Tíminn - 26.10.1950, Síða 4
4,
TÍMINN, fimmtudagitm 26. október 1950.
238. blað.
Heyverkunin og ríkið
Eftir Hafstein Péturss., Gnnnsteinsstöðiim
Ég tel afgreiðslu Jarðrækt-
arlaganna frá Alþingi að
mörgu leyti mjög sæmilega í
garð bænda, sérstaklega er ég
þakklátur fyrir það, að Al-
þingi féllst á að ívilna þeim,
er hafa minni tún en 10 hekt-
ara.
Það var náttúrlega ekki
gott, að Alþingi treystist ekki
til að stuðla að byggingu kart
öflugeymslna þrátt fyrir á-
róðurinn um aukna garðrækt
og það treystist ekki heldur
til að stuðla að byggingu
verkfærageymslna. Ennfrem-
ur er ósanngjarnt að framlag
ríkisins til byggingafram-
kvæmda skuli eigi vera mið-
að við byggingavísitölu, sér-
staklega vegna áhrifa geng-
islækkunarinnar á verðlag
allrar byggingavöru.
En um stuðning rikisins við
heyverkun vil ég fara nokkr-
um orðum enda er þetta mál
eitt aðalmál bændanna vegna
heyskaðanna, sem mikill
hluti bændastéttarinnar hef-
ir orðið fyrir af völdum ó-
þurrkanna í sumar.
Votheysverkun.:
Alþingi hækkaði raunar lít
ilsháttar framlag til votheys-
gryfja — vel verði því fyrir
það, — en það gerir þá breyt-
ingu frá síðustu lögum og til-
lögum Búnaðarþings fyrr og
nú, að ákveða jafnt framlag
til votheysgeymslna hvort
sem þær er hringlaga eða með
annarri gerð.
Frá þvi að ég fór að hafa
áhrif á undirbúning jarðrækt
arlaganna, hefi ég unnið að
því, að ’menn byggðu hring-
laga gryfjur með því meðal
annars, að styrkur væri hærri
til þeirra en annarra gerða,
og hefir svo verið undanfar-
ið. Ég tel þessa breytingu var-
hugaverða, því með því getur
almenningi skilizt, að menn
séu nú komnir á þá skoðun,
að lögun gryfjunnar hafi enga
þýðingu, og það álít ég frá-
leitan skilning. Sterka hlið
votheysturnanna svokölluðu
er einmitt hringlagið, en ekki
hæðin. Mér lizt t. d. ágætlega
á það að Borgfirðingar not-
uðu 4 m. turnmót að þver-
máli til að byggja 6 m. háar
geymslur. Það væri illa, ef
þeir halda ekki áfram á líkri
braut, en í stað þess væri far
ið að byggja kantaðar votheys
gryfjur af því þær eru eitt-
hvað þægilegri að koma upp
með heimamönnum, og að-
stoð ríkisins sú sama hvernig
gryfjan er í lögun (og má-
ske í frágangi).
Þegar ég, í fyrra vetur vann
að því að fá að láta gera hring
laga járnmót fyrir votheys-
gryfjur, sem styrkhæf yrðu
samkvæmt húsagerðarsam-
þykkt okkar hér í sýslu, þá
varð ég ekki var við annað
en skilning á nauðsyn þess
hjá ráðandi mönnum.
Landssmiðjan smíðaði fyrir
mig flekamót. Hæð hvers
fleka 1 meter og innanþver-
mál hrings 3,25 m. Flestir
telja þetta hæfilega stórt með
6 metra hæð á stærri jörðum
og telja að heppilegra væri
að bæta við annarri af líkri
gerð en að hafa þær stærri.
Það fer eðlilega eftir því, hve
margir flekar eru keyptir, hve
iangan tíma tekur að byggja
hverja geymslu. Ég keypti að-
eins mót í tvo hringa. Við höf
um byggt 6 geymslur í þess-
um mótum, og það er óhætt
að segja, að menn hugsa gott
til þeirra.
Það hefir verið rætt um
nauðsyn þess, að mikið átak
yrði að gera í byggingu vot-
heysgeymslna. Landbúnaðar-
ráðherra hefir gert ráð fyrir
eindregnum stuðningi ríkis-
ins til þess. Það er því nauð-
synlegt, að þetta væntanlega
mikla átak verði framkvæmt
eftir þeirri þekkingu, er
menn hafa bezta nú.
