Tíminn - 29.10.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1950, Blaðsíða 5
2«. blað. TIMINN, sunnudaginn 29. október 1950. 5. Sunnttd. 29. okt. Aburðarmálið og Marshallaðstoðin Sennilega líður ekki lang- ur tlmi þangað til, að úr þvi fæst skorið, hvort Áburðar- verksmiðjan, sem hér hefir verið ráðgerð, fæst á vegumj Marshallaðstoðarinnar. Ev-! rópuþjóðirnar, sem tóku þátt í Marshallstarfinu, munu þegar hafa samþykkt það fyr ir sitt leyti, og þeir sendi- menn Marshallstofnunarinn- ar, sem hér hafa verið. munu vera málinu hlynntir. Eftir er að fá endanlegt samþykki Marshallstofnunarinnar vestra. Það þarf ekki að taka fram, að tæpast er hægt að hugsa sér aðra framkvæmd hérlend is, sem betur samrýmist til- gangi Marshallaðstoðarinn- ar, en byggingu áburðarverk smiðju. Áburðarverksmiðjan myndi árlega spara erlen'dáil gjaldeyri, svo mörgum millj. króna skipti. og hún myndi skapa landbúnaðinum og hinni nýju ræktun stórfellt öryggi, því að ella gæti áburð arskortur jafnan vofað yíir. Áburðarverksmiðjan fullnæg ir þannig báðufn meginsjón- armiðum Marshallaðstoðar- innar, þ. e. að treysta atvinnu vegi hlutaðeigandi lands og bæta gjaldeyrislega afkomu þess. Því miður verður það að viðurkennast, að fram að þessu hefir Marshallaðstoðin ekki orðið hér að slikum not um og hún hefði getað orðið, ef réttilega héfði verið á hald ið. Fyrstu árin var Marshall- féð yfirleitt notað þannig, að vafasamt er, hvort það kem- ur atvinnulífinu að nokkru gagni. Miklum hluta bess var m. a. varið til byggingu síld- arverksmiðja, er.voru meira reistar á brask- og gullgróða sjónarmiðum en heilbrigðri fyrirhyggju. Má sem gleggsta dæmi þess nefna það, að þeg ar búið var að kaupa Hær- ing og stækka allar eldri verk smiðjur við Faxaflóa, var Faxaverksmiðjan enn reist til viðbótar Þar voru gróða- sjónarmið, en ekki heilbrigð framsýni að verki. Það má segja, að fyrstu stóru framkvæmdirnar, sem Marshallfé var notað til og fullkomlega samrýmast til- ganginum með notkun þess, hafi verið Sogsvirkjunin og Laxárvirkjunin. Vegna þeirra mistaka, sem urðu í byrjun og hér hefir verið lýst, er það enn meiri nauðsyn en ella, að því, sem eftir er af Mars- hallfénu, verði réttilega var- ið, og er þá ekki hægt að benda á aðra framkvæmd, sem betur fullnægir því sjón armiði en byggingu áburðar- verksmiðju. Þá er svo þess að gæta, að landbúnaðurinn, sem heíír verið og verður annar önd- vegisatvinnuvegur þjóðar- innar, hefir hingað til orðið mjög útundan við ráðstöfun Marshallfjárins. Þetta verð- ur ekki bætt upp á annan betri hátt en þann, að Mars- hallfé verði notað til að koma áburðarverksmiðj umálinu fram. Af hálfu kommúnista er nú ERLENT YFIRLIT: Konungleg ástamál Irrnskonuiig'ur velnr sér drottning’u I anu- að sinn oj* treystir með því völil sín Áður fyr voru kvonfangarmál þjóðhöfðingja oft og tíðum stór- póiitískir atburðir. Þá voru slík- ar giftingar notaðar til að sætta ríki og tengja saman voldugar ættir. Þetta hefir breyzt mjög í seinni tíð, einkum í Vesturlönd um, enda völd hinna konung- legu þjóðhöfðingja ekki nema svipur hjá því, sem áður var. í hinum austlægri löndum geta þó kvonarmál þjóðhöfðingja enn orðið stórpólitískur atburð- ur og er þar skemmst að minna á Farouk Egyptalandskonung. Nokkuð svipað má segja um íranskonung, en hann hefir nú ákveðið ráðahag sinn í annað sinn. f eftirfarandi grein, sem ný lega birtist í Berlingske Aften- avis, segir Jörgen Bast frá því máli: — Af fréttaskeytum frá Teher an má nú telja