Tíminn - 12.10.1950, Blaðsíða 5
.■*f' 226. blaff.
TÍMINN, fimmtudaginn 12. október 1950.
5,
Þriðjjud. 10. okt.
Vígbúnaður lýð-
ræðisþjóðanna
Um þessar mundir stendur
yfir öllu stórfelldara vígbún-
aðarkapphlaup en áður er
dæmi til um á friðartímum.
Fyrst eftir styrjöldina væntu
flestir þess, að hafizt gæti
friðartími og mannkynið gæti
snúið sér að því að framleiða
brauð og aðrar nauðsynjar í
stað hergagna. í samræmi við
það afvopnuðust lýðræðisþjóð
irnar líka kappsamlega, eins
og m. a. má marka á því, að
1 sumar var talið, að her-
varnir Breta væru nú orðnar
öllu lakari en í upphafi síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. í
stað vopnaframleiðslunnar
var hafizt handa um fram-
leiðslu margvislegra lífsnauð-
synja til að bæta afkomu al-
mennings.
Því miður hafa lýðræðis-
þjóðirnar ekki fengið lang-
an tíma til að leggja meiri
stund á framleiðslu lífsnauð-
synja en hergegna. Bylting-
in í Tékkóslóvakíu veturinn
1948 dró strax óhugnanlega
bliku á loft, og upp frá því var
lýðræðisþjóðunum ljóst, að
sú saga frá valdatíma nazista,
þegar hver smáþjóðin eftir
aðra varð ofbeldinu að bráð,
gæti hæglega endurtekið sig.
Til þess að láta þá sögu ekki
endurtaka sig í Evrópu, varð
Atlanzhafsbandalagið stofn-
að. Með því var tryggt, að
engin einstök þjóð Vestur-Ev
rópu yrði fyrir árás, án þess
að það yrði talin árás á þær
allar og ráðstafanir gerðar
samkvæmt þvi. Það er margra
trú, að síðari heimsstyrjöld-
inni hefði verið afstýrt, ef
slíkt bandalag hefði þá verið
til.
Fyrstu misserin eftir stofn-
un Atlanzhafsbandalagsins
lifðu menn enn í þeirri von,
að vissan um þessa samstöðu
vestrænu þjóðanna væri nægi
leg vörn, og ekki þyrfti því að
fylgja eftir með stórfelldum
vígbúnaði. Enn var þvi haldið
áfram að leggja meiri stund
á framleiðslu lifsnauðsynja
en hergagna. Það var fyrst
við innrás kommúnista í Suð-
ur-Kóreu, sem lýðræðisþj óð-
irnar vöknuðu fyrir alvöru.
Það kom þá í ljós enn betur
en menn höfðu gert sér grein
fyrir áður, að meðan hinn
vestræni heimur hafði afvopn
ast og lagt meira kapp á fram
leiðslu lífsnauðsynja en her-
gagna, hafði hinn austræni
heimur lagt megináherzlu á
vígbúnað og var nú svo hern-
aðarlega öflugur, að hann gat
á fáum dögum lagt alla Vest-
ur-Evrópu undir sig. Eini
þrándurinn, sem enn var á
veginum, var kjarnorku-
sprengjan, sem Bandaríkin
réðu yfir, enda er nú öllum
áróðursvopnum og ávörpum
kommúnista beint ‘ gegn
henni, en forðast að fordæma
áróðursstyrj aldir eða beitingu
annarra morðtóla.
Hinum vestrænu lýðræðis-
þjóðum varð nú ljóst, að þær
áttu ekki nema um tvennt að
velja. Annar kosturinn var að
vígbúast og sýna það svart á
hvítu, að þær myndu verja
frelsi sitt, ef á þær yrði ráð-
ist, ellegar að bíða þess með
andvaraleysi, að þær yrðu
hinni austrænu kúgun að
ERLENT YFIRLIT:
47 samningar sviknir
Utanríkisráðhcrra Júgóslavíu deilir harð-
lcga á Ríissa á þingi S.I».
