Tíminn - 27.10.1950, Síða 4

Tíminn - 27.10.1950, Síða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 27. október 1950. 239. bla& Tónlistarhátíöin í Helsingfors Jón Leifs. tónskáld, er ny- lega kominn heim frá Norð- urlöndum, en þar sótti hann m. a. Norræna tónlistar- mótið í Helsingfors. Hann hefir sent Tímanum eftir- farandi greinargerð í tilefni af umræðum, er spunnist hafa út af blaðadómum um tónverk hans, er flutt var á Helsingforsmótinu. Menn hafa spurt undirrit- aðan frétta af þætti íslands á tónlistarmótinu í Helsing- fors og óskað eftir blaðaúr- klippum og blaðaviðtali. Hér fylgir dálítil frásögn: Úrklippurnar myndu fylla margar blaðsíður í dagblöð- um Reykjavíkur. Meðal blaða dómanna frá Norðurlöndum eru árásir á undirritaðan,sem eru miklu svæsnari en grein- ar þær, sem birtar hafa verið lauslega þýddar i dagblöðum Reykjavikur. Stórar yfirskrift ir hafa gefið til kynna, hve fráleitt mönnum þótti verkið eftir undirritaðan. Eitt blað- ið birtir nærri heillar síðu grein með yfirskriftinni: „Vit laus íslenzk sögutúlkun“ og með mynd af hinu saknæma tónskáldi. í öðru blaði segir, að ekki hafi í einni einustu nótu verksins vottað fyrir sambandi við leyndardóma hinnar sönnu tónlistar. Að vísu skortir ekki viðurkenn- ingarorð um verkið í einstaka blaði, jafnvel sem „áhrifa- mesta þáttinn á mótinu,“ en slík ummæli eru í mjög mikl- um minnihluta. Einkum virð- ast áheyrendur yngri en 30 ára hafa orðið snortnir af verkinu. Einn sænskur tón- listardómari (tónskáld), sem áður fyrr oftar en einu sinni fór viðurkenningarorðum um tónverk eftir undirritaðan, hefir nú í þrem löngum grein um í blaði sínu ráðist á und- irritaðan. Álíka árásir á tón- skáld hafa tæplega komið fram síðan verk nýstárlegra tónskálda komu fyrst fram fyrir 30—40 árum. Hins vegar mættu tónverk- in eftir Helga Pálsson, Jón Pálsson og Pál ísólfsson yfir- leitt velvilja, enda þótt dóm- arnir hafi verið mjög fáorðir. Einkum virtust menn gera sér vonir um góða framtíð Jóns Nordals. Sibelius-kvart- ettinn lék verk Helga af mik- illi snilld, og væri æskilegt að geta boðið þessum fjórmenn- ingum til hlj ómleikahalds á íslandi. — Einn gagnrýnand- inn segir, að verkin eftir Helga Pálsson og Jón Nordal hafi bjargað heiðri íslands. Annar gagnrýnandi, danskur, (tónskáld, sem átti verk á mótinu) skrifar um þátttöku allra landanna og verk þeirra, nema íslands. er hann lætur ekki einu sinni getið fremur en að það væri ekki til! ★ Varla getur talist viðeig- andi, að tónskáld fari að halda uppi vörnum fyrir sjálf um sér eða verkum sínum, en íslendingar eiga rétt á að fá að vita ástæður, er snerta þá sjálfa, sem heild og sem þjóð. Listamaðurinn veröur oft að láta sér nægja að skrifa sín verk eftir beztu getu án árang urs í bili og bíða svo dóms tímanna, sem oft fer á annan veg en dægurdómar tízkunn- ar. Enginn veit, hvenær eöa á hvern veg þeir endanlegu dómar falla. Um bókmenntir geta margir dæmt af viti, því að flestir kunna listina að Eftir Jón Lc lesa. Samskonar dómar um nýja tónlist hafa sjaldan feng ist. — Menn hafa nú getað heyrt í útvarpi