En það má ekki koma fyrir,
að mikið af byggingunum
verði ekki notað vegna þess,
hve þær eru illa gerðar, eins
og því miður hefir viljað
við brenna.
Ég vil því leggja til að
Búnaðarsamböndunum
verði gefinn kostur á styrk
til hringlaga járn- eða stál-
móta (turnmóta) frá rík-
inu og aðstoð til útvcgunar
mótanna með sömu skilyrð-
um og lög um húsbygginga-
samþykktir í sveitum gera
ráð fyrir, jafnvel þó slíkar
samþykktir séu ekki í gildi
i héraðinu, og að menn verði
hvattir til að byggja hring-
laga geymslur a. m. k. 6 m.
á hæð og 3—4 metra í þver-
mál. Ennfremur er nauðsyn
legt, að vandað sé til stað-
setningar .
Súgþurrkun:
Ég hefi lengi haft þá skoð-
un af reynzlunni, að ekki sé
hyggilegt að grafa þurrheys-
hlöður niður i jörðina vegna
þess hve loftsúgur er alger-
lega útilokaður að heyinu,
meðan það er að þorna og
jafna sig.
Súgþurrkunin hefir gert
mér enn Ijósara hve misráðið
er að byggja þurrheyshlöður
þannig.
Vegna þessarar skoðunar
lagði Búnaðarþing til í jarð-
ræktarlagafrumvarpinu, að
veitt væri aðstoð til að byggja
súgþurrkunarkerfi í hlöður,
án þess að gert væri ráð fyr-
ir að vélar væru notaðar við
súgþurrkunina. Á þetta sjón-
armið gat Alþingi ekki fallist.
Eftir þeirri reynzlu, sem ég
hefi haft og aðrir, er ég þekki,
þá er afar mikið öryggi i þvi,
að hafa grind undir heyinu
og loftauga út úr veggnum,
eins og sumir hafa við súg-
Yfir ein milljón áhorfend-
ur sáu leikina í ensku knatt-
spyrnukeppninni laugardag-
inn 14. okt. en þá fór 13 um-
ferð fram. Metaðsókn var í
London. 66 þús. sáu leik Ar-
senal og Manchester United
og 65,900 leik Chelsea og Tott
enham. Þá voru einnig yfir
60 þús. áhorfendur á leik New
castle og Derby.
Einstakir leikir í 1. deild
fóru þannig:
Arsenal — Manchester U. 3—0
Burnley — Charlton 5—1
Chelsea — Tottenham 0—2
Everton — Bolton 1—1
Huddersfield — Aston Villa 4—2
Middlesbro — Sunderland 1—1
Newcastle — Derby 3—1
Portsmouth — Blackpool 2—0
Wednesday — Wolves 2—2
Stoke — Fullham 1—1
West Bromwich—Liverpool i—1
Arsenal er því enn efst í
deildinni og átti ekki í nein-
um erfiðleikum með Manch.
U. í fyrri hálfleik skoraði
þurrkun. Heyið þurrkar sig
sjálft með því að uppstreymi
loftsins gegnum heyið eykst
eftir því sem hitnar í því.
Þessi aðferð er betri en
nokkur önnur aðferð, sem ég
hefi heyrt um, til að draga
úr hita og koma í veg fyrir
ofhitun.
(Sumir láta pípur í gegn-
um heyið eða mynda op með
tunnum o. s. frv.).
Maður heyrir á hverju ári
um heybruna af sjálfkveikju
og ég tel að í mörgum tilfell-
um mundi þessi skipan koma
í veg fyrir það, og yfirleitt
draga úr hitamyndun.
Það væri þess vert að gerð
ar væru tilraunir mcð hita-
myndun í heyi sem loftar
undir til samanburðar við
hey, sem látið er á þétt gólf
í steinsteyptri hlöðu.
Menn telja, að það megi
helzt ekki láta hitna í heyinu,
en hjá því verður oft ekki
komizt. í sumum tilfellum
gæti ég trúað því, að hollast
væri að láta snögghitna í
heyinu og blása það svo kalt
á sem stytztum tíma. Það
sparar dýra vélaorku og er frá
mínum bæjardyrum séð hag-
kvæmara en að blása lofti,
sem er svo vatnsmettað, að
það þurrkar lítið.