Þegar þing Sameinuðu þjóð-
anna hófst í s. 1. mánuði fluttu
aðalfulltrúar flestra þátttöku-
ríkjanna ræður, þar sem þeir
gerðu grein fyrir viðhorfi
stjórna sinna til alþjóðamála.
Af þeim ræðum, sem fluttar
voru við þetta tækifæri, vakti
ræða dr. Edvard Kardelj, utan-
ríkisráðherra Jugoslavíu, einna
mesta athygli, en í henni gerði
hann m. a. grein fyrir árásum
þeim, sem Jugoslavía hefir orð
ið að þola af hálfu Sovétríkj-
anna og leppríkja þeirra. Sá
kaflinn i ræðu Kardelj, sem
fjallaði um þetta efni, verður
rakin í aðaldráttum hér á eftir.
Ummæli Vishinsky
og staðreyndir.
— Herra Vishinsky sagði í
ræðu sinni á miðvikudaginn:
„Sovétrikin vilja eiga vinsam
leg skipti og góða samvinnu við
öll þau ríki, sem óska þess“.
Þvi miður eru þessi orð ekki
í samræmi við staðreyndir hvað
snertir framkomu Sovétríkjanna
við Jugoslavíu. Sovétríkin sýna
Jugoslavíu fulla óvinsemd og
yfirgang, þótt Jugoslavía óski
einskis fremur en að hafa góða
samvinnu við Sovétríkin.
Næstum daglega er reynt að
efna til yfirtroðslna og óeirða
við landamæri Jugoslavíu. Sendi
fulltrúar Jugoslavíu í Austur-
Evrópu eru beittir hvers konar
rangindum. Jugoslavar, sem bú-
settir eru í Ungverjalandi, Rú-
meníu og Bulgaríu, sæta verstu
meðferð. Haldið er uppi ákaf-
asta áróðri í Balkanlöndunum
til að blása að kolum fjand-
skapar og styrjaldarhugar gegn
Jugoslavíu. Viðskiptabannið
gegn Jugoslavíu hefir gengið
svo langt, að t. d. Rumenía hef
ir rofið alþjóðasamninga með
því að stöðva alla járnbrautar-
og póstflutninga milli landanna.
Við landamæri Jugoslavíu er
nú haldið uppi fyllsta stríðs-
undirbúningi sem þætti í kalda
stríðinu. Virki eru reist, skot-
grafir grafnar, hergögn flutt
þangað i stórum stíl og heraíli
stöðugt aukinn. Allt er ger: til
að skapa þá trú, að styrjöld sé
á næstu grösum milli Jugos ava
og nágranna þeirra.
Tölur sem tala.
Rétt þykir að tilgreina nokkr
ar tölur til að sýna þet'.a enn
gleggra.
Biðan árásirnar gegn Jugo-
slavíu hófust hafa ríki Austur-
Evrópu rofið 47 samninga, er
þau höfðu gert við Jugosiavíu.
Þann 1. júlí s. 1. var búi3 að
vísa 138 jugoslavneskum sendi-
mönnum frá þessum löndum.
Tvö seinustu árin hafa verið
896 árekstrar á landamærum
Jugoslavíu, er liggja að Ung-■
verjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu
og Albaníu. Settar hafa verið á
fót í nágrannaríkjum Jugoslavíu >
ekki færri en 20 miðstöðvar, er j
hafa það verkefni fyrst og
fremst að þjálfa skemmdar-
verkamenn, sem laumað er inn
í Jugoslavíu.
Eftirfarandi tölur sýna þó
kannske einna bezt, hve kapp-
samlega áróðurinn gegn Jugo-
slavíu er rekinn.