fullvíst, að kon- ungur Persaríkis, Mohammed Reza Pahlevi, gangi að eiga Saroyu Esfandiari, sem er 18 ára gömul, en sjálfur er írans- konungur 31 árs á þessu hausti. Bak við þessa frétt liggur kon ungleg ástarsaga, en auk þess er hér um að ræða stjórnmála- viðburð, sem tvímæialaust inun styrkja valdastöðu konungs. Misheppnað hjónaband. Mohamnied Reza Pahlevi tók við völdum 1941 að ráði banda- manna. Faðir hans var þá lát- inn hverfa af valdastóli, en hann var maður, sem hafði haf- izt af sjálfum sér frá liðsfor- ingjastandi til konungstignar. Churchill lýsir honum sem mikl um gáfumanni i minningabók sinni. Hinn nýi konungur var þegar þetta gjörðist kvæntur Favsiu hinni fögru systur Farouks Egyptakonungs, en þau áttu ekki skap saman og skildu því 1948, síðla árs, eða um líkt leyti og Farouk skildi við drottningu sína. Það var ætlun konungs að finna sér nýja brúði meðal tign arkvenna þeirra, er játuðu Múha meðstrú. Má vera að hann sé ómannblendinn að upplagi, en ef til vill er þó hér að leita skýringar á fálæti því er hann sýndi konum yfirleitt í Ameríku ferð sinni nýlega. ' Fyrir nokrum misserum tók sá kvittur að breiðast út frá konungshirðina í Teheran, að konungur myndi vera horfinn frá því að takmarka leitarsvæði sitt í kvennamálunum við hinn takmarkaða hring konunglegra Múhameðskvenna en hyggja til kvonbæna utan hans. Allar vildu nieyjarnar . . . Lítið væri úr þessu gert, þó að sagt væri, að tíöindi þau hefðu valdið uppnámi í landinu. Auðvitað vonuðu allar ungar og fallegar konur, að þær hlytu náð fyrir augum þjóðhöfðingj- ans. Stúlkurnar og mæður þeirra hersátu myndablöð lands | ins, til þess að koma á framfæri fyrir þeirra milligöngu bending ^ um, sem mættu verða konungi i leiðbeining í drottningarvalinu. I Þær vissu ekki, að þetta var allt um seinan og hið konung- lega hjarta var þegar unnið, — og það var ástæðan til þess, að hann var afhuga prinsessunum. En þau eru eflaust ótalin tárin, sem falla yfir trúlofunarfrétt- inni. Það var kvöld eitt í fyrra að íranskonungur fór á ball hjá sendiherra rikis síns í París, er hann var staddur þar í borg. Meðal þeirra er þar voru, var stúlka ein af yfirstéttarfólki í íran, — fjölskyldunum 300 — eins og það er kallað. Það var Saroya Esfandiari. Kona, sem ber stjörnunafn. Saroya er fallegt nafn. Það þýðir stjarna. Og það nafn ber þessi stúlka. | Hún var spengileg á velli og glæsileg í hreyfingum, andlitið vel lagað með nettann munn,1 ávalar kinnar, fast augnaráð, hrafnsvart, þétt hár — eigin- lega miklu fremur latnesk en! 1 austræn að yfirbragði. Hún var Parísarmey með nokkurn fram andi blæ yfir sér. Og það er skemmst af konungi að segja, að hann varð gripinn ást í fyrsta dansi. | Það var ekki furða, þó að Saroya hefði nokkurn vestræn- an svip yfir sér. Móðir hennar var þýzk, en giftist elzta syni af persneskri höfðingjaætt og ! er það mikil saga og rómantísk. En þessi þýzka kona gerði sér ! far um að ala dóttur sína þannig j upp, að Evrópuáhrifin týndust ekki. Hún var til dæmis send í I skóla í Sviss. Og nú átti hún enn að framast í París. Hjónaband sem styður konungdóminn. Konungur leyndi áhrifum þeim, sem stúlkan hafði á hann haft. Hann hafði engin orð við hana um tilfinningar sínar. Hann hafði líka ýmsar ástæður til að gæta tungu sinnar. Hún var ekki nema 17 ára. Átján ára þurfti hún að verða áður en hann gæti beðið hennar, og það þurfti vandlega að hugsa málið frá öllum hliðum áður en ný drottning kæmi til sögunnar. Þegar Saroya varð 