Tíminn - 19.10.1950, Síða 7

Tíminn - 19.10.1950, Síða 7
232. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 19. október 1950. 7. Skagfiröinprinn, sem kom heim og gaf út ijóðabók í sumar var á ferð hér á landi einn hinna kunnustu hag- yrðinga í hópi landa í Nýja-íslandi, Friðrik Pétur Sigurðs- son. Erindi hans hingað heim var meðal annars að gefa út ljóðabók. Friðrik er Skagfirðingur að ætt, og voru foreldrar hans Sigurður Friðfinnsson og Kristrún Pétursdóttir, upp- runnin úr austanverðum Skagafirði. En sjálfur er Frið rik fæddur vestan hafs fyrir 65 árum. Var faðir hans fyrsti landnemi í Geysisbyggð í Nýja-íslandi, og á föðurleifð sinni býr Friðrik nú. í sumar var Friðrik lengst af hjá frændum sínum í Skagafirði, einkum á Ingveld- arstöðum í Hjaltadal, og nokk uð í Smiðsgerði í Kolbeins- dal og á Hofsósi. Þótti hon- um ættarlandið, er hann sá í fyrsta skipti í sumar, alllíkt því, er hann hafði ímyndað sér, en tign og fegurð fjall- anna»þó meiri. Friðrik fór aft ur vestur um haf í haust, og áður en hánn fór, bað hann Tímann að skila kveðju heim í Skagafjörðinn til frænda og vina, er báru hann þar á hönd um sér. Ljóðabókin, sem hann gaf út, heitir „Römm er sú taug,“ og las hann próförkina að henni norður í Hjaltadal. Hún er 160 blaðsíður að stærð og er þessi vísa einkunnar- orð hennar: Hjá okkur lifi alla daga íslenzkt mál og fögur ljóð, íslenzkt fræði, íslenzk saga íslenzkt meðan rennur blóð. Mun ekki að ólíkindum þótt lausavísurnar og stökurnar í þessari bók muni þykja beztar hjá þessum Skagfirðingi, er sá ísland í fyrsta skipti i sumar. — Heysöfnunfn (Framhald af 1. slðu.t norð-austan og austan lands. Stjórn sambandsins og fulltrúarnir hafa komið sér saman um að óska eftir því, að hver bóndi leggi fram að minnsta kosti upphæð í pen ingum sem svarar 50 aurum á töðuhest og 25 aurum á útheyshest, miðað við hey- feng s. 1. sumar, eða jafn- gildi þess í góðu heyi (helzt töðu). Vel verkuð taða yrði metin í þessu skyni á 80 aura kg. Stjórn sambandsins ósk ar þess að formenn hreppa búnaðarfélaga annist söfn- un þessa, hver á sínu félags- svæði, og beinir í því sam- bandi eftirfarandi atriðum til þeirra: 1. Formaður búnaðarfé- iagsins hafi samband við hvern bónda á félagssvæðinu, leiti eftir hvaða aðstoð hver og einn vill veita og taki á móti framlögunum. 2. Ef um framlög í heyi væri að ræða, sjái formaður- inn um að gefendur komi hey inu að kostnaðarlausu á hent ugan stað i héraðinu og til- kynni hann skrifstofu Stétt- arsambandsins um heygjafir sem allra fyrst. 3. Formaðurinn gefi upp- lýsingar um það ef verulegt magn af góðu heyi væri fáan iegt til kaups á einum eða fleiri stöðum á félagssvæðinu. 4. ■ Formaður hvers búnað- arfélags geri að söfnun lok- inni skrá yfir gefendur og Strandið (Framhald af 8. síðu). mönnunum um borð i Sæ- björgu var beðið í námunda við strandstaðinn með það fyrir augum, að Sæbjörg reyndi að bjarga togaranum út á flóðinu. Þegar til kom, reyndust björgunarvírar Sæ- bjargar ekki nógu langir til að ná í togarann, og varð því ekki úr neinum verulegum bj örgunartilraunum. Á flóðinu losnaði togarinn af strandstaðnum, og barst hann nær landi í gær undan brimrótinu, enda var þá veður breytt frá því um nóttina. í gærkvöldi var skipið kom ið mjög nærri landi og orð- ið mikið beyglað af sjógang- inum, en ekki brotið. Virðist hafa verið gott í skipinu, þótt gamalt sé, byggt 1917. Um björgun mun hins vegar ekki vera að ræða á skipinu úr þessu, enda er sjórinn út af Reykjanesi venjulega fljót- ur að vinna á strönduðum skipum. Þótti sárt að missa Iínuna. Brezku sjómönnunum þótti sárast að missa línuna sina, er þeir notuðu við lúðuveið- arnar. Því hana áttu þeir sjálfir. Segja þeir, að fiski- línan sé um 500 sterlings- punda virði. Skipið er vá- tryggt, en línan ekki. — Sæbjörg kom til Reykjavík- ur um kl. 3 í gær með skip- brotsmennina. Síldveiöin (Framhald af 1. siðu.) Nokkrir fengu á þriðja hundrað tunnur, en fjöldi báta um og yfir 100 tunn- ur. Aftur á móti fengu aðrir sama og