Tíminn - 22.10.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1950, Blaðsíða 3
235. blað. TÍMINN, sunnudagrinn 22. október 1950. 3 I B ■ ■ ■ I NÝJAR N JON BJORNSSON: 1 Dagur fagur prýðir veröld alia í í \ Viðfangsefni þessarar skáldsögu er baráttan milli hinna hgil’origðu afla þjófffélagsins, sem halda trúnaði við fornan menningararf, skírð- an í biturri reynslu liðinna alda, oj hinna, sem hafa gleymt sjálfum sér og kasta sér út \ trylltan dans kringum gullkálfinn. — Atburðarcð- in er hröð og fjcldi fólks kemur við sögu. Grunntónn bókarinnar er óbifandi trú á Iandið og hlutverk þeirra manna og kvenna, sem hafa valið sér að lífsstarfi að rækta það og byggja fyrir komandi kyn- slóðir. Dagur fagur prýðir veröld alla verður lesin af mikilli áfergju á öllum íslenzkum heimilum. I DR. RICHARD BECK: Ættland og erföir Fyrri hluti bókarinnar flytur úrval úr ræðum höfundarins. Er það hollur lestur og hugþekkur hverjum íslendingi. Þar er drengilega hvatt til dáða, og undir logar djúp og einlæg ást til íslands og íslend- inga. Síðari hlutinn er safn ritgerða um íslenzk skáld og verk þeirra. Mun mörgum kærkomið að kynnast skoðunum höfundar, sem hafa mui einna nánust kynni allra íslend- inga af menningu og andlegum afrekum stjórþjóðanna vestan hafs og þar með yfirsýn af öðrum og hærri sjónarhól en við hér heima. Dr. Richard Beck hefur jafnan verið mikill aufúsugestur, þeg- ar hann hefur brugðið sér til ætlands síns, og svo mun verða um þessa bók hans: Ættland og erfðir. DR. JURIS BJORN ÞORÐARSON: Gyðingar koma heim í þessar bók er gerð grein fyrir því, hvernig Gyðingum hefur tek- ist á þessari öld að endurheimta óðöl ísraelsmanna úr höndum Araba og taka sér bólfestu á ný í „fyrirheitna landinu". Hér er rakinn hinn rauði þráður Palestínumálsins og sagt frá h'num hrikalegu átökum milli Araba og Gyðinga við skiptingu landsins. Gyðingar koma heim, er stórmerk bók, rituð af mikilli þekkingu og skarpskyggni. Hún er prýdd fjölda mynda af merkum mönnum, er koma við scgu hins nýja rík- is og mun þeirra verða minnst í sögu mann kynsins um ókomnar aldir. MAGNÚS F. JÓNSSON: É Skammdegisgestir ji Hér er sagt frá ferðalögum manna um byggðir og öræfi um hávetur í frostum og hríðarbyljum, hrakningum, villum og dauða, fjallleitum, reimleikum, sjóvolki og hetjudáðum, hreystifrásögnum, ráðsnilld og raunsæjum atburðum úr lífi einstakling anna í baráttu við hafís, hungur og heyþrot, sem lýst er af næmum skilningi og reynslu, með afburðagóðum frásagnarstíl á þróttmiklu máli. Jónas Jónsson frá Hriíiu, ritar fróðlegan og skemmtilegan for- mála bókarinnar. Á einum stað segir hann m. a.: „... .Magnús Jóns- son tekur til meðferðar hina óþekktu hermenn: fólkið, sem sýnir þrek, karlmennskp, ráðsnilld og þolgæði í erfiðleikum hins daglega lífs . .