skuggsjá af verki undirritaðs, — eins og séð ljós mynd af málverki, og menn hafa því haft færi á að reyna að bera saman sinn eigin dóm og erlenda dóma. í sambandi við árásir á verkið erlendis, komu fram þrjú sjónarmið, sem oft voru tvinnuð saman: 1. ) Verkið sjálft vakti undr- un, og hefði það eitt að sjálf- sögðu getað verið nægilegt tilefni til andúðar, enda virt- ust fæstir gera sér grein fyrir listrænu takmarki höfundar- ins. Enginn áheyrandi virtist þekkja fyrirmyndirnar úr ís- lendingasögunum. Einn gagn rýnandinn kallar þær „goð- fræði“; annar virðist lita á þær sem ævintýri fyrir börn. Má segja, að allar „skamm- irnar“ hafi verið fyllilega eðlilegar, enda þótt ekkert annað hefði komið til greina. 2. ) Inn í dómana um verkið blönduðust dómar um ný- prentaða bók eftir undirrit- aðan, þar sem hann lýsir list- stefnu sinni. Sumir virtust líta á bókina, sem árás á nor- ræna tónlist og norræna list- menningu vorra tíma. List- stefna höfundarins er kölluð tilraun til að skapa hýja nor- ræna tónlist og talin fjar- stæða. Moses Pergament skrif ar t. d. að undirritaður telji sjálfan sig einan vera á réttri leið, en öll önnur norræn tón- skáld lífs og liðin á villigöt- um. Pergament telur það fjar stæðu, að ísland sitji inni með lykilinn að framþróun norrænnar listmenningar eins og undirritaður heldur fram í bók sinni. Pergament telur að tónlistin eigi ckki að vera þjóðleg heldur alþjóðleg. Annar gagnrýnandi hæðist að söguhetjunum og segir m. a.: ,Hví skyldi herra Skarp- héðinn leita sér hjálpar til bardaga, sem er vonlaus hvcrt eð er.“ 3. ) Flestir gagnrýnendur blanda svo saman fornís- lenzkri menningu og nazisma og sumir ásaka tónhöfundinn berum orðum fyrir að hafa verið nazisti eða í makki við nazista. Fyrir bragðið upp- lýstist eftir á að orðrómur þessi hefir legið á um allan hinn tónmenntaða heim síð- an fyrir ófriðinn og að und- irritaður og verk hans haía verið á „svörtum lista" ekki eingöngu í Þýzkalandi, eins og áður var kunnugt. lieldur einnig i löndum andstæðinga þess. Kom þetta ckki greini- lega í ljós fyrr en nú, af því að upplög prentaðra tónverka undirritaðs brunnu i ófriðn- um og ekki var hvort eð er, hægt að vinna að útbreiðslu þeirra, er fjölrituð og prentuð eintök vantaði. Hafa menn nú óskað, að undirritaður hreins ist af þessum áburði endan- lega, og hafa þegar verið gerð ar ráðstafanir í þá átt. ★ íslendingar eru sennilega eina menningarþjóðin í heim inum, sem tekur dagblaða- skrif um nýja list mjög alvar- lega. Margir spyrja hvernig eigi þá að meta ný listaverk, eí ekki sé hægt að líta á dæg- urdóma sem úrskurð í þess- um efnum. Vér getum fyrst athugað staðreyndir listsög- unnar, sem sýna oss að nýrri ifs tónskáld list áskotnast oft að lokum varanlegt gildi þrátt fyrir samhljóða andstöðu gagnrýn- enda. Blaðadómendur um tón list eru, ef þeir á annað borð bera eitthvert skyn á málin, oftast annað hvort misheppn aðir listamenn, sem tókst ekki að koma sér á framfæri öðru vísi en sem blaðamenn eða þá að þeir eru sjálfir tón- skáld, sem dæma ný verk eft- ir sinni eigin liststefnu. End- anleg