með nær 700 tunnur.
Söltunin orðin 61 þús. tn.
S. 1. laugardagskvöld var
söltunin orðin rúmlega 64
þús. tunnur, og er það nokk-
ur þúsund tunnum meira en
saltað var alls á vertíðinni
norðan lands í sumar. Mestur
og jafnastur afli hér sunnan
lands var í síðustu viku, og
voru þá saltaðar um 26 þús.
tunnur. Veiðiveður var þó illt
i suma daga vikunnar og féllu
þrir dagar úr að mestu fvrir
flotanum.
Nýtt frysti- og slát-j
urhús í Vopnafirði
Á Vopnafirði er nú fullgert
stórt og vandað slátur- og
frystihús hjá Kaupfélagi
Vopnfirðinga. Hefir verið unn
ið að byggingu þess undan-
farin tvö ár. Hús þetta er
tvær hæðir og er sláturhús
og frysting kjöts á efri hæð
en vélasalur og hraðfrystihús
fyrir fisk á neðri hæð. Slátr-
un sauðfjár er nú hafin á
Vopnafirði.
Stefnt fyrir ólöglegt
verkfafl
i
Um 1500 starfsmenn gas-
stöðva í London eru nú i verk
falli og hefir það verið dæmt
ólöglegt. Saksóknari rikisins
hefir höfðað mál gegn leið-
togum þessara starfsmanna
fyrir brot á vinnulöggjöfinni.!
Eru það 11 leiðtogar, sem kall
aðir verða fyrir rétt.
iminiiniimiinmMuiiiimimiiiiiiiimmiiiiiiimnHiiii:
| 52 punda dilks- 1
I skrokkur - 38 I
| pd. meðalþyngd |
l Fé frá Kárastöðum í I
I Þingvallasveit hefir lengi |
j haft orð á sér fyrir væn- |
! leika. I haust hefir kom- I
= ið til Sláturfélags Suður- |
\ lands lamb, sem hafði 52 |
j punda skrokk. Var það I
§ skozlct i aðra ætt, cign |
! Guðrúnar Sigurðardóttur !
! á Kárastöðum.
Í Margir dilkar frá Káru- |
j stöðum höfðu í haust 40— \
| 45 punda skrokk, og meðal =
I kroppþungi eins lamba- l
§ hópsins, sem sendur var !
Í Sláturfélaginu, reyndist .°>8 f
i pund.
f Á næstu misserum munu
j fara fram fjárskipti í
! Þingvallasveit, eins og ann
Í ars staðar í Árnessýslu,
I enda mæðiveikin orðin
Í fjárstofninum þung í
Í skauti. Þótt sett hafl verið
Í 80—100 gimbrarlömb á ári
! á Kárastöðum, hefir ekki
i verið unnt að halda f jártöl
j j unni í horfinu.
! (iiiiMHiiiiiiMiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiimiiiiiiiiii
Rússinn í Þorgeirs-
firði boðinn upp
Sýclumaðurinn í Húsavík
hefir auglýst uppboð á rúss-
neska skipinu, sem strandaði
í Þorgeirsfirði og liggur enn
þar í flæðarmálinu. Skipið er
enn heillegt og verður selt í
því ásigkomulagi, sem það er
í nú. Annars verða nánari
söluskilmálar auglýstir á
staðnum. Uppboðið fer fram
laugardaginn 14. okt. kl. 10
f. h.
Stjórnraálanefndin
ræðir Kóreumálin
Stjórnmálanefnd allsherjar
þingsins hélt fund í gær og
ræddi tillögu Breta og fleiri
ríkja um Kóreu. í tillögu
þessari er gert ráð fyrir, að S.
Þ. geri alla Kóreu að einu
ríki og sjái um, að þar kom-
ist á fót lýðræðislegt þjóð-
skipulag. Setulið verði haft i
landinu unz frjálsar og óháð-
ar kosningar hafa farið þar
fram en þó ekki lengur en
nauðsyn ber til.
Vishinsky andmælti tillög-
unni harðlega og sakaði Breta
og Bandaríkjamenn um yfir-
gang í Kóreu. Sagði. að kosn-
ingar þær, sem fram hefðu
farið undir þeirra stjórn í
Suður-Kóreu hefðu verið
skrípaleikur einn og kjósend-
ur kúgaðir með valdbeitingu.
Mótmælti hann tillögunni og
kvað S.Þ. eiga að hverfa taf-
arlaust burt úr landinu með
allan herafla sinn og láta
Kóreumenn eina um að
stjórna málum sínum.
Fortíð Reykjavíkur
/ /
- bók eftir Arna Ola
Flytur 26 frá.sajfnir
«t* f jöltla mynda úr
sögu Reykjavíknr
Bókfellsútgáfan hefir sent
frá sér allstóra bók, sem nefn
ist Fortíð Reykjavíkur, eftir
Árna Óla, rithöfund og blaða-
mann. Geymir bókin 26 frá-
sagnir af einstökum atburð-
um eða staðháttum í Reykja-
vík og nágrenni hennár frá
næstliðnum öidum. Er þarna
skýrt frá mörgum minnisstæð
um atburðum og málum í sögu
Reykjavíkur og má nefna
þessi kaflaheiti: Útilegumað-
ur í Öskjuhlíð, Kaflar úr scgu
hegningarhússins, Hæstarétt-
armál út af línlaki, Elliðaár-
málin, Viggirðingar Reykjavík
ur, Mykjuhaugurinn í Hafnar
stræti, Hneykslið í dómkirkj-
unni, Merkasti bletturinn í
Reykjavik, Reykjavík var torf
bæjaborg og Lönguhausinn í
Ánanaustum.
Árni Óla er þjóðkunnur mað
ur af fyrri bókum sínum og
frásögnum á öðrum vettvangi
m. a. úr sögu Reykjavíkur.
Bók þessa prýða margar á-
gætar myndir, sem margar
hverjar eru fágætar og hinn
bezti bókarauki.