Þá er það atriði, sem ég
hygg, að með hæfilegri sam-
hjálp, gæti orðið mikilsverð-
ast. Það er, að sé um ofhit-
un að ræða, þá er hægt að
blása heyið kalt á skömmum
tíma, ef til væri flytjanlegt
súgþurrkunartæki í sveitinni.
Súgþurrkunartækið yrði þá,
ef allt hlöðuhey væri á grind-
um, meiri eldsvoðatrygging
við heyþurrkun en brunadæl-
an í þéttbýli, þar sem það er
alger handvömm að vita ekki
nokkuð fyrirfram, hvort
hætta sé á sjálfkveikju í heyi,
en húsbruni gerir sjaldan boð
á undan sér.
Hugsum okkur byggða-
hverfi, sem hefði þessa fé-
lagslegu skipan.
Að þessum atriðum athug-
uðum tel ég tímabært að rík-
ið geri ákveðnar tilraunir til
að tryggja • það, að bændur
yfirleitt hafi grindur undir
heýl í hlöðum sínum og heiti
til þess stuðningi sínum.
bakvörður M.U. sjálfsmark,
en í síðari hálfleiknum hafði
heimaliðið (þau lið, sem tal-
in eru á undan á töflunni,
léku á heimavelli) hreina yf-
irburði og skoruðu Lishman
og Goring sitt markið hvor.
Hinn ungi og efnilegi mið-
framherji Arsenal, Peter Gor-
ing, er nú einn markahæsti
maður í keþpninni. Middles-
bro, sem var með jafn mörg
stig og Arsenal eftir 12. um-
ferð, átti í miklum brösum
við Sunderland, en tókst að
ná jafntefli á síðustu mínút-
um leiksins. Newcastle vann
Derby County örugglega, en í
þeim liðum eru Jack Milburn
og Lee (Derby), sem álitnir
eru beztu miðframherjar
Englands nú og bítast um
sætið í landsliðinu. Þeir skor-
uðu sitt markið hvor, en Mil-
burn þótti sýna betri leik.
Charlton hafði eitt mark
yfri Burnley, þegar miðfram-
(Framhald á 6. síðu.)
Enska knattspyrnan
Gámall smali í sveit, ættaður
frá sjó, sendir okkur pistil þann,
sem hér fer á eftir, og er hann
skrifaður í tilefni af útvarpser-
indi einu. Annað bréf hef ég
fengið um sama erindi, en þar
sem það hnígur mjög í sömu átt,
get ég sparað mér birtingu þess.
En smalinn segir svo:
„Hver er konan? Margrét heit
ir hún, er Jónsdóttir og var titl-
Uð „frú“, þegar ríkisútvarpið
leiddi hana að hljóðriemanum
fyrir nokrum kvöldum, til þess
að segja þar brot úr ævisögu
sinni, undir fyrirsögninni: „1
kaupavinnu fyrir þrjátíu árum“.
1 skemmstu máli var ævisögu-
brotið þetta: Borin og barnfædd
í Njarðvíkum. Undir áhrifum
skáldanna brann hún í skinninu
að kynnast rómantík sveitalífs-
ins, réðst því í kaupavinnu að
bæ einum í Borgarfirði, og hafði
þó heima aldrei getað snert á
hrífu. Bróðir hennar slóst i för-
ina og réðst samtímis á þennan
sama bæ. Þegar heim undir bæ-
inn kom, skall yfir þoka og súld,
enda komu bæjarhúsin ekki
heim við hugmyndir suðurnesja
jómfrúarinnar, sem skáldin
höfðu skapað. Veikur öldungur
í rúmi eigi allfjarri rúmi því,
sem hún skyldi hvíla í. Vonsvik-
in á hún bágt með að sofna.
Óvæþð, kláði um allan likam-
ann. Enda fór nóttin öll í að
nudda sér og klóra, botnandi
ekki upp eða niður í því, af
hverju slík líðan gæti stafað.
Skýringuna fékk hún hjá bróð-
ur sínum næsta dag, þótt skrýtið
sé. Heyskaparvinnan reyndist
engin rómantik. Leynifundur
með bróðurnum. Strok skipu-
lagt. Bróðirinn hvarf næstu nótt
með farangur beggja. Sjálf strýk
ur hún við fyrstu hentugleika.
Kynnti sér samt „lífið í Reykja-
vík“ þriggja vikna tíma, áður en
lagt er heim til föðurhúsanna.
Lífsreynzla þessi megnaði ekki
að vara hana við skáldunum.