Fyrstu sex mánuði þessa árs
fluttu útvarpsstöðvar Austur-
Evrópuríkjanna ekki færri en
6732 áróðurserindi, sem ætlað
var að ná til íbúa Jugoslavíu.
Það tók samtals 3075 klst. að
flytja þessi erindi og svarar það
til þess, að einn maður hefði
talað samfleytt í fjóra mánuði,
átta daga og þrjár klukkustund
ir.
Allur þessi áróður og ofsóknir
gegn Jugoslavíu nýtur óbeins og
beins stuðnings stjórnarvald-
anna í Austur-Evrópulöndunum.
Ef til vill er þessum ofsóknum
gegn Jugoslövum haldið upp í
skjóli þess, að þeir eru lítil og
óháð þjóð, sem ekki hefir nein
rikjasambönd að baki sér. Af
þeim ástæðum eru þessar ofsókn
ir gegn Jugoslavíu þó enn meira
áberandi og óafsakanlegri en
ella.
Geta þeir, sem standa fyrir
slíkum ofsóknum og yfirgangi,
látist vera miklir friðarsinnar?
Er þetta framferði í samræmi
við þann friðarvilja, sem full-
trúi Sovétríkjanna hefir látið í
ljós hér? Er þetta samræman-
legt þeirri friðarstefnu Sovét-
ríkjanna, er herra Vishinsky
talaði um?
Framangreindar staðreyndir
svara þessum spurningum. Þeim
verður ekki hnekkt með orðum
einum. Þegar herra Vishinsky
krefst þess, að bannaður sé all-
ur stríðs- og hatursáróður, —
en því er stjórn Jugoslavíu full-
komlega samþykk — þá ætti
hann að byrja á því að fá því
framgengt í Sovétríkjunum og
fylgiríkjum þess.
Drottnunarstefna Sovétríkja.
Lýðveldið Jugoslavía er social
istiskt ríki. Framangreint fram
ferði sýnir, að hér er á ferðinni
tilraun til að koma sjálfstæðu
ríki undir erlenda yfirdrottnun
og tilraun til að múlbinda
frjálsa þjóð, sem krefst þess,
að ríkin vinni saman á lýðræð-
is- og jafnréttisgrundvelli og þó
einkum hin socialistisku ríki.
Ég vil taka fram, að ríkis-
stjórn mín álítur ekki, að So-
bráð. Nær einróma hafa lýð-
ræðisþjóðirnar valið fyrri
kostinn. Þær leggja nú á sig
þungar byrðar og þrengja
kjör sín til þess að geta víg-
búist og treyst þannig frelsi
sitt.
Þetta gildir ekki aðeins þær
þjóðir, sem eru í Atlanzhafs-
bandalaginu, heldur engu
síður þær, sem eru utan þess,
eins og t. d. Svia og Svisslend
inga. Báðar þessar þjóðir
hafa ákveðið aö stórauka
varnir sínar og leggja á sig
þungar byrðar í því skyni.
Hættan, sem vofir yfir þeim
að austan, hefir neytt þær
til þessara aðgerða engu síð-
ur en Atlanzhafsbandalags-
þj óðirnar.
Reynslan frá Kóreu hefir
sýnt, að hvert það land, sem
er óvariS, á það á hættu, að
hinir austrænu yfirgangs-
menn reyni að hremma það,
og það verði stríðsvöllur. Þótt
vígbúnaðinum og viðbúnað-
inum fylgi nokkurar byrðar
og erfiðleikar, eru það þó smá
munir I sambandi við það,
sem Kóreumenn verða nú að
þola.
Þetta hafa lýðræðisþjóðirn
ar yfirleitt gert sér ljóst. Þess
vegna hafa þær valið víg-
búnaðarleiðina þótt örðug sé.
Þær hafa ekkert fremur kosið
en að geta helgað sig friöar-
störfunum og lagt allan víg-
búnað á hilluna. Hin komm-
únistisku yfirgangsöfl hafa
hins vegar neytt þær út í víg-
búnaðarkapphlaup, eins og
nazistar gerðu á sinni tíð.