“. Skammdegisgestir verða öllum aufúsugestir. i í I ■_■_■_■_■ i ,v.v, v.v.v FRA ALÞINGI: Yfirlit um ný þingmál Breyting á vegalögum Fram eru komnar á þingi nokkrar tillögur um nýja þjóðvegi og eru þeir taldir hér á eftir. Sums staðar er þó aðeins um lenginu að ræða, þannig að nokkur hluti þess spotta, sem greindur er, hefir nú þegar verið gerður þjóðvegur. Frá Pétri Ottesen. Skorradalsvegur: Frá Háa- felli um Fitjar að Efstabæ. Svínadalsvegur: Frá þjóð- veginum hjá Hóli, norðan Lax á,r, á þjóðveginn í Kornahlið, gegnt Geitabergi. Árbakkavegur: Af Bæjar- sveitarvegi ofanvert við Þór- dísarholt um Hvítárbakka að Árbakka. Flókadalsvegur: Af Bæjar- sveitarvegi hjá Steðja, upp Flókadal um Skóga að Brenni stöðum. Reykdælavegur: Af þjóð- veginum hjá Kleppjárnsreykj um, sunnan Reykjadalsár, að brúarstæði á Reykjadalsá und an Steindórsstöðum. Frá Ásgeiri Ásgeirssyni. Ingjaldssandsvegur: Frá Núpi í Dýrafirði um Sand- heiði að Sæbóli á Ingjalds- sandi. Dýrafjarðarvegur: Frá Al- viðruvör um Núp og Gemlu- fall inn fyrir Dýrafjarðar- botn, um Hvamm til Þingeyr ar. Lokinhamravegur: Frá Rafnseyri að Lokinhömrum. Frá Sigurði Bjarnasyni. Sandreyrarvegur: Frá Bæj um á Snæfjallaströnd að Sandeyri. Strandarvegur: Frá Sætúns bryggju í Grunnavík um Staðarheiði að Dynjanda. Vatnsfjarðarvegur: Úr ísa fjaröarbotni um Reykjanes og Reykjarfjörð í Skálavík. Skálavíkurvegur: Frá Boi- ungarvík til Skálavikur ytri. Fjarðarvegur: Frú Súðavík um Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hestfjörð og Skötufjörð í Ög- ur. Frá Jóni Sigurðssyni og Steingrími Steinþórssyni. Skagavegur: Af Göngu- skarðsvegi hjá Skiðastöðum að Hrauni. Reykjarstrandarvegur: Af Gnöguskarðsvegi hjá Skarði að Reykjum á Reykjaströnd. Sæmundarhlíðarvegur: Af Sauðárkróksvegi að Fjalli í Sæmundarhlíð. Hólavegur: Af Hofsósvegi hjá Miklhóli um Viðvík og Laufskálaholt að Hólum. Deildardalsvegur: Af Hofs- ósvegi að Kambi í Deildardal. Frá Bernharð Stefánssyni. Eyjafjarðarbraut eystri: Af Norðurlandsvegi hjá Kaup- angi austan Eyjafjarðar að Vatnsenda. Frá Halldóri Ásgrímssyni. Sunnudalsvegur: Af þjóð- veginum sunnan Hofsárbrúar um Sunnudal í Borgir og það an í SíreksskarÖ, yfir Hofs- borgartungu á Vopnafjarðar- veg ná lægt Hofi. Jökuldalsvegur eystri: Af Hákonarstöðum yfir Jökulsá oð þaðan út Jökuldal austan (Framhald á 7. síðu.) Kristilegt imgmennafélag Hallgrímssóknar Fyrsti fundur vetrarins verúur haldinn í Hallgríms- kirkju í kvöld. Kristilegt ung mennafélag hefir starfað í HaUgrímssókn í allmörg ár, en starísemin hefir verið mikl um örðugleikum háð og jafn vel legið niðri, aðallega vegna húsnæiisvandræða. Á fund- um félagsins hefir verið gert töluvert að kvikmyndasýning um, ræðuflutningi og upp- lestri. Aðaltilgangurinn hefir að sjélfsögðu verið sá, að leiða hugi unga fólksins að kristindómi og kirkju. Það hefir verið mjög erfitt að fá fundaherbergi sem væri inni i sókn'nni eða sem næst Hallgrímskirkju. Nú hefir þetta tekizt fyrir sérstaka vin semd skólastjórans við gagn- fræðaskóla Austurbæjar, sem hefir góðfúslega leyft félaginu að halda fundi í skólanum í vetur. B’j'rsti fundur þessa vetrar fer