Þau las hún og dáði sem fyr.
Þar til hún var aftur orðin sann
færð um að rómantík sveita-
lífsins hlyti að vera veruleiki.
Og vistast nú, ásamt jafnöldru,
fyrir milligöngu vinkonu sinnar
austur í Biskupstungur. Mynd-
arheimili. Margt fólk. Baðstofa,
— en eldhús — guði sé lof —
áfast baðstofunni, þar gátu þær
afklætt sig stöllurnar og skotist
inn í rúmið, eftir að hafa steypt
yfir sig skósíðum náttserknum.
En kitlandi var þessi „feluleik-
ur“ jómfrúnna og alveg ætluðu
þær vitlausar að verða, þegar
rúmbotn féll niður undan karl-
manni í baðstofunni eina nótt-
ina.
Fór nú allt með felldu, þar til
komið var fram á engjaslátt
og allir átu skyrið úr sama
ílátinu, „slefuna hver úr öðr-
um“, eins og frúin orðaði það.
Þá var fastað, — og loks strok-
ið — á vit vinkonunnar, sem
valið hafði henni vistina. Eng-
um sönsum tekið. Komizt heim
á leið í bíl héraðslæknisins. Nafn
greindur bærinn, sem „úthýsti“,
hálftíma gangur til frændfólks,
þegar spurt var til vegar næsta
dag. Úr því varð fimm tíma villa
í lemjandi slagviðri. — Að lok-
um komið heim, en niður fellt
að geta um viðdvölina í höfuð-
staðnum í þessari strokuför.
„Hvaðan leggur þef þenna“!
„Hversvegna leyfist skáldunum
að ljúga svona um rómantík
sveitalifsins", spurði frúin. Leyf
ist mér að spyrja: Hvað á slíkur
erindaflutningur — slík áníðsla
og sú, er dulin lá í erindi þessu,
hvaða erindi á hún að hljóðnem
anum!
Hyggur ríkisútvarpið að „ó-
værð“ hafi fyrir þrjátíu árum
hvergi gert vart við sig annars
staðar en í „rómantík sveitalifs
ins“. Hvað segja opinberar skýrsl
ur um ástandið í sjálfum höfuð
staðnum þann dag í dag. Og
hefir þó almennu hreinlæti
fleygt fram síðan þetta var.
Eða hyggur ríkisútvarpið að
til skamms tíma hafi hvergi ver-
ið matast úr sameiginlegu mat
aríláti nema með íslendingum,
og slíkt verði ekki framkvæmt
án þess, „að menn eti slefuna
hver úr öðrum“. Eða hefir frúin
„fríbréf“, þannig að ekki þurfi
fyrirfram að kynna sér það, sem
hún ber á borð fyrir alþjóð.
Hinsvegar var erindi þetta ekki
óliðlega samið og flutningur þess
ofan við meðallag. En „Hver er
konan?“ Vonandi hefir ríkisút-
varpið ekki á móti því, að svara
þeirri fyrirspurn, annaðhvc/t
til skrifstofu Tímans, eða sem
æskilegast væri, frammi fyrir
sínum eigin hljóðnema".
Svo vildi ég spyrja Ingólf
Kristjánsson í tilefni af útvarps
þætti hans um daginn og veg-
inn á mánudag. Kaupa ekki ís-
lenzk skip bæði smjör og osta
erlendis fyrir erlendan gjaldeyri
og jafnvel ölföng og gosdrykki
af sama styrkleika og framleidd-
ir eru hér á landi?
Starkaður gamli.
:immmim:m;!!iw«it!iiiii»iiiiiii»iiiíiiii»;OTi8«W8a«Kiiiiiiiiii«»
Fjögur ný danslög |
„Ég líð með lygnum straumi“ i
(Cruising down the river) |
„Glitra gullin ský“
(My foolish heart) • |
: og lögin, sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í dans- |i
; lagasamkeppni Góðtemplarahússins
„ÁSTARTÖFKAK“ eftir Valdimar Auðunsson með |
j texta eftir EKE,og „NÆTURÓMAR“ eftir Helga Ingi j
: mundarson. |
Sent gegn póstkröfu um land allt.
Nótnaforlagíð TEIVIPÓ j
’ Ránargötu 34, Reykjavíku
KWWWíWWWWÍWWWWÍiWliiWKWÍWWWWWWKKWWWWWW!!:
Auglýsingasími Tímans 81300