Þess ber að vænta, að styrkur
lýðræðisaflanna verði flj ót-
lega svo mikill, að einræðis-
öflin sjái að sér Og friðar-
störf og framleiðsla nauð-
synja geti skipað öndvegið á
ný. En víst er það, að því
marki verður ekki náð, nema
lýðræðisþjóðirnar leggi á sig
þær byrðar, er fylgja vígbún-
aöinum og viðbúnaðinum nú.
TÍTÓ
vétríkin ein beri aðalábyrgð á
því, hvernig ástatt er i heims-
málunum. Stjórn mín álítur
þvert á móti, að sérhver tilraun
til allsherjar krossferðar gegn
kommúnisma vinni gegn friðn-
um og batnandi sambúð þjóð-
anna. Það er skammsýni að
sjá ekki, að barátta fyrir friðn
um helst í hendur við barátt-
una fyrir bættum þjóðfélags-
háttum og betri lífskjörum.
Jafnframt verður líka að gera
sér ljóst, að friðurinn verður
því aðeins varðveittur að barist
sé gegn sérhverri yfirdrottnun-
ar- og yfirgangsstefnu, án tillits
til þess undir hvaða merkjum
eða hugsjónum hún reynir að
dylja sig.
Sovétríkin grafa nú undan
öflum iýðræðisins og friðarins
með því að reyna að beygja sér-
hverja framfarahreyfingu und-
ir yfirráð sín og gera hana að
auðsveipum skósveini sínum.
Sovétríkin vinna líka dyggilega
að því að leggja stríðsæsinga-
mönnum í Vesturlöndum vopn í
hendur gegn þeim, sem eru að
berjast fyrir friðnum. Kóreu-
styrjöldin er glöggt dæmi um
þetta. Verkfall Sovétríkjanna í
Öryggisráðinu var líka gott vopn
í höndum þeirra, sem eru á móti
Sameinuðu þjóðunum og eru
andvígir alþjóðlegri samvinnu
yfirleitt.
(Framhald á 6. síðu.)
Raddir nábúanna
Alþýðubl. birtir í gær grein
um hina nýju „friðarhreyf-
ingu“ kommúnista. Það segir
m. a.:
„EJn tilgangur Halldórs Kilj-
ans ’og annarra kommúnista
með þessari friðarhræsni er
skiljanlegur. Þeir eru með
Stokkhólmsávarpinu og und-
irskriftasöfnuninni undir það,
að reyna að leiða athygli mann
kynsins frá kaldrifjuðum stríðs
undirbúningi og blóðugu of-
beldi kommúnista sjálfra.með
því að benda á kjarnorkuvopn
Bandaríkjanna, eins og friðin
um í heiminum standi engin
hætta af neinu öðru en þeim!
En hitt er erfitt að skilja, að
menn, sem ekki eru kommún-
istar, skuli geta verið svo lítið
vandir að virðingu sinni, að
lána nöfn sín undir slíkt
hræsnisplagg. Þeim hefði verið
nær, ef þeim er einhver alvara,
að vilja vinna að varðveizlu frið
ar og mannúðar í heiminum,
gð sýna þann manndóm, að
mótmæla í sumar, þegar komm
únistar hófu hinn blóðuga hild
arleik austur í Kóreu. En það
gerðu þeir ekki. 1 stað þess
skrifa þeir nú undir viðbjóðs-
legt hræsnisplagg kommúnista
— friðrofanna — um frið á
jörðu! Hvílík „friöarhreyf-
ing“!“ ___
Það er líka víst, að þeir
verða fáir, sem láta blindast
af friðarhræsni kommúnista.
Fleiri munu feta í fótspor
Stokkhólmsbúa, sem hefndu
fyrir það, að kommúnistar
kenndu ávarp sitt við borg
þeirra, með því að fella 12 af
17 bæjarfulltrúum kommún-
ista 1 kosningum í haust.