þó fram í Hallgrimskirkju. Er þess sérstaklega óskað að fermingarbörn undanfarinna ára sæki fundinn, enda þótt þau séu ekki komin í félagið. Á þessum fundi mun sr. Jakob Jónsson flytja stutt er- indi um hin 10 boðorð guðs, en Snorri Þorvaldsson mun leika einleik á fiðlu. Að lokum vil ég taka það fram, að allt ungt fólk, bæði piltar og stúlkur, er velkomið á futidinn Er það von mín og bæn, að hin yngri kynslóð Þangvinnsla mikil gróðalind Atbyíílisverðar raiiusókiiir j\orðmanna Norðmenn hafa hingað til gert það, sem í þeirra valdi hefir staðið. til þess að veiða sem mestan fisk og hagnýta hann sem bezt. En nú eru þeir að snúa sér að þvi að hag- nýta önnur auðæfi hafsins, þangið. Það hefir verið sett á stofn hjá rikinu alveg sérstök rannsóknarstofa, sem fæst ekki við annað rannsóknar- efni, og veitir prófessor í grasafræði henni forstöðu. Prófessorinn segir, að þang vinnsluna eigi einkum að hagnýta fyrir norska land- búnaðinn, en einnig til út- flutnings. Nefnir hann sem dæmi, að árlega reki á fjörur í Noregi eina milljón smálesta af þangi. Væri þetta þang notað til framleiðslu á algin- sýru, myndi verðmæti þessa ónotaða þangs nema 400— 500 milljónum norskra króna árlega. En fyrir utan strönd- ina er tuttugu sinnum meira magn, sem endúrnýjast þriðja hvert ár, þótt það væri skor- ið. Hingað til hefir þang verð- ið brennt í tonnataii til fram leiðslu á joði. Ef við notuðum sama magn af þangi til fram leiðslu á alginsýru eftir hin- um nýju aðferðum, myndi það nema um 40—50 milljón- muni á komandi árum skipa sér undir merki kristindóms- ins og kirkjunnar og þá mun margt betur fara í heiminum en nú er, bæði ipnan lands og utan. Jakob Jónsson. um norskra króna árlega. Og það eru ekki neinir draum- órar, því að við höfum ár- lega notað svo mikið magn af þangi tii joðframleiðslunnar. Norðmenn hafa rannsakað fóðurgildi þangsins og gildj þess frá heilbrigðissjónarmiði fyrir búpeninginn, og hefir það komið í ljós, að þangmél er afbragðs fóður fyrir hænsni, svín, sauðfé og geit- ur. En þangið er fátækt af eggjahvítuefnum. Og hefir þá aftur verið leitað til auð- legðar hafsins til þess að finna þessi efni. Það hefir komið i ljós, að í limvatninu, sem rennur frá síidarverksmiðjun um, eru einmitt xau eggja- hvítuefni, sem vantaði. Þann ir renna árlega verðmæti fyr ir 30 miljónir norskra króna í hafið. Nú er fyrirhugað að blanda límvatni frá síldar- verksmiðjunum saman við þangmélið, og þá er fengið al bragðs fóður, þó að það sé ekki einhlýtt. Það er álitið, að búfjár- sjúkdómar i Noregi eigi mik- ið rót sína aö rekja til skorts á vissum efnum í fóðrið, sem einmitt sé hægt að fá í þessu nýja viðbótarfóðri. Eitthvað svipað hefir verið ástatt meö kúadauðann í Vestmannaeyj- um fyrir nokkrum árum, þeg ar jafnvel allt að 10% ai stoíninum drapst árlega Er. síðan farið var að gefa aún- um lýsi, hefir kúaaaiiöinr. mikið til horfið úr sógunin. (Viðir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.