18 ára fyrir ; nokkrum mánuðum tók hann á- kvörðun sína. Ekki er að efa, að hér er um að ræða ráðahag, sem byggður er á ást, en það er heldur ekki hægt að ganga framhjá því, að þetta hjóna- Saroya Esfandiari band liefir pólitíska þýðingu. Höfðingjaætt sú, sem tengda- faðir konungs er helzti maður í, er ekki einungis einhver vold- ugasta ætt iandsins, heldur er aðsetur hennar á olíusvæðunum í suðvesturhluta landsins. Um langa hríð hefir verið rígur á milli konungsvaldsins í Teheran og þeirra frænda, því að þeim þótti sinn hlutur helzt til smár í skiptunum við gamla konginn. Þegar nú hinn ungi konungur giftist inn i ætt þeirra komast fullar sættir eflaust á af sjálfu sér. Saroya er auðug, en það skipt ir konung ekki miklu, því að honum er ekki fjár vant. Svo er talið, að fjárhlutur sá, sem faðir hans lét honum eftir er hann fór frá völdum, nemi hálfum miljarði danskra króna. Lífeyrir hans er heldur ekkert lítilræði, meira en hálf önnur milljón króna árlega. Systur konungs. Eitt var það, sem hindraðí konung í framkvæmdum. Hann á tvær systur, fagrar og vitrar, Enn ura Stefán og fréttastofuna Stefán Pétursson fer aft- ur á stúfana í Alþbl. í gær og birtir þar grein um Tím- ann og fréttastofu útvarps- ins. Hann er nú stórum hóg- værari en áður og reynir að forðast að láta bera á þjónk un sinni við Sjálfstæðisflokk inn. Þannig lætur hann nú ó- gert að hneykslast yfir því, að Sjálfstæðishúsinu skuli ætlað að vera undir sömu lögum og vetrarklúbburinn! Stefán lýsir sig því hjart- anlega sammála, að Ríkisút- varpið byggi erlendan frétta flutning sinn á brezka út- varpinu. Það er vel, því að þeir eru alltof margir, sem ýmist vilja Iáta fella allt úr brezkum fréttum, sem gæti talist hagkvæmt fyrir Rússa, ellegar vilja taka upp áróðurs fréttir úr Moskvaútvarpinu til viðbótar. Hvorttveggja er jafn fordæmanlegt, ef ætl- unin er að sníða fréttaflutn- ingi útvarpsins þann stakk, er samræmist hlutlausri og áreiðanlegri fréttastofnun. Berlínarfréttirnar settu lít- inn menningarsvip á útvarp- ið á sinni tíð og ætti svipuð hrösun þvi vissulega ekki að henda útvarpið í annað sinn. Það, sem Stefán reynir nú helzt að finna fréttastofu Ríkisútvarpsins til foráttu, er það, að hún þýði ekki brezku útvarpsfréttirnar rétt og jafnvel breyti þeim á þann veg, að þær verði hliðhollari ákveðnum aðila en ella. Þessi fullyrðing hefir heyrzt oft prinsessurnar Cham og Aahraf, áður, en sjaldan hefir þó og enda þótt hann cé ..konung- ur konunganna" er hann tregur (Framhald. á 4. síðu) Raddir nábúanna Alþýðubl. harmar það í for- ustugrein sinni í gær, að tog- arasjómenn skuli í sambandi ( fyrir Rússa, sem eru þó ó- við sáttatillöguna seinustu [ neitanlega hættulegri and- stæðingar Breta en Morgun- blaðsins. Því hefir svo verið slegið föstu, að fréttamenn íslenzka útvarpsins hafi fals að brezku fréttirnar. Þrátt fyrir það, þótt ádeil- urnar á fréttastofu útvarps- ins séu áreiðanlega oft af spunnar, skal því síður en svo neitað, að einstökum fréttum kunni ekki að hafa verið eitthvað áfátt á þann veg, sem S.P. hcldur fram. En þá eiga þeir, sem telja sig hafa sannanir fyrir slíku, að leggja þær fram og sanna mál sitt. Hitt er algerlega ósæmandi að vera með sleggjudóma út í loftið og tala um „taumlaus- an kommúnistaáróður út- varpsins,“ án minnstu sann- ana. En það hafa bæði Mbl. og Alþýðublaðið gert. Stefán hneykslast mjög vfir þeim ummælum Tímans, að hann óski ekki eftir „MANNA SKIPTUM, SEM LEIDDU TIL ÞESS AÐ ÞANGAÐ (þ. e. að