viðurkenning nýrra verka náðist oft þannig, að örfáir sannfærðir túlkendur fluttu verkin hvað eftir ann- að (þrátt fyrir alla andstöðu) þar til menn tóku að meta þau og skilja. Reynt hefir ver ið að stofna til nokkurskon- ar Nóbelsverðlauna í tónlist, en það hefir ekki tekist, af því að dómendur vantaði. Hljómplötufirma eitt, gerði tilraun í þá átt fyrir nokkru, og lagði fram háar upphæðir, en varð sér þá til athlægis um allan hinn tónmenntaða heim. — Reynslan hefir sýnt, að oftast skilja ómenntaðir áheyrendur fyrstir manna hið listræna afl, en að hefð- bundnir sérfræðingar eiga oft erfitt með að finna hinn listræna lykil að nýjungun- um, sbr. ummæli Hans von Búlows um þetta. Hann átti það jafnvel til að endurtaka nýtt verk á hljómleikum, ef honum fannst áheyrendur ekki meta það nægilega. Einn eða tveir túlkendur hafa oft með þolinmæði og rækilegri vinnu tryggt nýrri tónlist ævarandi útbreiðslu (sbr. tónlist Bruckners), þrátt fyr- ir langa og mjög eindregna andúð. ★ Jussi Jalas hafði-þegar tek- ið að æfa hljómkviðu undir- ritaðs áður en hann kom til Helsingfors og gerði það með svo mikilli ánægju og atorku, að undirritaður féllst á að hætta við að stjórna verkinu sjálfur. Er mér ljúft að færa honum hér með í einlægni miklar þakkir mínar. Flutn- ingurinn tókst svo vel, sem verða mátti, eftir aðeins fjór- ar æfingar, þegar langt hljóm sveitarverk er flutt í allra fyrsta sinn, — þrátt fyrir of lítið af strokhljóðfærum í hlutfalli við sláttar- og blást- urshljóðfæri og þrátt fyrir lítinn hlj ómleikasal með ófull kominni hljómhrind (aku- stik). Norrænu tónskáldin, sem áttu verk á mótinu, hafa sum ir sjálfir skrifað blaðadóma um þetta mót. Undirritaður telur rétt að leiða slíkt hjá sér, enda kemur álit hans á aðstöðu norrænnar tónlistar greinilega fram í bók hans, er áður var getið. Nokkur orð um hinn svo- kallaða listamannahroka, er sumum finnst helzt til al- gengur. Listamenn láta af eðlilegum ástæðum oft bera á fyrirlitningu gagnvart þeim mönnum, sem ekki vilja við- urkenna tilverurétt listanna, en sérhver sannur listamað- ur hlýtur að vera fullur auð- mýktar gagnvart sínu list- ræna takmarki, sem honum dylst ekki að aldrei verður náð. Undirritaður vill fúslega játa, að hann getur ekki sjálf ur fremur en aðrir lagt end- anlegan dóm á sína list. Full ur heiðarleiki og full hrein- (Framhald á 7. síðu.) Mér hefir borizt bréf, þar sem kvartað er yfir skorti á gólfdúk- um og segir þar á þessa leið: „Hvað veldur því, að jafnnauð synlegir hlutir eru ekki fluttir til landsins. Eins er með ýmsa aðra hluti, sem mjög eru nauð- synlegir og ails ekki fást inn- fluttir, svo sem rafmagnsdælur, þvottavélar og svo mætti lengi telja. Þetta eru þó hlutir, sem ekki eyða margföldu verði sínu árlega í viðhald og annan rekst urskostnað, svo sem bílar, sem fluttir hafa verið til landsins hindrunarlítið, bara ef hlut hafa átt að máli einhverjir flæk ingar og iðjuleysisafætur, sem ekki hafa annað að hugsa eða vinna en snúast í kringum þess ar nefnda nefndir íslenzka rik isins. Skyldi þessi tregða á inn- flutningi á þessum nauðsynlegu tækjum ekki stafa af því, að þeir, sem þessum málum ráða, eru allir nú þegar búnir að fá þægindin, ásamt ýmsu fleiru miður nauðsynlegu en nógu fínu drasli, sem fyllir íbúðir þeirra?