Mbl. veit ekki hvað
umboðsverzlun er
Þó að Mbl. sé kaupmanna-
blaff er eins og renni stund-
um út í fyrir því í verzlunar-
fræffunum og þaff mæli af
undarlega litlum skiiningi um
þá hluti.
Þannig hefir það núna ný-
lega verið að tala um það, aff
kaupfélögin héldu vöxtum af
fé bænda með því að borga
þeim ekki út fullt verð strax
og þau taka viff afurðum
þeirra í umboðssölu.
Nú er það einkenni umboffs
sölu að varan er seld í umboði
fyrir eiganda. Bóndinn hefir
bæði áhættu og arff af kjöt-
sölunni, þó að kaupfélagið
annist hana.
Kaupfélögin taka við kjöt-
inu í sláturtíð. Sumt selja
þau fljótlega en annað geyma
þau fram á vetur, vor og sum
ar.
Nú er eins og kaupmanna-
blaðið ímyndi sér, að kjöt-
skrokkar bændanna ummynd
ist í peninga strax og þeir
eru komnir í umboð kaupfé-
lagsins.
Blaðið grípur það ckki.
þrátt fyrir allt sitt vcrzlun-
arvit, að bændur eiga enga
peninga hjá kaupfélagi sínu,
þó að þeir eigi þar vöru, sem
það ætlar að selja.
Þaff þarf víst enginn að
láta sér detta í hug, að það sé
annað en helber fáfræðin,
sem geri Mbl. Hverjum dett-
ur í hug, að það fari viljandi
að rægja samvinnufélögin?
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
nú efnt til happdrættis. Það
væri fróðlegt að fá að sjá í
Morgunblaðinu hvort sölu-
mönnum flokksins eru færðir
til skuldar vextir af söluverði
miðanna frá þeim degi, sem
þeir taka við þeim, hvort sem
þeir geta selt þá eða ekki.
Samkvæmt hugmyndum Mbl.
um þetta verzlunarfyrirkomu
lag, — umboðssöluna, — hlýt
ur því að vera þannig háttað.
Þaff er ekkert fast og ákveð
ið verð, sem bændur fá fyrir
kjötið í þessu landi. Það er
dálítið mismunandi hvað
kaupfélögin geta borgað út
endanlega. Það er af því, að
mismunandi mikill kostnað-
ur leggst á kjötsöluna. Eitt
kaupfélag selur tiltöiulega
mikið af sinu kjöti fljótlega
til neyzlu á verzlunarstaðnum
sjálfum. Annað hefir svo sem
engan markað heimafyrir
fen ekkert kaupfélag getur á-
kveðið endanlegt verð fyrr en
það hefir gert upp kjötreikn-
ing sinn.
Kaupfélagsmenn vita þetta
yfirleitt mæta vel. Þeir munu
heldur ekki kippa sér upp við
tregðu Mbl í skilningi á kaup
félagsmálum. Það tekur sig
enginn meiri mann en hann
er, og meðan Mbl. getur ekki
skilið hvað umboðssala er,
vcrður ekki tiltökumál þó að
það þjófkenni kaupfélögin.
fyrir að geyma vörur, sem
þau hafa í umboðssölu.
Hitt er svo annað mál, hvort
einstök kaupfélög, sem hafa
fengið að verzla og fengið aff
safna einhverju fé í óskiptan
lega sameingarsjóði fyrir
hérað sitt, geta í einstökum til
fellum gert mönnum betur og
til dæmis borgað bændum út
fyrir kjötið við móttöku þess
eitthvað meira en kjötreikn-
ingur raunverulega leyfir. Það
er innanfélagsmál, sem kaup
félögin ein gera upp við sig
á hverjum stað meðan félaga
frelsi er í landinu. Ö.+Z.