fréttastofunni) KOMI MENN AF ÞVÍ SAUÐAHÚSI, SEM TELJA BREZKU ÚTVARPS- FRÉTTIRNAR TAUMI.AUS- KOMMÚNISTAÁRÓÐ- Sú hneykslun Stefáns fylgt henni nógur rökstuðn- ingur. Ekki ósjaldan hafa þessar ágiskanir stafað af því, að mönnum, sem hafa lesið fréttir Morgunblaðsins, hefir þótt ótrúlegt, að brezka útvarpið segði frá sömu frétt inni á talsvert annan veg og það mildari og hagkvæmari hlakkað yfir því og miklar vonir reistar í því sambandi, að Marshallstofnunin vestra veiti ekki samþykki sitt til þess að koma hér upp áburð- arverksmiðju fyrir Marshall- fé. Víst væri það líka ávinn- ingur fyrir kommúnista, ef ekki fengist leyfi til að gera nauðsynlegustu framkvæmd- ir, er íslendingar hafa óskað eftir í sambandi við Marshall aðstoðina. En of snemmt er enn fyrir kommúnista að gleðja sig yfir slíkum úrslit- um. — Annars er það ástæðulaust fyrir kommúnista að vera hlakkandi yfir því, að fjármál um landsins er nú svo kom- ið, að engar líkur eru til þess, að áburðarverksmiðja veröi reist hér í náinni framtíð, ef ekki fæst til hennar Mars- hallfé. Hefði ráðdeild og fyr- iriiyggja verið dyggð þeirrar stjórnar, sem tók hér við völd um haustið 1944, myndi hafa verið auðvelt að koma hér upp áburðarverksmiðju, án þess að eiga það undir er- lendum stjórnarvöldum. Þá átti þjóðin inneignir erlend- is, svo að skipti mörgum hundruðum milljóna, og hefði aðeins brot af þeim nægt til að koma áburðar- verksmiðjunni upp. Umrædd rikisstjórn var hins vegar ekki þess sinnis, heldur stakk áburðarverksmiðj umálinu undir stól og eyddi inneign- unum að mestu leyti í óþarfa. Þetta var fyrsta og vonandi seinasta íslenzka ríkisstjórn- in, sem kommúnistar hafa átt sæti í. Þeir ættu þess vegna að sjá sóma sinn í því að minn- ast ekki á áburðarverksmiðju málið, þar sem þeir hafa vissu lega gert sitt til þess að eyði- leggja framgang sitt. hafa stjórnast meira af lýð- skrumi kommúnista en ráðum gamalla og reyndra forustu- manna, er lcgðu til að fallist yrði á sáttatillöguna. Það seg ir m. a.: „En auðvitað eru kommún- istar ánægðir. Þeir líta á það sem sinn sigur, sem.þjóðin öll þessum^ toga að þeim undanskildum, skoðar sem sinn ósigur. Það er nefni- lega fyrirskipað hlutverk þeirra, ákveðíð langt úti í löndum, eins og menn vita, að vinna íslenzkum þjóðarbúskap allt það tjón, sem þeir geta, að auka glundroðann og breyta velgengni þjóðarinnar undan- farin ár í þá neyð, að sýkill kommúnismans fái sem bezt þróast hér í framtíðinni. Óheill áróður þeirra í því skyni að hindra allar sættir í togara- deilunni er því vel skiljanleg- ur. En hitt er óskiljanlegt, — að heiðarlegir, íslenzkir tog- arasjómenn skuli gangast upp við hann, svo augljós sem tvö- feldni kommúnista hefir ver- ið í togaradeilunni, — verk- fallsbrotin norðan og austan lands samtímis lýðskruminu hér sunnan lands — í báðum tilfellum vélráð við hina strið- andi togarasjómenn!" Alþýðublaðið lýsir sig síðan ' an andstætt lögfestingu á sátta- UR. tillögunum, er hinir „gömlu! sýnir, að hann vill koma á og reyndu forustumenn“ hvöttu þó sjómenn til að sam þykkja. Það bendir ekki held- ur á önnur úrræði til að leysa deiluna. Eftir því að dæma virðist það stefna Alþýðu- flokksins að láta deiluna hald ast öendanlega áfram. slíkum skiptum. Þrátt fyrir allt lofið, sem hann hefir bor- ið á brezku fréttirnar, óskar hann þannig augljóslega eft- ir því, að þær verði umskrif- aðar á þann veg, sem hann, og sálufélagar lians óska. (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.