“ Menn mega gera sér ljóst, að gjaldeyrisástandið er þannig, að ýmsa gagnlega hluti hlýtur að vanta. Við förum engan veginn á mis við margháttuð óþægindi af gjaldeyrisskortinum. Annað væru bara hugarórar. Hitt* er svo annað mál, að það ástand ætti að vera okkur hvöt til þess, að vaka yfir því, að engin ó- hæfa viðgangist í gjaldeyrismál um, en óhæfu kalla ég alla of- rausif og óþarfa. þeirra, svo að þau hafa ekki þurft að bíða í mörg ár eftir fjárfestingarleyfi, eins og sumir aðrir. — Það er náttúrlega gott, að einhver fær úrlausn. — En ég held það væri gott að dæt- ur þeirra höfðingja, sem land- inu stjórna, væru í gislingu hing að og þangað í sveitum og þorp um þessa lands. Þjófaleitin mikla á Raufar- höfn bar engan árangur. Hún var þó vel undirbúin og vel boð- uð, ákveðin á almennum borg- arafundi, svo að ekki hefði hún þurft að mistakast þess vegna. Og vel hefir verið mennt í- henni, því að eflaust hefir þjóf urinn sjálfur leitað. Málið fer sannarlega að vandast, þegar svona rækilega boðuð leit, sem sjálfur þjófurinn tekur þátt í, getur ekki borið nokkurn árang ur. Þið hafið ef til vill lesið rúss- neska skáldsögu, sem heitir Regnboginn eða séð hana á kvik mynd hérna um árið. 1 lok sög- unnar vill rússneskur múgur fá að taka þýzkan stríðsfanga af lífi án dóms og laga til hefnda fyrir það, sem hann hafi illt gert, sem sannarlega var tals- vert. Þessu verður þó afstýrt á þann hátt, að kona ein vekur athygli á þvi, að það sé allt of gott fyrir þennan mann að fá skjótan dauða. Hann verði að lifa og kveljast — helzt í mörg ár, — sjá ríki sitt hrynja og hörmungar ganga yfir þjóð sína. Það eitt gæti kallazt hefnd. En mér kemur í hug smásaga í sambandi við þetta bréf. Ég kom að Korpúlfsstöðum um dag inn og sá þar meðal annars vot- heysturnana miklu. Þá sá ég votheysturn gnæfa á bænum þar á móti, handan sundsins. Mér var sagt, að þar byggi Birg ir Halldórsson söngvari og væri kona hans dóttir Magnúsar Jóns sonar formanns fjárhagsráðs. Þetta væri fyrsta búskaparárið Þegar þessi kvikmynd var sýnd í Reýkjavík, sagði Þjóðviljinn, að ef háskóli Islands teldi sig hafa nokkru menningarhlut- verki að gegna iyrðl hann að sýna þessa mynd lengi. Það var nú þá, — nú er þessi gamli blót- prestur orðinn flekklaus friðar- dúfa. — Segið þið svo að aldrei verði stökkbreytingar í ríki náttúr- unnar. Starkaður gamli. i—ÞAÐ BEZTA— : í sinni röð er spaðkjöt frá okkur. Höfum fýrirliggj- andi í heilum, hálfum og kvarttunum úrvals dilkakjöt g i frá Barðaströnd og Breiðafjarðardölum. ” Samband ísl. samvinnufélaga J Sími 2678 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦•••♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••4» Innilegar þakkir fyrir góðar gjafir og árnaðaróskir, er mér hafa verið færðar í tilefni af 50 ára afmæli mínu 10. þ. m. — Skúli Guðmundsson. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.