enga veiði, urðu varla síldar varir. Hjá ein- um bát að norðan sukku 18 net, vegna þess hve mikil veiði kom í þau. Veður var gott á miðunum í fyrrinótt, en brimaði þegar leið á dag- inn í gær. Meðalveiði um 100 tn. á bát. Til Akraness komu 7 bátar í gær og var meðalveiði á þá yfir 100 tunnur á bát. Bárust þangaö alls um 900 tunnur i gærdag, og var aflinn allur saltaður, eins og áður. Afla- hæstu bátarnir þar voru Svanur, Ásbjörn og Sveinn Guðmundsson. Voru þeir með 165—180 tunnur. Nokkrir Akranesbátanna fengu hins vegar engann afla og komu ekki heim. Misjafn afli í Grindavík. Blaðamaður frá Timanum ræddi í gær við Guðstein Einarsson í Grindavík og spurði hann frétta af síldveið | unum þaðan. Sagði hann, að afli hefði verið ákaflega mis- jafn í gær hjá Grindavíkur- bátum. Þeir, sem bezt hefðu aflað, komu með um 100 tn., en margir fengu sáralítið. I Aflahæsti báturinn í Grinda- ! vík í gær mun hafa verið ! Ægir, með um 100 tunnur. t Alls mun hafa komið á land í Grindavík um 800 tunnur ; síldar í gær. Aflinn var allur j saltaður, eins og áður. Erfið og löng sjósókn. Sóknin á þessi nýju síldar- mið reknetabátanna er bæði löng og erfið. Eru Grindavík- urbátar, sem eiga þó einna stytzt að sækja, fjóra tíma á miðin. Er sig.lt tvo tíma út af Eldey, áður en lagt er og lát- ið reka. Auk þess eru þessar slóðir íramlög þeirra og sendi hana ^ x ásamt peningaframlcgnnum W r»mcU.r t, , 4 til skrifstofu Stéttarsambands ins, Austurstræti 5, Reykjavík. Áríðandi er að söfnunin gangi sem allra greiðlegast og taki ekki langan tíma, helst ekki nema eina viku til hálf- an mánuð. Frekari upplýsing ar um framkvæmd söfnunar innar gefa þeir Sveinn Tryggvason og Sæmundur Fr'ðriksson. Ekki er þörf að fjölyrða um þau vandræði, sem einstæðir óþurrkar hafa valdið á stór- um landshluta s. 1. sumar. Er hér um að ræða svo stórfellt tjón fyrir hlutaðeigandi bænd ur að engin von er til þess að þeir geti almennt afborið slíkt nema þeir hljóti verulega að- stoð. Er þess þvi vænst, að bænd ur í þeim héruðum sem hafa haft góðan heyskap s. 1. sum- ar bregðist vel við þeirri mála leitan, sem hér er á ferð, og sinni henni sem almennast og bezt. Reykjavík, 18. október 1950, Stéttarsamband bænda“. Ástandið hið versta. Sæmundur gat þess, að á- standið væri mjög illt og enn verra en menn hefðu búizt við, þar sem við óþúrrkana í sumar hefði bætzt, að tíðarfar ið hefð: verið hið versta í allt haust norðaustan lands og austan, og nú væri setzt að með snjókomu miklu fyrr en venjulega í sumum héruðum, svo að þegar væri orðið jarð- lítið í uppsveitum og fé kom- því að vera vinsæl fiskimið meðal sjómanna. Þau eru langsótt og fyrir opnu hafi, en grynningar og sker á aðra hönd. Er því ekki gott að stunda þarna veiðar, nema í góðri tið. í gærkvöldi var versnandi veðurútlit, og reru fáir bátar til síldveiða. * Iskyggilegt ástand í byggingariðnaðinum , Föstudaginn 6. okt. s. 1. boð aði stjórn Trésmíðafélags Reykjavíkur formenn allra iðnfélaga í byggingariðnaði til fundar til að ræða um hin ar mjög svo ótryggu atvinnu- horfur byggingamanna. Formaður Trésmiðafélags- ins setti fundinn og kvað hann kallaðan saman til þess að ræða um sameiginlegar að gerðir iðnaðarmanna til að jhafa áhrif á stjórnarvöld j landsins í þá átt að atvinnu- leysi yrði afstýrt, en það er nú yfirvofandi ef ekki er að gert. Fundarmenn luku upp ein- um munni um ömurlegar at- vinnuhorfur I byggingaiðnað inum sökum efnisskorts og annara hindrana, sem fjár- hagsráð leggur í götu þeirra manna, sem eitthvað vilja framkvæma, einkum á sviði húsbygginga hér í bænum. Lá fundarmönnum þungt hugur til stjórnarvaldanna, sem sí- felt bera við gjaldeyrisckorti, en láta jafnframt viðgangast að helstu gjaldeyrisöflunar- tæki þjóðarinnar liggi að- gerðarlaus allt sumarið. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til að safna göngum um atvinnuástandið í öllum greinum byggingaiðn aðarins. Jafnframt var nefnd inni falið að gera tillögur um sameiginlegar aðgeriðir bygg ingamanna i þessum málum og skila áliti sínu fyrir sams konar fund, sem haldinn verð ur siðar. í nefndina, voru kosnir: Guðmundur Halldórsson. húsasmíðameistari, Einar Gíslason, málaramistari og Jón Bergsteinsson, múrara- mestari. Mikill einhugur ríkti á fundinum og áhugi fyrir því að gera allt, sem unnt er til þess að atvinna við bygging- ar haldist og iðnaðarvinna verði ekki dregin úr höndum iðnlæðra manna eins og ver- ið er að reyna t. d. með þeirri stefnu, sem bæjaryfirvöldin hafa tekið um húsin við Bú- staðarveg og líka á sér stað um hús, sem byggð eru á veg um svonefndra byggingar- félaga, er ýmsir starfsmanna Eftir fjárlagaum- ræðuna (Framhald af 5. síðu.) rekstrargjöld ríkissjóðs. Þá kastaði fyrst tólfunum, þegar Ásmundur fór að greina frá togaraverkfallinu og af hvaða rótum það væri runn- ið. Honum fórust orð á þess leið: „Hvorki útgerðarmenn né ríkisstjórn hafa kært sig um að leysa þessa deilu. Þeim er þægilegar að nota verkfall ið sem átyllu til að láta tog- arna liggja en að leggja þeim án slíks og viðurkenna þann- ig hið algera skipbrot sem hinar stórkostlegu viðreisnar ráðstafanir þeirra hafa beð ið.... Hinsvegar hafa karfa- veiðar Norðfjarðar- og Akur- eyrartogaranna sýnt, hve mikilla verðmæta hefði mátt afla, ef allur flotinn hefði stundað þær, þótt ósamið væri um kjör á þorskveiðun- um“. — Jæja, ekki er þá góð- girninni fyrir að fara hjá ríkis stjórn og útgerðarmönnum. Því mun annan veg farið hjá blessuðum forsprökkum verka lýðsins, sem fyrir verkföll- unum standa. — Fyrst karfa veiðar hafa sýnt, að mikilla verðmæta hefði mátt afla á togaraflotann í sumar, fær ekki staðizt að tala í sömu andránni um hið algera skip- brot, sem hinir stórkostlegu viðreisnarráðstafanir hafa beðið. Skyldi ríkisstjórn og togaraeigendum hafa þótt þægilegra að láta togarana liggja en að láta þá afla hinna miklu verðmæta við karfaveiðar, hvað sem öðru leið. Það er ekki trúleg saga. X. Yfirlií um fyrstw þÍBgniálu (Framhatd ai 3. siðu.) framkvæmanlegt að inn- heimta hinar háu sektir hjá þessum bátum, og hefir því skapazt föst venja um að lækka þær verulega með náð un. Sá háttur dugar þó ekki til frambúðar og þykir rétt, að löggjafinn taki afstöðu til málsins. Ef frumvarp þetta nær ekki fram að ganga mun það því skoðað sem yfirlýs- ing Alþingis um, að hætta eigi þeim sið, sem upptekinn hefir verið um náðanir af þessum brotum." Kóreusíríðið (Framhald af 8. síðu). suðurhersins og flugvélar hans hefðu þegar tekið sér þar bækistöðvar. Á vegum norður frá borginni er stöð- ugur straumur herdeilda á norðurleið, en flugvélar reyna að tefja för þeirra eftir megni með sífelldum árásum. Flug- vélar vörpuðu í gær milljón- um dreifibréfa yfir norður- herinn í gær um áskorun þess efnis, að gefast upp, til þess að koma í veg fyrir meira blóðbað. Nýjar hersveitir til Kóreu. Nýjar bandarískar og brezk ar hersveitir, sem í eru um fimm þúsund hermenn stigu á land í Kóreu í gær og i dag er von þangað á þriðja þúsund hermanna. Byggingarefni tilSeyðisfjarðar „Snæfell" er væntanlegt til Seyðisfjarðar með byggingar- efni, timbur og sement, sem það hefir tekið i Svíþjóð og Danmörku. Byggingarefni þetta á að nota til þess að endurreisa og gera við hús og mannvirki. sem skemmd- ust eða ónýttust i skriðuföll- unum miklu í sumar. ið á gjcf í stöku stað. Heyrst hefir að viðbótarslátrun standi jafnvel fyrir dyrum í sumum héruðum. Stjórmnálanefndiii afgreiðir sjövelda- tillögurnar Stjórnmálanefnd allsherj- arþingsins afgreiddi í gær- kveldi tillögur ríkjanna sjö um víkkað valdsvið öryggis- ráðsins með nokkrum breyt- ingum á framkvæmdaatrið- um. Mun allsherjarþingið þá taka tillögurnar til meðferð- ar á næstunni. LÆRÐUR garðyrkjumaður óskar eftir sambandi við garð yrkjubændur með atvinnu fyrir augum. Þeir, sem vildu sinna þessu sendi nafn sitt og heimilisfang í pósthólf 202. Auglýsið i Tímanum. UPPAHALD ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR! Makkarónur, Súpur, Súputeningar, Maisduft o. m. fl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.